Tíminn - 06.05.1950, Page 2
'* i ■! i ■ ! í! ; 'I
TÍMINN, laugardaginn 6. maí 1950
98. blað
Qrá ha^i ~tíl Ai/<W j
S.K.T.
Eldri dansarnir 1 Q. T.-húsln«
í kvöld kl. 9. — Húsinu lokað kL
10.30.
Aðgöngumiðasala kl. 4—6. — Simi 3355. —
í nótt:
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
NæturvcrSur er í Lyfjabúðinni
Iðunni, sími 7911.
Næturakstur annast Hreyfill,
Simi 6633.
Út'-arpið
Ctvarpið i dag:
(Fastir iiðir eins og venjulega.)
17.00 Kirkjutónleikar (dr. Páll
ísólfsson, Guðiún Þorsteinsdóttir,
Björn Clafs on og Dómkirkjukór-
inn, útvarpað fiá Dómkirkjunni):
a i Litil chaconna eftir Hallgrím
Helgason og Sáimaforleikur eftir
Jón Leifs (P. í ). b) Einsöngslög
citir Fál ísó'fsson, Björgvin Guð-
mundsscn og Árna Björnsson (G.
Þ.). c) Þrjú hljómblík eftir Björg-
V'mGuðmundsson (P. í.). d) Kór-
scingsiog e. tir Hallgrím Helgason,
Árna Björnsson, Karl O. Runólfs-
son og Björgvin Guðmundsson
(D.). e) Passacaglia í f-moll eftir
Fál ísólfsson (höf.). f) Lag fyrir
fiðíu og. o:gel eítir Þórarinn Jóns-
son (B. Ó.). 19.30 Tónleikar: Sam-
söngur (plötur). 20.30 Dagskrá
listamannaþingsins': „Hallsteinn og
Dóra“, lcikrit í fjórum þáttum eft-
ir Einar H. Kvaran. Flutt af fé-
lagi íslenzkra leikara. Leikstjóri:
Haraláur Björnsson. — Leikendur:
Haraldur Ejörnssor.. Gunnþórunn 1
Halldórsdóttir, Þera Borg, Emilía
Borg, Edda Kvaran. Friðfinnur,
Guðjónsson, Sigrún Magnúsdóttir,'
Kjiemens Jóns:cn og Nína Sveins-
tíóttir. 22.35 Danslög (plötur).
Hvar eru skipm?
R ikisskip.
Hekla var á Akureyri í gær-
ktöldi, en þaðan fer hún vestur
um land til Rvíkur. Esja átti að
fara frá Akureyri i gærkvöldi aust!
ur um land til Rvíkur. Herðubreið ,
er á leið írá Austfjöiðum til Rvík- i
ur. Skjaldbreið var í Stykkishólmi
síðdegis i gær á vesturleið. Þyrill
var á Eyjafirði í gær.
Limskip
Brúaríoss átti að fara í gær frá
Gautaborg til Rc-ykjavíkur. Detti-
foss fer frá Reykjavík kl. 13 í dag
til Leith, Hamborgar og Antwerp-
en. Fjallfoss fcr írá Halifax 3. maí
til Reykjavíkur. Goðafoss fer frá
Hull í dag til Rotterdam og Ant-
werpen. Lagaríoss er í Reykjavík.
Selfoss fór frá Reykjavík 4. maí
vestur og norður. Tröliafoss fer
frá Reykjavík 7. maí t'.l New York.
Vatnajökull fór frá Denia 29. apríl
til Reykjavíkur. Dido er í Reykja-
vik.
S l.S. — Skipadeild.
Arnarfell er í Oran. Hvarsafell er
á Akureyri.
Méssar á nxorg'an
Laujarneskirkja.
Messað á sunnudag kl. 2 e. h.
Séra Garðar Svafarsson. Barna-
guðsþjónusta kl. 10. Sr. G. Sv.
Óháði fríkirkjusöfnuðurinn..
Séra Emil Bjöinsson messar í
kape'.lu háskclans kl. 5 e. h, á
morgun. Fcrmt verður við mess-
una c-g veiður henni útvarpað.
Arnað heilla
Trúlofun.
Ný.ega haía opinberaö trúiofun
sma Ingibjörg Pálsdóttir frá Syðri
Steinsmýri, Vestur-Skaftafells-1
sy slu og Tryggvi Tómasson frá!
Syðri Neslöndum, Mývatnssveit. j
Úr ýmsum áttum
Fríkirkjan:
í fjarveru minni um stundar-
sakir munu aðrir prestar góðfús-
lcga gegna aðkallandi störfum í
minn stað. Vottorð úr kirkjubók-
um verða afgreidd í Fríkirkjunni
alla virka daga nema laugardaga
ki. 5—6 e. h.
