Tíminn - 19.04.1950, Qupperneq 4

Tíminn - 19.04.1950, Qupperneq 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 19. april 1910 85. blaff Þjóðleikhúsið og raforkuvirki þess Raforkumálastjóri hefir beðið fyrir eftirfarandi í til efni af grein, sem nýlega birtist hér f blaðinu. Tíminn telur sjálfsagt að verða við þeirri óska hans, enda er svargrein hans að verulegu leyti staðfesting á því, sem haldið hafði verið fram, að hér hafa átt sér stað mis- tök, sem hafa kostað Þjóð- leikhúsið verulegt fé. Mun ef til vill gefast tækifæri til að ræða það síðar, ásamt öðrum svipuðum mistökum í sambandi við Þjóðleikhús- bygginguna. Ritstj. í Tímanum frá 13. þ. m. er feitletursgrein, er nefnist „Saga úr þjóðleikhúsinu“ og fjallar um starf mitt sem ráðunauts í raforkumálum við byggingu Þjóðleikhússins. t grein þessari er farið með ósannindi, sem miða að því að sverta mig og samverka- menn mína og get ég ekki Mtið líða að svara henni nokkrum orðum. Að vísu er í upphafi greinarinnar óbein línis sagt, að hér sé um að ræða eina af mörgum sögum, sem ganga um ýms vinnu- brögð, sem átt hafi sér stað í Þjcðleikhúsinu. Nú vita allir hverskonar heimildir „sögur sem ganga“ eru og sagt hef- ir verið að hinir óþekktu höf- undar þeirra megi ósjaldan teljast meiri skáld en Shake- spear. Þjóðleikhúsið er ein- stætt mannvirki hér á landi ekki aðeins að stærð sinni til, heldur miklu fremur og sér- staklega fyrir hinar marg- háttuðu og merkilegu inn- réttingar þess, salarkynni, vélar, tæki, Ijós og annan búnað. Ekkert tilsvarandi er hér fyrir á íslandi. Þess er ekki að vænta að almenning ur geti gert sér neina hug- mynd um mikilfengleik þess verkefnis, sem bygging Þjóð- leikhússins er, né um alla þá erfiðleika og vandamál, sem þeir hafa átt við að etja og fram úr að ráða, sem að bygg ingu Þjóðleikhússins hafa unnið og því verki stjórnað, erfiðleikar og vandamál sem ekki verða minni fyrir það, að smíði leikhússins tók 20 ár, og inn í hið 15—20 ára gamla steinsteypuhús, þurfti nú að fella hina nýjustu og fullkomnustu tækni að svo ^miklu leyti, sem kostur var. *En leiksviðs og ljósatæki á þeim tíma hafa tekið stór- kostlegum breytingum. Það er því ekki að furða þótt annað slagið hafi í kring um þetta stórvirki komist á kreik kynlegar scgur og oft höfum við, sem unnið höfum að Þjóðleikhúsinu, dáðst að hugmyndafluginu 1 sögum þeim, sem til eyrna okkar hafa borist „utan úr bæ“. Fyrstu raflagnateikningar Þjóðleikhússins, sem gerðar voru fyrir meira en 20 árum síðan, sá Guðmundur Hlíð- dal, póst- og símamálastjóri, um. Þegar tekið var á ný til starfa við Þjóðleikhúsið eftir að brezka setuliðið flutti úr þyí, færðist Guðmundur Hlíð- dal undan því að vera áfram rafmagnsráðunautur þess sök um annrikis. Snéri húsameist ari ríkisins, Guðjón Samúels son, sér þá til mín og bað mig Eftir Jakob Gislason raforknmálastjóra. að taka við þessu. Eg verð.j að kannast við það nú, að ( mikið vantaði á, að ég gerði mér þá fulla grein fyrir því hversu mikið verk þetta átti eftir að verða, enda höfðu á 1 því stigi málsins ekki nema I að litlu leyti verið teknar ákvarðanir um allskonar út- , búnað leikhússins, en til vel- i flests „útbúnaðar“ leikhúss- [ ins þarf einhverskonar raf-! magnsútbúnað með. Teikn- j ingar þær sem ég hef þurft að gera og láta gera skipta [ hundruðum. Við þær og ann að í sambandi við mitt verk , hefir í öll þessi ár aðstoðað, mig Petrína Jakobsson, teikn ari. Hún hefir allan þann | tíma verið á föstum launum hjá raforkumálaskrifstofunni og unnið að teikningum þess um á teiknistofu hennar, skrifað sina vinnuseðla eins og aðrir, sem á teiknistofunni vinna, en raforkumálaskrif- stofan hefir síðan gert Þjóð- leikhúsinu reikning og feng ið endurgreiddan þann tíma, sem hún vann fyrir það. Á sama hátt hefir verið farið með vinnu annarra starfs- manna raforkumálaskrifstof- unnar í þágu Þjóðleikhúss- ins, en hún hefir