Tíminn - 30.07.1950, Page 1
r————-------
Skrifstofur i Edduhúsinu
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
34. árg.
Reykjavík, sunnudaginn 30. júlí 1950
164. blað
Þoka hamlar enn
síldveiðum
Um 6 |nVs. mál bámst
til Raufarhafnar í
fyrrinótt
í fyrradag var allgóð síld-
veiði, eins og skýrt var frá j
í blaðinu í gær. En í gær-
morgun gerði aftur þoku á
miðunum, auk þess sem tals-
verður stormur var úti fyrir.
Um 20 skip höfðu komið til
Raufarhafnar um hádegi í
gær frá því kvöldið áður. Voru
þau með allmikinn afla, sam-
tals um sex þúsund mál.
Til Siglufjarðar komu í
gær tvö skip með um 500 mál
hvort. Voru það Bjarni Ólafs
son frá Akranesi og Guð-
mundur Þórðarson úr Garð-
inum. Nokkuð af síldinni átti
að salta, en afgangurinn verð
ur látinn í bræðslu.
Vatnsveita á Hofs-
ósi langt komin
En verkið stöðvast í
ágúst
| Sumarleyfin standa nú sem hæst. Hér sést ung stúlka, sem
notar leyfið sitt til þess að teikna það, sem fyrir augun ber.1
Prá fréttaritara Tímans
á Hofsósi.
Um þessar mundir er ver-
ið að gera vatnsveitu hér á
Hofsósi. Er vatnið tekið úr
fjallinu ofan við kauptúnið
og er leiðslan um hálfur
fjórði kílómetri á lengd. Á
miðri leið er 14 metra hár
turn, og er hann bæði til
vatnsmiðlunar og til þess að
auka þrýstinginn.
Vatnsveita þessi mun kosta
um sex hundruð þúsund kr.,
og á hún að nægja Hofsósi
um fyrirsjáanlega framtíð.
Áður var ekki sameiginleg
vatnsveita á Hofsósi, en vatn
aðeins leitt í einstök hús.
Nú er verið að leggja að-
færsluæðina, og mun því
verða lokið um miðjan ágúst-
mánuð. En þá stöðvast verkið,
því að fjárhagsráð hefir neit-
að um fjárfestingarleyfi fyr-
ir innanbæjarkerfinu.
Vatnsveitan mun því ekki
koma Hofsósi að neinum not-
um fyrr en í fyrsta lagi seint
á næsta sumri, ef íjárfest-
ingarleyfi fæst það árið, enda
þótt nú sé búið að vinna um
tvo þriðju verksins og leggja
fram fé í samræmi við það.
Bryggjan í Hval-
firði laskast
Bryggjan undir Þyrilsklifi í
Hvalfirði laskaðist í síðastlið-
inni viku, er einn af tundur-
spillunum amerísku, er hing-
að komu, lagðist að henni. —
Brotnuðu fáeinir staurar.
Úþurrkar tefja saltfisk-
verkun á Austfjörðum
Unnið að vegagerð við Bcrnfjörð
Frá Djúpavogi stunda þrír opnir bátar handfæraveiðar í
sumar, en tveir stærri bátar stunda veiðar með dragnót.
, Unnið er að vegagerð frá Djúpavogi til Beruf jarðarbotns, og'
er gert ráð fyrir að Djúpivogur verði kominn í samband við
' sðaiakvegakerfi landsins á næsta sumri. Tíðindamaður
Tímans hefir átt tai við Þorstein Sveinsson kaupfélags-
stjóra á Djúpavogi og spurt hann frétta að austan.
Sæmilegur afli á
handfæri.
í sumar stunda þrír opnir
vélbátar handfæraveiðar í
firðinum, og hafa þeir aflað
sæmilega. Eru 1—3 menn á I
bát. Þykir gott, ef maðurinn |
aflar skippund á dag, enda er
aflinn oft minni en sem því
nemur.
I Handfærafiskurinn er allur
saltaður, og gera fiskimenn-
irnir það sjálfir. Þorskur er
enginn frystur í frystihúsi,
J og var allur aflinn í fyrravet-
ur, að heita mátti, saltaður. l
Óþurrkar tefja
saltfiskverkun.
Saltfiskafli Djúpavogsbát-
anna síðastliðinn vetur nam
samtals um 2000 skippundum.
Er um það bil helmingur afl-
' ans farinn til útlanda, en
' hitt er eftir enn þá. Hefir ver-
| ið unnið að fiskverkun, eftir
því sem hægt hefir verið í
sumar, vegna veðurs. Stöðugir
óþurrkar hafa tafið verkun i
fisksins, og er mikill fiskur
enn óþurrkaður, þó að búið
sé að þvo um 300 skippund af
því fiskmagni, sem eftir er
af vertíðaraflanum á Djúpa-
vogi.
Steinbítur og koli frystnr
fyrir Ameríkumarkað.
Þeir tveir bátar, sem nú
stunda veiðar með dragnót,
hafa aflað heldur illa að und-
anförnu. Afla þeir aðallega
í svokallaðri Lónsbugt, út af
Papey. Afli dragnótabátanna,
sem er aðallega koli og stein-
bítur, er frystur fyrir Ame-
rikumarkað. En miklar vonir
éru bundnar við markað þar
fyrir þessar fisktegundir hrað
frystar.