Séra Þorsteinn Björnsson,
, Fríkirkjuprestur.
Vormót í. R.
Á morgun verður fyrsta frjáls-
íþróttamót sumarsins háð á íþrótta
wellinum á Melunum. Er þetta
fyrri hluti vormóts í. R. og hefst
það kl.. 3 e. h.
60 keppendur frá 11 félögum
keppa í 9 íþróttagreinum. Meðal
keppendanna eru færustu frjáls-
íþróttamenn okkar, svo sem Gunn-
ar Huseby, Friðrik Guðmundsson,
Asmundur Bjarnason frá K. R.,
Hallgrímur Jónasson frá H. S. Þ.,
Hörður Haraldsscn frá Ármanni,
Haukur ’og Örn Clausen, Finn-
björn Þorvaldsson, Jóel Sigurðs-
son, Reynir Sigurðsson og Pétur
Einarsson frá í. R.
Heimsmeistari til íslands.
Hinn ungi, ameríski heimsmeist-
ari í tugþraut er væntanlegur til
íslands í sumar og keppir hann
þá við Norðurlandameistarann Örn
Clausen. Bob vakti á sér mikla at-
hygli á Ólympíuleikunum í Lond-
on i hitteðfyrra, er hann vann
heimsmeistaratitilinn. Var hann
þá ekki fulira 18 ára. Það má vel
vera, að Örn beri sigur af hólmi
og eitt er víst, að keppnin verður
hörð. Bob hefir náð 7556 stigum,
en Örn 7259 í Stokkhólmi í fyrra.
íslenzkar aðstæður ættu að auka
sigurmöguleika Arnar og gerir það
keppnina enn tvísýnni.
Króna 4 bréfið.
Vert er að minnast þess, að nú
er póstburðargjald fyrir einfalt
bréf innanlands ein króna. Þessi
síðasta hækkun úr 75 aurum í
eina krónu er til orðin vegna geng
islækkunarinnar. Fyrir einfalt bréf
20 gr. til Norðurlanda er burðar-
gjaldið það sama. Burðargjald fyr-
ir bréf til annarra landa helzt ó-
breytt.
Verzlunum lokað kl. 12.
í dag verður verzlunum og rak-
arastofum lokað kl. 12 á hádegi og
verður þeim lokað á laugardögum
á sama tima í allt sumar. Föstu-
daga verða sölubúðir og rakara-
stofur opnar til kl. 7 e. h,
Pylsusala í Austurstræti.
Forstjóri verzlunarinnar Sild og
Fiskur hefir nú fengið leyfi bæj-
ai’stjórnar til að selja pylsur í
Aiisturstræti, þar sem áður var
Bifreiðastöð Reykjavíkur. Var leyf
ið veitt samkvæmt meðmælum
heilbrigðisnefndar. Taldi nefndin
rétt að veita leyfið til reynslu. Má
taka leyfið aftur, ef pylsusala verð
ur til óþrifa eða annarra óþæg-
inda fyrir bæjarbúa.
Rafknúnir strætisvagnar.
Fulltrúi Alþýðuflokksins í bæj-
arstjórn bar fram tillögu þess efn
is, að sérfróðir menn athuguðu
möguleika á, að teknir væru í
nctkun rafknúnir strætisvagnar,
sem reknir væru af bænum. Tók
fulltrúinn það fram; að hann ætti
ekki við sporvagna, heldur vagna,
sem eru eins og venjulegir stræt-
isvagnar nema þeir ganga ein-
göngu fyrir rafmagni, sem leitt er
úr rafmagnsþræði, sem liggur yfir
götunni. — Tillagan var samþykkt.
Rúmum bætt í St. Jósefs
spítala.
Bæjarstjórn Reykjavíkur sam-
þykkti að veita 170 til 200 þús. kr.
óafturkræft framlag sem styrk til
St. Jósefs spítala til að bæta við
17 til 20 sjúkrarúmum í spítalann.
Sjúkrahúsnefnd bæjarins hafði
farið þess á leit við forstöðukonu
spítalans, að komið væri fyrir
sjúkrarúmum á efstu hæð spítal-
ans. Vaið það að samkomulagi,
að bærinn veitti óafturkræfan
styrk sem svaraði 10 þús. kr. á
hvert sjúkrarúm.
Elliheimilið sækir um styrk.
Elliheimilið Grund sækir um
700 þús. kr. styrk til bæjarins í
þeim tilgangi að reisa viðbótar-
álmu við bygginguna, sem gæti
rúmað 20 til 30 rúm. Var ætlað, að
sú álma yrði notuð sem sjúkra-
deild. Fjárfestingarleyfi hefir ekki
fengizt fyrir byggingunni.
Leiðrétting:.
