Tíminn - 06.05.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.05.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 6. maí 1950 98. blað Otvarpsfræðsla Búnaðar- félags íslands Frá því að útvarpstarf- semi hófst hér á landi, hefir Búnaðarfélag íslands beint eða óbeint annast erinda- flutning um búfræðileg efni í vitvarpinu. Sú var tíðin, að Búnaðar- félag íslands hafði ráð á þvi að halda uppi reglubundnum bændanámskeiðum um meg- inbyggðir landsins, en á síð- ari árum hefir f járþröng_, og þar af leiðandi starfsmanna fæð, orðið þess valdandi að bændanámskeið eru nú orðin sjaldgæf. Til að bæta upp missi nám skeiðanna hóf Búnaðarfélag íslands fræðslustarfsemi í út varpinu. Hin síðustu ár hefir þessi útvarpsfræðsla verið nokkuð reglubundin, yfir vet ur og vor, þar til i haust, að hún féll niður. Yfir hin liðnu útvarpsár, hefir Búnaðarfél. íslands ver ið að leita fyrir sér um hent- ugan útvarpstíma fyrir þenn an erindaflutning, en. ekki náð viðunandi árangri. Ávalt hefir viðleitnin strandað á út varpráðsskeri „Reykjavíkur- útvarpsins“. Stöðugar umkvartanir bænda og bændasamtaka hafa borist til Búnaðarfélags íslands og Búnaðarþings. Sendinefndir frá Búnaðarfé- lagi íslands og Búnaðarþingi hafa mörgum sinnum á und- anförnum árum farið á fund útvarpsráðs og skrifstofu- stjóra þess. Um árangur þess ara funda vitnar útvarps- timi sá, sem búnaðarfræðsl- an hefir hlotið á undangörn- um árum. Vegna ritsmíða formanns útvarpsráðs í Tímanum 28. apríl s. 1. þykir rétt að birta hér óstytt nokkur bréf, sem farið hafa í millum útvarps- ráðs annarsvegar og Búnaðar félags íslands og útvarps- fræðslunefndar þess hinsveg ar. Þann 5. des. 1949 sendir út varpsfræðslunefnd B. í. út- varpsráði eftirfarandi bréf: „Vér leyfum oss hér með að senda yður hjálagða ályktun, sem Búnaðarþingið 1959 sam þykkti varðandi útvarps- fræðslu Búnaðarfélags ís- lands. Með skírskotum til við- ræðna, sem einn af oss, (Ás- geir L. Jónsson) hefir nokkr um sinnum átt við skrifstofu stjóra útvarpsráðs, þá er ósk vor sú, að í stað 20 mínútna erinda, sem áður hafa verið flutt hálfsmánaðarlega, komi nú 10 mín. erindi vikulega á tímabilinu kl. 20—22. Væntum vér þess eindregið að útvarpsráð daufheyrist ekki lengur við þessari hóf- legu málaleitan vorri, að bændastétt landsins fái í eig in þarfir 10 mínútur af þeim 840 mínútum á viku, sem falla á hinn svonefnda dag- skrártima, þ. e. kl. 20—22. Þar eð orðið er mjög aðkall- andi að útvarpsfræðsla Bún- aðarfélags íslands geti hafist leyfum vér oss því að óska eft ir svo greiðum svörum sem verða má.