Tíminn - 19.04.1950, Síða 5

Tíminn - 19.04.1950, Síða 5
85. blað TÍMINN, miðvikudaginn 19. apríl 1910 5 iffiðrifcnel. 19. apríl Uppgjafabílstjóri með óráði Alþýðublaðið heldur áfram að sýna glöggt og greinilega skilning höfunda sinna á stjórnmálum og fjárhags- málum íslendinga Forustu- grein blaðsins í gær fjallar um það. að Alþýðuflokkur- inn hafi skilið við stjórnar- vagn þjóðarinnar í bezta lagi á góðum og greiðum vegi. Það er þannig óhætt að halda sér enn við líkinguna um drukkna bílstjórann, enda þótt líkingar séu lengst um teygjanlegar. Alþýðublað ið er ennþá með óráðs- vímu, eins og drukkinn mað ur. Og eitt af því, er sýnir óráð þess, sem leiðarann skrifaði er það, að hann áfellist Tim ann fyrir að telja læknishjálp bjcrgunarstörf. Þó vita það allir, að stundum er öll von um björgun bundin við lækn- isaðgerðir. Svo illa getur ó- ráðið leikið menn. Um „slétta og beina veg- inn“, sem stjórnarvagninn var á, þegar Alþýðuflokkur- inn lét af stjórn, nægir að segja þetta: Þau þrjú ár, sem Alþýðu- flokkurinn hafði forustu i stjórnarbílnum var greiðslu- halli rikissjóðs til jafnaðar 60—70 milljónir króna ár- lega, þrátt fyrir stórfellda nýja skatta. Jafnframt hlóð ust á ríkissjóðinn geysilegar ábyrgðir, sem færðust stöð- ugt nær þvi að leggjast á hann af öllum þunga. Hefði þessari stefnu verið haldið áfram á hinum „slétta og beina vegi“ Alþýðuflokks ins hefði þurft að auka út- flutningsuppbæturnar um einar 100 millj. kr á þessu ári ef útgerðin átti ekki að stöðv ast, þar sem nýju togararnir höfðu ekki orðið síður þörf fyjir uppbætur en bátaútveg urinn. Það hefði því þurft að afla ríkinu um 200 millj. kr. nýrra tekna til að tryggja hallalausan rekstur hans ef haldið hefði verið áfram á hinum „slétta og beina vegi“ Alþýðuflokksins. Einstakir þverhausar geta ef til vill neitað að heyra og sjá. En hvað sem Alþbl. segir, veit öll þjóðin, að útgerðin var komin í þrot. Átján ný- sköpunartogarar voru að verða gjaldþrota, og þó var þar um að ræða þá grein út gerðarinnar, sem álitin var arðvænlegust. Til þess að bjarga henni, þótti ekki væri nema i bili, var annaðhvort að lækka gengið eða leggja á um 200 millj. kr. nýrra tolla og skatta til viðbótar öllu því, sem fyrir var. Af tvennu illu var gengislækk- unin skárri. Hlutskipti Alþbl. nú er því það, að flytja óraunhæft á- róðurshjal, sem ekki er í neinu sambandi við raunveru leikann. Svo ömurlega rangsnúinn getur heilaspuni vesalings blaðsins orðið, að það held- ur að íslenzk útgerð sé engu betur stödd með því að fá 45 FERÐ TIL VESTMANNAEYJA í síðustu viku brá ég mér til Vestmannaeyja og dvaldi þar nokkra daga í boði Helga Benediktssonar, útgerðar- manns. Þar bjó ég í hinu glæsilega nýja gistihúsi, sem hann hefir byggt þar, og var tekið i notkun nú um pásk- ana. Vil ég hér segja lesend- um Tímans með nokkrum orðum frá gistihúsinu og öðru sem fyrir augu bar varðandi atvinnumál Eyjamanna. Hótel H. B. Hið nýja gistihús Helga Benediktssonar er mjög glæsi leg bygging, og virðist þar öllu haganlega fyrir komið. Byggingin er fjórar hæðir auk kjallara. Þar eru 40 rúmgóð gistiherbergi, 2 stórir salir og einn minni. Auk þess er í byggingunni ætlað rúm fyrir allstóra verzlun, sem enn hef ir þó ekki verið tekin í notk- un. Virðist mér hótelið og að- búnaður þar standa jafnfæt- is því bezta, sem þekkist af því tagi hér á landi. Ekki er vafi á því, að bygg- ing þessa gistihúss bæti úr brýnni þörf, því áður hafa verið hrein vandræði að fá gistingu í Vestmanriaeyjum, ef um hefir verið að ræða meira en aðeins fáa ferða- menn samtímis. Þetta hefir sýnt sig mjög