Tíminn - 30.04.1950, Qupperneq 4

Tíminn - 30.04.1950, Qupperneq 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 30. apríl 1950 94. blað Gfugþróunin í skólamálunum Nokkrum sinnum heyrist ymprað á einu og öðru, sem menn telja. orsök þeirra þjóð- félagsmeina, sem nú ógna okkur með tortímingu, en furðu finnst mér þó gegna, hvað það er fyrirferðarlítið, og auk þess ber margt af þvi, sem tæpt er á, keim af þvi, sem alþýðan kallar á sinu hispurslausa máli að fara í kringum sannleikann eins og köttur kringum heitan graut. Ég ætla mér ekki þá dul, að rekja öll þessi mein til róta, en langar til þess að minn- ast lítið eitt en tæpitungu- laust á eina þá rót, sem ég hygg að mjög hafi breytt um eðli og ávexti fyrir þjóðfé- iagið, frá þeim tíma, að hún var gróðursett hér með björt um vonum og Öruggu trausti þess, að upp af henni sprytti „lífsins tré,“ til ævarandi blessunar fyrir þjóðina. Væri ekki afsakanlegt að spyrja á þessa leið: Hvernig geta svona þjóðfélagsmein orðið til, þar sem fyrir er alþýðumenning og svo bæt- ast við nægir möguleikar til þess að menntast, þar sem einstaklingsfrelsi er í heiðri haft, og stjórnmálafrelsi er að auki? Verður þá fyrst fyrir ör- stutt yfirllt: Sú kynslóð, sem nú er óðum að ganga til mold ar, má segja að væri kreist úpp og kvalin, skilyrði til menntunar á nútimamæli- kvarða voru engin, og hvert heimili varð að vera sjálfu sér nógt, um það, sem annað. Þó virtist brjóstvitið njóta sín vel og örðugleikarnir hömr- úðu ódrepandi seiglu í það af fólkinu, sem tórði þá af. Sú kynslóð, sem nú er um cg yfir miðaldra, fékk all- hart uppeldi, en að því er virðist hollt, því að spor henn ar sjást lengi í athafnalífi þjóðarinnar, litlir en vax- andi möguleikar til mennt- unar voru vel notaðir. Kynslóðin, sem nú er tutt- ugu til þrjátíu ára, hefir lif- að stökkbreytingu, og þar af leiðandi slitið tengsli sín við fortíð þjóðarinnar, en það getur orðið afdrifaríkt. Hvað veit hún um strit feðra sinna • óg mæðra -*■ svo að ekki sé nefnd afi eða amma — fyrir þeim lífsþægindum, sem hún Jítur nú á sem svo sjálfsagð- an hlut, að varla sé eyðandi að orðum? Vægast sagt mjög lítið, og kærir sig ekkert um að rifja neitt slíkt upp. Flest af henni er skólagengið, sumt mikið, en það er raunaleg staðreynd, að eftir vaxandi skólagöngu byrjar fyrir al- vöru flóttinn frá lífinu sjálfu hinu raunhæfa starfi. ,Og nú fer óðum að versna sagan. Unglingar, sem nú eru milli fermingar og tvítugs, muna ekki annað en veltiár- in, þegar allir höfðu nóga peninga — og voru þeim mun „fínna“ fólk, sem það þurfti minna fyrir þeim að hafa. Þá kemur að börnunum, sem nú eru að komast til vits og fara i skóla. Þau eru sprottin upp úr því umhverfi, er síð- ast var minnst á. Kaupstaðar barnið er bundið við skólann meiri hluta árs, þar til það er fjórtán ára. Þá er þorri þeirra orðinn svo drepleiður á að hanga yfir þessum skræð Efttr Gnðinuiid Þorstoinsson frá Lundi um, að þau yrðu lifandi fegin að hrista af sér rykið og kom ast í raunhæft starf. En þvi er ekki að heilsa. Þá kemur ríkisvaldið með reiddan hnefa og segir: Nei, gjörðu svo vel og sittu í tvö ár enn á