“ Bréfi þessu fylgdi eftirfar- Greinargcrð frá Htvarpsfræðslunefnd Búnaðarfélags íslands. andi þingskjal Búnaðar- þings: Áskorun Búnaðarfélags Mos fellshrepps, varðandi breyt- ingu á dagskrártíma landbún aðarþátta í útvarpinu. í tilefni af þessu máli sam þykkti Búnaðarþing 1949 eft irfarandi ályktun: „Samkvæmt óskum og á- skorunum ýmsra bænda víðs vegar að af landinu, leyfir Búnaðarþing að beina þeirri eindregnu ósk til útvarpsráðs, að útvarpstími búnaðarþátt- arins, sem nú er eftir kl. 22, verði færður fram á venjuleg an dagskrártíma, helst kl. 21,30. Jafnframt er útvarps- fræðslunefnd Búnaðarfélags- ins falið að vinna að fram- gangi þessa máls. Greinargerð. Á undanförnum Búnaðar- þingum hefir æ ofan 1 æ ver- ið leitað eftir þvi við útvarps ráð, að fá útvarpsþátt Búnað arfélagsins færðan inn á hinn almenna dagskrártíma útvarpsins að kvöldinu frá kl. 8—10, þetta hefir ekki tek ist til þess. Búnaðarþing hef ir ávalt skoðað þetta sem full komið réttlætismál og leyfir sér því að halda þessari mála leitan og baráttu áfram“. Ályktunin samþykkt með 22 samhljóða atkvæðum. Þann 14. des. 1949 ritar skrifstofustjóri útvarpsráðs oss eftirfarandi: Útvarpsfræðslunefnd Búnaðarfélags íslatids, Reykjavík. í framhaldi af bréfaskrift- um og samtölum hefir for- maður útvarpsráðs borið fram í útvarpsráði tillögu um það, að Búnaðarfélag ís- lands fengi einn fræðsluþátt í mánuði á tímanum 20,20. Felt var á fundi útvarpsráðs í gær að veita rúm fyrir slíka þætti yfirleitt á tímanum 20.00 til 22.00. Búnaðarfélaginu stendur til boða hinn sami tími og áður, eða annar tími sem heldur kynni nú um að semj- ast. Virðingarfyllst Helgi Hjörvar (sign) Þann 10. jan. s. 1. ritar stjórn B. í. útvarpsráði eftir farandi: Útvarpsráð, Reykjavík. „Með skírskotum til bréfs útvarpsfræðslunefndar Bún- aðarfélags íslands til útvarps ráðs, dags. 5. des. s. 1., og svar bréf útvarpsráðs dags. 14. des. s. 1., viðvíkjandi hentugum tíma til flutnings búnaðar- þátta í útvarpinu, þá leyfir stjórn Búnaðarfélags ís- lands sér hér með að lýsa óánægju sinni yfir undirtekt um útvarpsráðs í máli þessu og beinir jafnframt þeirri ósk tzl útvarpsráðs, að það, enn á ný, taki mál þetta til alvar- legrar endurskoðunar. Stjórn Búnaðarfélags ís- lands vill í þessu sambandi einkum benda á eftirfárandi staðreyndir. Bændur, og aðrir verka- menn til sveita eru tima- bundnari gagnvart útvarpinu inu en nokkur önnur stétt þjóðfélagsins, að undanskild um sjómönnum á hafi úti. — Á fundum hreppabúnaðar- félaga, búnaðarsambanda og búnaðarþings, hefir í mörg ár verið rætt um tillitsleysi útvarpsráðs gagnvart þessari sérstöðu annarar aðalfram- leiðslustéttar þjóðarinnar. í umboði þessara bændasam- taka, hefir Búnaðarfélag ís- lands ár eftir ár leitað til út- varpsráðs um endurbætur á erinda tima búnaðarþátt- anna, þannig að bændur geti almennt notið þeirra en jafn an án árangurs. Útvarpsráði virðist jafn erfitt að skilja þarfir og sér- stöðu bændastéttarinnar í þessu máli, eins og bænda- stéttinni er erfitt að skilja hvers vegna henni er neitað um 10 mínútna útvarpstíma á viku, — á þeim tíma, er hún getur hlustað á útvarp, en til þess að njóta fræðslu um þau mál, er hana varðar sérstaklega. Því jafnvel þó starfsemi útvarpsins kunni fyrst og fremst að vera mið- uð við óskir Reykvíkinga og annara kaupstaðarbúa, þá verður ekki séð, að þeim hlust endum, sem jafnarlega ganga ekki til hvílu fyrr en