Tíminn - 09.05.1950, Page 4
4
TÍMINN, þriðjudaginn 9. maí 1950
100. blað
Læknismál Rangæinga
Fyrir nokkru birtist grein í
Morgunbaðinu sem fjallar
um læknisleysi ( sveitum
landsins, og er þar sérstak-
lega bent á Rangárþing í því
sambandi, enda er höfundur-
inn, Magnús Guðmundsson,
bóndi í Mykjunesi, Rangæ-
ingur.
En þar sem grein þessi er
á ýmsan hátt villandi og ekki
rétt skýrt frá staðreyndum,
og svo virðist, sem greinar-
höfundi hafi verið meira i
mun að ná til mín persónu-
lega en ræða hlutlaust um
málið, get ég ekki látið hjá
líða að svara henni nokkr-
um orðum.
Ég skal ekki fara ,út fyrir
þau takmörk, er greinin gef-
ur tilefni til, og ræða hin ein-
stcku atriði í þeirri röð, er
þau þar birtist.
Ég er sammála greinarhöf-
undi um það, að fólkinu í
sveitunum þurfi að fjölga en
ekki fækka eins og þróunin
hefir verið hin síðari ár, og
ber að vinna að því, að sveit-
irnar geti boðið íbúum sín-
um svipuð þægindi og kaup-
staðirnir hafa upp á að
bjóða. Við skulum vona, að
í framtíðinni sækist fólk eft-
ir að búa í sveit og uni sér
við þau störf, er sveitalífinu
fylgja.
Vel má vera, að sums stað-
ar þar sem það tekur marga
daga að ná til læknis og geti
stundum, ef til vill dögum
saman, verið ókleift vegna
illviðra og ófærðar, að þá flýi
fólkið sveitirnar af þeirri á-
stæðu. Á Suðurlandi er bessu
ekki til að dreifa. Þar eru
læknishéruðin yfirleitt greið
yfirferðar, þótt sum séu stór,
og hægt að ná til læknis á
skömmum tíma, enda er mér
ekki kunnugt um neina jörð
í Rangárþingi, sem í eyði hef
ir farið vegna erfiðleika á að
ná til læknis. Undanfarandi
ár hefir fólki í RangárvaDa-
sýslu fækkað mest í Austur-
Landeyjum og í Ásahreppi
(Vetleifsholtshverfi). Frá báð
um þessum stcðum er tiltölu-
lega stutt til læknis, og hrædd
ur er ég um, að eins hefði
farið með byggð á þessum
stöðum, þótt tveir læknar
hefðu verið í sýaiunni. Nei,
þessu er ekki þann veg farið;
til þess liggja allt aðrar á-
stæður. Magnús hyggst að
sanna mál sitt með því að
benda á Árnessýslu í þessu
sambandi og segja, að þar
séu læknarnir margiv, enda
hafi fólkinu fjölgað þar hin
síðari ár. Rétt er nú það, en
við skulum nú athuga þetta
svolítið nánar.
í Árnessýslu voru iæknis-
héruð lengi tvö, Eyrarbakka-
hérað og Grímsneshérað. Auk
héraöslæknis sat um alllangt
skeið praktiserandi læknir á
Eyrarbakka, og var svo allt
til ársins 1939. Þrátt fyrir
þetta fækkar fólkinu stöðugt
á Eyrarbakka, ekki vegna
þess, að þar eru tveir lækn-
ar, heldur þrátt fyrir það.
Fólkið safnast saman á öðr-
um stöðum í héraðinu, á Sel-
fossi í 15 km. fjarlægö frá
læknissetrinu, og Hvera-
gerði, um 30 km. frá Eyrar-
bakka. Það er ekki að forð-
ast lækninn, síður en svo.
Það eru aðrar ástæður, sem
því valda, að fólkinu fjclgar
svo á Selfossi og í Hveragerði,
Svar frá Ileljía
tíl Magnúsar
en fækkar á Eyrarbakka. Og
þegar svo er komið, að mörg
hundruð manna þorp hafa
myndast, þá kalla þau vitan-
lega til sín lækna. Þannig hef
ir þróunin verið i Árnessýslu
og eins mundi það verða í
Rangárvallasýslu, ef t. d.
fjölmennt þorp myndaðíst
umhverfis Mykjunes eða ann
arsstaðar í sýslunni.
