Tíminn - 28.06.1950, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, miðvikudaginn 28. júní 1950.
—
138 blað
Jjtá hafi til heiia
1 nótt.
Næturlæknir er í lækna-
varðstofunni, sími 5030.
Næturvörður er i Lyfjabúð-
inna Iðunn, sími 7911
Hvar eru skipin?
Sambandsskip.
Arnarfell kom til Sölves-
bcrgar í gær. Hvassafell kom
tii Reyðarfjarðar í morgun.
Rikisskip.
Hekla er í Glasgow og fer
þaðan annað kv*id áleiðis til
Reykjavíkiir. Esja fer frá
Reykjavík í kvöld austur um
iand til Siglufjarðar. Herðu-
breið fer frá Reykjavík í
kvcld til Breiðafjarðar og
Vestfjarða. Skjaldbreið fór
frá Akureyri í gær vestur um
land til Reykjavíkur. Þyrili
er í Reykjavík. Ármann átti
að fara frá Reykjavík í gær-
k-völd til Vestmannaeyja.
Eimskip.
Brúarfoss fór frá Hull í gær
til Reykjavíkur. Dettifoss er
á Siglufirði. Fjallfoss fór frá
Reykjavík 25. júní til Svíþjóð
ar. Goðafoss fór frá Leith 25.
júni til Reykjavíkur. Gullfoss
fór frá Leith 26. júní til
Reykjavíkur. Lagarfoss er á
Vestfjörðum. Selfoss er vænt
anlegur til Seyðisfjarðar í dag
frá Halmstad. Tröllafoss er
í New York. Vatnajökull er í
Reykjavik.
Flugferbir
Á bæjarráðsfundi
s.l. föstudag gerðist þetta
m. a.:
Lögð fram tilkynning um
ályktun áfengisvarnarnefnd-
ar kvenna í Reykjavík og
Hafnarfirði, þess efnis, að
bannað verði að selja börn-
um innan 14 ára aldurs gos-
drykki og sígarettur.
Bæjarráð samþykkti til-
lcgu lögreglustjóra í bréfi,
dags. 20. þ. m., um að ákveð-
inn verði einstefnuakstur um
Traðarkotssund, frá suðri til
norðurs og um Haðarstíg, frá
norðri til suðurs. Ennfremur
að bifreiðastöður verði bann
aðar á þessum götum.
Lögreglustjóri og umferða-
nefnd leggja til að ákveðinn
verði einstefnuakstur um
Norðvírstíg, frá Vesturgötu að
Tryggvagötu.
Bæjarráð felur bæjarverk-
fræðingi þessar framkvæmd-
ir um gatnagerð. eftir því sem
efni leyfir og fé verður fyrir
hendi:
Holtavegur, holræsi. Hring
braut frá Njarðargötu austur
fyrir Liljugötu. Hverfisgata
(Lækjarg.—Klapp.), hellu-
lögn. Ingólfsstræti (Hverfisg.
—Lindarg.) hellulcgn. Kola-
sund. Laugavegur (Barónst.
—Snorrabr.), hellulögn. Rauð
arárlækur, útrás. Lækjargata
(Bank.—Hverfisg.).
Htkreitit TitnahH
/tuglýAit í TírnaHUHi
Kórca
(Framhald af 1. síðu.)
Aðalstöðvar hersins hafa þó
verið fluttar til borgar sunn-
ar í landinu. í fyrrakvöld var
stjórnin að búast til brott-
j ferðar, en þá hófst sókn Suð-
ur-Kóreumanna og hætti hiin
þá við förina.
Þing Suður-Kóreu hefir
skorað á allar frjálsar þjóð-
ir að veita Kóreu hernaðar-
hjálp til' að hrinda árásinni
og verja frelsi sitt.
t jjfl
i Þungar sprengjuflugvélar
! til Malaja.
! Stjórn Ástralíu hefir ákveð
ið að senda aukinn herstyrk
til Malaja og í gær fóru
nokkrar þungar sprengjuflug
vélar frá Ástralíu til Malaja.
Alvarlegt ástand.
! Á þingum flestra landa í
j Vestur-Evrópu lásu forsætjs-
ráðherrar upp yfirlýsingu
Trumans í gær. Halvard
Lange, utanríkisráðherra Nor
J egs lét svo ummælt í norska
! þinginu í gær, að atburðir
; þeir, sem nú væru að gerast
í Kóreu væru alvarlegri og
iskyggilegri en állt annað,
sem gerzt hefði síðan styrj-
öldinni lauk. Þótt þeir væru
fjarlægir Norðurlöndum, færi
ekki hjá þvi, að þeir mundu
hafa margvíslegar illar afleð
ingar fyrir þau og trufla það
samstarf og fyrirætlanir, sem
þegar hefðu verið gerðar.
Loftleiðir.
í gær var flogið til Akur-
eyrar, Vestmannaeyja, ísa-
fjarðar, Flateyrar, Þingeyrar,
Bíldudals og Patreksfjarðar.
í dag er áætlað að fljúga
til Vestmannaeyja kl. 13,30.
til Akureyrar kl. 15,30. Auk
þess til ísafjarðar og Siglu-
fjarðar.
Á morgun er áætlað að
fljúga til Vestmannaeyja, Ak
ureyrar, ísafjarðar og Pat-1
reksfjarðar.
Geysir fór í gærmorgun kl.
