Tíminn - 30.04.1950, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur t Edduhúsinu
Fréttasímar:
'Í1302 og I130S
AfgrelOsluslmi 2323
AuQlísingasími 31300
PrentsmiBjan Edda
'1
34. árg.
Reykjavík, sunnudaginn 30. apríl 1950
94. blað
Setning listamannaþingsins
var meö miklum hátíöaöra?
Fiölskrúiiug lÍKÍsýniii" var opnuð í |ijó?í-
nfinjasafnsliúsiiiu nýja « g'srr
Kiukkan tvö í gaer var hrifija listamannaþingið sett í
I*jóðleikhúsinu. Var það hátíðleg og eftirminnileg athöfn,
sem fór hið bezta fram. Síðar um daginn var listsýning
þingsins opnuð í þjóðminjasafnshúsinu nýja. Hátíðasýning
á íslandsklukkunni var í gaerkveídi. í kvöld eru hijómsveit-
artónleikar í Þjóðleikhúsinu.
Athöfnin hófst með því að
Sinfóníuhljómsveitin lék for-
leik eftir Jón Leifs og stjórn-
aði tónskáldið sjálft hljóm-
sveitinni. Útvarpskórinn að-
stoðaði með söng.
Setning þingsins.
Helgi Hjörvar formaður
framkvæmdanefndar lista-
mannaþingsins setti þingið
með stuttri ræðu og lýsti for
setakjöri þingsins. Hann gat
þess, að þing þetta væri hald
ið af því tilefni, að Þjóðleik-
húsið er vígt, og þess vegna
væri það meir helgað leiklist
inni með nokkrum hætti, en
cðrum greinum. Ákveðið hefði
því verið að kjósa Arndísi
Björnsdóttur leikkonu, for-
seta þingsins, en vegna sjúk
leika síns getur hún ekki tek
ið forsæti. Varaforseti þings-
ins var kjörinn Valur Gísla-
son, leikari, og mun hann
gegna forsetastörfum á þing
inu. Tók hann við forsæti á
þinginu eftir ræðu Helga
Hjörvar.
Næstur tók til máls Björn
Ólafsson, menntamálaráð-
herra og flutti þinginu árn-
aðaróskir.
Aðalræðuna við setningu
þingsins flutti Halldór Kiljan
Laxness, rithöfundur, og var
ræða hans afburða snjöll. Að
lokum var þjóðscngurinn leik
inn og stjórnaði Páll ísólfsson
tónskáld hljómsveitinni.
Listsýning opnuð.
Kl. 4,15 voru setningargest
ir og félagar í Bandal. ísl.
listamanna saman komnir í
þjóðminjasafninu nýja. Gunn
laugur Pálsson, framkvæmda
stjóri sýningarinnar opnaði
hana með stuttri ræðu. Síð-
an kvaddi Lúðvíg Guðmunds-
son skólastjóri sér hljéðs og
afhenti gjöf til Þjóðleikhúss-
ins eins og skýrt er frá á öðr
um stað hér i blaðinu.
Sýning þessi er allyfirgrips
mikil eins og skýrt var frá
hér í blaðinu í gær. Sýna þar
27 málarar og sumir þeirra
nýir og áður óþekktir hér á
samsýningum, og 6 mynd-
höggvarar.
Þarna eru einnig nokkrir
uppdrættir að leiktjöldum eft
ir þau Nínu Tryggvadóttur og
Sigfús Halldórsson. Deild e”
sýnir byggingarlist er þarna
og eru þar líkön og pppdrætt-
ir að byggingum. Er þar líkan
að þeilsuverndarstcð i Reykja
vík eftir Einar Sveinsson og
Gunnar Ólafsson og líkan af j
Langholtsskóla eftir sömu.'
Þá er þar einnig tillöguuþp-
dráttur að nýju náttúrugripa
safni eftir Gunnlaug Hall-
dórsson, og tillöguupdráttur
að rikiséperu eftir Ágúst
Pálsson.