Greinarhöfundur áfellist
sýslunefnd Rangárvailasýslu
og mig alveg sérstaklega fyrir
að hafa ekkert aðhafst í þá
átt að skipta héraðinu í tvö
læknisumdæmi. Hvað er nú
hreft í þessu? Á Alþingi árið
1938, á öðru þingi, sem ég
átti sæti á, bar ég fram eftir-
farandi tillögu til þingsálykt
unar:
„Neðri deild Alþingis álykt
ar að skora á ríkisstjórnina
íifí láta rannsaka í samráði
við landlækni möguleikana
fyrir stofnun nýs læknishér-
aðs fyrir næstu sveitir beggja
megin Þjórsár. Rannsókn
þessi sé framkvæmd fyrir
næsta reglulegt Alþingi".
í greinargerð fyrir tillög-
unni geri ég meðal annars
grein fyrir því, hvað þessar
sveitir séu illa settar sökum
fjarlægðar að ná til læknis.
Mér hafði borizt/ skömmu
áður en ég flutti tillöguna,
erindi undirritað af hrepps-
nefndum Ása-, Hoita- og
Djúpárhreppa um þetta efni,
þar sem þær fara þess á leit
við mig, að ég vinni að því
að nýtt læknishérað verði
stofnað með læknissetri að
Þjórsártúni. Einn hreppur,
Iiandmannahreppur, lýsti sig
strax andvígan skiptingunni,
og eins var mér kunnugt af
viðtali við ýmsa menn úr hin
um hreppunum, að þeir töldu
skiptinguna þarflausa. Mér
var því ijóst, að allmikill á-
greiningur var um málið
meðal þeirra manna, er það
skipti mestu. og vildi ég því,
að það yrði rannsakað til
hlítar áður en frumv. til laga
yrði lagt fram um þetta efni.
Þingsályktunartillagan var
samþykkt á Alþingi óbreytt,
en með viðauka um samskon
ar rannsókn í 2 öðrum hér-
uðum. Ég birti hér máli mínu
til scnnunar tvö erindi. ann-
að er bréf frá hreppsnefnd
Landmannahrepps til land-
liéknis, ritað af Eyjólíi Guð-
mundssyni í Hvammi, þáver
andi oddvita hreppsins.
Ég felli aðeins úr því smá-
kaf3a, er snerta mig persónu-
lego, einskonar umsögn hinna
fimm gagnmerku manna,
sem bréfið undirrita, um
störf mín í héraðinu undan-
farin ár, og tala þeir af nokk
urri reynslu, þar sem ég
hafði verið læknir þeirra í
15 ár, er bréfið er ritað.
Hér fer á eftir bréf hrepps-
nefndar Landmannahrepps:
„Þér hafið hr. landlæknir
með bréfi dags. 21. f. m. ósk-
að álits hreppsnefndarinnar
um möguleika á stofnun nýs
læknishéraðs með læknis-
setri fyrir næstu sveitir
beggja megin Þjórsár; legg-
ið þér fyrir nefndina níu
spurningar, sem þér óskið
svarað, viðvíkjandi þessu
máli. En í stað þess að svara
íónassyni lækni
í Mykjunesi.
