Tíminn - 30.07.1950, Page 5
164. blað
TÍMINN, sunnudaginn 30. júli 1950
5
ER.LENT YFIRLIT:
Deila Títós og Stalíns
Gag'nrýni Títólsta gotiir orðið liættnlcg
fyrir valdliafana í Hloskvu
Brezka blaðið Economist 'gerði
deilumál Rússlands og Júgóslaf f
íu nýlega að umtalsefni. í þessu
sambandi ræddi blaðið nokkuð,
hugsjónalega misklíð Stalins og '
Titos og sagði, að það væri Tito,
sem sækti þar á, en Stalin og
fylgjendur hans væru í varnar-
stöðu.
„Tito og fylgjendur hans gera
sig ekki ánægða með að verja
sig gegn áróðri Kominform,"
sagði blaðið. „Þeir ásaka Stalin
um svik við hugsjón kommún-
ismans, svik við hina sönnu trú.
í þeirra augum er Stalin alls
ekki lengur hinn óviðjafnanlegi
og óskeikuli skýrandi kenninga
Marx og Lenins. Þvert á móti.
Hann er eins og villuráfandi
kind og alls ekki þess virði að
vera talinn leiðtogi."
Embættismannavaldið
í Moskvu.
I þessu sambandi bendir Econ
omist á kosningaræðu þá, sem
Djilas herforingi hélt 18. marz
s.l. Vakti ræða hans alheimsat-
hygli, en hún var flutt á vegum
Belgradháskólans og er talið
að áheyrendur hafi verið a. m.
k. 20.000 nemendur og kennarar
víðs vegar að.
Djilas hélt því fram, að það
stefndu alltaf tvær hættur að
alþýðubyltingum og ríki þeirra.
Önnur væri tilraunir hinna sigr
ujðu kapítalista til að komast
aftur til valda með gagnbylt-
ingu; hin væri vaxandi ríkis-
bákn og embættismannaklíka
innan sjálfs alþýðuríkisins.
„Rússland hefir orðið seinni
hættunni að bráð,“ sagði Djilas.
„Auðvaldinu hefir verið rutt úr
vegi í Rússlandi, en hinn sanni
sósíalismi hefir horfið líka. Ef
alit væri með feldu ætti ríkis-
báknið og embættismannaklík-
an að hverfa að mestu með tím-
anum í sósíalistisku þjóðfélagi.
En í Rússlandi hefir þróunin
orðið öfug. Þar er ríkisbáknið
alltaf að vaxa og er raunveru-
lega búið að drekkja sósíalisman
um. Augljósasta dæmið um þetta
er hindrun á frelsi fólksins til
hvers konar framkvæmda og út
rýming málfrelsis manna þar
í landi.“
Vaxandi stéttamunur.
Blaðið getur þess, að Djilas
hafi einnig bent á, að það væri
fásinna að segja, að efnahags-
legur jöfnuður hefði komizt á í
Rússlandi. Afnám stéttarskipt-
ingarinnar er jafnvel enn fjar-
lægari draumur í dag en hann
var á dögum keisaraveldisins.
„1 Rússlandi,“ sagði Djilas, „er
kaupmismunurinn meiri í dag
en hann er í flestum ef ekki öll-
um auðvaldsríkjum; tekjur
manna í Sovétríkjunum eru allt
frá 400 upp í 15.000 rúblur á
mánuði.“
Rússnesk heimsveldisstefna
Economist getur þess í fram-
haldi af þessu, að Djilas hafi
gagnrýnt mjög harðlega þá
firru, að Rússar væru að fram-
kvæma sósíalisma. „Hæddi hann
þá einfeldninga," segir blaðið,
„sem taka slíkt trúanlegt. Þetta
er ekkert annað en áróður
embættismannaklíku, sem er
að reyna að halda staðreyndun-
um leyndum fyrir fjöldanum.
Staðreyndirnar væru hins vegar
þær, að valdhafarnir í Kreml
væru að framkvæma rússneska
heimsveldisstefnu og byggja upp
rérréttindaríki fyrir sjálfa sig.“
1 umræddri ræðu sagði Djilas
ennfremur þessi mjög athyglis-
verðu orð:
„Stærsta hættan, sem stefnt
getur að sósíalismanum, er að
ofvöxtur hlaupi í ríkisbáknið,
embættismannaklíkuna. í auð-
valdsþjóðfélögunum er embætt
ismaðurinn fremur lítilsigldur,
vegna þess að þar er auðmaður
inn hinn raunverulegi ráða-
maður; í ríki sósíalismans hætt
ir embættismanninum til að líta
á sig sem sérstakan afburða-
mann, sem fæddur hafi verið
til þess að gefa fólkinu fyrir-
skipanir."