Hljdmleikarnir í kvöld.
í dag kl. 2 verða hljómleikar
í Þjóðleikhúsinu. Þar leikur
Sinfóníuhljómsveitin og
stjórna henni Róbert Abra-
ham, Jón Leifs, Páll ísólfsson
og dr. Urbantchitsch. Ein-
söngvari verður Guðmundur
Jónsson. Leikin verða tónverk
eftir Karl Ó. Runólfsson, Jón
Leifs, Jón Nordal, Urbants-
chitsch og Pál ísólfsson.
í kvöld er samfelld dag-
skrá listamannaþingsins í út-
varpin.
VERTÍÐ BREGZT
Á AKRANESI
Vertíðin á Akranesi hefir
algerlega brugðist og er
sú versta sem komið hef-
ir í mörg ár. Hæsti bátur þar,
Ásmundur hefir ekki fengið
meir en 840 skippund og
næsti bátur er um 60 skip-
pundum fyrir neðan hann.
Síðastliðna viku hafa bát-
ar róið ýmist suður í Grinda-
vikursjó, vestur við Jökul eða
lagt linu sína á grunnmiðum
og hefir aflinn verið mjög
sv.'paður eðu um 6 til 16 skip
pund.
Saltlaust er nú á Akranesi
en hraðfrystihús Haraldar
Böðvarssonar hefir tekið á
móti þeim afla sem fengis
hefir.
Tveir bátar eru farnir á
sildveiðar, en aðrir stunda
línu enn. Síldveiðibátarnir
hafa ekki komið að enn. Má
þar af ráða að þeir hafa ekki
aflað neitt sem nemur enn-
þá. Stunda þeir reknetaveið-
ar.
Maður og kona — mynda-
stytta Tove Ólafsson
| Þjóðleiklmsinu
I gefst listaverk
I Lúðvík Guðmundsson,
i skólastjóri. hefir gefið
| Þjóðleikhúsinu mynda-
I styttu allstóra, sem nefn-
| ist Maður og kona eftir
I Tove Ólafsson. Við opnun
1 listsýningar listamanna-
i þingsins í gær afhenti I-úð ;
i víg gjöf þessa en þjóðíeik- i
i hússtjóri þakkaði. Myndin |
i er nú á listasýningunni, en j
i að þinginu Ioknu verður 1
i hún flutt í Þjóðleikhúsið |
| og sett annað hvort í and- j
| dyri þess eða við aðaldyr j
| þess.
| Mynd þessi er höggvin í j
| grástein.
Skemmdur sykur hirtur úr
öskuhaugum bæjarins
OtirgariiPknir skarst í loikinn í »a‘rinor<<nii
Fyrir nokkru skemmdist allmikið af sykri í flutninga-
skipi, sem leki kom að á leiðinni til íslands. Var hinum
skemmda sykri ekið vestur á öskuhaugaana við Reykjavík
á fimmtudaginn og föstudaginn, og fleygt þar í pokunum.
i Ekki leið á löngu, áður en
þar vestur frá tók að verða
vart aðvífandi manna, sem
jafnvel komu með bíla til þess
að hirða sykurinn úr ösku-
haugunum og aka honum til
^bæjarins. Kom þar, að málið
: var kært fyrir borgarlækni,
. og í gærmorgun voru menn á
jhans vegum sendir vestur á
öskuhaugana til þess að
j ganga svo frá hinum
skemmda sykri, að ekki væri
unnt að ná honum upp og
flytja hann brott. Skáru þeir
pokana sundur og steyptu úr
þeim.
Til hvers á að nota
sykurinn?
Ekki verður sagt, hvers mik
ið af sykri kann að hafa.verið
flutt af öskuhaugunum né til
hverra nota sá sykur, er flutt
ur kann að hafa verið brott,
hefir verið ætlaður. En hafi
um brottflutning i allstórum
stil verið að ræða, eins og lík
ur benda til, virðist sýnt, að
hann hafi verið hirtur í því
skyni að selja hann eða nota
til iðnaðar, enda ólíklegt. aö
nokkur maður hirti skemmd-
an sykur af öskuhaugunum
til nota í eigin húsi.