glögglega nú þegar. Margir togarar, sem sigla með afla sinn á Eng- landsmarkað, skilja eftir helm ing skipshafnarinnar í landi meðan á söluferð stendur. Þannig var hluti skipshafna af fjórum tögurum settur í íand í Vestmannaeyjum þá þrjá daga, sem ég dvaldist þar, alls um 60 manns. Bjuggu þeir allir á Hótel H. B. með- an þeir biðu skips eða flug- ferðar heim á leið. vv y r Bætt aðstaða til félags starfsemi. Augljóst er, að með bygg- ingu gistihússins hefir að- staða batnað stórkostlega fyr ir allt samkvæmis og félags- líf í Vestmannaeyjum. Hefir Helgi Benediktsson þannig meðal margs annars, séð fyr- ir því, að starfsemi Fram- sóknarfélaganna í Eyjum mun ekki þurfa að vera á rirakhólum með húsnæði í framtíðinni. Eftir Kristjain Friöriks.son. Hótel H. B., Vestmannaeyjum. Eitt kvöldið sem ég var í Eyjum, var haldinn skemmti fundur í framsóknarfélaginu Þar var spiluð framsóknar- vist og dansað. Þar flutti ræðu Þráinn Valdimarsson erind- reki Framsóknarflokksins. Notaði ég tækifærið til að óska eiganda hótelsins og Vestmanneyingum yfirleitt til hamingju með þetta mynd arlega samkomu og gistihús. Þessi skemmtun flokksins var allvel sótt, þó að yfir stæði mesta aflahrota, sem komið hefir á vertíðinni. Leyfisferðir til Vestmannaeyja. Telja má líklegt, að í fram- tíðinni muni margir kjósa að eyða sumarleyfum sínum í Eyjum, eftir að þar er nú gjörbreytt aðstaða til að taka á móti gestum. Eyjarnar hafa ýmislegt það við sig, sem mcrgum mun þykja fýsilegt að sjá og kynnast. Náttúru- fegurð er þar mikil og sér- kennileg. Aðstaða er þarna sérstaklega góð fyrir þá, sem iðka vilja fjallgöngur, vegna þess hve há fjöll eru nærri kaupstaðnum. Þarna er upp hituð útisundlaug, sem fyllt er sjó, en sæböð þykja holl, sem kunnugt er. í Herjólfsdal er íþróttasvæði og er þar óvenju skýlt fyrir vindum, því að há fjöll umlykja dal- inn. Þar er sem kunnugt er, þjóðhátið haldin í hvert. Vestmannaeyja ágústmánuði ár Samvinna útvegsmanna í Eyjum. Eitt af því, sem vakið hefir athygli margra, er hin heil brigða þróun i samvinnumál- um, serii þar hefir lengi átt sér stað meðal útvegsbænd- anna. Þeir hafa haft samtök um kaup á olíu til báta sinna (Olíusamlag). í fjölda mörg ár hafa þeir haft samtök um nýtingu lifrarinnar (Lifrar- samlag Vestmannaeyja). Sam eiginlega stofnuðu þeir verk- smiðju til netagerðar (Neta- gerð Vestmannaeyja). Gagn kvæmt og sameiginlega tryggðu þeir báta sína (Báta ábyrgðarfélag). Og nú síðast fyrir fáum árum hafa þeir stofnað fiskverkunarstöð, þar sem þeir sameiginlega vinna að verkun og nýtingu aflans. Er það mikið fyrirtæki, og verklag og vinnutilhögun virt ist mér vera þar með hinum mesta myndarbrag. Þar er gert að fiskinum, sumt af honum er saltað, en annað fryst. Það sem mér virtist eink- um athyglisvert og til fyrir- myndar við þetta samstarf útvegsbændanna, er það, að þessi félagssamtök eru ekki fjölmennari en svo, og hafa hvert um sig svo hæfilega takmarkað verksvið, að þátt- takendurnir hljóta að hafa nokkra ábyrgð, hver einstak- ur og geta fylgst með því, sem (Framhald d 7. síðu.J SEXTUGUR: MAGNÚS KJARAN krónur en 26 krónur fyrir hvert sterlingspund. í haust hélt Alþbl. því þó fram, að gengislækkunin in væri óhæfa vegna þess, að hún skapaði óeðlilegan gróða hjá útflutningsfram- leiðslunni á kostnað launa- manna. Þá virtist það þó skilja þau lögmál, að gengis lækkun er til hagsbóta fyrir útveginn. En þessi skilnings glæta er nú með öllu horfin úr dálkum þess. Ef útgerðin bjargast ekki með 45 krónur fyrir sterlingspund, þá á það að vera gengislækkuninni að kenna. Það þýðir ekki að koma