Áhrifamikil gagnrýni.
Það má telja líklegt, að gagn-
rýni Titos og fylgismanna hans
á stjórnarstefnu valdhafanna í
Rússlandi hafi framvegis enn
meiri áhrif en hingað til, enda
þótt ráðamennirnir í Kreml geri
allt, sem þeir geta til þess að
draga úr þeim áhrifum. Komm-
únistar um heim allan komast
ekki hjá því að heyra eitthvað
af því, er Tito og hans menn
segja, og margir þeirra hafa
þegar farið að efast í trú sinni
á forustuna í Kreml. Vesturveld
in hlusta líka með athygli á
deilumál Titos og Stalins, því
að í þeim kemur margt það
fram um kommúnismann, sem
annars væri hulið heiminum.
Gagnrýni Titoista á Sovét-Rúss
landi er ekki hvað sízt athygl-
isverð fyrir það, að júgóslafnesku
kommúnistarnir hafa sjálfir
hlotið menntun sína í beztu
byltingamannaskólum Rúss-
lands, voru nákunningjar
margra ráðamannanna í Kreml
þekkja hugsjónir þeirra, valda-
drauma og pergónuleika.
„Gagnrýni Titoista á ráða-
mennina í Moskvu,“ segir Econo
mist, „getur vafalítið orðið
heimsveldisstefnu Rússa mjög
hættuleg, m. a. vegna þess að
það er ekki aðeins margt í stjórn
skipulagi Rússa í dag, sem var
þar ekki í tíð Lenins, heldur er
þar margt, sem fer bókstaflega
í bága við kenningar hans.“
Orsök Titóismans.
Deila Titos og Stalins er upp-
haflega sprottin af því, að Stalin
Í'ímíw
Sunnud. 30. jiílí
Meira valllendi
í mörgum sjávarþorpum og
jafnvel sumsstaðar í sveitum
vill það við brenna, að kýr
geri ekki fullt gagn um sum-
artímann. Þetta stafar af því,
að bithagi er ekki svo góður
sem skyldi. Er hart að slíkt
skuli eiga sér stað, því að ef
vel væri, ætti kýrin aldrei að
mjólka meira en á „grænum
grösum“, og um sumartím-
ann ætti mjólkurframleiðsl-
an að vera ódýr. Sumstaðar,
þar sem landrými er lítið,
hafa menn tekið upp þann
sið að beita kúm á tún og
þykir það borga sig saman-
borið við hitt, að láta þær
ganga nytlitlar í ónýtum
högum.
Snöggur og rytjulegur
mýragróður er óhentugt
beitiland fyrir kýr. Kúahagar
eru að jafnaði beztir á loðnu
valllendi — þar sem ekki er
flæðiengjum til að dreifa.
En víða skortir valllendið,
þótt landrými sé nokkurt.
Við íslendingar höfum lengi
vitað, að hægt var að breyta
mýrunum i valllendi. En það
hefir verið seinunnið verk, og
allt fram til síðustu ára hefir
mátt teljast ógerlegt að ræsa
þar meira land en það, sem
slétta þurfti til túnræktar.
Ræktun haglendis hefir mátt
heita ókleif fyrir kostnaðar
sakir.
Hinar stórvirku vélknúnu
skurðgröfur skapa nú nýja
möguleika í þessum efnum.
Og að því verður að stefna
framvegis, að þessir mögu-
leikar verði notaðir, ekki ein-
göngu til að auka túnrækt-
ina og þurrka votar engjar,
heldur einnig til að ræsa
fram mýrar með það fyrir
augum, að úr þeim verði gert
valllendi, sem nota megi sem
bithaga fyrir kýr, þar sem
slíkan bithaga vantar til-
finnanlegast.
Land, sem ræst er fram í
þessum tilgangi, þarf ekki að
slétta, og girðing um það er
líka víða óþörf, nema þá einn
gaddavírsstrengur til varnar
gegn ágangi hrossa. Tæplega
mun talin þörf jafn kostnað-
arsamrar framræslu og í tún-
um, því að varla þarf að
skaða, þó að ekki sé allt land-
ið jafn þurrt. En við þurrkun-
ina breytist gróðurinn. Vall-
lendisgróður og töðugresi
kemur í stað hins rýrari
mýragróðurs, og þarf ekki
annað til en framræsluna,
ef um sæmilega frjótt land er
að ræða. En nokkur áburð-
ur fellst fljótt til, ef skepnur
ganga á hinu framræsta landi
Hitt getur svo að sjálfsögðu
einnig komið til mála, og
borgað sig, að bera tilbúinn
áburð á þann bithaga, sem
þannig hefir verið undirbú-
inn, að minnsta kosti öðru
hverju.
