Tíminn - 05.05.1950, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, föstudaginn 5. maí 1950
97. blað
„Æska mín leið þar sem indælt vor“
i
I.
Enn að nýju hefir sumar
heilsað landi voru. Enn að
nýju hellir sumarsólin geisl-
um sínum yfir landið og
sveipar gulli dal og hól. Enn
megnar hún að Jeysa frjó-
mögn jarðar úr læðingi, vekja
það, sem bundið blundar. Vor
ið hvetur til starfs og dáða.
Voryrkjur miða að því að
auka ávöxt þann, sem jörð-
in gefur, glæða lífsmáttinn
hvarvetna þar, sem lítið laut-
ar blóm langar til að gróa.
Sú venja hefir myndast í
Reykjavík að gera sumardag-
inn fyrsta að hátíðisdegi
barnanna. Það er vel til fallið.
Börnin eru vormenn íslands.
Meðal þeirra er vöxturinn ör
astur og veltur á miklu, hvort
vaxtarstefnan er ljóssækin
eða ljósfælin, en það er mjög
háð þeim þroskaskilyrðum,
er æskunni veitast.
II.
Fólksstraumur hefir um
hríð legið frá viðáttu lands-
ins inn f hringiðu bæjarlífs-
ins. Ástæður fyrir því eru af
ýmsum toga spunnar. Þegar
erfiði framleiðslunnar fellur
á mjög fáar hendur, verður
þeim um megn að leysa það
af hendi til langframa, svo
að af því leiðir upplausn
heimila. Þegar nógir pening-
ar eru í boði fyrir litla og
létta vinnu, þykir mörgum
annað álitlegra, en að standa
við erfið og ábyrgðarmikil
störf, þar sem ekki er unnt
að alheimta daglaun að
kvöldum. Stundum er og for-
dild til að dreifa. Hrundir
sveitanna hafa verið á svo
lausum kili, að fyrir tilhlut-
an stjórnarvalda skipa nú
þýzkar stallsystur nokkur
sæti þeirra.
Elfur tímans fellur áfram
með jöfnum hraða. Vormenn
irnir verða fulltíða og á
þeirra herðar fellur innan
skamms þungi lífsbaráttunn-
ar. Veltur á miklu, að þegn-
inn sé vel undir þá barátt'u
búinn. Það er næsta alvarlegt
og vert íhugunar, hvað æska
landsins er laus við fram-
leiðslustörfin og þjálfast
minna á því sviði en áður var.
Aldraður bóndi úr Árnesþingi
hefir komist að orði á þá leið
að hinar verðandi fósturlands
ins freyjur lærðu nú ekki
lengur að mjólka kú. Þær
lærðu nú bara að drekka
mjólk og fara á skiði. En
mjólkina má ekki vanta.
Engin fæða getur að fullu
komið h hennar stað. Engir
munu finna það betur en
mæðurnar, sem bera yngstu
þegnana á örmum og eiga að
veita þeim heilsusamlegt upp
eldi. Það er harla auðvelt að
læra að rata í mjólkurbúðina,
en þjóðfélagslega séð er mál-
ið ekki svo einfalt. Mjólk og
önnur matvæli falla ekki
sjálfkrafa frá skauti jarðar.
III.
Vissulega ber á það að
líta, hve mikilsverðu hlut-
verki skólarnir gegna. Þeim,
er sitja á skólabekk, fer sí-
fellt fjölgandi. Skyldunám
barna er aukið. Aldrei fyrr
hefir æsku landsins verið
jafn greiður vegurinn til fram
haldsnáms og nú. Aldrei fyrr
hefir þjóðin lagt svo mikið
Eftir Pál Þorsteinsson, al|iingismann
fé fram til kennslumála og
nú. Meira að segja er svo
langt gengið í þessum efn-
um, að fnörgum finnst frem-
ur of en van og ámæla Alþingi
fyrir þá löggjöf, sem það hef
ir sett um skólamál.
