Tíminn - 06.05.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.05.1950, Blaðsíða 3
98. blað TÍMINN, laugardaginn 6. maí 1950 3 íslendingajpættir Dánarminning: Jón Eyjólfsson bóksali á Flateyri Einn af hinum eldri Önfirð ingum, Jón Eyjólfsson bók- sali á Flateyri er látinn. Hann dó í Landspitalanum 22. apríl síðastliðinn. Hann var fæddur að Hóli á Hvilí'tarströnd í Önundar- firði 28. april 1880 en fluttist bráðlega með foreldrum sín- um að Kirkjubóli í Valþjófs- dal, þar sem þau bjuggu jafn an síðan. Eyjólfur faðir Jóns var Jónsson Sveinbjörnssonar og Ólafar Eyjólfsdóttur konu hans. Þau hjón bjuggu í! Reykhólasveit um miðja síð- ustu öld en fluttu til ísafjarð ar 1859. Jón Sveinbjörnsson var ættaður úr Reykhólasveit í föðurætt en móðurætt hans mun hafa verið úr Stranda- sýslu. Ætt Ólafar var einnig af Vesturlandi og bar hún komin í beinan karllegg frá Lofti ríka en um kvenleggi má rekja Eyjólfsnafn í ætt hennar um 500 ára skeið til Eyjólfs Einarssonar hirð- stjóra í Dal undir Eyjafjöll- um, en hann var sonarsonur Áma Dalskeggs, sem var í að förinni að Jóni biskupi Ger- rekssyni, en afi þess EyjólfsJ Dal, sem var giftur Helgu dóttur Jóns biskups Arason- ar. Móðir J óns Eyj ólfssonar var Kristín Jónsdóttir í Breiðadal, Sveinssonar á Hesti, Jónssonar og stóðu að henni önfirzkar bændaættir. Sveinn á Hesti átti 4 sonu og hétu allir Jón, en tveir einir komust úr æsku, hinn elzti og yngsti. Þeir voru dugnað- armenn mkilir og áttu róðrar bát saman og var annar þeirra hinn mesti ofurkapps- 11ckir•1 maður og sást lítt fyrir.Eftir honum er haft: „Það skemm ist aldrei, unginn minn góð- ur,sem á land er komið“, og var honum ljúfara að sækja björg í sjóinn meðan gæfi en að liggja I landi við að gera að aflanum meðan gæftir héldust. Eyjólfur í Dal ,en svo var hann jafnan nefndur, var at orkumaður bæði á sjó og landi. Ungur varð hann for- maður við Djúp og stundaði lengstum bsé'ði land og sjó, svo sem þá var títt á Vest- fjörðum. En því var hann nefndur Eyjólfur í Dal, að Kirkjuból i Valþjófsdal hefir löngum heitið Dalur í mæltu máli, enda heitir það Dal- staður i jarðabók Árna Magn ússonar og Páls Vídalíns. Á unga aldri gjörðust syn- ir Eyjólfs hinir eldri Jón og Kristján formenn á vélbát- um. Sóttu þeir sjóinn frá Val (Framhald á 7. síðu.) Fimmtugur: Bragi Jónsson, Hoftúnum í Staðarsveit Bragi í Hoftúnum er 50 ára í dag. Ótrúlegt mun það mörg um þykja, því maðurinn er unglegur í fasi og ungur í anda. En ekki skrökva kirkju bækur! Bragi hefir lagt gjörfa hönd á margt um dagana. Auk þess að vera bóndi og fiskimaður góður, hefir hann gegnt mörgum trúnaðarstörf um fyrir sveit sína. Deildar- stjóri og afgreiðslumaður Kaupfélags Stykkishólms hef ir hann verið í mörg ár við miklar vinsældir, enda ein- lægur samvinnumaður. Búskap hóf Bragi 1930 og stofnaði þá nýbýli sitt í Hof- túnum. Ólafsvíkurvegur ligg- ur um hlaðið og segja má, að þar standi skáli um þjóðbraut þvera, sem og