hverri spurningu út af fyr-
ir sig, leyfir nefndin sér að
svara níundu spurningunni
sérstaklega, en sameiginlega
efni því, sem felst í hinum
átta. Er þess þá fyrst að geta,
að nefndin telur ekki ráðlegt
að minnka læknishérað Rang
árvallasýslu meira en þegar
hefir verið gert, þar eð af því
mund^leiða það, að um hér-
aðið sæktu ekki aðrir en þeir,
sem ekki ættu á góðu völ,
nema það væri bætt upp,
sem skerðingunni næmi, sem
tæplega er líklegt. Gæti af
þessu leitt mikinn skaða fyr-
ir sýslubúa, og það því til-
finnanlegar, sem um langa
tið hafa valizt hingað hinir
ágætustu menn og stendur
svo enn. Hins vegar er ekki
hægt að neita því, að læknis-
hérað Rangæinga er bæði víð
lent og strjálbyggt, svo af því
leiða að sjálfsögðu allmiklir
erfiðleikar, bæði fyrir lækn-
inn og þá, sem þurfa á hjálp
hans að halda. En við telj-
um, að úr þessu megi bæta
á margfalt ódýrari og hag-
kvæmari hátt en með stofn-
uri nýs læknishéraðs með
læknissetri, og það því fren;-
ur, sem samgöngubótum hér
innan sýslu er nú svo kom-
ið, að læknir getur ferðast í
bifreið inn í alla hreppa sýsl-
unnar og heim að fjclda heim
ila. Verður þess vonandi ekki
langt að bíða, að þetta nái
til allra heimila eða því sem
næst. Þar sem nú er svo á-
statt, sem hér er sagt, finnst
okkur það hagkvæm og góð
úrlausn þessa máls, að ríkis-
sjóður legði þessu víðlenda
og strjálbýggða læknishéraöi
til hentuga bifreið og bæri
kostnað af keyrslu hennar að
nokkru leyti á lengstu leið-
um, segjum fyrir þá vega-
lengd alla, til og frá, sem
næmi yfir 20 km. frá lækn-
issetri. Með þessu væri að
mjög miklu leyti bætt úr þeim
erfiðleikum og þeim tilfinn-
anlega aðstöðumun, sem al-
menningur hér á nú við að
búa, sem er mörgum tilfinn-
anlegur. Jafnvel þó sjálfur
læknirinn beri lítið eða ekk-
ert úr býtum. Þetta fyrir-
komulag kæmi að réttlátari
og hagkvæmari notum hér
heldur en tillag ríkissjóðs til
einstakra hreppa til læknis-
vitjana, enda félli sá styrk-
ur að sjálfsögðu niður eftir
þessu fyrir komulagi. Kæmist
þetta í. framkvæmd, mundi
það bæta mikið úr því á-
standi, sem nú er. Það er ekki
gott að læknirinn, eins og nú
stendur, skuli verða að eiga
það undir getu og greiðvikni
óviðkomandi manna, hvort
hann getur notað fljótustu
ferð, ' þó að líf manna liggi
við. Með þessu teljum við að
mestu leyti svarað aðalefni
1.—8. fyrirspurnar yðar.
Þá komum við að hinni
níundu spurningu og er svar
okkar við henni á 'þessa leið:
Undirskrift hreppsnefnd-
arinnar, undir áskorunar-
skjal, sem hingað berst á sín-
um tíma, viðvíkjandi búsetu
læknis að Þjórsártúni, átti
ekki og má ekki skiljast öðru
vísi en á þá leið, að hún hefði
(Framhald á 5. sídu)
í DAG VERÐA það tvö bréf.
Annað er frá Jóni Sigtryggssyni
og er um afgreiðsluhætti í þjóð-
leikhúsinu. Öllum mun vera bezt,
að það heyrist, sem menn hugsa
og segja í sambandi við þá merku
stofnun og tekur nú Jón til máls:
„í DAG, 4. þ. m. (fimmtudag)
kl. 13 var ég í fyrsta sinn stadd-
ur í fordyri hins tignarlega þjóð-
leikhúss til að kaupa aðgöngu-
miða á næstu laugardagssýningu
Nýársnæturinnar, en sala miðanna
átti að hefjast samkv. auglýsingu,
eftir 15 mín., eða kl. 13.15. í for-
dyrinu var nokkur biðröð, þegar
ég kom þar, sennil. um 30 manns
eða litlu meira.