í því sambandi ber að gæta
þess, að löggjöfin sjálf hnepp
ir skólastarfið ekki 1 mjög
þröngar skorður. Innan
ramma laganna er allmikið
svigrúm. Námsefni og próf-
kröfur er ekki nema að
nokkru leyti bundið af lög-
unum, heldur ákveðið i reglu
gerðum og námsskrám, sem
fræðslumálastjórnin setur.
Þarf ekki lagabreytingu til
að sniða þau ákvæði eftir
fenginni reynslu. Löggjöfin
er sett með hliðsjón af stað-
háttum og þróun þjóðfélags-
ins. Ákvæði laganna um ár-
legan starfstíma barnaskól-
a bera þess vott. Lögin mæla
svo fyrir, að barnaskólar í
kaupstöðum og þorpum með
meira en þúsund íbúa skuli
starfa sem næst níu mánuði
á ári, en barnaskólar á öðr-
um stöðum eigi skemur en
sjö mánuði. í barnaskólum
sveitanna er heimilt að skipta
námstímanum ‘milli deilda
þannig, að hvert barn sitji i
skóla aðeins þrjá og hálfan
mánuð ár hvert, enda stundi
börnin þá heimanám þann
tíma, sem þau sækja ekki
skóla að vetrinum. Hér er mik
| ill greinarmunur gerður á
kröfum um skólasetu hjá
bami í sveit og barni í kaup-
stað. Samt eru gerðar nálega
sömu kröfur allsstaðar um
kunnáttu við barnapróf.
Hvað veldur þessu? í sveit-
um, þar sem börnin alast upp
við mikið olnbogarými í frið-
sælum faðmi íslenzkrar nátt
úru og öðlast þroska við fjöl-
breytt framleiðslustörf, eru
barnaskólarnir fyrst og
fremst fræðslustofnanir. En
í kaupstcðum eru þeir jafn-
framt vinnustöðvar, dagheim
ili, sem hafa því hlutverki að
gegna að forða börnunum frá
glapstigum götulífsins. Þær
miklu kröfur, sem gerðar eru
um skólasetur barna, standa
í nánu sambandi við hinn öra
vöxt kaupstaða og þá þróun
þjóðlífsins, sem þvi er sam-
fara.
Nokkur ástæða er til að
ætlá, að hin gamla saga end-
urtaki sig í sambandi við
skólastarfið, að sumt af hinu
góða sæði falli við götuna og
beri ekki ávöxt, sumt falli í
grýttan jarðveg, þar sem það
visnar, og sumt falli meðal
þyrna, þar sem þyrnar hóg-
lífis og fégirndar kæfa
það.
Fyrir ári síðan var haldið
skyndipróf í einum skóla gagn
fræðastigsins. Prófraunin var
bundin við bænina „Faðir
vor“. Úrlausnir sýndu, að
minnihluti nemenda í þeim
skóla kunni bænina reip-
rennandi. Um meirihluta
skólafólksins var þannig hátt
að, að sumir vissu nokkur
deili á meginefni málsins, en
höfðu það ekki á valdi sínu
að rita hina kristilegu bæn
orðrétt, en öðrum var það al-
ger ofraun að gera grein fyr-
ir bæninni, sem kristnum
mönnum um víða veröld hef-
ir legið á tungu meira en
nítján aldir.
Menn rak í rogastanz, þeg-
ar þessi niðurstaða var gerð
heyrinkunn í útvarpi, og
spurðu hver annan: Getur
þetta verið rétt? Hér var um
fermda unglinga að ræða.
Kristinfræði er skyldunáms-
grein í barnaskólum og það
hefir löngum verið talið al-
gert lágmark um kunnáttu
„að vera fermdur upp á fað-
irvorið“. Hér var samt um
próf að ræða, en ekki sleggju
dóm og sennilegasta skýring
in sú, að bænin hefði að
sönnu verið lærð fyrir ferm-
ingu, en fallið fólkinu úr huga
fljótlega eftir að þeirri at-
höfn var lokið.