með líkþigar fyrir Alþbl. né aðra þá, sem berja höfði við blágrýti staðreyndanna. Það er eins og drukkni bíl- stjórinn, sem hefir ekið út af veginum, en kennir þeim 'um, sem eru að reyna að koma bílnum upp á veginn aftur. Það hagar sér eins og skuldaþrjóturinn, sem brígsl ar þeim, sem reynir að borga, en ekki þeim, sem til skuldanna stoínaði. Með slikri rökfimi og stjórn vizku flytur Alþbl. mál sitt. Svona allsfjarri er það, að enn sé Alþýðuflokkúrinn orð inn algáður. Svo langt er hann frá því, að hann sér enn ekki annað en hann hafi haldið sér á beinum og breiðum vegi. Honum er enn ekki ljóst, að hann skildi við vagninn í skurðin um fyrir utan veginn. Og hamingjan má vita • hvort honum auðnast nokkurn- tíma að skilja það. En það ,er nóg að þjóðin skilji það, þó hún eigi upp- gjafabílstjóra, sem gengur um í óráði. Mælt hefir verið, að vís- ast hafi aldrei verið yndis- legra að vera ungur maður á íslandi, en í byrjun þess- arar aldar. Þá var eins og æskan veðraði og jafnvel enn næmar en margir þeirra, sem eldri voru, að þjóð- in ætti aðeins eftir hlað- sprettinn í frelsisbaráttunni. En jafnframt fann hún þá til þeirrar ábyrgðar, er þessu fylgdi, skildi hversu fátæk, fámenn og fákunnandi þjóð in var á fjölmörgum svið- um, en því meir reyndi þá á hvern einstakan. Er vafa- samt að endranær hafi verið almennari og vökulli þráin hjá æsku þessa lands til þess að verða að manni, vinna eigi aðeins sjálfum sér, held ur fyrst og fremst landinu, þjóðinni. Er æska sú, sem þetta tímabil lifði, sama fólk ið, sem nú er um og yfir sex- tugt. Á þessum árum voru skól- ar fáir og efnahagurinn hér slíkur, að ekki var kostur mikillar skólamentunar fyrir margan efnismanninn. En þá skarst annað í. Er eins og lífið eigV alltaf úrræðí til þess að sjá fyrir sjálfu sér. Þá kviknuðu ungmennafél- ögin, og fóru áróðurslaust eins og eldur um landið. Urðu þetta einskonar skólar, létu sér ekkert mannlegt óvið komandi, annað en dægur- mál stjórnmálabaráttunnar, þarna skyldi þjálfa mann- dóminn, læra að meta gildin, þjóðleg og alþjóðleg, og æfa kraftana í orði og á borði, iðka íþróttir eigi slður andleg ar en líkamlegar. Hér i höfuð staðnum var það nú ekki lengur „skólinn“ einn, sem setti svip á bæinn, hvað þá annarsstaðar á landinu, þar sem enginn „skólinn" var. Þessa minnist ég í dag, þeg ar vinur minn Magnús Kjar an er sextugur. Hann var vel af guði gefinn. En næst er mér að halda, að hann sjálf ur líti svo á, að þetta hafi „sett á Tnanninn mark“. Hér verður ekki rakin starfssaga Magnúsar Kjaran, ekki rökstutt hversu hann var að íþróttum búinn, and- lega og líkamlega. En aðeins skal þess getið, að kynnin frá ungmennafélagsárunum munu hafa varðað veginn, þegar á elleftu stundu þurfti að hafa upp á fram- kvæmdastióra þúsund ára hátíðar Alþingis. Þótt mikið sé undir þjálf- un, skólum og félagshreyf- ingum komið, skiptir fleira máli. Verður mönnum þá hugsað til hans sjaldgæfu konu, sem svo margur í vina hópnum hefir einatt gengið fyrir eins og spegil, með instu áhyggjur og vanda- mál. Og þannig hafa þau Magn ús og Soffía Kjaran lifað lífi sínu, .að þennan dag verður eigi ósmár hópurinn, sem kemst í hátíðarskap. Magnús! Má ég svo að lok um láta það eftir mér, að uppljóstra, að það varst þú sem sagðir einhverju sinni þessa setningu. „Maður á ekki að halda upp á afmælisdaginn sinn. Maður á að halda upp á dag inn sem maður gekk í Ung- mennafélag Reykjavíkur!" En þessi setning hefir hjálpað mér í vangaveltun- um um hvað þessl félags- hreyfing var. Guðbrandur Magnússou

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.