Tíminn - 19.04.1950, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, miðvikudaginn 19. apríl 1910
85. blað
TJARNARBÍÖ
Qnartct
Fjórar sögur eftir W. Somerset
Maugham. — Nú eru síðustu
forvöð að sjá þessa ógleyman-
legu mynd.
Sýnd kl. 9.
Mowgli
(Dýrheimar)
Myndin er tekin í eðlilegum
litum byggð á hinni heims-
frægu sögu Kiplings.
Sagan hefir undanfarið verið
framhaldssaga í barnatíma út-
varpsins.
Aðalhlutverkur: SABU
Sýnd kl. 5 og 7.
Siðasta sinn.
Blúndnr og
blsisýra
Bráðskemmtileg, spennandi
og sérkennileg amerísk kvik-
mynd.
Aðalhlutver:
Cary Grant
Priscilla Lane
Sýnd kl. 9.
Ung ást
(To Young to Know)
Skemmtileg, ný, amerísk kvik-
mynd um ástir og barnaskap
ungra hjóna. Aðalhlutverk:
Joan Leslie.
Sýnd kl. 5 og 7.
-m-------^r.---------------tt' '
I
5Í0DIEIKHÚSID
20. apríl, á sumardaginn
íyrsta, kl. 19.15 NÝÁRSNÓTT
IN, eftir Indriða Einarsson,
Leikstjóri: Indriði Waage.
Vígslusýning — Eingöngu
bbðsgestir.
21, apríl, kl. 20. FJALLA- EY-
VINDUR, eftir Jóhann Sig-
urjónsson, Leikstjóri: Har-
aldur Björnsson.
Frumsýning.
22. apríl, kl. 18 ÍSLANDS-
KLUKKAN, eftir Halldór
Kiljan Laxnes.
Leikstjóri: Lárus Pálsson.
Frumsýning.
Aðgöngumiðasala, að sýn-
ingu á Fjalla-Eyvindi og ís-
landsklukkunni“, er á mið-
vikudaginn 19. apríl kl. 13.15
—18. Sími: 80000.
Þjóðlcikliúsið ....
(Framhald af 4. síðu.)
skáldrit í sambandi við Þjóð
leikhúsið snertir, að láta okk
ur nægja í bili þau þrjú leik-
rit, sem nú er verið að æfa,
en lofa höfundum slúður-
sagna í bænum að bíða eft-
ir birtingu á verkum sínum
að minnsta kosti vel fram
yfir opnun Þjóðleikhússins.
Jakob Gíslason
iíiL raforkumálastjóri
N Y J A B I □
Allt í þcssu fínu---------
(Stitlng Pretty)
Ein af allra skemmtilegustu
gamanmyndum, sem gerðar
hafa verið í Ameriku á síðustu
árum. — Aðalhlutverk:
Clifton Webb
Maureen CHara
Robert Young
AUKAMYND:
Ferð með Gullfaxa frá Rvik
til London, tekin af Kjartanl
Ó. Bjarnasynl. (Litmynd.)
Sýnd kl. 5, 7 og 9. ,
GAMLA Bí□
Páska-
skriiðgangan
(Easter Parade)
Ný Metro-Goldwyn Mayer dans
og söngvamynd i eðlilegum lit-
um. Söngvarnir eftir Irvlng
Berlin. Aðalhlutverk leika:
Fred Astaire
Judy Garland
Peter Lawford
Ann Miller
Sýnd kl. 5 og 9.
VUO
WÚIAGOTU
Grímuklæddi
riddarinn
Afar spennandi og viðburða-
rík amerísk cowboymynd í 2
köflum.
Fyrri kaflinn sem heitir
„Grimuklæddi riddarinn skerst
í leikinn" verður sýndur í dag
Sýnd kl. 5, 7 og 9 i
BÆJARBID
HAFNARFIRÐI
1 hainingjuleit
Afar fögur og áhrifamikil am-
erísk mynd. Myndin sýnir ýmsa
atburði á Ítalíu, Þýzkalandi og
Spáni. Aðalhlutverk:
Robert Young
Sylvía Sidney
Sýnd kl. 9.
Cirkusdrengur-
inn
I Sýnd kl. 7.
Siml (1938.
Ilitlcr
og Eva Braun
Stórmerk amerísk frásagnar-
mynd um nazistana þýzku og
striðsundirbúning, þættir frá
Berchtesgaden, úr ástarævin-
týri Hitlers og Evu Braun.
Persónurnar eru raunverulegar.
Adolf Hitler
Eva Braun
Hermann Göring
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Danskur texti.
Bönnuð innan 12 ára.
TRIPDLI-BID
Móti straumi
(Two who dared)
Spennandi amerísk mynd, er
gerist á keisaratímanum i Rúss-
landi. Aðalhlutverk:
Anna Sten
Henry Wilcoxon
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sími 1182.
Óskilamunir
í vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskila-
muna, svo sem reiðhjól, fatnaður, lyklakippur, veski,
buddur, gleraugu o. fl. Eru þeir, sem slíkum munum
hafa týnt, vinsamlega beðnir að gefa sig fram í skrif-
stofu rannsóknarlögreglunnar á Fríkirkjuvegi 11, næstu
daga kl. 1—3 og 6—7 e. h. til að taka við munum sínum,
sem þar kunna að vera.
