Tíminn - 15.08.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.08.1950, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 15. ágúst 1950 176. blað Frá hafi til keiba Útvarpið t'tvtrpið í dag. Fastir liðir eins og venjulega, Kl. 20,20 Tónleikar: Kvartett í G-dúr op. nr. 2 eftir Beethoven (plötur). Kl. 20,45 Erindi: María Stúart (Baldur Bjarnason mag- ister). Kl. 21,15 Tónleikar (plöt- ur). Kl. 21,20 Uppiestur: „1 dótt- urleit“, smásaga eftir Olav Duum tFinnborg Örnólfsdóttir les). Kl. 21.40 Vinsæl lög (plötur). Kl. 22. 00 Fréttir og veðurfregnir. Kl. 22.10 Tónleikar: Sinfónísk svíta eftir Richard Tauber (plötur). Kl. 22,35 Dagskrárlok. Hvar era skipin? Ríkisskip. Hekla fór frá Re.vkjavík í gær- kvöldi áleiðis til Færeyja og Glas gow. Esja kom til Akureyrar í gærkvöldi. Herðubreið kom til Akureyrar í gærkvöldi. Skjald- breið var væntanleg til Reykja- víkur seint í gærkvöldi að vest- an og norðan. Þyrill er á leið frá Austf jörðum til Reykjavíkur. Ármann fer frá Reykjavík síð- degis í dag til Vestmannaeyjar og Austfjarða. Flugferðir Flugferðir Loftleiða Innanlandsf lug: í dag er áætlað að flúga*til Vestmannaeyja kl. 13,30 og til Akureyrar kl. 15,30. Auk þess til ísafjarðar, Patreksfjarðar og Hóimavíkur. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Akureyrar, ísafjarðar og Siglufjarðar. Utanlandsflug: „Geysir“ er í París. Fer vænt-. anlega þaðan í dag til Kaup- mannahafnar. Frá Kaupmanna- höfn fer vélin til Hamborgar á miðvikudagsmorgun og frá Ham borg hingað heim. Verður senni- lega í Reykjavík aimað kvöld. Með vélinni verða frá Hamborg þýzku knattspyrnumennirnir, er hér keppa við Reykjavíkurfélög- in. Hátíðin á Hólum (Framhald af 8. síðu). hófst með praeludium. Þá las séra Björn Björnsson bæn í kórdyrum. Sigurgeir Sigurðs- son, biskup þjónaði fyrir alt- ari séra Guðbrandur Björns- son prófastur las afhending- arbréf turnsins. Rakti hann all ýtarlega til drög þess að þetta mikla mannvirki var reist. Kom fyrst fram tillaga á sýslu- nefndarfundi í Skagafjarðar- sýslu árið 1938 um það að reisa Jóni biskupi Arasyni minnisvarða á 400 ára dánaar afmæli 1950. Fjársins var síðan aflað með framlögum og merkja- sölu, en Sigurður Guðmunds- son húsameistari teiknaði turninn. Byggingarfram- kvæmdir hófust 1948 og er nú nýlega lokið við að fullgera bygginguna. Turninn er úr steinsteipu 27 metra hár, og er tengdur kirkjunni með lág um steinvegg, svipuðum þeim sem er umhverfis kirkjugarð inn. Turninn stendur 10 metra frá kirkjunni. Prófasturinn lauk máli sínu með að afhenda turninn Hóla dómkirkju aö gjöf og biskupi íslands til varðveizlu. Þeirra verður minnzt meðan íslenzk hjörtu slá Biskup íslands Sigugreir Sigurðsson flutti því næst ræðu. Hann ræddi um Jón Arason biskup og syni hans. Lagði áherzlu á heilindi þeirra og trúmennsku við trú sína og þjóð. „Lífsfórn þeirra er einn áhrifamesti atburður sögunnar og mun svo verða með íslenzk hjörtu slá“ mælti biskup. Séra Jónas Rafnar vígslu- biskup flutti því næst prédik un. Hann ræddi einnig um Jón Arason og syni hans. Ræddi hann sérstaklega um það, hve afstaða Jóns biskups var ákveðin gegn erlenda vald inu. Taldi hann líklegt, að Jón hefði órað fyrir því, er átti eftir að ske, þegar sjálf- stæði islenzkrar kirkju var brotið á bak aftur af erlendu valdi. Vígslubiskupinn lagði j áherzlu á það, að íslenzk kirkja í katólskum sið og sjálf stæði landsins út á við hefðu verið samtvinnað, því íslenzka kirkjan hefði aldrei komizt undlr hið glfurlega vald páf- ans, eins og katólskar kirkjur annarra þjóða. Að lokinni prédikun þjón- aði sér Bjarni Jónsson vígslu biskup fyrir altari. GóSur söngkór. Á milli