var fyrr á sömu slóðum, á hinum forna ölduhrygg landnámskonunn- ar, sem tún Braga stendur nú á. Ótaldir eru þeir Stað- sveitingar, og aðrir, sem leið leggja um Snæfellsnes, sem hafa notið fyrirgreiðslu og gestrisni húsbóndans og hans ágætu konu Helgu Þórðar- dóttur. Hefir þar verið veitt af gnægt gestrisninnar. Þrjú börn eiga þau hjón öll hin mannvænlegustu. Á yngri árum var Bragi forvígismaður ungmennafé- lagsins í Staðarsveit. Fylgdist hann þá vel með í íþróttum, einkum glímu, þar sem hann bar oft sigur af hólmi. Sund lærði hann hjá Páli Erlingssyni og kenndi það sveitungum sínum og víðar þar vestra með miklum dugn aði, en oft við erfið skilyrði. Hafa nokkrir góðir sundmenn fengið þar sína fyrstu til- sögn. Þar sem Bragi er staddur er sjaldan deyfð né drungi, því maðurinn er vel sjálf- menntaður og kann að segja frá. Stundum er líka látið fjúka í kviðlingum, því prýði lega er Bragi hagmæltur, enda af skáldakyni kominn. Oft hefir hann skemmt með upplestri ljóða og græsku- lausra gamankvæða, enda mun hann eiga allmikið safn kvæða. Til hamingju með daginn Bragi. Megi þér auðnast lengi út að bera, — „ár orð- hafi, mærðar timbr, máli laufgat.“ Þ. K. Skýring orðanna kvöld og jól Heimamaður á hjónaballi Eftir Jóhanu Kristjánsson, Syðra- Allir vita, hvað átt er við, þegar þessi orð eru nefnd. En í rauninni vita fáir, hvað orð- in sjálf þýða. í Hárbarðsljóð- um leggur skáldið forna Þóri þessi orð í munn: „Át ek í hvíld áðr heiman fór“. Útlendir fræðimenn, er reyndu að þýða þessa merk- ingu, ætluðu, að hvíld tákn- aði næði eða „í ró og næði“. Jafnvel Guðbrandur Vigfús- son þýðir á þessa leið, er hann þýddi Hárbarðsljóð á ensku. En hvað þýðir þá þessi setn- ing: „Át ek i hvíld áðr heim- an fór“? Benedikt Gróndai skáld kveður upp dóminn skýrt og greinilega í ritdómi um þýðingu Guðbrands og! þýðir þannig: „Át ég i kvöld j áður heiman fór“. Kvöld þýð j ir því hvíld eða hinsvegar. hvíld er sama og nútíðarorð- ! ið kvöld. Alkunnugt er að hv! breytist stundum í kv. Virð- ist slíkt einkar algengt i norskum, fornum mállýzkum og þessi málvenja hefir borizt til íslands, líklega með norsk um bískupum (að sumra ætl- an). Furðulegur er stundum misskilningur góðra fræði- manna eða öllu heldur mein- lokur þeirra. Hinn frægi þýzki málfræðingur og þjóðsagna- ritari, Grimm, reynir að skýra norræna orðið kvöld eða kveld, og hyggur jafnvel. að hað sé skylt forna orðinu cvfllan: að kvelja: Eins og kvöldið ætti að færa með sér kvöl í stað hvíldar og friðar. Kvöld eða kveld er því upp- runalega sama og hvíld og táknar hið sama: værðina og friðinn, sem veitist þá nátt- úrunni og börnum hennar samkv. lögmálum guðs. Oft hefi ég séð vikiö áð hinni eiginlegu þýðingu orðs- ins jól og heyrt um það ra:tt. Freista ég að’ koma með nýj a skýringu, sem ég er sannfærð ur nm, að er rétt, unz með rökum verður hrakin. í Alvíss máiiim eða Alsvinnsmálum f Stemundareddu segir frA heit um næturinnar, á máli