Þeir munir, sem ekki verður vitjað, verða seldir á
opinberu uppboði bráðlega.
lítannsóknarlögreglan
Auglýsingasími Tímans 81300
WILLY CORSARY:
84. dagur
Gestur í heimahúsum
hvaða áverka Sabína hefði hlotið. Þeir væru í rauninni
ekki eins miklir og fyrst hafði verið talið. En nú haföi
sjúklipgurinn fengið ákafa hitasótt.
— Eruð þér skyldur henni? spurði hann.
— Ég er unnusti hennar, svaraði Ríkarður.
— Jæja. Hún var með meðvitund, þegar komið var með
hana hingað, og hún sagðist ekki óska þess, að neinum
yrði gert viðvart um slysið. Sálarástand hennar virðist mjög
slæint. Hún hefir orðið fyrir taugabilun, og....
— Sálarástand.... hvað eigið þér við? Og hvað?
— Og heyrnarbilunin hefir ágerzt við slysið. Hún hefir
misst heyrnina. Það er ekki fátítt, þegar um þessa tegund
heyrnarbilunar er að ræða. Hún hafði gert sér ljóst, að svo
gæti farið, að heyrnarleysið ágerðist. En hún hafði ekki
búizt við því svona fljótt — og svona gersamlega. Þess vegna
er hún einnig mjög hugsjúk.
— Ég.... ég skil yður ekki, stamaði Ríkarður.
— Ég er að segja, að hún sé hugsjúk vegna þess, að heyrn-
in hefir alveg bilað.
— Vegna þess að heyrnin hefir alveg bilað? Er Sabína
orðin heyrnarlaus?
— Vissuð þér ekki, að hún var heyrnarsljó? Hún sagði
sjálf, að hún hefði heyrt mjög illa síðustu vikur. Hún bjóst
alltaf við þvi, að hún myndi missa heyrnina að miklu leyti.
Þessi heyrnargalli er ríkur í ætt hennar.
Ríkarður starði agndofa á hann. Hann hafði allt í einu
skilið samhengi atburðanna — skilið allt.
— Þér megið fara snöggvast inn, sagði læknirinn. En ég
er ekki viss um, að hún þekki yður, eins og nú er ásattt
fyrir henni.
Hún þekkti hann ekki, og hann átti líka bágt með að
þekkja hana. Augun voru óhugnanlega stór. Hún starði trill-
ingslega á hann.
Hann settist á rúmstokkinn og tók utan um brennheita
hönd hennar. Hún bylti sér látlaust í rúminu og tuldraði
eitthvað. Stöku orð og setningarhluta gat hann greint. Hún
r.efndi nafn hans hvað eftir annað, og það var eins og hníf-
ur væri rekinn í hjarta hans ... .Ríkarður ... .ó, Ríkarður,
sagði hún. Hann sat grafkyrr, nefndi nafn hennar í huga
sér og grátbændi hana að lifa þetta af. Hún mátti ekki
hverfa honum. Þau áttu svo margt ósagt. Þetta hafði allt
verið hræðilegur misskilningur. Hún hafði ekki treyst ást
hans nógu staðfastlega. Á annan hátt varð óráðshjal henn-
ar ekki skilið. Hún hafði óttazt, að hann yrði óhamingju-
samur með henni. Hún hafði óttazt það, að honum fyndist
hún hlægileg, þegar hún væri búin að missa heyrnina. Hann
rifjaði upp i huga sér, hvernig þau höfðu tekið að fjarlægj-
ast hvort annað. Þá hafði hún háð baráttu sína við vitund-
ina um yfirvofandi hættu. Hún hafði hugsað um frænkur
sinar, sem misst höfðu heyrnina og orðið geðstirðar og tor-
tryggnar — um afa sinn sem, hún hafði einu sinni hlegið
að, þegar hann svaraði út í hött.
Honum var leyft að sitja hjá Sabínu. Yfirhjúkrunarkonan
kom sjálf með te handa honum, seint um kvöldið. Morgun-
inn eftir fékk hún talið hann á að fara heim og hvíla sig.
Hún hét því að sima undir eins til hans, ef Sabínu versnaði.
En nú svaf hún.
Hann hlýddi. Eins og drukkinn maður reikaði hann heim.
Það var stytt upp. í görðunum ypptu sér gladíólur og rósir,
allt í kringum hann var sólskin og fegurð, en jók aöeins
þjáningu hans. Óráðshjal Sabinu klingdi látlaust í eyrum
hans.
— Það er hlegið að heyrnarlausu fólki.... Fólk vorkenn-
ii krypplingum og blíndum mönnum.... en heyrnarlaust
fólk er hlægilegt.... Ó, ég er orðin svo þreytt af því að
reyna að skilja.... ég vil ekki tala við neinn.... Ó, Ríkarð-
ur — þú kærir þig ekki um að eiga heyrnarlausa konu....
Þú ert svo góðu vanur.... Þú yrðir leiður og argur.... Nei,
nei, — ekki þennan frakka.... heldur vil ég fá lungna-
bólgu.... Þér skiljið það ekki, frú Ter Heul.... Vatn....
það er svo gaman að heyra vatnaniö.... og þytinn í lauf-
inu.... En nú heyri ég ekkert framar.... Hálfan þriðja
sólarhring? Gleymist ást á hálfum þriðja sólarhring.... ?
Það er gott, að Ríkarður var svona fljótur að gleyma....
En það verður samt sárt.... sárt að vakna á morgnana....
verst á morgnana....
Ríkarður greikkaði sporið, eins og hann væri að reyna að
flýja þessa rödd. Hann fór beint inn í svefnherbergi sitt og
fleygði sér upp í rúmið. Röddin kvaldi hann enn og klingdi