ræðna og altaris- þjónustu í kirkjunni sönk kirkjukór Sauðárkróks sálma og þjóðsönginn í lok kirkju- athafnarinnár. Var söngur kórsins fram úr skarandi góð. ur. Mátti ekki á milli sjá, hvor j aðillinn leysti verk sitt betur af hendi, stjórnandinn Eyþór Stefánsson, sem stjórnaði kórnum af mikilli tækni og j næmleik, eða söngfólkið, sem! fylgdi söngstjóra sínum svö| vel, og nákvæmlega, að fá1 dæmi munú vera. Vígsla turnsins. Þegar kirkjuathöfninni var lokið, héldu kirkjugestirnir út að turni. Fóru biskuparn- I ir, sem allir voru í fullum skrúða, fyrir að dyrum turns ins, en hinir hempuklæddu prestar komu á eftir. Mikill fólksfjöldi var 'alltaf í kring- 1 um kirkjuna og fylgdist með þvi sem fram fór í gegnum gjallarhorn, er komið hafði verið utan á kirkjuveggnum turnmegin. Athöfnin við turinn var stutt, og gengu biskuparnir all ir spölkorn frá turninum og vígðu hann. Lúðrasveit Akureyrar und-1 ir stjórn Jakobs Tryggvason- ar lék milli atriða og síðan á j útisamkomunni. Leysti hún' einnig hlutverk sitt vel af hendi. Húsmæðraskóli Suðurlands LAUGARVATNI verður settur 15. sept. n. k. Sérstök ferð verður fyrir nemendur frá Ferðaskrifstofu ríkisins kl. 1 sama dag. Vegna ófyrirsjáanlegra forfalla geta nokkrar stúlkur fengið skólavist. Umsóknir sendist til forstöðukonu skólans, sem gefur nánari upplýsingar. Forstöðukona. AUGLÝSING um innsigiun útvarpstækja • Samkvæmt ákvæðum 34. og 35. greina reglugerðar Ríkisútvarpsins hefi ég í dag mælt svo fyrir við alla innheimtumenn að þeim sé, að 8 dögum liðnum frá birtingu þessar auglýsingar, heimilt og skylt að taka viðtæki þeirra manna, er eigi greiða afnotagjöld sín af útvarpi, úr notkun og setja þau undir innsigli. Athygli skal vakin á því, að viðtæki verða því að- eins tekin undan innsigli, að útvarpsnotandi hafi greitt afnotagjald sitt að fullu auk innsiglunargjalds, er nemur 10% af afnotagjaldinu. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Skrifstofu Ríkisútvarpsins, 15. ágúst 1950 JÓNAS ÞORBERGSSON, útvarpsstj óri. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»< ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Nýtt alikálfakjöt t kemur daglega þessa viku Sími 2678 Frystihúsinu Herðubreið ^4 fi ormim Kvikmyndirnar Mér virðist það undrun sæta, hvers konar kvikmyndir eru ætlaðar börnum í þessum bæ og sjálfsagt víðar á landinu. Og yfirleitt mun segja um kvik- myndavalið, að það sé fyrir neðan allar hellur, að fleiri myndir en hitt af þeim, sem hér eru sýndar nú orðið, séu beint til afmeningar, ef ekki annars verra. Það er algengt að myndir þær, sem sýndar eru um þrjú- leytið á sunnudögum og ætl- aðar eru börnum, séu fullar af hrannmorðum ög öðrum ógeðs- legum niðurbrytjunum á fólki og slagsmálum af verstu teg- und, en til tilbreytingar eru þjófnaðir og óknyttir af mörgu öðru tagi. En fyrir hitt er alveg brennt í mörgum þessara mynda, að örli á mannbætandi hugsun eða neinu, sem vekur til skilnings og íhugunar, er til bóta megi horfa. Það er líka sannast að segja, og talar kannske sínu máli um áhrif þessara mynda á barns- sálirnar, að skríllætin á þess- um barnasýningum eru slik, að undrun gegnir. Kvikmyndir geta verið menn- ingartæki, en hvernig sem á því stendur, þá eru hér að veruleg-1 og unglingarnir ! um hlutta eitt af hinum við- ; sjárverðustu og háskasamleg- j ustu fyrirbærum. Fyrir slíkt er ! sóað gjaldeyri, sem sífellt er hörgull á, og þó eru það smá- munir móts við hin illu áhrif, er vondar myndir geta haft á börn og unglinga, og sannað er, að þær hafa oft og tíðum. Það eru til dæmis ekki nema örfáar vikur síðan unglingur í Dan- mörku gerðist brennuvargur eft- j ir fyrirmynd