bekknum! Ég þykist hafa allgóðar heimildir fyrir þvi, að gjörð hafi verið fyrir skömmu skoð anakönnun meðal nærfellt þrjú þúsund skólabarna í Reykjavík, — skoðanakönn- un um þáð, hvort þau vildu halda áfram námi eftir fulln aðarpróf úr barnaskóla. Nið- urstaðan varð að minna en tíu af hundraði vildu halda áfram — hin rúm níutíu eru neydd til þess. Mér er ekki kunnugt um, að nokkursstaðar hafi verið getið um þetta opinberlega — en ef einn hlaupari kemst 1/10 úr sekúndu fram fyrir annan, tiggur útvarpið það í okkur svo oft á dag, að flestir eru búnir að fá vel nóg áður en það er uppgefið. Samt hvarflar ekki að mér að biðja neinn afsökunar, jafnvel þó ég yrði til þess hér að ljósta upp viðkvæmu innanríkisleyndarmáli, því ég veit ekki um, hvað þjóðina varðar, ef ekki sannleikann í svona' alvörumálum. Þjóðina vantar vinnuafl á mörgum sviðum, en fyrst og fremst til framleiðslustarfa sinna. Það er óumdeilanlega skaði, að nýta ekki vinnuafl unglinganna, en hvað er það þó móti því gífurlega óbeina tjóni, sem þjóðin virðist varla hafa komið auga á enn, að hneppa hæfileika þeirra í neikvæða afstöðu.. Þessi börn eru svo vel upp- alin og bráðþroska likam- lega, að þau eru um ferm- ingaraldur komin að afdrifa- ríkasta þroskastigi sinu, og eru því næstu tvö árin úrslita tími um andlegan þroska og manndóm. Þeir, sem stein- leiðir yoru orðnir á utanrifja bóknámi 14 ára, en neyddir eru áfram á sömu braut næstu tvö ár, sefjast og dá- leiðast við það á kynþroska- aldrinum að fljóta mókandi og áhugalaust áfram, með það eitt í huga að hafa sem allra minnst fyrir lífinu, fá óbeit á öllu raunhæfu starfi, en að sama skapi sjúklega græðgi í hverskonar skemmt anir og nautnir. Gefa verður jafnhliða gaum öðrum þætti, sem ligg- ur samhliða þessum, og líka hefir sín áhrif í uppeldi hins væntanlega þjóðfélagsþegns: Mjög mörg börn eiga ekki kost annars leikvallar eða dvalarstaðar í tómstundum en göturnar, þar sem hætt- urnar leynast í hverju spori; verst þeirra allra er þó and- rúmsloftið þar. bæði efnis- legt og andlegt. Einn fyrsti ávöxtur þess umhverfis er græðgi í sælgæti, sem þar er hvarvetna á boðstólum, og aurahyggja í því sambandi. Næst kemur svo dýrkunin á kvikmyndunum og hetjulífi þeirra. Þá eru mörg börn lítt vaxin úr grasi (eða grjóti), þegar þau fara að sækjast eftir vindlingum, og eðli sam kvæmt verður sú nautn þeim fljótlega að óviðráðanlegri ástríðu. Og hví skyldu þau ekki sækjast eftir vindling- um, þar sem flestir, sem þau líta upp tU, mega ekki án þeirra vera? Það er þó tak- markið að líkjast hinum full- orðnu, og vart til þess að ætlast, að börnin hafi vit fyrir þeim. Þegar hér er svo komið uppeldinu, er styttra skref en flestir gjöra sér ljóst til vínsins, sem segja má að fljóti hér — og síðast en ekki sízt, þá byggir ríkissjóður að verulegu leyti afkomu sína á að selja þegnunum tóbak og vín. Reynslan sýnir, að sá tekjustofn svíkur ekki mikið! Tvímælalaust standa sveita börnin betur að vígi. Þeirra skólaþvingun mun oftast metira en helmJvngli stýttrL Væri lengd skólatímans ó-* brigðull mælikvarði, ættu þau því að vera meira en helmingi ver að sér — en treystir