Prentvilla var í grein um Jó-
hönnu Sveinsdóttur Ijósmóður hér
í blaðinu 5. þ. m. Stóð þar, að yfir-
setukonur hefði verið „daglega að
ferðast", en átti að vera „dugleg-
ar að ferðast".
Mjálkiirmálin.
(Framhald af 1. síðu.)
Langslet. Honum fórust orð
á þessa leið:
1939 var mjólkurmagn bú-
anna, sem heyra undir mjólk
urstöðina, 120 milljónir lítra.
Árið 1945 var mjólkurmagn
sömu búa komið niður í 43
milljónir lítrá. Varð því Osló
að leita til fjarliggjandi
vinnslubúa um kaup á neyzlu
mjólk. Lengst að flutta mjólk
in var gerlarík, því að gerl-
arnir jukust mjög við þessa
löngu flutninga. Sótt var í
allt að 200 km. fjarlægð frá
Osló. Heilbrigðisráð Osló
taldi þessa langt aðfluttu
mjólk gallaða vegna of hárr-
ar gerlatölu, og leyfði þvl, að
mjólkin væri gerilsneydd áð-
ur en hún væri send til Osló
í þessum fjarliggjandi mjólk
urbúum um sumarmánuðina.
Samt var mjólkin gerilsneydd
í annað sinn, er til Osló kom.
Þar talaði enginn um
vörusvik.
Enginn þessara fimm
manna eða annarra, sem ég
ræddi þessi mál við í ná-
grannalöndunum þremur,
talaði um fyrirsagnir í b’.öð-
um um vörusvik mjólkurbú-
anna, þegar þau væru að
leysa á haganlegasta hátt
flutningamálið og þörf neyt-
endanna. En hér í Reykja-
vík getur heilbrigðisnefnd
leyft sér að hóta mjólkurbú-
um meiri hluta bænda, sem
sölumjólk framleiða hér á
landi, málsókn út af meintu
broti á reglugerð, þegar hita-
meðhöndlunin er þannig, að
reglugerðarákvæðin eru ekki
brotin, heldur aðeins lögleg
meðhöndlun til að tryggja ó-
súra mjólk og yanda vöruna.
Verði mjólkurbúunum tor-
veldað af heilbrigðisnefnd
Reykjavík að vélvinna mjólk
til þess að verja hana
skemmdum, tel ég aðeins
eina leið færa, meðan heil-
brigðisnefnd hugsar málið,
og það er að stöðva allar send
ingar á mjólk til Reykjavíkur
um óákveðinn tíma, sagði
Sigurður Guðbrandsson að
lokum.
Listamannaþingið 1950:
KIRKJUTÚNLEIKAR
fara fram í Dómkirkjunni í dag kl. 5.
EFNISSKRÁ:
Guðrún Þorsteinsdóttir syngur einsöng.
Björn Ólafsson leikur á fiðlu.
Páll ísólfsson leikur á orgel.
Dómkirkjukórinn syngur.
Flutt verða verk eftir Árna Björnsson, Björg-
vin Guðmundsson, Jón Leifs, Karl Ó. Runólfs-
son Pál ísólfsson og Þórarinn Jónsson.
Aðgöngumiðar á kr. 10.00 fást í Bókaverzl. Sigfúsar
Eymundssonar og við innganginn.
Framkvæmdanefndin.
S. U. F.
S. U. F.
Almennur dansleikur
í Tjarnarcafé í kvöld kl, 9.
frá kl. 5 og við innganginn.
Aðgöngumiðar seldir
TILKYNNING
*
{jtá Itlenntatnálaráli ýAÍatufA
Umsóknir um fræðimannastyrk þann, sem væntan-
lega verður veittur á fjárlögum 1950, verða að vera
komnar til skrifstofu Menntamálaráðs fyrir 31. maí
næstkomandi.
Umsóknunum fylgi skýrslur um fræðistörf umsækj-
enda síðastliðið ár og hvaða fræðistörf þeir ætla að
stunda á næstunni.
Bændur - Vatnsvirkjun
Hefi til sölu vandaðan nýjan Telton vatnsturbinu,
14 hö (10 kw.) gjörða fyrir 30 m. fallhæð, 48 sekl. —
Meðfylgjandi rafall 220 volt, jafnstraumur ásamt til-
heyrandi mælum og mótstöðu. — Sanngjarnt verð.
Upplýsingar gefur Brynjólfur Þorbjarnarson, sími 9820.
Dag heimili
I Frá 1. júní að telja verður dagheimili starfrækt að
i Steinahlíð við Suðurlandsbraut, ef nægileg þátttaka
| fæst. — Tekið á móti umsóknum í síma 3280, frá kl.
| 9—12 f. h.
BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF.
uimmmimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiimiiiiiimmimmmmmiimimiiiiiimmiiiimii
Frestið ekki lengur, að gerast
áskrifendur TÍMANS