Tíminn - 21.05.1950, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, sunnudaginn 21. maí 1950
110. blað
sfV
kafi til keiia J
í nótt:
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur
apóteki, sími 1760.
Næturakstur annast Hreyfill,
sími 6633.
ÚtvarpLð
C tvarpið i dag:
(Pastir liðir eins og venjulega.)
13.15 Skákkeppni í útvarpssal:
Baldur Möller skákmeistari íslands
-og Guðmundur Ágústsson tefla
hraðskák. Guðmundur Arnlaugsson
lýsir keppninni. 14.00 Messa í
Laugarneskirkju (séra Garðar
Svavarsson). 15.15 Miðdegistónleik
ar (plötur). 16.15 Útvarp til íslend-
inga erlendis: Fréttir. Erindi (Helgi
Hjörvar). 18.30 Barnatími (Hildur
Kalman): a) Upplestur: „Helsingj-
ar fljúga“, saga eftir Huldu (Her-
dís Þprvaldsdóttir leikkona les). b)
Leikrit: „Gilitrutt", o. fl. 19.30
Tónleikar: Valsar og mazúrka eft-
ir Chopin (plötur). 20.20 Einleikur
á píanó (Rögnvaldur Sigurjóns-
son): Sónata í D-dúr (K284) eftir
Mozart. 20.45 Erindi: Norræna sýn
ingin í Helsingfors og aðrar fréttir
úr utanför (Guðmundur Einars-
son frá Miðdal). 21.10 Tónleikar
(plötur). 21.15 Upplestur: „Vor-
harðindi“, saga eftir Jón Trausta
(Einar Pálsson leikari). 21.35 Tón-
leíkar: Symphonie Espagnole fyr-
ir fiðlu og hljómsveit eftir Lalo
(plötur). 22.05 Danslög (plötur).
í tvarpið á morgun:
20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór-
arinn Guðmundsson stjófnar): a)
Albýðulög, útsett af Emil Thor-
oddsen. b) „Die Schluchten des
Siirre" eftir Geo Lihat. c) Forleik-
ur að óperunni „Flotte Bursche“
eftir Franz von Suppé. 20.45 Um
daginn og veginn (frú Lára Sig-
uröjörnsdóttir). 21.05 Einsöngur:
Guðmunda Elíasdóttir syngur lög
eflir Friðrik Bjarnason (plötur).
21.20 Erindi: Nýjar kenningar i líf-
fræði (Óskar B. Bjarnason efna-
fræðingur). 21.45 Tónleikar (plöt-
uri. 21.50 Frá Hæstarétti (Hákon
Guðmundsson hæstaréttarritari).
22,10 Létt lög (plötur).
Hvar eru skipin?
Eimskip
Brúarfoss fer frá Reykjavík kl.
20 í kvöld til Vestmannaeyja, Hull
og Hamborgar. Dettifoss fór frá
Antwerpen 17. maí til Reykjavík-
ur. Fjallfoss fór frá Reykjavík I
gær til Akureyrar, Austfjarða og
útlanda. Goðafoss er í Reykjavik.
Gullfoss kom til'Reykjavíkur í gær
frá Leith. Lagarfoss er i Reykja-
vík. Selfoss fer frá Reykjavík í
dag vestur og norður. Tröllafoss
er i New York. Vatnajökull fór frá
Vestmannaeyjum í gær til New
York.
Rikisskíp.
Hekla er í Reykjavík og fer það-
an annað kvöld vestur um land til
ísafjarðar, en snýr þar við og kem
ur aðeins við á Patreksfirði í baka
leið. Esja er á Austfjörðum á norð-
urleið. Herðubreið er á Austfjörð-
um á suðurleið. Skjaldbreið er
væntanleg til Rvíkur i dag að vest-
an og norðan. Þyrill er norðan-
lands. Ármann fór frá Rvík í gær
til Vestmannaeyja.
S (.S. — Skipadeild.
Arnarfell er í Patras. Hvassa-
fell kom til Reygarfjarðar i nótt.
Úr ýmsum áttum
Minningarrit
um Pál Sigurðsson frá Bolunga-
vik, ritað af Jóhanni Bárðarsyni,
hefir verið gefið út af Bolvíkinga-
félaginu. Formála að ritinu skrif-
ar Jens E. Níelsson kennari. Rit-
inu er skipt i sex þætti, sem bera
nö'nin: Fresturinn, aukastörf, mað
urinn, æviferillinn og viðskilnað-
urinn.