nokkur sér til að sanna að svo sé? Enn frem- ur er heilbrigðri athafnaþrá þeirra ekki nærri eins þröng- ur og óhentugur stakkur snið inn. Þó er ekki hægt að ganga fram hjá þeirri stað- reynd, að lendi þau lítt þrosk uð í soll, geta þau engu siður orðið nærri því að segja að umskiptingum. Fjármálaráðherra upplýsti nýlega að í byggingu væru 'skólahús, sem fullgjörð 'mundu kosta um 85 millj. kr. jVíst er þaö nokkur skilding- |Ur fyrir þjóð, sem sokkin er í skuldum og riðar á barmi gjaldþrots. Þó mun það vart meira en hálfsögð saga, því að fyrir liggja endalausar kröfur um fleiri skóla. Það lítur út fyrir, að þjóðin sé búin að sefja sig steinblinda og daufa í þeirri trú, að skóla ganga og menntun sé eitt og hið sama. Áberandi hefir ver ið, hve íslendingar hafa ríka löngun til þess að apa flest eftir öðrum þjóðum og þar af leiðandi flutt inn margar venjur og viðhorf, sem ekki henta hér. Þess vegna er varla hægt annaö en furða sig á því í öllu þessu skóla- fári, að aldrei skuli hafa ver- ið komið upp hinum minnsta vísi að tæknikönnun. Er það ekki hrópandi tákn um ráð- l.eysi og fálm í raunveruleg- um menntamálum þjóðarinn ar að enn skuli steinblind til- vlijun, þrengsta sjónarmið stundarhagsmuna, eða jafn- vel hégómlegustu skoðanir á því, hvað sé „fín“ atvinna, ráða sérnámsvali unglinga? Ávextina af þessu má þegar víða sjá í þjóðlífinu, þó ekki verði farið nánar út í það hér vegna þess, hve það er yfir- gripsmikið. Væri nú ómerkilegra við- fangsefni en allt annað fyrir okkar lærðu og mörgu hag- fræðinga að reikna út hvað mikið mætti spara af þessu skólahúsrými og tilsvarandi útgjöldum í því sambandi, ef hætt yrði við að draga þang að með valdboði þá unglinga, sem er það naúðugt — þó ekki væri til svo mikils mælst að hin volduga tízka hætti að ýta eða draga þangað þá, sem ekki vilja, né eiga þang- (Framhald á 7. síðu.J MÁNAÐAMÓT eru komin. Apríl freistast til að taka undir með hefir verið kaldur og í sumum Steingrími: Því meiri svín, því meiri gæfa, ég miklu nær því sanna hygg. OG ÞÓ ÆTLA ég ekki að boða sveitum landsins eru nú kviðvæn- legar harðindahorfur, ef ekki bregð ur skjótt til batnaðar. Um það vitum við yfirleitt litið, vonum hið bezta, þó að við reynum hinsvegar það, en hitt mun vera rétt, að að búa okkur sem bezt undir það, menn „uppskeri ekki eftir verð- sem að höndum kann að bera. leikum hér i heimi“, eða það sé annað meira vert, en veraldar- ÞAÐ HEFIR VERIÐ skammt gengið' sem Venjulega er mlðað milli óhappanna undanfarið. Svo þið' Það er lítið talað og litið hugS má segja, að hvert hafi rekið ann- að um andlega heill, sem byggist að. Stórbrunar hafa verið þrír með á öðru en þvl’ að hafa nóg að litlu millibili. Stærsta sápuverk- borða og lvstuga tilbreytni 1 þelm smiðja landsins brann til kaldra nægðum’ mjúkt og hlýtt rúm að kola. Fiskþurrkunarstöð eyðilagð- liggja 1 og nógan tíma og aura' ist og hafskipið Lagarfoss skemmd ist. Stórskip strandaði með salt- farm, sem allur ónýttist, bátur sökk hlaðinn vörum og svo fram- vegis. ráð til að skemmta sér og hvíla sig. Og þó er þetta allt saman aukaatriði. • NU FER 1. MAI í hönd, dagur