Tíminn - 01.07.1950, Qupperneq 1

Tíminn - 01.07.1950, Qupperneq 1
Ritstjóri: | Þórarinn Þórarinsson 1 Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn i iianiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit | Skrifstofur t Edduhúsinu § Fréttasímar: S1302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda íiiiiiiiimiiiiiimiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiitiiiiii 34. árg. Reykjavík, laugardaginn 1. júlí 1950 141. blað Samvinnufélög Norðurlanda í stöðugum og öruggum vexti „Vöxtnr sanivinnustefiiunnar byggist á þekkingn fólksins á starfscmi samvinnu- félaganna. Styrkur stefnunnar er hiö sanna lýðræði «g' frjálst val þjóðanna á verzluiiarháttifm** seg'ir forstjóri (K. F.) sanihands sænsku sainviniiufélaganna Alhin Joiiansson Fyrsta aðalfundi „Nordisk Andelsforbund“ á íslandi er nýlokið, en Samband íslenzkra samvinnufélaga gerðist með- limur þess árið 1949. Á fundinum sátu eftirtaldir stjórnar- meðlimir: Albin Jóhansson, formaður, aðalforstjóri K.F. í Svíþjóð, Frcdrik Nielsen, forstjóri Nordisk Andelsforbund og aðalforstjóri F.D.B. í Danmörku, P. A. Viding, aðalfor- stjóri S.O.K. í Finnlandi Sverre Nielssen, aðalforstjóri N.K.L. í Noregi, Julius Alanen, aðalforstjóri O.T.K. í Finnlandi og Vilhjálmur Þór, aðalforstjóri S.Í.S. á íslandi. \ Albin Johansson, formaður Nordisk Andelsforbund og að- alforstjóri K.F. I Svíþjóð. Sátu stjórnarmeðlimirnir, að undanteknum J. Alanen og S. Nielssen fund með blaða- mönnum í gær. Albin Johns- son sagði í fáum dráttum frá starfsemi samvinnufélaganna í Svíþjóð. Gat hann þess að starfsemi þeirra hefði auk- ist og væru nú um ein og hálf milljón heimila innan vé- banda samvinnufélaganna þar. Sala framleiðsluvara fé- laganna nam 800 þúsund krónum (sænskum) en sala allra félaganna bæði af fram leiðsluvöru og vöru til neyt- enda nam alls einum og hálf- um miljarð króna. Lýðræðisgrundvöllur. Jóhansson gat þess, að sam vinnufélögin sænsku fylgdu ekki neinum sérstökum stjórnmálaflokki að málum og væru meðlimir félaganna í liinum ýmsu flokkum. Lagði hann áherzlu á nauðsyn frjálsrar verzlunar og afnám toilmúra og sagði að án frjálsrar verzlunar gætum við ekki notið hinna góðu lífs Alhirti tún sitt um síðnstu helgi Frá fréttaritara Timans í Vik í Mýrdal. Um síðustu helgi lauk fyrsti bóndinn í Mýrdal við að slá tún og hirða töðu sína. Það var Sigursveinn Sveins- son á Fossí. Flest allir hér um slóðir, eru byrjaðir að slá, en sumir búnir að slá talsvert. Tiðarfar hefir verið mjög gott, en upp á síðkastið hef- ir sprettan verið hæg vegna langvarandi þurrka. Vel lítur út um sprettu í kartöflugörðum, og var sett rneð meira móti af kartöflum niður í vor. kjara, sem við nú geru.n. Benti hann á, að samvinnu- stefnan grundvallaðist á lýð- ra:ðishugsjóninni, en gat þess um leið að stærsti samvinnu- félagsskapurinn væri senni- lega i Tékkóslóvakíu, en þar væri það ríkið sem skipaði samvinnurekstur. ',,Vlð ósk- um ekki eftir slíku fyrit- komulagi. Við viljum hafa rétt til að velja og hafna“, sagði Jóhansson. Þrír fjórðu Finna samvinnumenn. Viding aðalforstjóri S.O.K. i Finnlandi sagði að nærri % þjóðarinnar væri í samvinnu félögum. S.O.K. hefir um 4000 verzlanir innan vébanda sinna og eru 374 félög í sam- bandinu. Vörusala hefir auk- izt mjög undanfarin ár og seldust framleiðsluvörur fé- lagsins fyrir 5 milljarða marka 1949 en vöruvelta með al allra félaganna nam alls 40 milljörðum marka. / Aukin sala í Danmörku. Frederik Nielsen forstjóri Nordisk Andelsforbund lét í ljós ánægju sína yfir þvi, að S.Í.S. skuli vera gengið i sam bandið. Sagði hann, að í Dan- mörku væri e:nnig um mikla aukningu á starfsemi sam- vinnufélaganna að ræða. T. d. gat liann þess að árið 1948 seldust afurðir félaganna fyr ir 4 milljónir króna (dk) en 1949 fyrir 5 milljónir. Er þessi gífurlega aukning aðal- legá vegna aukinnar sölu á landbúnaðarafurðum. Metsöluár I Noregi. . Innan N.K.L. eru 1124 kaup félög með um 270.000 félags- menn. — Heildarsala N.K.L. (heildsala) var N.kr. 112 millj. Smásala kaupfélag- anna innan N.K.L. var um 525 milljónir n.kr. — Árið var metsöluár bæði hjá N.K. (Framhald á 2. slðu.) Kona hans er með honum á myndinni. Hreppsnefndar- kosningar Við hreppsnefndarkosn- ingarnar i Hvammshreppi í Vestur-Skaptafellssýslu (Vík í Mýrdal og umhverfi) hlutu kosningu Oddur Sigurbergs- son kaupfélagsstjóri, Guðlaug ur Jónsson