Tíminn - 30.07.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.07.1950, Blaðsíða 6
6 TIMINN, sunnudaginn 30. júlí 1950 164. blað TRIPDLI-BÍD Slóttug kona I Fjörug og bráðskemmtileg J frönsk gamanmynd. Aðalhlutverk: Vivian Romance Frank Villard Henry Guisol. Sýnd kl. 9 MAÐURINN MEÐ ST\IJI\EFAAA Sýnd kl. 5 og 7. N Y J A B I □ Velka kvnió ( Ensk mynd, ein af hinumj frægu Paul Soskin myndum. Aðalhlutverk: Ursula Jeans Cecile Parker Joan Hopkins. Sýnd kl. 7 og 9. Skrítna fjölskyldan Ein af vinsælustu og allra skemmtilegustu grínmyndum sem hér hafa sést. Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. a. Seinna koma sumir dagar Spennandi ný amerísk saka- málamynd. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sæflugnasveitin Óvenju spennandi amerísk stríðsmynd. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5. Kátir flakkarar Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. Bum iim I ræningjahöndum Kalli prakkari TJARNARBÍD Orlagaf jallið (The Glass Mountain) Skemmtileg og vel leikin Afar taugaæsandi saka- mynd. Aðeins fyrir sterkar taugar. Aðalhlutverk: Jack La Rue Hugh Mac Dermott Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. (Madam Andersson Kalle) Sprenghlægileg sænsk gamanmynd Aðalhlutverk: Thor Modeen Nils Hallberg. Sýnd kl. 3 og 5. nú ensk mynd. 1 myndinni syngur m. a. hinn frægi ítalski söngvari Tító Gobbi. Aðalhlutverk: Michael Denison Dulcie Gray Tito Gobbi. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. F II R I A Heimsfræg ítölsk stórmynd! um öra skapgerð og heitar ástríður. Aðalhlutverk: Isa Pola Rossano Brassi Gino Cervi Bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. a. : ----.-------.------------— Postuli .... (FrttmhaM, aj 3. slSu.) stæðingar hans breiða út, að sonarmissirinn hafi orðið til þess að hann tók að hneigjast að spíritismanum, og að hann hafi skyndilega hneigst til sannfæringar um framhalds- lífið til að finna huggun eftir sonarmissinn. Menn hafa leyft sér að kalla Sir Oliver Lodge auðtrúa einfeldning, og menn hafa sagt hið sama um Sir Arthur. En hér sést mönnum yfir þann sanhleika, að Sir Arthur var Sherlock Holmes. Hann sannfærðist ekki í einni svipan. Til þess var gagnrýnigáfa hans allt of sterk. Hann hafði lagt stund á að kynna sér spíritismann allt frá árinu 1887. Hann hafði gefið sér góðan tíma yi að skoða málið frá öllum hliðum, og menn mega ekki hugsa, að Sherlock Holmes hafi verið að ganga inn á neitt, sem hann hafði ekki áður rannsakað með stækk- unarglerinu sínu og rannsak- að gaumgæfilega með af- burða skörpum vitsmunum sínum. Það er hægt að kalla venjulegt fólk auðtrúa, en það er ekki hægt að kalla mann auðtrúa, sem gæddur er svo alhliða þjálfuðum vits- munum sem Sir Arthur. ★ Síðustu áratugina af ævi sinni helgaði hann því, að breiða út meðal mannanna þekkinguna á andaheimin- um.Það ljómaði af nafni hans meðal spíritistanna. Og hann lagði hiklaust út í þetta starf. Hann hafði að engu viðvar- anir vinanna, skipti sér ekk- ert af því, þótt sagt væri, að hann væri aö missa vitið. GAMLA BÍÚ Mortfinginn Spennandi hrollvekjandi ný amerísk sakamálamynd. Aðalhlutverk: Lawrence Tierney Claire Trevor Waiter Slezak. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára Hann hafði að engu spott og ofsóknir.Hann prédikaði ekki eingöngu með spíritismanum, heldur einnig á móti þeirri afskræmishugmynd, að Guð veitti öðrum helmingi mann- kynsins hjálp til að eyðileggja hinn helminginn. Hann barð- ist gegn stríði. Maður hlýtur að undrast, hvernig krossferð hans til að kynna mönnum andaheiminn gat orðið til þess að rýra í augum manna gildi annara, eldri afreka hans fyrir mann- kynið og föðurland hans. Hvernig gat hann allt í einu vegna þess starfs orðið óverð- ugur fyrir lávarðstignina, sem átti að veita honum, en nú var hætt við? Svari þvi hver, sem svarað getur. Vitræna og réttláta ástæðu þess er ekki unnt að finna. Höfundar kristindómsins sem annara trúarbragða kenna að sálin lifi eftir dauð- ann. Þetta var höfuðmálið. BÆJARBÍL HAFNARFIRÐI Vörður við Rín Framúrskarandi vel leik- in amerísk mynd. Aðalhlutverk: Bette Davies Paul Lukas. Sýnd kl. 7 og 9 Danskur texti. HANN, HÚN OG HAMLET með hinum vinsælu grín- leikurum LITLA og STÓRA Sýnd kl. 3 og 5. Sími 9184. < —.—=—.—.—=—=—.—.