Unnið að vegagerð.
í sumar er unnið að því að
koma Djúpavogi í samband
við akvegakerfi landsins. Var
i fyrra unnið allmikið að
(Framhald á 2. síðu.)
Sumir beztu skákmennirnir
ekki meðal jjátttakenda
í landsliðskcppni í fyrrakvöld annn
Baldnr, Vesíö! og Julius Viclsen
Norræna skákmótið 1950 hófst í fyrrakvöld hér í Rcykja-
vík, og var teflt í þjóðminjasafnshúsinu nýja. Árni Snæ-
varr, forseti Norræna skáksambandsins, setti mótið og bauð
hina erlendu skákmenn velkomna, en þeir eru 15. Keppend-
ur í mótinu eru 40 og er teflt í 4 flokkum, landsliðsflokki,
meistaraflokki og 1. fiokki, en hann er tvískiptur.
Finnarnir komu ekki.
Það urðu mikil vonbrigði
þegar fréttist, að finnsku
skákmennirnir, sem ætluðu
að taka þátt í mótinu komu
ekki, en meðal þeirra var
stórmeistarinn Böök. Áður
hafði Svíinn Stolz, sem er
einn bezti skákmaður þeirra.
hætt við þátttöku í mótinu.
Þar sem þessir menn mættu
ekki til leiks, urðu mikiar
breytingar á flokkunum frá
því, sem upphaflega hafði ver
ið ákveðið. Eggert Gilfer og
Daninn P. Nielsen, sem áttu
að tefla í meistaraflokki færð
ust upp i landsliðsflokkinn.
Landsliðskeppnin.
í fyrstu umferð, sem tefld
var í fyrradag, eins og áður
segir, tefldi Baldur Möller, en
hann er núverandi Norður-
landaskákmeistari, við Eggert
Gilfer. Skák þeirra var mjög
flókin til að byrja með. Bald-
ur náði yfirburðastöðu í mið-
taflinu og gaf Gilfer eftir 40
leiki. Sviinn Sundberg tefldi
við Norðmanninn Vestöl.
Sundberg hafði hvítt og náði
mikilli sókn, en lék af sér
manni og gafst upp. Danirn-
ir Julius Nielsen og Palle Ni-
elsen tefldu saman. Skák
þeirra var fjörlítil. Julius náði
yfirburðastöðum, vann hrók
og gaf hinn skákina litlu
síðar. Guðjón M. Sigurðsson
tefldi við Norðmanninn Her-
seth.Skák þeirra var skemmti
legasta skákin í umferðinni.
Herseth var með hvítt og
*
Ogæftir og afla-
tregða í Vopnaf.
Um síðastliðin mánaðamót
var dágóður afli á Vopnafirði,
og upp úr því gerði tíðar ó-
gæftir, og dró þá jafnframt
úr afla. Er í Vopnafirði einn
stór bátur og allmargir
smærri, og hafa þeir aflað
illa þennan mánuð allan,
þótt gefið hafi á sjó.
Síldarskip hafa komið inn
á Vopnafjörð, og hafa þau
orðið síldar vör í firðinum
norðanverðum. Enn hafa þau
ekki aflað neitt teljandi
vegna storms og ókyrrðar á
sjó.
náði nokkurri sókn upp úr
byrjuninni. Guðjón varðist
vel, og þegar skákin fór i bið,
var staðan mjög lík og senni-
legt er að jafntefli verði.
Guðmundur Ágústsson tefldi
við Svíann Kinnmark. Skák-
in var allflókin, en þegar
hún fór í bið, var staðan
mjög svipuð — fimm peö og
drottning hjá báðum.
Meistaraflokkur.
Úrslit í meistaraflokki urðu
þau, að Lethinen, Finnl., vann
Sturlu Pétursson. Svíinn Ni-
hlén vann Jón Þorsteinsson,
en Friðrik Ólafsson og Bjarni
Magnússon — Axel Pétursson
og Lárus Johnsen gerðu jafn-
tefli. Slcák V. Rasmussen,
Danmörk, og Jóhanns Snorra
sonar var biðskák. í fyrsta
flokki fóru flestar skákirnar
í bið. Flokknum er tvískipt
og keppa þar 6 erlendir skák
menn. Það er þó helzt til tíð-
inda í fyrstu umferð, að Þór-
ir Ólafsson vann Jakob Lund,
Noregi.
2. umferð fór fram í
gærkvöldi, en engri skák var
lokið, þegar blaðið fór í prent
un, en þá tefldu saman í
landsliðsflokknum Gilfer og
(Framhald á 2. síðu.)
Nýr bæjarfógeti
í Eyjnm
Forseti íslands veitti í fyrra
dag Torfa Jóhannssyni verð-
lagsstjóra bæjarfógetaemb-
ættið í Vestmannaeyjum frá
1. ágúst að telja.
Sumarhátíð Fram-
sóknarmanna að
Reykjaskóla
Sunnudaginn 6. ágúst
verður sumarhátíð Fram-
sóknarmanna að Reykja-
skóla í Hrútafirði. Verða
þar ræðuhöld, söngur og
dans.
Vafalaust verður fjöl-
mennt á þessari sumarhá-
tíð, eins og venjulega, er
Framsóknarmenn halda
sumarhátíðir sínar við
Reykjaskóla.