kl. 23— 24, sé nokkur ógreiði gerður þó dagskrá útvarpsins sé hnikað til um 10 mínútur einu sinni í viku frá þvi sem verið hefir, og þó aðeins yfir vetrarmánuðina. Eins og að framan er bent á, þá hefir bændastéttin hér algera sérstöðu. Hér kemur því alls ekkert fordæmi til greina, með tilliti til annara stétta þjóðarinnar, þó út- varpsráð mætti hér óskum bændastéttarinnar. Stjórn Búnaðarfélags ís- lands leyfir sér því enn á ný að óska eftir 10 mínútna út- varpstíma í viku hverri, helst á tímanum 20.20 til 21,20 — til aprílloka. Mánuðina maí og júní getur gamli útvarps- tíminn hentað. Ef útvarpsráðs synjar enn á ný málaleitan þessari, þá er þess vænzt, að synjuninni fylgi rökstuðningur, svo að málið liggi sem ljósast fyrir frá báðum hliðum, við áfram haldandi meðferð þess.“ Frá skrifstofu útvarpsráðs kom eftirfarandi svarbréf: Reykjavík, 23. jan. 1950 „Stjórn Búnaðarfélags ís- lands hefir með bréfi 10. þ. m. ítrekað óskir félagsins um það, að fá rúm í kvöldagskrá fyrir búnaðarþætti. Útvarps- ráð hefir enn rætt þetta mál og athugað vandlega og vill ekki breyta þeirri ákvörðun sinni, að erindi sem ætluð eru sérstökum stéttum verði ekki flutt á aðaldagskrártíma út- varpsins, þ. e. kl. 20—22. Þó að útvarpsráð vildi fallast á þær röksemdir Búnaðarfélags ins, að bændastéttin hafi hér (Framhald á 7. síðu.) X TILKYNNING ! um lóðah reinsun Með tilvísun til 10. og 11. gr. heilbrigðissamþykktar Reykjavíkur eru húseigendur hér með áminntir um að flytja af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og ó- prýði og hafa lokið þvi fyrir 15. maí n. k. Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað húseig- anda. — — Upplýsingar 1 skrifstofu borgarlæknis, sími 3210. Heilbrigðisnefnd Fyrirliggjandi Alíkálfakjöt Nautakjöt Kýrkjöt Ærkjöt Folaldakjöt Dilkalifur Hangikjöt Rúllupylsur Saltað ærkjöt Saltað tryppakjöt Saraband íslenzkra samvinnufélaga Sími 2678 TILKYNNING frá Verkstjórasambandi íslands Með tilvísun til 9. greinar í kaup og kjarasamningi milli Verkstjórasambands íslands og Vinnuveitenda- sambands íslands dags. 10. júní 1949, hefir stjórn Verkstj órasambands íslands ákveðið að lágmarks- kauptaxti fyrir verkstjóra skuli vera svohljóðandi: Kaup aðsto?Sarverkstjóra undir stjórn verkstjóra skal vera 25% yfir kaup fullgildra verkamanna. Kaup annarra verkstjóra skal vera 45% yfir kaup fullgildra verkamanna. Ef um sérstaklega umfangsmikla verkstjórn er aö ræða, getur kaup orðið hærra en hér greinir, þó með sérstöku samkomulagi. Kauptaxti þessi breytir eigi kaupi þeirra verkstjóra, sem nú kunna að hafa hærra kaup en hann gerir ráð fyrir. F. h. Verkstjórasambands íslands. Þorl. Ottesen. Adolf Petersen. Við þökkum öllum nær og fjær auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför systur okkar ÞÓREYJAR SKAPTADÓTTUR, ennfremur þeim, sem stunduðu hana með stakri alúð í löngum veikindum. — Fyrir hönd vandamanna, Arnheiður Skaptadóttir, Jóhann Skaptason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.