Tíminn - 30.07.1950, Side 8

Tíminn - 30.07.1950, Side 8
„ERLfc\T YFIRUT« í DAG Beila Títós og Stalíns „A FÖRMJM VEGI“ í DAG JHálfarið Athyglisvert framtak: Tvær konur í Laxárdal i A.-Hún hafa komið upp trjáræktarstöðvum Tvær konur í Laxárdal í Auslur-Húnavatnssýslu hafa síðustu ár komið upp dálitium trjáræktarsiöðvum á heim- ifuin sínum og alið upp talsvert af plöntum. Mun það enn fá- títt, að fólk í sveitum landsins ráðizt í slíkt upp á sitt eln- ciæmi, og er þó hér um að ræða frumskilyrði þess, að í ná- inni framtíð rísi upp skrúðgarður við hvert heimili til sveiía og í kauptúnum og almennur skilningur og áhugi á skóg- ! rækt vakni og glæðist. Þessar framtakssömu, hún- vetnsku konur eru Jóhanna Albertsdóttir á Syðra-Hóli og Guðrún Sigurðardóttir á Mánaskál. Þykir Tímanum rétt og skylt að skýra i fá- um orðum frá tilraun þeirra og brautryðjendastarfi. Á Syðra-Hóli. Jóhanna Albertsdóttir sáði fyrst birkifræi árið 1942, og fékk upp af því um 200 plönt- ur. Fóstraði hún þær heima við, en setti þær síðan í trjá- ræktarreit, er þær höfðu ald- ur til. Eru vaxtarskilyrði í reitnum nokkuð misjöfn, og hefir vöxtur þessarar fyrstu heimaöldu plantna hennar orðið nokkuð mismunandi í samræmi við aðbúnaðinn. Eru hinar stærstu nú um tveir metrar á hæð. Birkifræi hefir Jóhanna ekki sáð aftur, en reynifræi hefir hún safnað af reynitrjám í gömlum garði við bæinn á Syðra-Hóli og sáð því með mjög sæmilegum ár- angri, þótt sum árin hafi reyniviðurinn að vísu ekki náð að bera þroskað fræ. Á hún orðið álitlegan hóp ungra reynitrjáa, er hún hefir alið upp á þennan hátt. Jafn- framt hefir hún alið upp fjölda plantna, er vaxið hafa upp út frá rótum eldri trjáa og numið brott þaðan og alið upp sem græðlinga í Mánaskál. Guðrún Sigurðardóttir i Mánaskál hefir aðeins alið upp birki. Hún byrjaði að sá birkifræi árið 1944 og hefir síðan gert það á hverju ári. Eru hæstu birkiplöntur henn ar nú orðnar um 160 senti- metrar. Sáir hún fræinu heima og fóstrar plönturnar þar upp, en þeg^r þær ná hæfilegum aldri, eru þær ^luttar í trjáræktarreit utan túns. Mun Guðrún nú eiga um sex hundruð bjarkir. er hún hefir alið upp. Plöntuuppeldið auðvelt. Þaö er sammæli þeirra Guð rúnar og Jóhönnu beggja, að með sæmilegri umhirðu sé engum vandkvæðum bundið að ala upp fallegar og þrótt- miklar plöntur, er dafni með ágætum, ef þær eru gróður- settar á sæmilega skjólgóð- um stöðum. Berangurinn er áuðvitað örðugur viðfangs, en þó er sýnt, að miklar og lif- andi skógarrætur eru víða í jörð i hlíðum Laxárdals og gægjast' ungar birkiplöntur upp úr lyngi of, laufi, ef þær ’ fá að vera óáreittar af beit- arfénaði. Ber nú sérstaklega mikið á þessum plöntum sums staoar, því að sauðlaust var eitt ár á þessum slóðum og fé enn fátt. Myndi vafalaust geta vaxið þar skógur af sjálfu sér, ef svæðið væri girt og alfriðað, líkt og gert var (Framhald á 7. síðu.) Reknetaveiði að hefjast Reknetjaveiðar islenzkra báta eru nú að hefjast fyrir Norðurlandi, og munu milli 10 og 20 bátar vera byrjaðir á þeim. Flestir þessara báta eru litlir, um og innan við 20 lest- ir, og hafa margir þeirra ekki stundað reknetjaveiðar fyrir Norðurlandi áður. Eru það aðallega bátar vestan af Fjörð um og frá Vestmannaeyjum. Ástæðurnar