Tíminn - 06.05.1950, Blaðsíða 6
TIMINN, laugardaginn 6. maí 1950
98. blað
TJARNARBID
Ballctt-kvöld j
Heimsfrægir rússneskir ballett-
ar og ballettinn úr Rauðu skón-
um. Tónlist eftir Tchaikowski
og J. Strauss. Bjarni Guðmunds
son blaðafulltrúi flytur formáls
orð og skýringar.
Frumsýning kl. 9.
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Á Vængjum
Vindanna
(Blaze of Noon)
Aðalhlutverk:
Anne Baxter
WUliam Holden
Sonny Tufts
NYJA B I □
Ámbátt Áraba- I
höfðingjans
íburðamikil og skemmtileg ný
amerísk mynd i eðlilegum lit-
um.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
Síðasta sinn.
Sölnmaðurinn
slkáti
Hin bráðskemmtilega grínmynd
með:
Bud Abbott og
Lou Costello.
Sýnd kl. 3 og 5.
Sala hefst kl. 11 f. h.
TRIPDLI-BID
Fanginn í Zenda
(The Prisoner of Zenda)
Amerísk stórmynd gerð eftir
hinni frægu skáldsögu Anthony
Hope, sem komið hefir út í isl.
þýðingu. Myndin er mjög vel
leikin og spennindi. Aðalhlutv.:
Roland Colman
Madeleine Carroll
Douglas Fairbanks Jr.
David Niven
Mary Astor
Reymond Massey
C. Aubrey Smith
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
JOHN KNITTEL:
FRUIN A
GAMMSSTÖÐUM
4. DAGUR
99
Ár vas alda^
(One Million B. C.)
Mjög spennandi og sérkennileg
amerísk kvikmynd, er gerist
milljón árum fyrir Kristburð á
tímum mammútdýrsins og risa-
eðlunnar. — Danskur texti.
Aðalhlutverk:
Victor Mature
Carole Landis
Lon Chaney
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
ÞJODLEIKHUSID
í dag kl. 4.
Diýársnóttin
i eftir
Indrzða Einarsson.
Leikstj óri:
Indriði Waage.
Up p s e 11.
★
Á morgun kl. 8.
FjaUa-Eyvindur
eftir
Jóhann Sigurjónsson.
Leikstjóri:
Haraldur Björnsson.
U p p s e 11
★
Mánudag kl. 8.
íslandskluhhan
eftir
Halldór Kiljan Laxness
Leikstj óri:
Lárus Pálsson.
Aðgöngumiðar seldir í dag
frá kl. 13,15—20
Pantaðir aðgöngumiðar
sækist fyrsta söludag hverr-
ar sýningar.
Ctbrciðið Tímann.
'Áfkrwaðir |iing-_____
menik.
(Framhald af 5. slðu.)
einkum útvarpið gildir það,
að þær hafa mjög takmark-
aða þörf fyrir þessa hljóm-
sveit, enda ekki ætlað að
bera kostnaðinn, nema með-
an verið er að koma honum
yfir á ríkissjqðinn.
Annað er líka enn þýðingar
vip
5KI/IA GOTÚ
Ástin sigraði
Spennandl, ensk stórmynd í eðli
legum litum, byggð á sam-
nefndri skáldsögu, sem nýlega
hefir komið út á islenzku.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 9.
Litli IVapoleon
Bráðsmellin sænsk hjúséapar-
mynd eftir Max Hansen.
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
BÆJARBID
HAFNARFIROI i
Sjóia er sög'u ríkari
(Smámyndasaf n)
Litmynd í 20 skemmtiatriðum,
tekin af Lofti Guðmundssyni.
Aukamynd
Frá dýragarðinum í Kaup-
mannhöfn.
kl. 5, 7 og 9.
Bimi »1938.
Stormur yfir
f jöllunum
(Mynd úr lífi íbúa Alpafjalla)
Fjallar um ástríður ungra
elskenda, vonbrigði þeirra og
drauma. — Danskur texti.
Aðalhlutverk:
Geny Spielmann
Mataline Koebel
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA B I □
Nóttin langa
(THE LONG NIGHT)
Hrikaleg og spennandi, ný, am-
erísk kvikmynd, byggð á sann-
sögulegum viðburði. Aðalhlut-
verkin eru framúrskarandi vel
leikin af:
Henry Fonda
Vincent Price
Barbara Bel Geddes
Ann Dvorak
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börn innan 16 ára fá ekki
aðgang.
Teiknimyndasafn
Gamalt og nýtt.
Sýnd kl. 3.
meira atriði í þessu sambandi.
Alþingi hefir nú orðið að
gera neyðarráðstafanir, sem
þrengja kjör allra lands-
manna. Útgerðin verður aö
sætta sig við sama fiskverð og
áður, þótt rekstrarkostnaður
hennar hafi hækkað, og land
búnaðurinn verður að taka á
sig stórauknar byrðar vegna
hækkaðs verð á aðkeyptu
efni. Meðan almenningur og
a.tvinnuvegirnir búa þannig
við vaxandi þrengingar, sem
enn geta átt eftir að aukast,
er það *blátt áfram siðferði-
legir og fjármálalegir glæfr-
ar að vera að þenja enn
stórlega út ríkisbáknið vegna
ekki meira aðkallandi nauð-
synjamáls en symfóniuhljóm
sveitar, sem enn vantar stór
lega íslenzka starfskrafta.
Slík útþensla ríkisbáknsins
væri hnefahögg í andlit alls
þess fólks, sem verður nú að
þrengja kjör sín og krefst
þess því, að ríkið og stofn-
anir þess dragi heldur úr
rekstrargjöldum sínum en
auki þau.