úr þeirri tegund ] kvikmynda, s_m hér er gerð að j umtalsefni og nú er drottnandi í íslenzkum kvikmyndahúsum. í Það er kominn tími til þess, að foreldrar og forráðamenn barna og unglinga taki til al- varlegrar athugunar, hvað það í rauninni er, sem kvikmynda- húsin miðla með slagsmála- myndum sínum og morðmynd- um, sakamálamyndnm mörgum, kúrekamyndum, þjófa- og bófa- myndum og hvers konar glæpa- myndum, sem allt morar af. Það er kominn tími til þess, að fólk rísi upp gegn þessum ófögnuði og taki í taumana, og það væri æskilegt, að það kæmi fram, hverju það er að kenna, að öll kvikmyndahús eru full af þess- um óhroða, en góðar myndir verða æ fáséðari. J. H. Erindi Magnúsar prófessors. Magnús Jónsson prófessor flutti síðan í kirkju langt er- indi um Jón biskup Arason og samtíð hans. Var erindi hans fróðlegt og skemmtilegt. Rakti hann hina viðburða- riku sögu Jóns í stórum drátt um og kom fram með ýmsar skemmtilegar og nýstárlegar tilgátur í sambandi við þjóð- sögur þær, er lifað hafa á vör um alþýðunnar í landinu um Jón biskup Arason, einn stór brotnasta mann, sem fæðzt hefir á íslandi. Prófessorinn benti á hina höy§y baráttu er biskupipn á,tti við Dani. Var það ekki einungis kirkjuhöfð inginn, sem þar var að verki, heldur líka og miklu fremur íslendingurinn.' Ræða forsætisráð- herra. Þessu næst hófst útisam- koma við kirkjuna. Flutti þar fyrstur ræðu Steingrímur Steinþórsson forsætisráð- herra. Hann sagðist ekki ætla að rekja sögu Jóns Ara- sonar meira en gert hefði ver ið þá um daginn. Hann væri hetja í hugum allra íslend- inga dæmdur af erlendum mönnum gegn íslenzkum lög um, og hetjudáð hans ætti að vera þjóðinni ævarandi hvatn ir t. Forsætisráðherra rakti síð- an sögu Hóla og skýrði frá því hvernig þeir hefðu orðið and legt höfuðból og höfuðstað- ur Norðlendinga, en hrakað síðan og komizt í hina mestu niðurlægingu nokkru fyrir síðustu aldamót. Höfuðból í nýjum sið. Þá hefðu Skagfirðingar tek ið í taumana og endurreist Hóla og aðrir hefðu brátt komið til hjálpar. Hann sagði síðan frá því, hvernig Hólar hefðu aftur orðið að höfuð- bóli ræktunar og búvísinda og gat um hið mikilsverða brautryðjendastarf Jósefs Björnssonar. Ráðherra bar samkomunni kveðjur Hermanns Jónasson- ar, kirkjumálaráðherra, sem ætlaði að vera á Hólum, en kom því ekki við sökum þess, að hann situr nú þing Evrópu ráðsins í Strassbourg. Steingrímur Steinþórs- son lýsti yfir því í ræðu sinni, að ráðuneytið hefði ákveðið, að endurreisn Hóla skyldi haldið áfram og Hólar á ný verða að- seturstaður prestvígðra manna. Sagði hann sam- komugestum þær góðu fréttir, að sóknarprestur myndi framvegis búa að Hólum og myndi prestur- inn flytja frá Vatnsleysu til Hóla við fyrstu hentug- leika. — Dundi við ákaft lófaklapp er ráðherra hafði þetta mælt. Forsætisráðherrann lauk máli sínu með því að þakka Skagfirðingum fyrir ræktar- semina við Hólastað. Að lokinni ræðu forsætis- ráðherra flutti Sigurður Sig- urðsson sýslumaður minni Skagafjarðar, en auk þess; voru ávörp og upplestur áður en samkomunni lauk. ff-Þ. Síltlin (Framhald af 1. síðu.) Björg, Eskifirði 1418 Heimir, Keflavík 1412 Muninn II. Sandegrði 1405 Eldborg, Borgarnesi 1302 Keflavíkingur. Keflavík 1289 Grundfirð., Grundarfirði 1275 Hagbarður, Húsavík 1254 Gylfi, Rauðuvík 1247 Pólstjarnan, Dalvík 1232 Snæfugl, Reyðarfirði 1198 Vísir, Keflavík 1186 Guðm. Þórðarson, Garði 1178 Helgi Helgas., Vestm.eyj. 1177 Stjarnan, Rvík. 1175 Smári, Húsavík 1171 E. s. Ól. Mjarnas., Akran. 1145 Guðrún, Vestmannaeyj. 1064 Tveir um nót: Bragi og Fróði Njarðv. 1649 Týr og Ægir, Grindavík 1415

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.