——. Sir Arthur vildi sanna, að líf væri eftir þetta líf. Menn þyrftu ekki lengur að trúa, nú gætu þeir vitað. Trúará- hugi allra manna hefði átt að renna saman í einn farveg, sameinast um að styðja þess- ar rannsóknir, í stað þess að hæða þær og ofsækja. Rétt- ara hefði verið, að allir menn með áhuga fyrir trúarbrögð- unum hefðu tekið saman höndum og lagt vitsmuni sína og sálfræðilega þekkingu til þess að efla þessar rann- sóknir. Öllum þeim, sem dást að Sir Arthur Conan Doyle, er mikil þökk á þessari merki- legu ævisögu hins göfuga ridd ara, mannsins, sem gerðlst geiglaus stríðsmaður spíri- tismans og fórnaði honum meiru af þessa heims gæðum en nokkur annar maður hefir gjört. Anglýsið í Tímanum. 4 JOHN KNITTEL: I FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM --------- 67. DAGUR t---------- var svipað innan brjósts og fyrr á árum, þegar hún var einskis virt vinnukona. Allir þeir draumar, sem hana hafði dreymt í kyrrð skógarins, reyndust markleysa, og hún fylltist stundum heiftarbræði, er hún hugsaði um þá. Hún var Gottfreð reið. En svo gerðist allt í einu undarleg breyting í sál hennar. Reiðin þvarr. Hún iðraðist hugsana sinna, drauma sinna og óra allra. Hún gerðist mannfælin og helgaði sig alger- lega manni sínum. Og Gammsstaðabóndinn endurgalt henni þessa umhyggju, með þakklátu augnaráði og hlýlegum orðum, hvenær sem af honum bráði. XVII. Það var ekki fyrr en eftir nýárið, að Gottfreð ákvað að fara aftur að heiman. Hann var mjög gramur við sjálfan sig, og honum fannst, að hann hafa eytt til einskis þeim mánuðum, er hann var heima. Morgun einn gekk hann niður stigann og ætlaði inn til föður síns til þess að segja honum þessa ákvörðun. En dyrn- ar á herbergi Teresu voru opnar. Hann dokaði við. Teresa stóð við rúmið og var að láta hreint ver á sængina. Hún var dálítið álút, og Gottfreð sá allt í einu, að hún grét í hljóði. Hún varð hans ekki vör. En hin átakanlega sorg hennar, þarna sem hún hélt sig eina, nísti hjarta hans. Hann stóð grafkyrr, og næsta hugsun hans var það, hve fögur hún væri i sorg sinni. Nú blossaði ást hans á henni upp að nýju af ofurafli, líkt og þegar mikil uppistaða vatns sprengir ramgerðan stiflugarð. Hann þorði þó ekki að gera vart við sig, heldur læddist hann á tánum upp stigann og inn í her- bergi sitt. Öll gremja var á svipstundu horfinn úr sál hans, cg dularfull, hamslaus gleði gagntók hann. — Nú veit ég, að Teresa er óhamingjusöm, sagði hann við sjálfan sig. Ég veit, að hún þjáist. Þegar hann hafði talað við sjálfan sig um stund, fór hann aftur niður stigann, en nú hóstaði hann dálítið, svo að hann kæmi henni ekki á óvænt. Og nú gekk hann beint að her- bergisdyrum hennar. Hún sneri enn baki að dyrunum. — Þú ert þarna, Teresa, sagði hann eins hirðuleysislega og hann gat. Ég aé’tla að vera dálitla stund hjá pabba, því að ég hefi hugsað mér að fara á morgun. Hún sneri sér snöggt við og horfði skelkuð á hann. Augu hennar leiftruðu. — — Gottfreð! Hann heyrði þjáningarhreiminn í rödd hennar. Honum hafði aldrei sýnzt hún jafn umkomulaus og nú. En svo rétti hún úr sér. — Á morgun? Svo fljótt? sagði hún eðlilega. — Já. Hér hefi ég ekkert að gera. Ég lifi nefnilega ekki á brauðinu einu saman. Það gerir mig heimskan. Og þú, sem ert eina maneskjan, er ég gæti talað við hér, mátt ekki vera að því að ræða við mig. — Þú hefir aldrei óskað eftir því. Ég hélt, aö þér væri það ekki keppikefli. — Teresa! hrópaði hann og steig yfir þröskuldinn. Hvern- ig dettur þér annað eins í hug? — Ég veit það ekki, svaraði hún og roðnaði. En ég hefi ekki heldur lagt trúnað á það, sem þú sagðir einu sinni um hæfileika mína. — Það er þér þö Öhætt, sagði hann. Hún virti hantí fýrir sér. Hann sá engum áhugaglampa bregða fyrir í sviþThennar. En nú grunaði hann hana um græsku. Hér haföi hún staðið grátandi fyrir örskammri stundu. — Jæja. Ég ætlá að tala við pabba. Hann ætlaði að fara. En hún kallaði á hann. — Ekki strax, Göttfreð. Ekki strax. Lofaðu hér fyrst að tala við þig. Komdu hingað til mín eftir hálftíma. — Eins og þú vilt, sagði hann. Hann reikaði um úti í hálftíma, leit inn í gripahúsin, talaði fáein orð við Jogga, Röthlisberger og Lénharð, en hélt svo aftur inrri húsið. Hann drap á dýr hjá Teresu, og hún lauk upp. Sólin skein inn um gluggann, og það glitraði á snjóinn úti fyrir. Og hún skein framan. í Teresu og varpaði fögrum blæ á hör-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.