Þegar afgreitt hafði verlð um
20 manns, voru aðgöngumiðarnir
uppseldir Auglýsingin í blaðinu
hafði þó verið alveg skilyrðislaus,
engar hömlur nefndar, meira að
segja auglýst, að aðgöngumiðar
yrðu seldir frá 13.15—20.00. Þegar
I hinn auglýsti sölutími hefst, er bú
ið að ráðstafa á sjötta hundrað
aðgöngumiðum af þeim 660, sem
húsið hefir ráð á. Þegar spurt var,
hverju þetta sætti, gaf afgreiðslu-
stúlkan þær skýringar. að þetta
væri „föst sýning“. Engin „föst sýn
ing“ var auglýst, og ef til vill skil
ég ekki, hvað átt er við með „fastri
sýningu“, skilst helzt, að ekki séT
frjáls sala á aðgöngumiðum, nema
þá að litlu leyti, en mestum hluta
þeirra sé ráðstafað fyrirfram. Sé
þetta rangt, væri gott að fá rétta
rkýringu á orðunum „föst sýning"
og á öðru því, sem ég kann að
hafa misskilið í þessu miðasölu-
máli. Sé þetta hins vegar rétt skil-
íð, er auglýsing Þjóðleikhússins í
dag mjög villandi, vægast sagt, þar
sem hún verður ekki skilin á ann-
an veg en að sala aðgöngumiða á
laugardagssýningu Nýársnæturinn
ar sé frjáls og opin almenningi,
án nokkurra hafta eða undandrátt
ar, enda sýndi aðsóknin að miða-
sölunni, á meðan ég dvaldi þar, að
fólk leit almennt svo á, því að
þangað var stöðugur straumur
fólks. Ég hygg því, að margur hafi
farið þangað ónýtisferð í dag.
MANNI VERÐur það fyrir að
spyrja sjálfan sig: Er hér að end-
urtaka sig hin alkunna og ill-
ræmda baktjaldasala á sýningar í
gamla Iðnó? Ég vona að svo sé
ekki. —
Allir, sem unna Þjóðleikhúsinu
og vilja veg þess sem mestan —
en það vilja allir íslendingar —,
óska þess, að samskipti Þjóðleik-
hússins og þjóðarinnar verði sem
hreinust og sem ánægjulegust fyr-
ir báða aðila, eins í smáu sem
stóru. Það hefir engu minni þýð-
ingu fyrir Þjóðleikhúsið sjálft en
fyrir viðskiptamenn þess.
Heill Þj óðleikhúsinu! “
SVO Á H. J. hérna bréf, um
málfar og málvenjur og fer vel á
því, að slíkt sé rætt í hverri bað-
stofu, og það ætla ég, að drjúgar
hafi orðið til málverndar og mál-
hreinsunar rökræður af því tagi í
baðstofum íslands. En hér er bréf-
ið frá H. J.:
„STARKAÐUR SÆLL!
Það gladdi mig sannarlega, er
þú fórst að vanda um málfar ná-
ungans á dögunum. Væri þörf, að
þú héldir því áfram. Blöðin og
útvarpið kenna mönnum mállýti
og halda lýtunum við.
Er þetta illa farið. Útvarpið er
töfratæki, og er sárt til þess að
vita, hvernig það misbýður sum-
um hlusténdum. Það þarf þol til
þess að'hlusta á plötuna glamra:
„Ólafur reið með bjurgum fram,“
heyra hljóðvillta snillinga tala og
syngja, snjóélin dynja og nœstuna
í algleymingi. Svo eru nú þeir, sem
alltaf eru á því, þeir eru á stofum,
á húsum, á borgUm og á sölum.
FORMAÐUR ÚTVARPSRÁÐS
bætti fyrir nokkrar smásyndir ann-
arra, þegar hann flutti ávarp
fyrsta sumardag í vor. Notaði hann
fleirtölu þriðju persónu fornafns
eins og menntum höfðingja
sómdi. Var hann sér þess meðvit-
andi, að hann ávarpaði alla lands-
menn“.
SVONA BRÉF, stutt og gagnorð
og málefnaleg, líka mér vel. Svona
skulum við ræðast við í baðstof-
unni, hvað sem um samkomulagið
verður.
Starkaöur gamli.
Eiginmaður minn og sonur okkar
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari
andaðist 6. þ. m.
Þóra Böðvarsdóttir
Jakobína Ásgeirsdóttir
Guðmundur Helgason.
Maðurinn minn
ÁGÚSTÍNUS DANÍELSSON,
Skinsholti, Eyrarbakka,
andaðist að lieimili sínu 6. maí. — Ingileif Eyjólfsdóttir
gFrestið ekki lengur, að gerast
j áskrifendur TÍMANS