Ræktun bithaga fyrir naut-
gripi, þar sem þess er þörf,
verður væntanlega áður en
langt líður, ekki óverulegur
þáttur í ræktun landsins,
sérstaklega í grennd við sjáv-
arþorpin. Og miklu víðar,
þegar stundir líða. Því meira
af mýrum sem breytt verður
í valllendi með aðstoð hinna
stórvirku véla, því verðmæt-
ara verður landið og betra
undir bú, a. m. k. alls staðar
þar sem nautgriparækt er
rekin að verulegu ráði.
Hér verður að hefjast
handa sem viðast þar sem
þess er þörf, og það svo fljótt
sem unnt er. Það má helzt
ekki viðgangast mjög lengi úr
þessu, að kýr geri ekki fullt
gagn um sumartímann, af
því að sæmilegan bithaga
skorti. Þá möguleika, sem
skepnurnar sjálfar hafa til
að afla sér fóðurs og auka
afurðirnar, verður að full-
nota. Nógur er kostnaðurinn
samt við að afla þess fóðurs,
sem gefa þarf allan þann
tíma ársins, sem beitin getur
ekki komið að gagni.
Sú breyting, sem hér er um
að ræða, tekur auðvitað sinn
tíma eins og allt annað.
Framræsla, þótt með vélum
sé gerð, verður ekki fram-
kvæmd á augabragði. Gróður
í mýri, sem búið er að þurrka,
þarf líka sinn tíma til að
breytast. En sú breyting kem-
ur. Og hér er um framkvæm-
anlegt verk að ræða eins og
nú er komið málum, verk,
sem menn eiga ekki að láta
sér vaxa í augum, heldur
ganga út frá, að framkyæma
þurfi og framkvæmt verði,
næst á eftir eða jafnhliða
túnræktinni, þar sem bithag-
inn er ófullnægjandi.
Á næstu áratugum verður
að stefna að því að auka vall-
lendið og það svo að um muni.
STALIN
Vildi láta kommúnistaflokkana
fyrst og fremst þjóna Rússum
og hugsa meira um hag þeirra
en síns eigin lands. Tito vildi
láta hagsmuni Jógóslafiu sitja
í öndvegi. Það skapaði misklið
hans við Moskvu, Titoismann.
Ef dæma má af aftökum þeim
og dómum, er átt hafa sér stað
í ýmsum löndum innan járn-
tjaldsins síðustu tvö árin, þá
mætti ætla, að hinn gamli þjóð-
ernislegi umbótahugsunarhátt-
ur, sem nú er kallaður Titoismi,
eigi sé töluvert fylgi innan járn-
tjaldsins. Og það er einmitt
þessi hugsunarháttur sem getur
orðið erfiðasti þröskuldurinn á
vegi heimsveldisstefnu Rússa.
Economist segir, að Tito geti
orðið Stalin hættulegri en
Trotsky:
„Trotsky gagnrýndi forustuna
árum saman. Vakti hann mikla
gremju í Kreml. En hann var
heimilislaus útlagi; hann hafði
engin yfirráð yfir ríki og átti
sér aðeins fáa fylgjendur. Varð
hann oftast að láta sér nægja
að prenta gagnrýni sína í bækl
ingum eða þá í blöðum auð-
valdsins.
Tito er á hinn bóginn æðsti
maður Júgóslafíu. Land hans er
sæmilega stórt og í því eru
nægjanlegir möguleikar, — efna
legir og persónulegir, — til þess
að halda úti öflugu málaliði, er
deilir stöðugt á andstæðinginn,
og tryggir þannig að heimur-
inn fái að heyra sina hlið máls-
ins eigi síður en hlið Moskvu-
manna."
Fiskveiðar....
(Framhald af 3. slSu.)
sildarbröndu úr sjó, til Græn-
lands, til að halda fiskitil-
raununum þar áfram og afla
meiri þekkingar og reynslu á
útgerðarmöguleikunum við
Grænland, því sú þekking
er gulls ígildi fyrir vora þjóð.
