Tíminn - 30.06.1950, Page 5
140. blað
TÍMINN, föstudaginn 30. júní 1950.
5
Föstud. 30. jtífit
MINNINGARORÐ:
Guðmundur Árnason
Guðmundur Árnason, hreppstjóri í Múla,
Dáinn 20. júní 1950.
£n nicnioi'iain
Hið frjálsa orð
Oft er talað um lýðræði og
traust þjóðarinnar á því og
hollustu við það. Eitt af ein-
kennum lýðræðisins er hið
frjálsa orð - hin frjálsa gagn-
rýni. Það er réttur manna til
að segja sitt álit, hvort sem
valdhöfunum líkar betur eða
ver.
Blöðin eiga að vera vett-
vangur hins frjálsa orðs. Þar
eiga menn að bera fram skoð-
anir sínar og rökstyðja þær.
Þar eiga iesendurnir að fá
málin flutt frá ýmsum hliðum
og sjá öll þau rök, sem máli
skipta.
íslenzku dagblöðin eru raun
verulega öll flokksblöð. Þau
eru því að vissu leyti fyrst og
íremst t*il þess að túlka mál-
stað stjórnmálaflokkanna.
En það eru fæst þeirra
mála, sem almenning varða
hrein flokksmál. Það verða
alltaf heildarstefnur í höfuð-
málum, sem ráða heilbrigðri
flokkaskiptingu, en innan
þeirra takmarka er þó lengst-
um um að ræða mismunandi
viðhorf.
Tíminn vill ekki að fámenn
ur lokaður hringur ráði því
einn hvað sagt er í blöðum.
Ritstjórn Tímans heldur sig
gera lýðræðinu mest gagn
með því, að leyfa sem flestum
skoðunum og viðhorfum að
koma fram. Þess vegna vill
ritstjórn blaðsins gjarnan
lofa þeim, sem öðru vísi líta
á málin að túlka sin viðhorf
eftir því, sem við verður kom-
Íð.
Því miður á sér stað, að les-
endur vilji gera blöðin sjálf
ábyrg fyrir öllu því, sem þau
birta. Yrði slíkt algengt leiddi
það til þess, að enginn rit-
stjóri gæti leyft mönnum að
segja í blaði nokkuð það, sem
bryti í bág við skoðanir hans
sjálfs, og væri þá svigrúmið
orðið harla litið. Fáir munú
telja slíka þróun æskilega
þegar þeir hugsa sig um.
Vitanlega eru takmörk fyr-
ir þvi, hvað hægt er að eyða
miklu rúmi og mörgum orð-
um um ákveðin efni. Það eru
iíka vissar lágmarkskröfur,
sem alltaf verður að gera til
þess, sem á prent á að fara.
Siíkt verður alltaf undir álit-
um komið og skiptar skoðanir
um það hvernig framkvæmt
er. En hollast og réttast er að
blöðin séu frjálslynd í þess-
um efnum.
Það er góð regla að vilja
heyra málin fllutt meira en
frá einni hlið, og það er alltaf
veila að amast við málflutn-
ingi þeirra, sem önnur sjón-
armið hafa. Hitt er svo vitan-
lega augljóst mál, að ekkert
blað getur varið nema tak-
mörkuðu rúmi undir málflutn
ing, sem gengur á móti aðal-
stefnu þess, enda oftast ein-
hver annar til að flytja slíkt.
Stundum gætir þess, að
blöðin séu lituð í fréttaflutn-
ingi, þannig að þau miða
fréttaþjónustuna við áróðurs
gildi. Tíminn telur sér sam-
boðnast að segja fréttir sem
réttast, og í því liggur engin
samúð eða afstaða frá hans
hálfu, þó að hann segi, að
gerðar hafi verið ályktanir,
sem hann er á móti. Menn
hreppstjóri í Múla,
„Mínir vinir fara fjöld.“
Bólu-Hjálmar.
Skammt er síðan ég reit
nokkur orð um Guðmund í
Múla í tilefni sextíu og fimm
ára afmælis hans og nú síð-
ast sjötugsafmælis hans 3.
júní í fyrra. Nú er það dauð-
inn, sem knýr mig til að biðja
Tímann um rúm fyrir nokkur
minningarorð. Má vænta þess
að hér eftir verði Guðmundur
ekki tilefni til þrengsla í dálk-
um Tímans.