til þess, að bát ar þessir fara að þessu sinni á reknetjaveiðar norður, munu vera þær, að heldur dauflega horfir með drag- nótaveiðarnar og hins vegar það, að verðið á reknetjasíld- inni til söltunar er hátt. Reknetjabátarnir hafa að- allega látið reka á Húnaflóa og á miðsvæðinu út af Siglu- firði og Skaga. Afli hefir ver- ið heldur lítill, það sem af er, og sumar nætur svo til eng- inn. Ókyrrt hefir verið í sjó- inn á þessum slóðum að und- anförnu. Bandarísku tundur- spillarnir farnir Bandarísku tundurspillarn ir létu úr höfn í Reykjavík i gær. Höfðu þeir dvalið hér í nokkra daga í kurteisisheim- sókn. í gærmorgun fór héð- an einnig brezka eftirlits- skipið er flutti þá menn, er heiðruðu íslendingana, sem björguðu áhöfninni af brezka togaranum Preston North End, er fórst hér við Reykja- nes í vetur. Óvenju míkið hefir verið um erlenda menn á götum Reykjavíkur undanfarna daga. í verzlunum og á göt- um úti hefir mátt heyra jafnt íslenzkunni, bæði ensku, dönsku, þýzku, frönsku, norsku og sænsku. Dregur til borgara- styrjaldar í Belgíu? Síjórnin segisí muni grípa til róttækra ráðstafana, ef |»örf gerist Óeirðirnar í Belgíu halda stöðugt áfram. Verkamenn héldu áfram verkföllum og Víða kom til átaka á götum úti miili hinna tveggja flokka og beitti lögreglan tára- ^asi til að dreifa fólkinu. í fyrradag var konungshöllin. þar sem Leópold býr, grýtt af kröfugöngumönnum. Verkfalls- menn og múgi>, velti um koll sporvögnum, sem hermenn óku. ÍEinn hæsti tindur: I Himalaja klifinn i Fjórum möimnm úr norsk um leiðangri í Himalaja- fjölíum hefir tekizt að kiífa einn hæsta tind f jall- anna, Tirieh Mir. Var það sjálfur foringi leiðanguis- ins, Arne Næss, prófessor i heimspcki við Oslóarhá- skóla, er kleif tindinn, á- samt tveimur Norðmönn- um öðrum og einum Eng- lendingi. Allt fram til þessa hefir engum tekizt aö klífa þennan tind . \ Norömennirnir reistu tjöld sín undir Tirich Mir síðast í maímánuði í vor. ■ Þeir hafa burðarmenn, bæði frá Kashmír og af Chitralkynþætti, og meðal Kashmírmannanna eru menn, er voru með þýzka leiðangrinum, er reyndi að klífa Nanga Parbat og White yfirforingja, er; hann ætlaði að klífa Ist- orónál, skammt norðan við Tirich Mir. ! Afrek Arne Næss og! manna hans liefir vakið \ gífurlega athygli. i-— ----------—•—■——-- Fulltrúafundur sveifarfélaga Fjórða ársþing sambands íslenzkra sveitarfélaga verður haldið á Þingvöllum 26.—27. ágúst. Það munu meðal ann- ars sækja fulltrúar frá Narð- urlöndum, einn frá hverju landi, nema tveir frá Svíþjóð. Ástandið var orðið svo al- varlegt þá, að ríkisstjórnin kom saman til að ræða hinar alvarlegu horfur á friði í landinu. Gaf hún út þá yfir- lýsingu. að hún myndi sjá til þess, að þeir, sem vildu vinna, skyldu verndaðir. Fangelsunum haldið áfram. Fyrir nokkrum dögum voru fangelsaðir foringjar tveglja verkalýðsfélaga þar sem jafn aðarmenn voru í miklum meirihluta. Var þeim kennt um skemmdarverk og verk- föll. Fleiri meðlimir verka- lýðsfélaga hafa nú verið hand teknir og ákærðir um skemmd arverk. Ekki er útlit fyrir að deilunni ljúki á friðsamleg- an hátt því að hvorugir flokkanna vilja fást til að láta undan. Spaak hefir lýst því yfir að jafnaðarmenn muni halda baráttunni áfram en