Forráðamenn ísl. útgerðar
— og meðal þeirra tel ég
landsstjórnina — geta ekki
vísað þessu máli frá sér með
axlayptingu, því það er ó-
möguleiki, að ísl. útgerð geti
borið sig og staðizt erlenda
samkeppni með aðeins 3
mánaða arðbæru starfi á ár-
inu, en taprekstri á síldveiði
eða í landlegu alla hina mán-
uði ársins. Það verður að
opna ísl. skipunum þá leið, og
þau verða að fara þá leið út
úr taprekstrinum, að halda
þorskvertíðinni áfram við
Grænland, er aflann tekur
undan hér í apríl eða í byrj -
un maí ár hvert.
J. D.
íslenzk frímerki
Notuð íslenzk frímerki kaupi
ég ávalt hæzta verði.
JÖN AGNARS
Frímerkjaverzlun
P. O. Box 356 — Reykjavik
Benzínverðið
hér og erlendis
Það hefir vakið nokkurt
umtal í blöðum stjórnarand-
stæðinga, að verðið á bensíni
hefir nýlega hækkað úr kr.
1.35 literinn í kr. 1.46. Stjórn
arandstöðublöðin ræða þetta
sem sönnun hinnar miklu
dýrtíðar, sem gengisiækkunin
hefir skapað hér á landi.
í þessu sambandi er ekki
ófróðlegt að rifja upp saman
burð á benzínverði í ýmsum
löndum Evrópu, en slikur
samanburður var nýlega birt
ur í dönsku blöðunum til leið
beiningar fyrir ferðamenn.
Samanburður þessi var byggð
ur á upplýsingum frá Esso.
Samkvæmt þessum saman-
burði kostaði benzínlíterinn í
hinum ýmsu löndum í dönsk-
um gjaldeyri sem hér segir:
Austurríki ......... 55 aura
Holland ........... 65 —
England ........... 66 —
Belgía ............ 71 —
Noregur ........... 83 —
Frakkland ......... 90 —
Þýzkaland...........91 —
Sviss ............. 95 —
Svíþjóð ........... 99 —
Spánn ............. 121 —
Ítalía ........... 133 —
Ein dönsk króna er 236.3
aurar íslenzkir. Benzínverðið
hér eftir hækkunina er því
tæpir 62 aurar. Það er m. o. ö.
lægra hér en í nokkru öðru
landi Evrópu, að Austurríki
einu undanskildu.
Ástæðan til þess, að bcnzín
ið er þannig ódýrara hér á
Iandi en annarsstaðar, er
einkum sú, að benzínskattur
inn er lægri hér. Annarsstað-
ar eru lagðir háir tollar á
bensínið og það fé, sem þann
ig fæst, beint og óbeint notað
til að standa undir framlög-
um ríkisins til samgöngu-
mála.
Þegar litið er á framan-
greindan samanburð annars
vegar og hin miklu framlög
ríkisins til samgöngumála
hins vegar, vaknar á-
reiðanlega sú spurning, hvern
ig ísland hefir efni á því að
selja benzínið lægra verði en
aðrar Evrópuþjóðir, að einni
undanskilinni. Gæti það t. d.
talist ósanngjarnt, að benzín
verð hér væri látið verða svip
að og í Bretlandi, og ríkið lát
ið fá til samgögnumála tekj-
ur þær, sem af slíkri hækk-
un fengjust. Það myndi skpa
því möguleika til stóraukinim
framkvæmda á því sviði.
Rétt væri vitanlega að taka
tillit til þess, að þetta yki
flutningskostnað þeirra hér-
aða, sem nær eingöngu flytja
vörur að sér og frá á landi.
Það væri því ekki ócðlilegt,
að ríkið notaði nokkur hluta
benzíngróðans til að greiða
þennan kostnað niður. Virð-
ist það ekki ósanngjarnara að
ríkið létti undir ineð slíkum
flutningum, þar sem þcir eru
kostnaðarsamastir, en með
flutningum á sjó. Einnig væri
réttmætt að taka á svipaðan
hátt tillit til benzínþarfa
landbúnaðarins.
Þeir eru margir; sem hafa
áhyggjur af hinni óeðlilegu
og miklu luxusbílaeign hér á
landi. Hún er þó engan veg-
inn óeðlileg, þegar þess er
gætt, að benzín hefir til
skamms tíma verið margfallt
ódýrara hér en annarsstaðar.
(Framhald á 7. síðu.)