manna og annarra vera. Seg- ir svo: „Nótt heitir með mönnum, en njól með goðum, kalla grímu ginnregin, óljós jötnar, álfar svefngaman, kalla dvergar draumnjörum“. Hér heitir nótt með goðum njól, og verður maður að telja þá nótt helgari öðrum, sem fær nafn í máli goðanna. Ekki verður þarna séð, hvort njól er kvenk. eða hvorug- kyns, en í Snorra-Eddu er komin ný mynd, þ. e. njóla og það nafn velur Björn Gunnlaugsson, stjörnuskoð- arinn, er hann yrkir um dá- semdir næturhimins, í heið- skíru veðri. Hugsum oss orða- sambandið: það er komin njól, eða (ef orðið væri hvor- ugkyns) það eru komin njól. Mjög væri eðlilegt og næstum eðlisnauðsyn, að annað n-iö félli niður í framburði og þá er komin nútíðarsetningin, börnum kæra: Það eru kom'- in jól. Ef þetta er rétt til- gáta, þá er jól að merkingu: heilög nótt, nótt á máli goð- anna. Jólahátíðin er eldforn, miklu eldri en kristinn dóm- ur og hefir verið haldin um vetrarsólhvörf frá örófi alda. Sennilega fyrstu nótt eftir (Framha'd. á 7. síðu.) Lágafelli. Það hefir verið einn þátt- ur í hinu mikla og marghátt- aða starfi kvenfél. „Lilja“ í Miklaholtshreppi að efna til skemmtisamkomu um fyrstu þorrahelgi á vetri hverjum. Skemmtanir þessar hafa átt miklum vinsældum að fagna í hreppnum. Mitt í fásinni og drunga hávetursins er gott að eiga þess kost að gleðj ast með vinum og kunningj- um eina næturvöku á hinum dimmu og löngu kvöldum í strjálbýlinu. Skemmtanir þessar hafa gengið undir nafninu „Hjóna ball“, vegna þess býst ég við, að þær hafa aðallega verið sóttar af hjónum í hreppn- um, og stundum hefir verið boðið hjónum úr næstu sveit. Þótt skemmtanir þess- ar hafi farið fram í byrjun þorra, hafa þær aldrei verið tileinkaðar honum sem „þorra blót“. Samkomurnar hafa alltaf byrjað á því, að gengið hef- ir verið I kirkju að Fáskrúð- arbakka og þar hlýtt á pré- dikun hjá sóknarprestinum, Þorsteini L. Jónssyni. Að henni lokinni hefir verið haft sameiginlegt borðhald í sam- komuhúsi hreppsins, en að því loknu skemmt sér við dans, söng, upplestur og spil. Þótt undanfarin ár hafi hús- rúm það, sem félagið hefir hefir haft til umráða, verið litið og hálf kalt, hefir eng- inn kvartað um þrengsli né kulda, en skemmt sér af lífi og sál á mótum þessum. Laugardaginn 21. janúar síðastl. hélt kvenfél. Lilja „hjónaball“ í fyrsta sinn í hinum rjímgóðu og vistlegu salarkynnum að Breiðabliki í Miklaholtshreppi (nýju sam komuhúsi hreppsins). Þessi hjónasamkoma var með mestum glæsibrag og rausn, sem félagið hefir hald ið, sem stafar af því, að nú hamlaði húspláss ekki lausn þess. Flest öll hjón úr Mikla- holtshreppi voru þar. Auk þess bauð félagið öllum hjón um úr Staðarsveit og Eyja- hreppi á samkomuna. Líka var margt af ungu fólki úr hreppnum. Býst ég við, að þarna hafi verið saman kom- ið allt að 200 manns. Samkoman byrjaði á sama hátt og undanfarin ár á því, að gengið var í kirkju á Fá- skrúðarbakka kL 10 um kvcldið. Ræðu í kirkjunni flutti hinn