Tíminn - 19.04.1950, Síða 1

Tíminn - 19.04.1950, Síða 1
Ritstj&ri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur l Edduhúsinu Fréttaslman 11302 og 81303 AfgreiBsluslmi 2323 Auglysingasími 81300 PrentsmiBjan Edda 34. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 19. apríl 1950 85. blað Barni bjargað úr brnnni í Eyjum Kunnátta ung'linga í fífgun úr dauðadái varð því til lífs. í fyrradag bar svo við í Vestmannaeyjum, að tveggja ára barn datt í brunn, og þeg- ar þess varð vart, flaut þáð á grúfu í brunninum. Tólf ára gömul telpa seig ofan í brunn inn með aðstoð tveggja kvenna, sem við voru og tókst að ná barninu. Þegar svo var komið, bar að tvo fimmtán ára gamla drengi, sem höfðu iært lífgun úr dauðadái í gagnfræðaskólanum í vetur, og hófu þeir þegar lífgunar- tilraunir. Eftir hálfa klukku- stund sást lífsmark með barn inu og var það þá flutt í sjúkrahús og hresstist brátt. í gær virtist það alveg búið að ná sér. Talið er fullvíst, að barnið hefði látizt.ef drengj- anna, sem kunnu lífgunartil- raunirnar, hefði ekki notið við. Frekleg ágengni togara á bátamiðum Að undanförnu hefir verið ágætur afli hjá netabátum á Selvogsbanka. En um helg- ina komu margir erlendir tog arar á vettvang og toguðu yfir net margra báta og eyði- lögðu net, sem talin eru að verðmæti a. m. k. 200 þús. kr. Sumir bátar urðu svo illa úti, að þeir verða að hætta veið- um, þar sem ógerlegt er að endurnýja netin nú. Varðskip var á þessum slóðum fram undir helgina, en fór þá á aðrar slóðir, komu togararn- ir þá á vettvang tafarlaust. Lagarfoss stórskemmist af bruna í Reykjavíkurhöfn Eldnrlna koia upp í vélaiMunlnu og (ókst slökkvlliúimi ao kæfa oldiiin cftir 5 siimda slökkvistarf. KI. 6:40 í gærmorgun var slökkviliðið kvatt að m.s. Lagar- foss, sem lá við hafnargarðinn. Eldur hafði brotist út í vélar- rúmi skipsins og var þegar svo magnaður, að erfitt var að- göngu niður í eid og reykhaf vélarrúmsins. Talið er að kviknað hafi í út frá oliukyndingu þeirri, sem notuð er til að hita skipið. Lagarfoss var nýkominn frá Bandaríkjunum. Gústaf Svíakóngur hefir haldið þeirri venju um langt skeið að fara suður til Miðjarðarhafsstrandar Frakklands að útá- liðnu á hverjum vetri og heilsa þar vorinu. Leið hans liggur þá oftast suður yfir Danmörku fyrst. í vetur hélt hann fyrri venju þótt gamall sé orðinn, og hér sést hann í borðsalnum á Stórabeltisferjunni, þar sem hann snæðir morgunverð sinn. — Gústaf Svíakóngur er 91 árs. Nýtt og fullkomið senditæki sýnt á þingi Slysavarnarfél. Tækið veitir ni jöf* aukið öryggi fyrir skip í sjávarhaska, þar sein það cr sjálfvirkl. Ársþing Slysavarnafélags íslands var sett s.l. sunnu- dag. Sækja það rúmlega 100 fulltrúar frá 165 slysavarna- deildum, sem í eru um 20 þús. félagsmenn. í skýrslu forseta félagsins, Guðbjartar Ólafssonar, kom það fram, að 501 manni hefir verið bjargað frá drukknun fyrir tilverknað félagsins frá því það hóf starf. fiiiidiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimii iii 1111111111 iii iiiiiiitiiiiiniiiii iii iii iiiii niiinii1111111111111111111111111111111111 I Dregið í happdrætti Hús-1 | byggingarsj. Framsóknarm.! Dregið var í happdrætti Húsbyggingarsjóðs Fram- | | sóknarmanna síðastliðinn laugardag. Þessi númer voru I 1 dregin út: Nr. 2211 Ferguson dráttarvél með verkfærum. — 28339 Skagfirzkur gæðingur. f — 3858 Amerískur kæliskápur. — 4525 Amerísk þvottavél. — 1432 Flugfar til Kaupmannahafnar. — 17124 íslenzkar bækur. — 17082 Amerísk hrærivél. — 26087 íslenzkar bækur. — 9975 Flugfar til og frá Egilst.