Tíminn - 06.05.1950, Page 7
98. blaS
TIMINN, laugardaginn 6. maí 1950
Heiniamaður —
(Framhald af 3. síðuj
allir finna einhverja skemmt
un í samkomunni. Hún sagð-
ist einnig vona, að þessi sam-
koma gæti tengt samúð,
þekkingu og skilning milli
þessara nágrannasveita, þar
sem margir af íbúum þeirra
ættu naumast tækifæri til að
sjást eða kynnast á annan
hátt.
Undir borðum talaði eng-
inn opinberlega, en sessu-
nautar ræddust við.
Sá háttur, að sitja fleiri
tíma undir borðum og hlusta
á margar, oft misheppnaðar
borðræður, fæstum til á-
nægju (nema þá helzt ræðu-
mönnum sjálfum) og sötra
svo kalt kaffið á milli, er sem
betur fer ekki orðinn almennt
viðurkennd regla hér vestur
í sveitum, þar sem mann-
fagnaður fer fram.
Að borðhaldi loknu var
salurinn rýmdur að borðum.
Frá tveim harmóníkum, sem
tveir ungir menn í hreppnum
léku á, hljómaði bændavals-
inn norski. Fólkið hreifst af
tónum hans og hönd tengd-
ist hendi og armur armi, og
valsinn hófst með almennri
þátttcku.
Salurinn á Breiðabliki lokk
ar í dansinn, gólfið er svell-
hált, salurinn hár til lofts og
vítt til veggja. Hugir fólksin.s
verða hreinir, léttir og djarf-
ir, þeim eldri „spriklar æska
í armi, ærslast líf í taugum“
í annað sinn, í þessu rúmgóða
og glæsta umhverfi, sem
kvenfélagskonurnar höfðu
nú skreytt af smekkvísi.
Sem dæmi um það, hvað
þátttaka fólksins var til að
skemmta sér, skal þess getið,
að ég sá manp á áttræðis-
aldri dansa og konur um og
yfir sextugt stigu dansinn
háttbundið og létt, hvað þá
heldur hið yngra af sam-
komufólkinu. Mér kom í hug
málshátturinn „Hvað ungur
nemur, gamall temur“. Unga
fólkið starði á þetta. Það sá,
að eldra fólkið gat og kunni
að skemmta sér, og það
sýndi, að það hafði verið með
á sínum tíma. Þarna var að-
eins dansaður Dans, sem nú
gengur almennt undir nafn-
inu „gömlu dansarnir“. Svert
ingjavæl heyrðist ekki frá
harmonikum piltanna, enda
bar enginn við að tvístíga
negrahopp, sem þó nú á síð-
ari árum þykir afar fínt að
kunna. Dansað var af lífi og
fjöri í klukkutíma. Þá til-
kynnti forstöðukonan, að
hvort þarna var sýnd spéspeg
ilmynd af 16 ára gömlu hjóna
bandi. Ég býst við, að áhorf-
endur flestir, í öllu falli þeir
giftu, hafi verið dómbærir á,
hvort þarna var sýnd speg-
ilmynd af hjónabandinu eða
rétt mynd, svona eins og
gengur, eða hvort nokkur,
sem sá leikinn, hefir getað
tekið undir í huga sér með
Þorsteini Erlingssyni, þar sem
hann segir: „En hvutti var
kartinn og keppinn í stríð, og
kötturinn ertinn og slægur.
Ég kannaðist við þetta heim-
an úr Hlíð, sem hjónaleik
annað hvort dægur“, skal lát
ið ósagt, en þátturinn var vel
leikinn af ungum og vinsæl-
um hjónum í hreppnum, og
leik þeirra var tekið með
miklum fögnuði og fyrir hon
um óspart klappað.
Hófst þá dansinn aftur af
engu minna fjöri en áður.
Var nú dansað um skeið. Þá
voru næst gamanvísur, er
bcndi í hreppnum hafði ort
út af síðasta fundi kvenfé- j
lagsins, þegar rætt var um
undirbúning samkomunnar.
Hann söng vísurnar sjálfur í
gervi jólasveins. Vísurnar
voru lipurt kveðnar og fyndn
ar. Þeim var vel tekið, jafnt
af félagskonum sem gestum, I
enda víst kveðnar að*beiðni
þeirra sjálfra til skemmtun-
ar.