Guðmundur fæddist í
Gamla-Skarði í Landsveit 3.
júní 1879.Faðir hans ÁrniKol
lín, sonur Jóns ríka í Skarði
var mætur maður á sinni tíð,
dó á bezta aldri og mörgum
harmdauði 1896. Hann bjó í
Látalæti. Heitir nú Múli. Guð
mundur gekk í Flensborgar-
skólann og lauk þar prófi við
bezta orðstír. íslenzk tunga og
stærðfræði voru hugðarefni
hans. Eigi hugði ' hann á
lengra nám. Hvarf hann heim
í sveit sina, stundaði kennslu
skamma hríð, en var annars
vinnumaður, m. a. hjá Guðna
ríka í Skarði, föðurbróður sín
um. Árið 1905 hóf hann bú-
skap í Vatnagarði og bjó með
bústýru. Árið 1907 kvæntist
hann Bjarnrúnu Jónsdóttur
frá Björgum í Köldukinn, sem
þá var rjómabústýra I Land-
sveit. Þau fluttust að Látalæti
árið 1912 og nefndu þann bæ
Múla og bjuggu þar jafnan
síðan við mikla heill og mynd
arbrag. Eitt barn áttu þau, er
dó, en 6 fósturbörn tóku þau
og ólu upp að mestu leyti. Ár-
ið 1912 varð Guðmundur
hreppstjóri Landmanna og
var það jafnan síðan. Um líkt
leyti varð hann hreppsnefnd-
armaður og rækti þessi störf
til dauðadags. Guðmundur
var sem kjörinn til forystu-
starfa sakir trúmennsku og
skyldurækni. Hann var mað-
ur prýðilega ritfær og smekk-
vís á móðurmál sitt, hafði
mjög góða rithönd og var
hinn mesti snyrtibragur á öll
um skýrslum hans og skrif-
um. Þeir voru löngum sam-
hentir í sveitarstjórn: Guð-
mundur í Múla, Eyjólfur í
Hvammi („Landshöfðingi")
og sr. Ófeigur í Fellsmúla.
Nefni ég þá hina þrjá stóru,
ekki til að gera lítið úr öðrum
sveitungum þeirra, sem voru
og eru margir drengir góðir,
heldur til að tákna forustu
þeirra.
Stjórn þeirra á fjármálum
hreppsins var ætíð varfærin.
Lífsskóli þessara manna 1
eiga heimtingu á að fá að
frétta undandráttarlaust um
ályktanir almennra funda.
Þetta allt ætti að vera fiyrir
fram ljóst flestum íslenzkum
borgurum. Þó er ástæða til að
fara um þessi efni nokkrum
orðum, því að átökin um hið
frjálsa orð eru raunveruleg í
dag. Þróunin getur ráðizt á
þann veg, að blöðin hætti að
verða umræðuvettvangur mis
munandi sjónarmiða innan
flokka. Tíminn vill fyrir sitt
leyti sporna gegn þeirri þró-
un, hollur lýðræðinu og hinu
frjálsa orði þess.
Landmannahreppi
æsku kenndi þeim forsjálni
og trúmennsku í meðferð fjár
muna, einkum sem umboðs-
mönnum sveitunga sinna, er
sumir voru fátækir. Guð-
mundur í Múla taldi sig og
alla tíð íhaldssaman að eðlis-
fari.
Ef áhrifa slíkra manna, sem
Guðmundar hefði gætt meira
í stjórn larrdsins og fjármál-
um undanfarið, væri naum-
ast vöruþurrð og búsvelta á
íslenzka bænum, eins og nú
horfir. Guðmundur var bú-
höldur ágætur og trúði á hey
in eins og Ófeigur gamli í
Fjalli á sinni tið. Ekki þurfti
lengi að svipast um er komið
var heim að Múla til að sjá
smekkvísi og snyrtimennsku
hjónanna þar, úti sem inni.
Fagur trjágarður blasir við
auga ferðamannsins í brekk-
unni fyrir ofian bæinn, þar
sem forðum var leikvöllur
Guðmundar og bræðra hans.
Þau Guðmundur og Bjarn-
rún, kona hans, héldu langa
hríð uppi hróðri sveitarinnar
með híbýlaprýði og myndar-
skap, en fjölmarga bar að
garði þeirra, æðri sem lægri.
Margir langferðamenn gistu
í Múla og Galtalæk og fengu
góða hugmynd um menningu
sveitarinnar frá þessum bæj-
um.
Guðmundur var mjög lengi
í sóknarnefnd Skarðskirkju og
forsöngvari og aldrei brást
skyldurækni hans né hollusta
í kirkjustarfifiu.