Minningarsjóður
ÖLDU MÖLLER
leikkonu
Minningarsjóði Öldu Möll-
er leikkonu hefir borizt veg-
leg gjöf að upphæð kr. 2400
frá nánum vinum leikkununn
ar. í ávarpi þvi, sem birt var
í dagblöðunum um sjóðstofn-
unina er sagt ,,að það sé von
okkar, að mcrgum verði kært
að styrkja sjóðinn með nokkr
um fjárframlögum, því með
þeim hætti geri menn hvort
tveggja í senn að votta merki
legri listakonu verðskuldað-
an heiður og leggi varanlegt
lið þvi málefni, sem hún bar
fyrir brjósti“.
Gjöfum og framlögum i sjóð
inn er veitt móttaka hér á
blaöinu eftir beiðni.
Nýjar síldarvörpur
reyndar
Póst- og símagjöld hækka
Króna umlir cintolil brcf innan larnls. not-
cndaiíjöld o«* simtala»jöld hsckka uni
þriðjung
Vegna gengisfellingarinnar hefir orðið að hækka all-
verulega póstburðargjöld og símagjöld og hefir ný gjald-
skrá verið gefin út af þessu tilefni, er gildir frá 1. maí n. k.
og birt í Stjórnartíðindum.
Þannig hækkar burðargjald
fyrir einfalt bréf (20) ínnan-
lands og t:l Norðurlanda úr
75 aurum í 100 aura, en burð
argjald fyrri' bréf til annara
landa helst óbreytt.
Símskeytagjöld innanlands
hækka um 11% (nema blaða
skeyti), talsíma-notenda-
gjöld um 25—36%, en tal-
stöðvarleigur nokkru meira.
Hinsvegar verður ekki hækk-
un á símtala- og loftskeyta-
gjaldi til skipa, en símtöl inn
anlands hækka að meðaltali
um ca. 30%. Þó er engin hækk
un á símtalagjaldi um vega-
lengd innan 25 km.
Símtalafjöldi í Reykjavík
og Hafnarfirði, sem innifal-
jínn er í hinu fasta afnota-
gjaldi, lækkar um 50 símtöl á
ársfjórðungi, þ. e. úr 850 sim
|tölum í 800 símtöl á ársfjórð
ungi, en hinsvegar teljast
símtöl milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar aðeins sem 3
innanbæjarsímtöl i stað 4 áð
ur.
Gjaldskrárbreytining nær
ekki til símgjalda, sem féllu
í gjalddaga fyrir 1. maí þ. á.
og hækka því t. d. ekki tals-
stöðvarleigur, sem féllu í
gjalddaga 1. apríl s. 1. fyrr en
1. janúar 1951.
. (Fréttatilkynning frá póst-
og símamálastjórninn:).
Vélskipiír Fanney, sem ver-
ið hefir í síldarleit og rann-
sóknum á vegum rikisstjórn-
arinnar mun nú hefja veiði-
tilraunir með nýjar gerðir
síldarvarpna. Mun danska
flotvarpan verða reynd enn,
þar sem talið er að ekki hafi
verið fullreynt með hana í
vetur. Einnig munu verða
reyndar gerðir af vörpum,
sem íslenzkir menn hafa gert.
Námsstyrkur úr
Nansenssjóði
Stjórn Nansensjóðsins i
Oslo hefir nú í fjórða skipti í
röð, ákveðið að veita islenzk-
um vísindamanni styrk t:l
náms i Noregi.
Er styrkurinn að fjárhæð
þrjú þúsund norskar krónur.
Menntamálaráðuneytið hefir
verið falið að gera tíllögu um,
hver hljóta skuli styrkinn, og
eru þvi þeir, er sækja vildu
urn styrkinn beðnir að senda
urnsóknir sinar til ráðuneytis
ins fyrir 1. júní 1950.