vinsæli og góði sóknarprest- ur okkar, séra Þorsteinn L. Jónsson í Söðulsholti, ágæta ræðu, sem hans er háttur. Orð hans koma frá hjart- anu, og þau ná því. Scngur var góður i kirkjunni. Þar sungu að nokkru leyti tveir kirkjukórar, Fáskrúðarbakka kirkju og nokkuð af kór Staðarkirkju. Úr kirkju var gengið klukkan rúml. 11. Þá var haldið heim að Breiðabliki. í fordyri hússins stóðu tvær konur úr kvenfél. fríðar sýnum, með höfðing- legt yfirbragð. Þær tóku á móti gestunum með þessu vin samlega brosi, sem er aðals- merki íslenzku húsfreyjunn- ar, brosi, sem gefur öllum til kynna, að þeir séu velkomn- ir, svo að öllum finnst þeir vera að stíga yfir sinn eigin dyraþröskuld. Langborðum var komið fyrir með báðum hliðum og fyrir gafli. Þar gátu setið til borðs í einu allt að 100 manns. Um beina gengu konur og stúlkur úr kvenfélaginu, all- ar búnar íslenzka þjóðbún- íngnum, og svo voru flestar konur búnar, er mótið sóttu. Framreitt var smurt brauð, kökur og kaffi. Þá er fullskipað var við borðin, kom forstöðukona kvenfélagsins inn i salinn. Hún bauð alla velkomna og mælti eitthvað á þessa leið: Hún sagði það vera ánægju- legt að geta nú haldið „hjónaballið“ í þessum góðu húsakynnum félagssamtak- anna i hreppnum, sem þær kæmu nú saman í fyrsta sinn á svona samkomu, og geta tekið á móti gestum sínum og nágrönnum þar. Þó að allt, sem að móttökunum stæði, nema húsrúmið, væri fátæk- legra og fábreyttara en þær hefðu helzt kosið, vonaði hún samt, að gestir og heimafólk reyndu að njóta þess sem bezt. Ef allir hefðu það hug- fast, að þeir væru hingað komnir til að skemmta sér, en ekki einungis til þess að aðr- ir skemmtu þeim, þá mundu (Framhald á 7. slðu.) 1 ÞAKKARÁVARP Eg hef verið að hugsa um, hvernig ég geti þakkað skyld um og vandalausum ástúð- ina og hlýjuna, sem mætti mér páskadagana á áttræð- isafmæli mínu. Blessuð blóm- in, skeytin og gjafirnar í stór um stíl þakka ég hjartan- lega. En hvernig á ég að geta þakkað alla þessa inni- legu hlýju, sem streymdi til mín frá öllum, sem til mín komu eða mig fundu. Meðal þeirra voru ýmsir, sem ég hef glímt við á íjfsleiðinni, og menn með allðlikar skoð- anir. En allt varo þetta að blíðu brosi til mín og ein- ingu um allt hið bezta í oss mönnum. Það var eins og neistinn helgi innst I sál vorri hefði hreinsað af mér allt ryk og fengið að skína í sinni réttu mynd. Eg held, að helst hafi mér dottið í hug orð skaldsins, sem svo hljóða: Hið lága færist fjær, en fær- íst aftur nær hið helga og háa. Er það ekki svo, að ef vér gefum oss tóm til að iíta upp úr efnisþoku ver- aldarinnar og lyfta höfðum vorum upp í heiðrikjuna, þá' finnum vér hjarta guðs slá í hjarta voru, og þá býr þar fró og friður. Það er mín heitasta bæn, að góður guð gefi oss öllum þá blessuðu fró og þann heil- aga frið til fylgdar hér á veg ferð lífsins og yfir landa- mærin. þegar vér förum héð- an. Sigmundur Sveinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.