Að þeim loknum var dans-
að til klukkan 6 um morgun-
inn. Kaffi var drukkið með
kökum um nóttina þegar
hver vildi í kaffistofu húss-
ins, sem er í kjallara undir
leiksviði þess. Nokkrir spiluðu
[ á spil, sem ekki tóku þátt í
dansinum.
Þegar skemmtuninni var
slitið var komið norðvestan
rok með snjókornu, reglulegt
rammíslenzkt þorraveður.
Var engu líkara en sá gamli
jötunn væri að senda sam-
komunni óhýrar kveðjur, þar
sem sín hefði að engu verið
getið á móti þessu, þar sem
hann hefði þó átt að eiga
daginn. Buldri hans var engu
sinnt. Fólkið bjóst til ferðar,
þótt kalt klappaði á vang-
ana. Forstöðukonan þakkaði
gestunum og cllum fyrir kom
una og séra Þorsteinn og
Þórður bóndi á Ölkeldu þökk-
uðu móttökurnar og skemmt
unina og óskuðu sveit og fé-
lagi þeirra allra heilla. Þá
bað forstöðukonan alla að
syngja einn sálm eins og sið
ur þeirra væri áður en skilið
væri. Um salinn hljómaði
sálmurinn „Ó, þá náð að eiga
Jesú“ og kvæði Eggerts: ís-
land ögrum skorið. Þar með
var þessari ánægjulegu næt-
urvöku lokið.
Síðan á tíð fyrstu ung-
mennafélaganna hafa ekki
verið hér haldnar betri sam-
komur en þessar skemmtan-
ir kvenfélagsins. Yfir þeim
ríkir háttbundin djörfung,
hátíðleiki og virðulegur hrein
leiki, þar sem allir skemmta
sér með menningarbrag. Séra
Þorsteinn í Scðulsholti sagði
eitt sinn við mig að loknu
einu þessu „hjónaballi" kven
félagsins: „Þess væri ósk-
andi, að allar skemmtanir fé-
laga og annarra færu fram
með jafnmiklum menningar-
brag, siðfágun og þroska eins
og þessar skemmtanir kven-
félagsins hérna gera“. Undir
þá ósk mættu margir taka,
því það er til fyrirmyndar
fyrir þá, sem til skemmtana
stofna. Menningarþroski ein-
staklinga og félaga lýsir sér
ekki hvað sízt í því, hvernig
og við hvað er skemmt sér,
þá skemmt sér er.
Kvenfélagið Lilja á miklar
þakkir skilið fyrir allt, sem
það hefir starfað í þágu
menningar, mannúðar og
framfaramála í sveit sinni nú
yfir 20 ár. Það er mikið starf,
aukastarf húsfreyjunnar og
móðurinnar utan síns heim-
ilis, einstaklingum og hrepps
félagi til góðs.
Öll þessi ár hefir félagið
starfað undir forustu Ingi-
bjargar húsfreyju Guð-
mundsdóttur á Miðhrauni,
sem er sú kona, er ég þekki
bezt rækja þetta æðsta boð-
orð kristinnar trúar:, Elska
skaltu drottinn guð þinn af
öllu hjarta . . . og náungann
eins og sjálfan þig.
Hafið þökk fyrir allt ykk-
ar starf.
Kærar þakkir fyrir síðasta
„hjónaball“, sem og öll hin.
Skýring orða.
(Framhald af 3. siðu.J
skemmstan dag ársins. Krist
in kirkja heldur hinu ytra
formi um tímann, en inni-
haldið verður allt annað, og
þó líklega innst inni svipað
táknamálinu gamla. Tákna-
mál jólanna er og verður
hinn eilífi fögnuður yfir sigri
ljóssins og lífsins, sem birt-
ist í hækkandi sól. og við
fæðingu hins heilaga barns, i
sem eitthvað i oss öllum þrá- 1
ir að krjúpa fyrir, eins og
Austurlandavitringar.
Njól, jól eða heilög nótt.
Njóti nú hver sem nemur.
R. Ó.
Útvarpsfræðsla . . .