verið til- tölulega lítil. í júlí mánuði 1949 var í samráði við byggingarnefnd Þjóðleikhússins og húsameist ara ríkisins, Ólafur Gíslason, raffræðingur, fenginn til þess að aðstoða við eftirlit og um- sjón með setningu mótora, véla og búnaðar í Þjóðleik- húsinu meðan lokahrotan fyr ir opnun Þjóðleikhússins stóð yfir. Ólafur er ekki starfsmað ur raforkumálaskrifstofunnar en rekstur eigin teiknistofu. Hann fær þóknun sína greidda beint frá skrifstofu húsameistara ríkisins, en á að vísu eins og fleiri töluvert inni hjá Þjóðleikhúsinu vegna fjárhagsörðugleika þess. Mína vinnu fyrir Þjóðleik- húsið innan lands og utan J skal ég ekki rekja nánar. Hún hefir verið unnin að meira og minna leyti sem hluti úr embættisstarfi minu, en á þessum árum hef ég mán- uðum saman að staðaldri unn ið eftirvinnu og kvöldvinnu vegna leikhússins. Þó að það sé að sjálfscgðu ekki mitt að dæma um eigin verk í þessu sambandi hygg ég að óhætt sé að telja að í höfuðdrátt- um sé Þjóðleikhúsið búið góð um raforkuvirkjum. Raforkuvirki Þjóðleikhúss- ins eru, eins og annað í því húsi, töluvert stórfengleg. Spennustöð þess er önnur stærsta hér á landi. • Hin stærsta er í mjólkurstöðinni nýju, en þar eru rafmagns- gufukatlar, sem nota sérstak lega mikið rafmagn. Velflest- ir kaupstaðir landins hafa rafstöðvar, sem eru minni að afli, en spennistöð Þjóðleik- hússins. Um húsið eru lagðir hátt í 100 kílómetrar alls, af allskonar rafmagnsvírum. Þar eru fjöldi mótora, full- komin leiksviðslýsing, (á þremur leiksviðum), hátalara símakerfi um húsið, venju- legur innanhússími, ljósa- merkjakerfi, hringingalögn, varahitun með rafmagni, fjærhitunarmæling, útvarps- lögn, sjálfvirk brunakalllögn, veitingahús með fullkomnu rafmagnseldhúsi og kæli- g^ymslum o. s. frv. Hg verð að kannast við það„ að undir lokin, þegar til komu æfðir rafmagnseftir litsmenn með sín fullkomnT ustu mælitæki, til þess vand- lega að leita uppi ef finna mætti nokkra ágalla á fram- kvæmd raflagnar og rafsetn- ingar í húsinu, þá fundust nokkrir ágallar, sem gátu orö ið fjcður í ýkjusögur út um bæ. Eg hygg ég geti fullyrt, að aldrei hefir raflögn í neinu húsi í Reykjavík verið svo rækilega rannsökuð og eftir- litin við úttekt, sem raflögn Þjóðleikhússins. Taldi ég sjálfsagt að láta gera þetta, enda hafa þeir, er fyrir bygg ingu hússins standa, jafnan lagt áherzlu á það, að svo sem frekast væri kostur yrði þess gætt að allur útbúnað- ur leikhússins yrði sem traust astur og öruggastur gegn slysa- og eldhættu. Um ástæð ur fyrir og sök á einstökum ágöllum, sem í ljós komu við úttekt raflagna, má deila. Fyrsta raflögn Þjóðleikhúss- ins er lögð í steininn fyrir 20 árum síðan. Þegar til átti að taka 15 árum síðar var hún orðin mjög mikið skemmd, síðan breyttist inn rétting mjcg mikið, nú klætt með timbri á veggi þar sem áður var gert ráð fyrir máln- ingu o. s. frv. o. s. frv. Þegar auk þess er aðgætt að verk þetta er að miklu leyti unn- ið á þeim tímum þegar efn- isskortur er mjög tilfinnan- legur en teygist auk þess yf- ir svo langan tíma, að fyrsta kaflann fæst ekki flutt til landsins nema þýzkt efni, siðan aðeins enskt, þá aðeins amerískt, svo aftur enskt og nú loks að nokkru leyti tékkneskt og ítalskt efni, margt af þessu mjög ósam- stætt, þá er mér spurn, hvort ekki sé fremur ástæða til að dást að lægni og þolinmæði þeirra manna, sem tókst að gera úr þessu þó svo góðar raflagnir, sem eru í húsinu, en að láta sér miklast þeir ágallar sem í lokin komu í ljós við nákvæma leit og end urbættir voru. Kostnaður af þeim endurbótum hefir að vísu ekki enn verið gerður upp né útkljáð hver skuli bera hann, en vitað er, að hann er alveg óverulegur, ef tillit er tekið til heildarkostn aður raforkuvirkjanna svo og til þess, hve oft hefir við bygg ingu þessa mannvirkis þurft að staldra við og yfirvega nánar það sem gert hafði verið og breyta i betra horf því sem betur