Segja má, að þetta dæmi
sanni lítið. Kristin fræði séu
aukanámsgrein, sem æska.
landsis verði ekki lengur
snortin af. Og vissulega bend
ir til þess sú staðreynd, að
mörgum vormönnum íslands
virðist nú hugfólgnara á
páskum, hvaða sigrar vinn-
ist á skíðabrautum heldur en
það, er „sigrarinn dauðans
sanni“ birti hrjáðum heimi.
En ef svo er komið um þessa
grein, þá er vandséð, hversu
vel reynast ávextir af öðrum
lærdómsgreinum.
Samkvæmt lögum eiga hin
ir almennu skólar að veita
verklega kennslu öðrum
þræði. Skólum 'gagnfræða-
stigsins á að skipta i deildir
til bóknáms og verknáms. Er
sá ljóður á því i framkvæmd,
að verklegt nám er miklu
dýrara en bóklegt. Það kost-
ar meira húsrými, meiri
kennslukrafta, meiri efnis-
kaup o. fl.
Þegar gildandi skólalöggjöf
var sett, lagði Framsóknar
flokkurinn til, að það yrði
háð ákvörðun fræðsluráða í
hérununum, hvort skóla-
skylda yrði i framkvæmd
bundin við 13—14 ára eða
14—15 ára aldur. Var á það
bent, að mikill fjöldi ungl-
inga hefði enga löngun til
bóknáms og harla misjafna
hæfileika. Á hinn bóginn
myndi verklega námið verða
í molum langa hríð, þar sem
þjóðfélagið hefði ekki bol-
magn til að koma upp vinnu
stofnunum með fjölbreyttum
tækjum hvarvetna í landinu.
Meðan svo stæði, ætti að losa
allan þorra unglinga af skóla
bekk við 13—14 ára aldur,
leiða þá út í atvinnulífið og
láta þá spreyta sig við hag-
nýt störf, eftir þvi sem orka
þeirra leyfði,.
Þetta mun reynast orð að
sönnu. Margir telja nú sann-
reynt, að skólarnir magpi
ekki að efla áhuga og starfs-
löngun nemenda. Þörf sé á
að tengja unglingana at-
vinnulífinu meira en gert er.
Ýmsar hugmyndir eru uppi
um að gera skógrækt og nokk
ur jarðyrkjustörf að skyldu,
námsgreinum, um skólaskip,
blátt áfram skip, þar sem
unglingunum sé veitt hagnýt
þjálfun í sjómennsku og fisk-
veiðum. En hvað kostar slíkt?
Og hvað getur þessi fá-
menna þjóð leyft sér fjár-
hagslega,
(FrtmhtM d 7. stSu.)
Herbergisþerna
vantar á Hótel Borg. — Uppl. í skrifstofunni
ms
[pA6SBR0WJ xi[ Dagsbrúnarmanna
Innheimta á ársgjöldum félagsmanna af kaupi
þeirra hjá atvinnurekendum er nú að hefjast fyrir
alvöru.
Látið ekki þurfa að taka félagsgjöldin af kaup
ykkar — greiðið þau sjálfir í skrifstofu félagsins.
Skrifstofan er opin til kl. 7 á föstudögum
Stjórnin
Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og virð-
ingu við andlát og jarðarför
GUÐJÓNS SAMÚELSSONAR,
húsameistara ríkisins.
Vandamenn.
Viöskiptamenn vorir
eru beðnir að athuga að framvegis verða sölubúðir
vorar opnar til kl. 7 á föstudögum, en lokaðar til kl.
12 á hádegi á laugardögum.
Vinsamlegást sendið oss þær pantanir yðar á föstu-
dögum, sem þér viljið fá heimsendar fyrir helgi.
Bátar til leigu
Tilboð óskast í tvo báta 70 og 50 tonna til síldveiða
í sumar, nætur og bátar með vélum fylgja.
Nánari upplýsingar gefur
pr. pr. Útgerðarfélag Sauðárkróks h. f.
Kristinn Gunnlaugsson.
Auglýsingasími Tímans 81300