afgreiðslumaður í Vik, Guðmundur Guðmunds- son skósmiður í Vik, Jón Þor- steinsson sýsluskrifari i Norð ur-Vík og Kjartan Leifur Markússon bóndi í Suður- Hvammi. — Oddur Sigur- bergsson kaupfélagsstjóri er nú oddviti sveitarfélagsins. — Jón Þorsteinsson var kos- inn sýslunefndarmaður. í AUstur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu voru kosnir Jón Hjörleifsson oddviti i Skarðshlíð, Sigurjón Þorvalds son bóndi í Núpakoti, Sigur- bergur Magnússon bóndi á Steinum, Kort Ingvarsson bóndi á Klömbrum og Árni Jónasson bóndi í Ytri-Skóg- um. — Sýslunefndarmaður var kosinn Gissur Gissurar- son i Selkoti Valdimar Björns- syai haldið kveðju- samsæti Þjóðræknisfélágið heldur Valdimar Björnsson frá Minneapolis og konu kveðju- samsæti i Tjarnarkaffi á mánudagskvöldið, og hefst það klukkan hálf-níu. Valdimar og kona hans hafa dvalið hér á landi stutt- an tíma, en munu fara aft- ur í næstu viku. Síldarlegt fyrir Norðurlandi: Fagriklettur fékk 800 mál við Grímsey Fanney fékk 300 t. við Langanes. Vinna hefst við Sílclarverksmiðjiir á Siginfirði Síldveiðarnar fyrir Norðurlandi byrja vel. Fyrstu fregn- irnar um síldveiði eru þær, að þau tvö skip, sem byrjuð eru veiðar, hafa bæði fengið góða veiði. Síldin er stór og feit og full af rauðátu. Sjómenn eru bjartsýnir og telja góðar veiðihorfur, betri en verið hafa í byrjun vertíðar undan- farin ár. Vonandi er að þær vonir bregðist ekki að þessu sinni. Fyrsta síldveiðin. í gær voru aðeins tvö skip byrjuð síldveiðar fyrir Norð- urlandi af íslenzkum skipum, Fagriklettur frá Hafnarfirði og Fanney frá Reykjavík. Fengu bæði skipin góða veiði í fyrradag og lcgðu aftur út á veiðar síðdegis í gær. Fagriklettur fékk sína veiði við Grímsey. Veiddust fyrst 400 tunnur en síðar um kvöld ið komst veiðin upp í 800 mál. Síldin var stór og feit og full af rauðátu og var haldið með aflann til Eyjafjarðar, þar sem mestur hluti hans var frystur til beitu. Fanney veiddi um 300 tunn ur við Langanes einnig í fyrrakvöld. Sú síld var eins og sú sem Fagriklettur fékk full af rauðátu, feit og stór. Góðar veiðihorfur. • Sjómenn telja það vita á gott að skipin skyldu bæði fá svona góða veiði sitt á hvor- um stað og það að rauðáta var mikil í síldinni gefur líka góðar vonir, hvað sem verða kann um áframhaldandi veiði. Síldin er fyrir löngu Húnvetnsku konurn- ar farnar heim Hnnvetnlngafélagið kvaddi þær með sam sarti í fyrrakvöld Húnvetnsku húsfreyjumar, sem verið hafa á ferðalagi hér sunnanlands undanfarna daga, héldu heimleiðis sið- degis í gær. í fyrrakvöld hélt Húnvetningafélagið I Reykja vík þeim samsæti í Tjarnar- kaffi. Þar voru margar ræður fluttar undir . borðum, lesið kvæði og sungið. Einni?; sýndi Baldvin Þ. Kristjánsson þar kvikmynd við mikla hrifn- ingu. Var siðan setið og rabb að saman fram yfir miðnætti og sótti hófið alls um 80 manns. Konurnar eru um 30 í íörinni. Láta þær hið bezta yfir ferðinni og segja að sól- skinið hafi elt sig dag hvern. orðin þekkt að því að vera óútreiknanlegastur allra fiska sem veiðast við íslandsstrend ur. Útlend veiðiskip fyrir Norðurlandi. Byrjað er að sjást til út- lendra veiðiskipa fyrir Norð- urlandi. Fyrir tveimur dög- um kom finnskt síldveiðiskip til Siglufjarðar og í gær sást til rússnesks síldveiðiflota út af Melrakkasléttu. En áður hefir sést til annarra rúss- neskra veiðiskipa. Annars munu útlendu skipin yfirleitt ekki vera komin á miðin enn þá. íslenzku skipin hraða sér til veiða. Þegar fregnirnar bárust sjómönnum um fyrstu síld- veiðarnar við Grímsey og Langanes var víða farið að hraða för báta til Norður- landsins. Bátar frá Siglufirði sem áttu að fara í slipp verða nú strax sendir út til veiða í dag og Reykjavíkurbátarnir sumir hverjir fara fyrr norð ur, en gert var ráð fyrir. Sama er að segja um báta frá öðr- um verstöðvum við Faxa- flóa. Fyrstu Vestmannaeyjabát- arnir eru þegar lagðir af stað norður, þar á meðal Skaft- fellingur og Helgi Helgason. sem báðir munu hefja veið- ar nú um helgina. Vinna hefst í verk- smiðjunum í dag. Samningar hafa nú tekizt (Framhald á 2. siðu.) Hækkun á mjólk vegna dreifingar- kostnaðar Mjólk mun nú hækka í verði um 10 aura literinn eða 4,5% og stafar hækkun þessi aí auknum flutnings- og dreifingarkostnaði en ekki auknum framleiðslukostnaði. Tilsvarandi hækkun á aðrar mjólkurvörur mun einnig eiga sér stað.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.