Þetta mál er merkilegur
prófsteinn á það, hvers vænta
má af núverandi ríkisstjórn
og stuðningsflokkum hennar
Láti stjórnin eða einstakir
stuðningsmenn nú strax í upp
hafi undan áróðri fyrir stór-
felldri útþenslu ríkisbákns-
ins, segir það fyrirfram alla
sögu þessa stjórnarsamstarfs.
Það er þá fyrirfram yfirlýs-
ing þess, að af núv. stjórn
er ekki að vænta þeirrar for-
ustu um sparnað og ráðdeild
í ríkisrekstrinum, sem nauð-
syn er á, ef komast á hjá
fullri uppgjöf og strandi. Fyr
ir alla aðila er bezt, að ekki
sé breitt yfir það, heldur það
gert Ijóst strax í upphafi.
X+Y.
fluglýMÍ í Tónahunt
Íftfoeiiii TitnaHH
— Heiða, sagði hann-. Þessi unga stúlka kemur frá Síon.
Hún vill fá vinnu, og ég ætla að athuga á morgun, hvað við
getum gert fyrir hana. Þú hlynnir að henni í nótt.
Heiðveig var há og grönn, bláeyg og hárið ljóst og mikið.
Hún hvessti augun á Teresu.
— Nú, sagði hún. Alltaf gerist eitthvað nýtt í hverri viku.
Nú er það kvenmaður frá Valais. Og grindhoruð rengla í
þokkabót! Hvað skyldi hún svo eiga að gera, ef ég má vera
svo djörf að. spyrja?
— Þvo mjólkurílátin, þegar Adrían verður kallaður til
herþjónustu í næstu viku.
— Og hvað skyldi Anton Möller segja um þetta?
— Það kemur mér einum við. Þegar hann er ekki heima,
ber ykkur að hlýða mér. Farðu með stúlkuna og vísaðu
/
henni á herbergið sitt.
Að svo mæltu skaut Röthisberger svörtum og slitnum
flókahattinum aftur á rauðan og hraustlegan hnakkann,
arkaði brott og steig þungum og járnuðum stígvélunum
fast til jarðar.
Heiðveig kerrti sig. Teresa sá undir eins, að hún var
vanfær. Það leyndi sér ekki, hvernig kjólinn sat um mjaðm-
irnar á henni.
— Hvar er fatapinkillinn þinn? spurði Heiðveig.
— Ég er ekki með neinn fatapinkil, svaraði Teresa lágt.
— Hvað heiturðu?
— Teresa Etienne.
— Og eru ekki með nein föt?
— Nei, hvíslaði Teresa.
Heiðveig vísaði Teresu til hinnar nýju vistarveru sinnar.
Það var lítil herbergisskonsa í skúr við hlöðugaflinn. Þilið
var rekið saman úr óhefluðum fjölum, og hátt uppi á út-
veggnum var lítill gluggi. Þarna inni voru tvö rúm, tveir
stólar og furuborð. Teresa þakkaði fyri sig, og Heiðveig fór
brott og skeytti ekki frekar um hana.
Teresa settist á annan stólinn. Snöggvast gleymdi hún
sér. Það var orðið skggusýnt, er hún raknaði við sér. Hún
stóð upp gekk að glugganum og leit út. Hinum megin við
hlaðið sá hún langa röð útihúsa, en spölkorn uppi í brekk-
unni var aldingarður og við hann gamalt og fallegt skraut-
hýsi með háum stöfum, timburþaki, og fjölda smáglugga
með grænum gluggahlerum, fast uppi undir geysisíðu þak-
skeggi. Útidyrahurðin var útskorin mjög og skreytt, en stein-
þrep upp að ganga, og allur stafninn var prýddur fallegum
myndum. Til hægri handar við fordyrið var stórt linditré
og bekkur í skugga þess. Það hlaut að vera ríkur maður,
sem átti þetta hús. — Renndi Teresa augunum lengra. sá
hún í rökkrinu ljósin í Gammarþorpi — litlu sveitarþorp-
inu með dreifðum húsum.
í þessari andrá tóku kirkjuklukkurnar í þorpinu að
hringja. Teresa fann allt í einu, hve svöng hún var. Hún
bafði ekki bragðað matarbita allan liðlangan daginn, enda
hafði hún enga peninga átt til þess að kaupa sér mat. En
biðjast beininga vildu hún ekki. Það var vinna, sem hún
vildi fá. Og maður, sem hét Röthlisberger, hafði heitið
henni vinnu. Það var sannarlega gott, hugsaði hún því, mat
arlaus gat hún ekki verið öllu lengur.
V 1
Röthisberger tók sér að venju sæti fyrir enda matborðsins.
Joggi hlammaði sér í sitt sæti, hallaði sér fram á borðið og
starði illilega á hengilampann. Vinstri höndina, sem var
crðinn kreppt af gigt, læsti hann utan um leirkrús, sem var
hálf af eplasafa.
Á Gammsstöðum sátu karlmennirnir alltaf við innri
borðsendann, en kvenfólkið við hinn fremri. Kosímó, vinnu-
maðurinn, sem hafði talaði við Teresu, var undir eins far-
inn að skrafa um hana,* og Adrían, *rauðbirkinn unglingur,
sat álútur við hlið hans og hlýddi á frásögnina.
— Hvað er að henni? spurði Röthlisberger. Vill hún ekki
mat?
— Hún er kannske ekki svöng, sagði kona hans.
— O-o, hún er áreiðanlega glorsoltin, sagði Heiðveig. Hún
rennur bráðum á lyktina, skuluð þið vita.
Tvær ungar stúlkur, sem sátu við fremri borðsenda, Emma
og Hanna, tóku nú einnig að leggja orð í belg.
— Og hún er með sjal! sagði önnur.
— Og hneppta skó! sagði hin.