stjórnin virðist föst í sessi samkvæmt nýafstaðinni traustsyfirlýsingu þingsins. Blöð virðast um heim telja ástandið þar mjög alvarlegt og óttast að borgarastyrjcld brjótist út. Fjöldaganga til Brússel. Foringjar jafnaðarmanna- flokksins hafa birt áskorun til sinna manna að efna til fjölda göngu til Briissel. Verði af henni, má búast við mjög hörðum átökum, jafnvel þótt báðir aðilar reyni að hafa stjórn á mcnnum sínum. Meistaramót Reykjavíkur Koppni á þriðjudag oí> miðvikudag Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum verður háð hér á íþróttavellinum á þriðjudags- og miðvikudags- kvöld næstkomandi. Það er Íþróttaíélag Reykjavíkur, sem sér um mótið að þessu sinni. Verður þar keppt í flestum greinum frjálsra íþrótta. Keppnin hefst bæði kvöldin klukkan 8.15. Á þriðjudagskvöldið verður keppt i 400 metra grinda- | hlaupi, kúluvarpi, langstökki, spjótkasti, 200 metra hlaupi, 800 metra hlaupi, 5000 metra hlaupi og hástökki. Á miðvikudagskvöldið verð- ur svo keppt í 110 metra grindahlaupi, kringlukasti, stangarstökki, 100 metra hlaupi, 400 metra hlaupi, 1500 metra hlaupi og sleggjukasti. Flestir beztu íþróttamenn- irnir í Reykjavík taka þátt í mótinu. Það vekur því tals- verða undrun, að Gunnar Huseby er ekki á keppenda- skránni að þessu sinni. Hraðfrystihúsið á Vopna- firði starfhæft í haust Þiir vorðnr frysí kjöt, fisknr og síld, o”’ alinniiiingur fa*r þar geynisluliólf Vonaðist til að í haust verði unnt að taka í notkun nýtt hraðfrystihús, sem verið hefii sumur, sagði Halldór Ásgríms við blaðamann frá Tímanum Kostar hátt á aðra miiljón Það er Kaupfélag Vopn- firðinga, sem reisir þetta hraðfrystihús, og mun það sennilega kosta 1,600—1,700 þúsund krónur. Á að frysta þar jöfnum höndum fi.sk, kjöt og síld. Einnig verða í frystihúsinu geymsluhólf, sem látin verða í té einstökum heimilum, bæði í þorpinu og sveitinni. Möguleikar til síldar- söltunar. Þegar frystihúsið er tekið til starfa, skapast betri að- staða til þess að reka síldar- söltunarstöð í Vopnafirði, því að jafnan er nokkur síld inn- an um, sem ekki er söltunar- hæf, en gott til frystingar í beitu. í smíöum í Vopnafirði í þrjú son kaupfélagsstjóri í símtali í gær. Fiskigöngur. Allgóð mið eru á þessum slóðum, og leggst fiskur oft í fjörðinn síðari hluta sum- ars og er þar fram á haust. En þessar fiskigöngur hafa lítt nýtzt fram að þessu. Nú hefir nokkuö af firðinum verið friðað fyrir dragnóta- veiði. Vatnsleiðsla. Jafnframt frystihúsbygg- ingunni hefir verið grafið fyrir nýrri vatnsleiðslu, og verður vatnið sótt út og norð ur á mýrar, um eins kilómetra veg. Er því atvinna mjög mik- il i Vopnafirði í sumar, þeg- ar þess er gætt, að auk þessa er unnið að bryggjugerð. Norr. stúdentarnir að Gullfossi og Geysi Mótinu Ivkur í kvöld Kristilega stúdentamótinu lýkur í dag. Klukkan átta í dag verður altarisganga i dómkirkjunni hjá sr. Bjarna Jónssyni vígslubiskupi. Klukk an 2 verður guðsþjónusta og prédikar dr. Hallesby, en séra Bjarni Jónsson þjónar fyrir altari. Klukkan 430 verður efnt til útisamkomu á Arnarhóls- túni. Flytja þar ræður dr. Friðrik Friðriksson og dr. Hallesby. Auk þess verða stutt ávörp frá öllum Norðurlönd- (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.