verkalýðsins, og þá erum við svo að segja allir verkalýður, þvi að ÞAÐ ER NÆSTA meinlegt, að aUir eiga fr{ Ég ætla ekki að gera einmitt þegar söluvonir útvegsins (lítlð úr þeim degi eða telja gftir, eru allmjög bundnar við saltfisks- þó að M gé einn dag til að festa verkun, skuli brenna fiskþurrkun- ! sér j minnj mikilvægi verkalvðs- arstöð með ærnum birgðum og rétt lns Qg verkalýðshreyfingarinnar. á eftir glatast heill hafskipsfarm- j Það eru viss efnahagsleg og rétt. ur af salti, sem er að koma til indaleg Jágmarksskilyrði nauðsvn- saltlausra verstöðva. En þetta eru leg tu þess> að aiþýðumenning gett óhöpp, sem ekki er hægt að rekja verið þróttmikil og sterk> en 4n neitt samband á milli svo að óyggj- andi sé, þó að trúmenn ýmsir telji slíkan misfarnað eðlilega og rök- rétta afleiðingu þess, að menn hafi snúið baki við og slitið tengsl sín við hin verndandi öfl tilverunnar. Þá heimspeki ræði ég ekki nánar hér, en hún er ekki ósennilegri en sumt annað. SVO MIKIÐ er vist, að lán og ólán leikur misjafnlega við menn og hefir jafnan gert. Seint er svo örugglega um búið, að ekki geti út af borið, ef „illa á til að takast" og flest getur heppnast, ef „lán er með“, eins og gamla fólkið sagði. Það er ekki einungis trú, heldur staðreynd, að einum heppnist fleira en öðrum. Hvernig sem það verður skýrt, verður það ekki hrak ið. Og þetta á ekki aðeins við menn ina. Flestir vita um skipin, hvflík- ur reginmunur er á hamingju og heillum þeirra, smærri sem stærri. — En heppnin og velgengnin sýn- ist ekki standa í sambandi við dyggðugt líferni. eða göfugt inn- ræti, nema stundum. Sumir myndu alþýðumenningar verður ekkert þjóðfélag farsælt og engin smá- þjóð sjálfstæð. Hinsvegar getur taxti um kaup og frítíma aldrei borið uppi neina menningu, þó að hann sé nauðsynlegt verndarskil- yrði. HIÐ GAMLA trúarlega boð úr lögmáli Móses að halda hvíldar- daginn heilagan, svo að þjónustu- fólk og vinnudýr geti hvílt sig, er meðfram vinnulöggjöf til að sporna við ofþjökun. Þetta var eitt af boðorðum kristins dóms, þó að það væri aldrei aðalatriði. Ég held, að á þeim grundvelli verði allir að vinna. Það á að heiðra öll góð boðorð, sem Stuðla að vinnuvernd, bæði nauðsynlegri hvíid, mögulegu öryggi og tryggri, farsælli atvinnu, sem afkoma og velmegun byggist á. En ofar þessu öllu er þó það, sem er aðalátriði fyrir mannlega farsæld og menningu og ætti að vera sameign okkar allra, þrátt fyrir stéttamismun og allan ágrein- ing. Starkaður gamli. Jaröarför GUÐJONS SAMUELSSONAR húsameistara ríkisins fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 3. maí, og hefst með húskveðju á heimili hins látna, Skóla- vörðustíg 35, kl. 13,30. — Ilúskveðju og kirkjuathöfn verður útvarpað. Vandamenn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim mörgu, nær og fjær, er hjálpuðu okkur og styrktu með gjöfum, vinnu og á annan hátt, er bærinn okkar að Háfshjá- leigu brann þann 2. apríl 1949. — Við biðjum Guð að launa ykkur öllum. Vigdís Sigurðardóttir og heimilisfólk, Háfshjáleigu. GERIST ASKRIFENDIJR AÐ TÍ MANUM. - ASKRIFTAStMI 2323.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.