(Framhald af 4. síðu.)
algera sérstöðu (að undan-
teknum sjómönnum), þá
treystir útvarpsráð sér ekki
til að sannfæra aðrar stéttir
um þetta.
Útvarpsráð telur sig verða
að líta svo á, að Búnaðarfélag
ið hafi ekki sýnt verulegan
áhuga á þvi að reyna til hlít-
ar í framkvæmd, hvaða tími
gæti bezt hentað bændastétt
inni, utan aðaldagskrártím-
ans, og er útvarpsráð enn
sem fyr reiðubúið til fyllstu
samvinnu um þetta mál.
Þetta hefir verið tjáð stjórn
Búnaðarfélagsins.“
Virðingarfyllst
Helgi Hjörvar
(sign)
Hér liggja þá fyrir nokkr-
ar staðr^yndir ótúlkaðar, um
viðskipti Búnaðarfélags ís-
lands við útvarpsráð.
Það skal vikið lítilsháttar að
Tímagrein formanns útvarps
ráðs: Hann bendir á, að út-
varpsfræðslunefnd Búnaðar
félags íslands hafi ekki skrif
að útvarpsráði um þetta mál
fyrr en löngu eftir að ákvarð
anir höfðu verið teknar um
vetrardagskrá útvarpsins.
Þetta er rétt, en engin af-
sökun fyrir útvarpsráð. Þó
nokkur mannaskipti hafi orð
ið í ráðinu, þá mætti því vera
fullkunnugt um óskir Búnað
arfélags íslands og bænda-
stéttarinnar í þessu efni. Og
ekki hefir útvarpsráð skipt
um skrifstofustjóra, en hon-
um voru óskir vorar all kunn
ar, þar sem einn úr nefnd-
inni (Ásgeir L. Jónsson) átti
mörg samtöl við hann um
þetta mál, frá því í fyrra vor
og fram á s. 1. haust, — flest
símleiðis, en sum þeirra þó
vottföst. Lofaði skrifstofu-
stjórinn að minna útvarpsráð
á óskir vorar, þó hann hins-
vegar teldi árangurinn vafa-
saman. En hann vildi fresta
því, að legeja málið fyrir út-
varpsráð, þar til endanleg
eudurskipan þess væri um
garð gengin hjá Alþingi, en
það dró málið á langinn.
Vér höfum ekki óskað eftir
,.bændaviku“ á s. 1. vetri, né
útvarpstima á þessu vori, þó
vér gerum ráð fyrir, að um
hefði samist.
Vér óskum eftir viðunandi
útvarpstíma yfir allt fræðslu
tímabilið. Á meðan hann ekki
fæst, þá mun núverandi
útvarpsfræðslunefnd Búnað-
arfélags íslands ekki semja
um flutning einstakra erinda.
Að sjálfsögðu hefir útvarps
ráð heimild til að semja um
erindaflutning við Pétur og
Pál um hverskonar þóknan-
leg efni. Svo er að sjá, að
það telji sig hafa ekki ein-
ungis fulla dómgrein um
hvaða sérfræðileg erindi
skuli flutt og af hverjum
heldur betri dómgreind en fag
félög, s. s. Búnaðarfélag ís-
lands.
Það hefir sem sé vakið
nokkra athygli útvarpshlust-
enda, að útvarpsráð hefir
öðru hverju á undanfcrnum
árum hleypt bæði fagmönn-
um og „fagmönnum“ að hljóð
nemanum með búfræðileg
efni, — stundum strangfræði
leg, — á hinum svo nefnda
dagskrártíma, sem Búnaðar-
félagi íslands er forboðinn
með fagleg erindi. Hafa sum
þessara erinda orðið útvarp-
inu og viðkomandi flytjend-
um til vafasams heiðurs.
(Hér er ekki átt við gesta-
komu bænda í útvarpið).
Oss virð.'st liggja nærri að
skilja framangreindar stað-
reyndir aðeins á einn veg:
Að útvarpsráð vilji fræðslu-
starfsemi Búnaðarfélags ís-
lands burt frá hljóðneman-
um, vilji sjálft velja menn
og efni í búnaðarþætti, ef
þeir annars verða ekki með
öllu látnir níður falla. Það er
mýkri aðferð til útrýmingar,
að einangra búnaðarþættina
á þann tíma, sem fáir búend-
ur geta hlustaö á útvarp,
heldur en að banna flutning
þeirra hreinlega.