—Reykjavík. — 6516 Flugfar til og frá Akureyri—Reykjavík. — 16760 Tíu daga dvöl í Hreðavatnsskála. Forseti þingsins var kjcr- inn Jón Guðjónsson, Akra- nesi, en varaforsetar Þor- steinn Árnason og Júlíus Havsteen sýslumaður. Ritar- ar þingsins eru Geir Ólafsson og Jón Oddgeir Jónsson. Á dagskrá þingsins hafa verið fjölmörg mál, en fá eða engin höfðu verið afgreidd í gærkveldi. Fundur hófst kl. 2 í gær með erindi, er Jón Oddgeir Jónsson flutti um slys á landi. Að erindi hans loknu sýndi hann nýtt og fullkomið sendi tæki, sem björgunarsveitin á Keflavíkurflugvelli hafði lán að til sýningar. Er kostur á að fá slík tæki frá Bandarikj I'unum. 11 Tæki þetta veitir mjög auk | í ið cryggi fyrir skip og er einn | j ig mjög gott í björgunarskýli í: og víðar vegna þess, að þau í i eru alveg sjálfvirk og þurfa I j ekki sérstakan rafmagns- I; gjafa. Er því hægt að senda (Frtimhald á 2. siðu.) Tveir menn, sem voru á verði í vélarrúmi skipsins, þegar eldurinn kom upp, sluppu þaðan óskaðaðir. Út- breiðsla eldsins var svo hröð, að annar varðmaðurinn viss* ekki fyrri til, en blossi einn mikill gaus upp hjá oiíutank þeim, er geymir olíuna fyrir kyndistöðina. Starf slökkviliðisins. Þegar slökkviliðið kom á vettvang reyndist ógerningur aö komast niður í skipið mið- skipa úr brúnni, þar sem þykk an reykjarmökk lagði úr vélar rúminu upp í yfirbygginguna. Var það til bragðs tekið, að fara gegnum neyðarútgöngu- dyr, sem eru við aftursiglu skipsins og þaðan inn í vélar- rúmið. Dældi slökkviliðið sjó og vatni úr mörgum stútum inn i bálið sem ekki virtist réna og leit svo út um tíma að skipinu yrði ekki bjargað. Sprenging yfirvofandi. Eldurinn lék um olíutanka, sem voru í vélarrúminu og búist var við, að sprenging yrði þá og þegar, skipi og mönnum aö grandi. Voru þá gerðar ráðstafanir að sökkva mætti skipinu á svipstundu með því að gera göt á síður þess með logsuðutækjum og hleypa sjó inn. Voru starfs- menn frá Héðni og Lands- smiðjunni viðbúnir til þessa starfs. Eldurinn rénar. Á meðan á þessu stóð, höfðu sumir skipverja gert sig tilbúna til að flytja föt og aðrar eigur sínar frá borði. En eftir langa og harða við- ur^ign við eldinn tók hann að réna, en þá var komið svo mikið vatn í skipið að það tók að hallast á bakborða frá hafnarbakkanum. Skemmdir í vélarrúmi eru taldar miklar en þó er álitið, að aðalvél og hjálparvél skips ins séu óskemmdar. Talið er að skipið þurfi ekki að fara út til að leita viðgerðar ef varahlutar fást. Einnig er á- litið að farmur sé óskemmd- ur. Skipið var nýkomið frá Bandaríkjunum. í því voru meðal annars 1000 lestir af kartöflum og var búið að skipa þeim upp í einn dag. Er þetta einn af mestu skipsbrunum hér og þakkaði skipstjórinn dugnaði slökkvi- liðsins að tókst að bjarga skipinu. Erfiður dagur hjá slökkvilioinu Eftir að slökkviliðið hafði unnið að slökkvistarfi i m.s. Lagarfossi frá kl. 7 í morgun til hádegis var það kl. 1 e. h. kvatt upp á Ásveg í Klepps- holti, en þar hafði kviknað í hesthúskofa og heyi. Skemmdir urðu talsverðar á kofanum og heyinu. Er álitið að börn muni hafa valdið í- kveikjunni. Aðeins tuttugu mínútum seinna kom brunakvaðning frá Alþýðuhúsinu. Kviknað hafði í rafmagnstöflu, sem er í sambandi við lyftuna. Skemmdir urðu litlar. Kartöflukaupin frá Bandaríkjunum Spara crlcndan gjalileyri svo ncmnr Iiiiiidriiónni þiis- unda króna. Blaðinu hefir borizt eftir- farandi athugasemd frá Jóni ívarssyni framkv.stj. Græn- metisverzlunarinnar: „Út af forsíðugrein í Þjóð- viljanum í dag óska ég að taka þetta fram: Kaup á kartöflum þeim, er grein þessi fjallar um, eru gerð á hreinum venjulegum viðskiptagrundvelli, verðið greitt án þess að Marshall- aðstoðar hafi notið við og var ekki heldur eftir henni leitað. Ég hefi, sem framkvæmda- stjóri Grænmetisverzlunar ríkisins ákveðið að kaupa kartöflurnar og keypt þær og einnig annast flutning þeirra (Framhald á 8. siðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.