Frá Heiðmörk.
S.l. föstudag fóru 60 nemendur
úr 1. bekk Gagnfræðaskólans við
Lindargötu að Heiðmörk og gróð-
ursettu 1500 furuplöntur.
Frá því um miðja s.l. viku hafa
verið gróðursettar rúml. 8000 furu-
plöntur í Heiðmörk. Sjálfboðaliðar i
úr sex félögum hafa gróðursett i
hina útmældu spildu hvers félags.
Félögin eru þessi: Félag bifreiða-
smiða, Starfsmannafélag Vélsmiðj-
unnar Héðins, Póstmannafélag ís-
lands, Dýrfirðingafélagið, Verk-
stjórafélag Reykjavíkur og Berkla-
Fimmtugur:
Guðmundur Gíslason
skólnsljóri.
Hinn góðkunni skólastjóri
Guðmundur Gíslason á
Reykjum í Hrútafirði á
fimmtugsafmæli á morgun.
Hann er fæddur að Ölfus-
vatni í Árnessýslu 22. maí
1900, sonur Gísla Þórðarson-
ar bónda þar og konu hans,
Guðlaugar Þorsteinsdóttur;
lifir hún enn háöldruð hjá
Sæmundi syni sinum í Hafn-
arfirði.
Fimm ára fluttist Guð-
mundur að Bygggarði á Sel-
tjarnarnesi og ólst þar upp
hjá hinum nafntogaða sjó-
Sóknara Ólafi Ingimundar-
syni. Þrettán ára fór hann að
stunda sjóróðra, sem títt var
um unglinga á þeim árum.
Barnakennslu stundaði Guð|
mundur eftir það og síðar,
jafnframt námi við Kenn-
araskólann, en þaðan útskrif
aðist hann 1924.
Um haustið fór hann til
Noregs og var við nám í
kennaraskólanum á Storð og
síðar í Askov 1 Danmcrku.
Eftir það stundaði hann nám
við Kennaraháskólann í
Kaupmannahöfn.
Frá 1929—1937 var Guð-
mundur kennari við Laugar-
vatnsskólann, en þá tók hann
við skólastjórn Reykjaskóla í
Hrútafirði, sem hann hefir
haft á hendi síðan.
Guðmundur er kvæntur
Hlíf Böðvarsdóttur frá Laug-
arvatni og eiga þau fjögur
mannvænleg börn.
Guðmundur skólastjóri er
vinsæll maður svo af ber,
enda hefir honum tekizt vel
með stjórn á stóru skólaheim
ili, auk þess að sjá um ný-
byggingar og framkvæmdir
árlega. Sumargistihús hefir
skólinn rekið á sumrin, sem
og hefir verið mjög vinsælt.
Það hefir margur gesturinn
átt ánægjulega stund hjá
Guðmundi og Hlíf á heimili
þeirra í Reykjaskóla, enda
munu margir nemendur,
gestir og vinir hugsa til
þeirra á þessum tímamótum.
H. P.
S. K.T.
Nýju og gömlu dansamir I Q. T.-
húsinu sunnudagskvöld kl. 9 —
Húsinu lokað kl. 10.30.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30.
-Jft
ornum vec^i -
Börnin og kvikmyndirnar
Stjórnskipuð nefnd hefir um
þriggja ára skeið unnið að því
að ^annsaka áhrif kvikmynda á
sálarlíf brezkra barna. Hefir
nefnd þessi nú birt niðurstöð-
urnar af rannsókn sinni. Þar
sem ætla má, að áhrif kvik-
mynda séu svipuð alls staðar í
heiminum. þar sem svipaðar
myndir eru sýndar, er ekki úr
vegi að skýra frá áliti þessarar
nefndar.
Nefnd þessi telur börn á aldr-
inum þriggja til sjö ára áhrifa-
gjörnust. Þessi börn vilja helzt
sjá myndir af dýrum. En ljótar
myndir þola þau ekki að sjá.
Þau eru til dæmis hrædd við úlf
Walt Disneys, því að þau gera
ekki greinarmun á leik og veru-
leika. Börn, sem fara oft í kvik-
myndahús og sjá slíka hluti,
bíða tjón á sálu sinni.