Gáfu þau hjón kirkjunni
fagra altaristöflu. Ennfrem-
ur átti Guðm. ásamt bræðr-
um sínum, frumkvæði að
stofnun minningarsjóðs
Skarðskirkju og gaf drjúga
fjárhæð. Loks stofnaði Guðm.
og kona hans Endurbygging-
arsjóð Skarðskirkju með kr.
10.000.00 og er stofndagurinn
á sjötugsafmæli hans 3. júní
1949. Fyrir nokkrum árum
lögðu sömu hjón fram 400 kr.
er skiptust milli Landmanna
hrepps og æskusveitar Bjarn
rúnar og skyldi varið til að
styðja fræðimenn framtiðar-
innar í byggðum þessum.
Utan sveitar sinnar starf-
aði Guðmundur allmikið.
Hann var um skeið i mæði-
veikinefnd, vann að jarða-
mati í Rangárþingi, oft kvadd
ur til mats og jarðaskipta.
Síðustu árin var hann og
sýslunefndarmaður.
(Framhald á 7. slðic.j
í æsku minni varztu á vegi mínum
og valdir þér hinn sama fræðastig.
Og það var dýpt og ylur í augum þínum
og einhver draumabjarmi í kringum þig.
Ég veit, að ég átti einhvern þátt í draumnum.
Við eðlisboði hlýddum. — Þar við sat.
Við kunnum ekki að ganga upp í glaumnum. -
Við gátum ei heldur lifað fyrir mat!
*
Og margt var rætt um lífsins leyndardóma,
en listin var þér og til himins brú,
og fögur orð og fagra liti og hljóma
með feginleika barnsins dáðir þú.
En lífsins rök þú skoða og skilja reyndir.
og skyggndist um í kofa jafn sem höll,
að spekimálum spurnaraugum beindir
og spor þín lágu bæði um dali og fjöll.
Því lífið sjálft, það var þitt viðfangsefni.
Þú vissir margt af eigin sjón og raun,
og þegar aðrir hvildu í höfgum svefni,
þú hirtir glaður vökumannsins laun.
í þessum heimi af ýmsu veg og vanda
vþig vissi ég hafa, en samt ei marga fann,
er sameinuðu betur efni og anda
eða elskuðu meira og þráðu sannleikann.
Þú unnir fróðleik, ýmsum lærdómsgreinum,
og eftir mörgu sál þín vökul tók,
en kaus sér vizku, er vex í hjartans leynum
og verður ekki lærð af neinni bók.
Því varstu hvergi bókstafsfjötrum bundinn. -
Þér brann á vör mörg spurn, er fékk ei svar.
Nú opnaðist hliðið inn í þagnarluiadinn
og eflaust birtist margt, sem hulið var.
Og því ber oss að fagna frelsi þínu
og fylgja þér í anda á himinleið.
Og því skal ekki í þessu ljóði mínu
neitt þylja, er kyndi einhvern myrkan seið.
En þó er eins og auðn í sálu minni
og yfir svífi trega blandið lag.
En hugljúft verður að hefja að nýju kynni
og hittast aftur — næsta ævidag.
Vort líf er hverfult, líkt og öldur sjóa,
en Landsveit geymir heillasporin þín,
á meðan í kringum Skarðsfjall grösin gróa
og gamla Hekla í austri fögur skín.
'É
liail
*
*j
-
|
il
m
■ t, 1
" H
Gretar Fells. J
Gnðmundur Árnason I Míila
Oss vitnast enn, hve völt er lífsins gnoð,
þótt vonir fagrar sigli óskabyr,
og lífsins armur lyfti þandri voð
og langt í framtíð brenni vonahyr.
Vor fósturjörð er föl og hljóð um stund,
því fyrir skemmstu missti hún soninn þann
er hóf til vegs, sitt hof, og sveit, og pund,
og hafði að geyma einn hinn bezta mann.
Úr smárri þúst þú byggðir fríðan bæ,
með bjarkaskraut og fegurð allt í kring,
þannig gafst þú framtíðinni fræ,
og fyrirmynd um Land, og Rangárþing.
Úr fleytingsjörð þú gerðir frægan garð,
því garpur varstu, bæði í hug og raun.
í grýttri jörð þú hreyfðir herfi og arð,
í héraðsljóma bárust sigurlaun.
>
v
4
HÍWI
' {
(Framhald á 7. síðu.)