Formaður útvarpsráðs
kvartar yfir því, að Búnaðar
félagið hafi ekki átt viðræð-
ur við sig um þetta mál og
að enginn ráðunautur hafi í
vetur boðið erindi til flutn-
ings. - Búnaðarfélagið hefir
óskað eftir nothæfum útvarps
tíma fyrir eitt erindi á viku.
því var neitaö af útvarpsráði.
Hinsvegar þarf útvarpsráð
ekki að gera ráð fyrir því að
ráðunautarnir taki fram hjá
Búnaðarfélaginu og gangi á
mála hjá útvarpinu.
Formaður útvarpsráð lætur
í það skína, að hann sé allur
af vilja gerður með að.greiða
götu búnaðarfræðslunnar í
útvarpinu, og skal það ekki
véfengt. Skrifstofustjóri út-
varpsins virðist heldur ekki
vera málefni þessu óvinveitt
ur. En vinsemd þessara mætu
manna virðist lítt njóta sín,
þar sem tillögur þeirra eru
virtar að vettugi hjá hinu
þjóðholla útvarpsráði. Eða
vinna þeir eitthvað á með
tímanum? Vér bíðum eftir
næstu vetrardagskrá.
Dáiiarmlnning.
(Framhald af 3. síðu.)
þjófsdal og þóttu hinir vösk-
ustu sjómenn, þó að Kristján
væri miklu kappsfyllri. Var
áþekkt um aflabrög þeirra,
enda sat hvorugur í landi er
bróðir hans var róinn og var
samvinna þeirra hin bezta.
Árið 19Í6 fluttist Jón til
Flateyrar og tók þar við verzl
un er þeir bræður áttu og
höfðu komið á fót. Þar var
heimili hans og atvinna jafn
an síðan. Hann var lengi póst
afgreiöslumaður ug um skeið
framarlega í sveitarmálum
en dró sig mjög í hlé frá því
er aldur færðist yfir hann.
Jón giftist 1916 Guðrúnu
Arinbjörnsdóttur frá Austur-
hlið í Biskupstungum og lifir
hún mann sinn. Þau eiga
fimm börn, sem öllu eru á
liii.
Jón Eyjólfsson var maður
hæglátur í fasi, rólegur og
reglusamur, en fastur fyrir.
Honum var allt oflæti fjarri
skapi og bar ekki utan á sér
tilfinningar sinar, en traust-
ur maður og vinfastur á
hverju sem valt. Honum mun
.hafa verið í blóð borin nokk
ur hneigð til makræðis, en svo
! entist honum manndómur og
skapstyrkur, að hann var
starfsmaður góður og vann
hvert verk vel og trúlega,
enda skapmaður, þó að hægt
færi, og vildi heldur fara sína
leið þegjandi en standa í deil
um. Lítt gerði hann sér far
um að blanda geði við ókunn
uga, en var frábær heimilis
faðir óg tryggðatröll.
Jón var maður gáfaður vel
og hafði yndi af bókum.Hann
hafði því allt sem þurfti til
að vera áhrifamaður í opinber
um málum og félagslífi, enda
var hann það meðan hann
fékkst til þess.
Mér finnst, að með Jóni Eyj
ólfssyni sé horfinn hreinn og
traustur dráttur úr svipmóti
fjarðarins okkar. Mætur Ön
firðingur er fallinn frá. En
minningin lifir og við treyst
um hinum ungu, sem upp
vaxa.
II. Kr.
Köld burð og hcit-
nr matnr
sendum út um allan bæ.
SlLD & FISKITR.
♦
Viöskiptamenn vorir
eru beðnir að athuga að framvegis verða sölubúðir
vorar opnar til kl. 7 á föstudögum, en lokaðar frá kl.
12 á hádegi á laugardögum.
Vinsamlegast sendið oss þær pantanir yðar á föstu-
dögum, sem þér viljið fá heimsendar fyrir helgi.
Auglýsingasími Tímans 81300
i