Skólaböm sækja mjög mynd-
ir, þar sem getur að líta alls
konar bardaga og jafnvel mann-
dráp. Þessar myndir gera born-
in grimm og ruddaleg. Þau
verða jafnvel blóðþyrst — morð
er hégómi, ef í hlut á aðili, sem
þau hafa andúð á. Vildu for-
eldrar aðéins hugsa um þessi
mái af skynsemd, segja hinir
ensku sérfræðingar, myndu þau
aldrei leyfa börnum sínum að
sjá slíkar myndir. — Slíkar
myndir eru þeim mun hörmu-
legri dægradvöl börnum, sem
vekja má áhuga þeirra og miðla
þeim í senn skemmtun og
menntun með myndum af ger-
ólíku tagi. En það er hörgull á
þeim, svo að sökin er ekki síður
kvikmyndaframleiðendanna en
kvikmyndahúsaeigenda.
Fram eftir aldri leiðist bömum
að horfa á kossa og ástaratlot.
En þegar þau eru orðin 13—14
ára vaknar áhugi þeirra á slíku.
En þá hættir þeim við að sökkva
sér niður í allt of óraunhæfa
rómantík. Enn afvegaleiða kvik-
myndirnar þau og gera þau að
allt of auðunni bráð í hættum
lífsins. Sérfræðingarnir telja,
að gefa eigi börnunum sanna og
rétta hugmynd um lífið og lög-
mál þess.
Á hinn bóginn gerir þessi
nefnd ekki eins mikið úr því og
ýmsir aðrir, að kvikmyndirnar
eigi beina sök á þeirri bylgju
glæpahneigðar, sem gætir meðal
æskulýðsins víða um lönd. En
eigi að síður séu kvikmyndirnar,
er bömin eru látin horfa á,
mjög alvarlegt og hættulegt
fyrirbæri, og sé þar þörf mikill-
ar stefnubreytingar. J. H.
KVEÐJUSAMSÆTI
Þann 4. júní n. k. verður séra Halldóri Jónssyni á
Reynivöllum í Kjós, haldið kvejusamsæti að Félags-
garði, sem hefst kl. 9. e. h.
Núverandi og fyrrverandi sóknarbörn séra Halldórs
er óska að taka þátt í samsætinu tilkynni þátttöku
til sóknarnefnda Reynivalla og Saurbæjar og í Reykja
vík hjá Þorkeli og Hákoni Þorkelssyni Grettisgötu 31
sími 3746 og vitji aðgöngumiða fyrir 28. þ. m.
Sóknarnefndirnar
Menníngartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna:
YNDSYNING
Að því tilefni að liðin eru áttatíu ár frá fæðingu
V. I. Lenins er sýning á myndum úr lifi hans og starfi
eftir myndlistarmenn í Ráðstjórnarríkjunum í Sýn-
ingarsal Ásmundar Sveinssonar, Freyjugötu 41, opin
daglega kl. 2—10 e. h.
Ennfremur verður kl. 5 og 9 sýnd kvikmynd af at-
burðum úr ævi Lenins.
Stjórn MÍR.
viiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiniiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiivii*
Vatnsaflstöö
Mótorrafstöö
Tilboð óskast í Westinghouse rafal 112 kva. þriggja
fasa 220 volt. Rafallinn er ástengdur Cummings-Diesel
mótor 200 hk. Ennfremur óskast tilboð i 50 kva. rafal,
þriggja fasa 220 volta með ástengdri vatnstúrbínu.. —
Upplýsingar gefur Adolf Björnsson rafveitustjóri
næstu daga í síma 7141.
Rafveita Sauðárkróks
iiiitiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiimtrtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmMi
KARLMANNAFÖT
Höfum nú gott úrval af sumarfötum og hversdags
fötum úr íslenzkum efnum. Verð kr. 585.00. Skömmtun
aðeins 75 krónur í vefnaðarvörueiningum. Tíu mis-
munandi stærðir. Mörg snið. Lögum fötin, ef með þarf.
Höfum einnig kvendragtir (ferðadragtir),. frakka
og stakar buxur. — Allt úr íslerizkum efnum.
Elltíma.
Bergstaðastræti 28. — Sími 6465.
axi
- Oslo
Flugferð verður til Osló laugardaginn 3. júní. Nánari
uppl. í skrifstofu vorri Lækjargötu 4, sími 6600 og 6608.
GERIST ASKRIFENDUR AÐ
TIMANUM. - ASKRIFTASUMI 2323.