9,00 til Gautaborgar og Kaup
mannahafnar með 30 far-
þega. Vélin er væntanleg aft
ur til Reykjavíkur kl. 16,00
í dag. Meðal farþega er danski
K.F.U.M. knattspyrnuflokk-,
urinn.
Úr ýmsurn áttum
Á hátíðarmóti,
sem haldið var í Mountain
i Norður-Dakóta, föstudaginn
16. júní, flutti dr. Richard
Beck vararæðismaður íslands
kveðju íslenzku ríkisstjórnar
innar. Var honum falið að
flytja rikisstjórninni og ís-
]enzku þjóðinni kveðjur og
heillaóskir íslendinga í Norð
ur-Dakóta og annarra gesta
á hátíðinni, m. a. frá síra
Philip M. Péturssyni frá
Winnipeg, forseta Þjóðræknjs
félagsins, en hann flutti einn
ig ávarp á hátíðinni.
Reykjavik, 27. júní 1950
Utanríkisráðuneytið.
-Jf
örnum vec^i -
Sjórinn og tómstundirnar
Það er svo í okkar þjóðfé-
lagi, að helgidagar eru marg-
ir, og mikill fjöldi fólks nýt-
ur ríflegra tómstunda um
hverja helgi að sumarlagi. En
til þess að þessar tómstundir
verði til blessunar, þarf að
nota þær réttilega. Margir
verja þeim líka til marghátt-
aðra starfa, útivistar, ferða-
laga og fjallgöngu. Þeim er
slíkt iðka, er sannarlega
borgið.
En svo eru aðrir, sem meira
þarf að leggja upp i hend-
urnar á. Og snúum okkur að
höfuðborginni okkar. Eins og
við öll vitum eru megin-
skemmtiatriði fólks hér að
fara í kvikmyndahús eða í
kaffihús eða á dansleiki. Þvi
miður er meginþorri þeirra
kvikmynda, sem hér eru sýnd
ar lítt menntandi. og margar
þeirra eru þess eðlis, að þær
eru beinlínis forheimskandi
og afmenntandi. Dansleikir
eru góðir í hófi, en kaffihúsa-
lifið heldur innantómt og öm-
urlegt. Hér þarf meiri til-
breytni og betri aðstcðu til
þess að nota tómstundir á
skynsamlegan og þroskandi
hátt.
Þegar það hefir borið við,
að fólki hefir verið gefinn
kostur á að sigla hérna um
sundin og -skoða umhverfi
Reykjavíkur af sjó, hefir eft-
irsókn verið gífurleg. Aðstaða
til slikra ferða væri ofurlítið
spor í rétta átt. Það er vekj-
andi, að kynnast átthögum
sínum, og það getur orðið upp
haf ýmsra nytsamlegra hluta.
En svo er annað: Hvers
vegna er fólki ekki gefinn
kostur á sjóferð út á Svið,
eða hvar nú fiskimiðin eru,
svo að menn geti legið þar á
skaki í fáeina klukutima, þeg
ar fiskigöngur eru. Eg er viss
um, að slíkar ferðir eru vin-
sælar, ef þeirra væri kostur.
Marga myndi fýsa að fara
slíka veiðiferð. Það myndi
áreiðanlega ekki skorta þátt- {
takendur, ef ferðir væru vel
auglýstar, og sæmilega greitt
fyrir fólki að njóta þeirra. |
Sú var tíð, að flestir með
þessari þjóð höfðu einhvern-
tíma dregið fisk á færi. Það
mættu fleiri njóta hressandi
sjávargolunnar og reyna og
æfa fiskni sína úti í miðun-
um en nú er títt. Vill ekki
einhver aðili gangast í því,
að slíkar veiðiferðir verði
teknar upp og almenningi
gefinn kostur á þátttöku?
J. H.
L m
r
9
Allir út á völl!
Spennandi
keppni!
K.F.U.M. Boldklub - - Valur
keppa í kvöld kl. 8,30 stundvíslega.
Komið og sjáið skemmtilegan leik.
ALVARLEG ÁMINNING
Þeir kaupendur, er enn skulda síðasta ár-
gang eru mjög alvarlega áminntir um að
greiða þegar blaðgjaldið.
FRAMVEGIS VERÐUR BLAÐIÐ EKKI SENT
TIL SKULDUGRA KAUPENDA.
INNHEIMTA TÍMANS
!
Hafnfirðingar!
ÚTSVARSSKRÁ
1950
Skrá yfir niðurjöfmm útsvara í Hafnarfjarðarkaup-
tað fyrir árið 1950, liggur frammi almenningi til sýn-
is á Vinnumiðlunarskrifstofu Hafnarfjarðar, Vestur-
götu 6, frá föstudegi 30. júní til fimmtudagsins 13. júlí
n. k., kl. 10—12 og 16—19, nema á laugardögum þá að-
eins kl. 10—12.
Kærufrestur er til föstudagskvölds 14. júlí kl. 24,
og skulu kærur yfir útsvörum sendar bæjarstjóra fyrir
þann tíma.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, 27. júní 1950,
Helgi Hannesson.
Munið gjalddagann l.júlí!
Blaðgjöld utan Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar eru sem hér segir: Mjólkursvæði
Reykjavíkur og á Akureyri kr. 115.00 ár-
gangurinn. — Annars staðar á landinu kr.
90.00— árgangurinn.
INNHEIMTA TÍMANS
Frestið ekki lengur, að gerast
áskrifendur TÍMANS