mátti fara. Eg er sammála þeim, sem ritað hefir greinina „Saga úr Þjóðleikhúsinu" um það, aðv full áftetæða er til að rituð verði all nákvæmlega bygg- ingarsaga Þjóðleikhússins, til þess að reynsla sú, sem feng- ist hefir við byggingu þessa mikla mannvirkis geti orðið að sem mestu gagni. Hinsveg ar held ég að við ættum hvað (Fr&mhald d 6. siOu.) HÓTFYNDINN MAÐUR sagðl, að Hannes á horninu hefði þá yf- irburði umfram Víkverja, að hann væri einskonar veðurviti eða vind- hani, sem lesa mætti veðurstöðuna af og margir hlutir væru óþarfari en slíkt barómet, þó það segði enga hluti fyrir. Það gerir heldur ekki liitamælirinn. ÞESSI UMMÆLI komu mér í hug þegar ég las hugleiðingar Hann esar síðasta laugardag. Þar heldur hann því fram, að bærinn eigi „að byggja íbúðir, eitt herbergi og lítið eldhús fyrir ungu hjón- in óg gamla fólkið, tvö herbergi og eldhús fyrir ungu hjónin með eitt eða tvö börn og i hæsta, lagi þriggja herbergja íbúð með eldhúsi“. Þessi orð standa í Alþýðublaðinu 15. april 1950, sama blaðinu sem í janúar svívirti Framsóknarmenn mest fyrir að vilja koma á „smá- íbúðaskatti“ þar' sem barnlausum hjónum var þó alltaf ætluð skatt- frjáls tvö herbergi auk eldhúss og hjónum með eitt barn þrjú íbúð- arherbergi. Þá var það smáíbúð, ef barnlaus hjón höfðu rösklega 70 fermetra ibúð fyrir sig ein, en margar þriggja herbergja íbúðir eru ekki stærri. Mikið hefir nú barómetið breyzt þessa daga síðan í vetur. JÆJA. ÞAÐ ER GOTT, hver sem vitkast. Batnandi manni er bezt að lifa. Og alltaf er nú Hannes okkar góðgjarn þegar hann áttar sig á hlutunum og margar ærleg- ar og heilbrigðar taugar í honum. Fyrir fáum árum sagði hann, að það ætti sérhver fjölskylda lands- ins að eiga sér einkabíl. Nú hafa lífskröfurnar breytzt frá því þá var, svo að eitt herbergi og litlð eldhús þykir fullnóg húsnæði fyr- ir barnlaus hjón. ÞETTA ERU TVÆR ályktanir sama manns, sín frá hvorum tima. Önnur er gerð á tímum stríðs- gróðavímunnar, þegar þjóðin keppt ist við að eyða afla sínum og hafði mjög furðulega rangar hugmynd- ir um efnahag sinn og auðsæld. Hin er gerð ofarlega á misheppn- aðri vertið þegar búið er að eyða öllum stríðsgróðanum og sökkva sér í skuldafen. Báðar eru þessar hugleiðingar með vissum hætti hýaishorn af hugsunarhætti þjóð- arinnar. Barómetið gerir sitt gagn. EITT ER GLEÐILEGT við hinn nýja tón í Alþýðubl. Hannes á horninu viðurkennir staðreyndir. Þjóðin er að vakna. Við förum að rísa upp úr vímunni. Hannes á horninu sér, að því eru takmörk sett, hvað við getum byggt mikið í einu. Og þá segir hans heilbrigði smekkur og góði vilji, að það verði að byggja svo, að það komi sem flestum að notum. Hann fordæmir óhófið og bruðlið, sem einkenndi ,,Nýsköpunartímann“. Nú sér hann, þegar hann rís úr rotinu, að slíkar byggingar seinka því, að almenn- ingur fái úrlausn, sem una megi við. Þetta er allt á réttri leið eftir því, sem um getur verið að ræða úr því sem komið er. Það liðna verður ekki aftur tekið. En við skulum segja eins og Steingrímur í Vorhvöt: Vér grátum hið liðna, en grátum sem stytzt, svo grætum ei komandi tíma, ei sturlun oss gefur þá stund sem er misst, en störfum fyrst liðin er gríma. FYRST ÞJÓÐIN er að vakna og sjá það, að hún verður að einbeita sér að því, sem vit er í, ef vel á að fara, eru horfurnar miklu betri en þæ rhafa verið síðan einhventíma áður en farið var að tala um ,,Ný- sköpun". Og okkur þykir öllum vænt um blessað barómetið, sem sýnir okkur svo greinilega þessi veðrabrigði andans. Starkaður gamli. Údýr matarkaup Saltað tryppakjöt Fryst tryppakjöt Hraðfryst folaldakjöt Reykt folaldakjöt. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2678. BYGGINGAFÉLAG VERKAMANNA 2ja herbergja íbúð til sölu í II. byggingarflokki , Félagsmenn skili umsóknum til Magnúsar Þorsteins- sonar, Háteigsveg 13, fyrir 22. þ. m. STJÓRNIN.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.