Tíminn - 15.08.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.08.1950, Blaðsíða 7
176. blað TÍMINN, þriðjudaginn 15. ágúst 1950 7 MeSstaramót íslands: Bob Mathias og Brusselfararnir heppa á íprótíavellinum kl. tt.lS í hvötd. Allir verða að sjjá heimsmeistaránn í tnq- þruut kcppa við beztu ípróttamenn iandsins. SpiiAAelHeýndi* Erlent yfirllt (Framhald a} 5. síOu.J stríðsgæfan snerist gegn Chiang Kai Shek, en eftir það var lít- illi skipan við komið. Wu reyndi þó að halda í horfinu eftir beztu getu, en ofreyndi sig og varð að vera rúmliggjandi um all- langt skeið. Áður en hann hafði náð fullri heilsu aftur, sendi Chiang Kai Shek hann til For- mósu, sem hann hafði þá á- kveðið að gera að seinustu bækistöð sinni. | Stjórn Wu á Formósu. Á Formósu fékk Wu fyrst hvíld eftir margra ára þrotlaust og hvíldarlaust starf Hann fékk ekki aðeins tóm til að gera sér ljóst, hvað orsakað hafði ósigur Kuomingtangstjórnarinnar, heldur gat einnig kynnt sér þau mistök, sem þegar var búið að gera á Formósu, en þar voru embættismenn Kuomingtang, er komið höfðu þangað í stríðs- lokin, orðnir enn óvinsælli en á meginlandinu. íbúar Formósu voru á góðum vegi að ganga kommúnistum á hönd. í desember síðastl. var Wu orðinn heill heilsu og Chiang Kai Shek fól honum þá land- stjórnina á Formósu. Hann tók strax til óspilltra mála. Breytt var um menn í flestum emb- ættum og voru Formósumenn skipaðir í mörg þeirra. Hafizt var handa um ýmsar umbætur, eins og jarðaskiptingu, sem hlotið hefir. miklar vinsældir. Herstjórnin var endurskipu- lögð á sama hátt. Fyrir stjórn Chiang Kai Shek er það mikilvægur styrkur að geta bent á þennan árangur á Formósu. Það hefir líka sitt að segja, þegar deilt er á ákvörð- un Bandaríkjamanna um að verja Formósu, að þar er nú eini herinn í Asiu, sem er lik- legur til að geta veitt kom- múnistum verulega mótspyrnu, ef til meiri hernaðarátaka kynni að koma. Haldið á rétti f slands (Framhald af 5. síðu.) til ca. 15. ág. er fiskur er þar lausastur við botn] þegar hér er tregast um afla. Mjög leikur á tveim tung- um um aðra landskosti á Grænlandi. Þó vita menn, að þar eru málmar í jörðu og námugröftur nokkur rekinn. Kol eru þar á sumum stöð- um. Landbúnaður var þar mikill meðan íslendingar sátu landið. Útigangur er þar mik- ill og góður. Hefir þróazt á- gætlega fé það, er þangað var flutt frá íslandi fyrir nokkrum árum, og lifað hefir á útigangi. Blaðið Dimmalætting bolla- leggur um það fyrir skemmstu, að Færeyingar byggi landið, flytji þangað sauðfé úr eyjunum. Sigurður Sigurðsson búnað- armálastjóri, sem komið hef- ir til Grænlands og ferðast þar um — að vísu um hávet- ur — hefir hvatt danska bœndasyni til þess að hverfla til Grænlands að stunda þar landbúnað, að því er „Nati- onaltidende" skýrðu frá í vet- ur. Virðist þá sem íslendingar hefðu þar og eftir nokkru að slægjast, því að hingað til eru þeir eina þjóðin, sem hef- ir sýnt, að hún geti rekið bú- skap á Grænlandi, og sakir staðhátta líklegastir til þess, að kunna einna bezt tök á búskap þar. Um gögn og gæði landsins skal nú annars ótalað. En hver er réttur vor til þessara hlunninda? Eru ekki „öll sund lokuð“ — harðlok- uð og læst þeirri þjóð, sem fyrst fann og byggði landið, hæfust mundi að hagnýta sér það, og liggur því næst. Ríkisþing Dana setti lög í vetur um bann gegn fisk- veiðum í landhelgi Græn- iands og ströng sektarákvæði. Nær bann þetta til allra nema Skrælingja og þeirra, sem eru í þjónustu einokunarinn- ar. Þing Norðmanna hefir og sett lög í vetur — eða hefir með höndum — um athafnir \ Norðmanna á Austur-Græn- landi. Það er því með öllu tími til kominn, að Alþingi íslend- inga taki allt Grænlandsmál- ið til rækilegrar athugunar. Alþingi setti þriggja manna nefnd á einkafundi í þinglok , í fyrra til þess að kynna sér og rannsaka þessi mál. j Nefndinni hefir orðið nokkuð örðugt um aðdrætti nauðsyn- legra rita og upplýsinga, því þeirra er lítt kostur hér í landinu. Hefir starfið orðið miklu torsóttara fyrir þá sök, að nefndin var ekki opinber- lega skipuð. Hefir hún þvi ekki lokið starfi sínu. Nefnd- armenn hafa nú orðið ásáttir um að flytja tillögu þá um skipun nýrrar nefndar, sam- kvæmt þingsköpum, sem hér kemur fram á þingskjali 498. Ætlumst vér til þess, að nefnd þessi verði kosin nú þegar hér á fundi, og munum vér afhenda þeirri nefnd það, sem einkanefndin hefir saman dregið af gögnum og hefir til málanna að leggja. Tilætlun vor er, að nefndin starfi ríkissjóði kostnaðar- laust. Ég hefi -drepið á verksvið nefndarinnar. Það er í stuttu máli, eins og tillagan greinir, að rannsaka alla réttarstöðu Grænlands að fornu og nýju, að því er ísland varðar, eða bæði „fornstöðu“ og „ný- stöðu“ landsins í sambandi við ríkjandi réttarhugmyndir nútímans." Ég vil að lokum taka það skýrt fram fyrir hönd einka- nefndarihnar, að vér teljum mál þetta alþjóðarmál ís- lendinga, en alls ékki flokks- mál, jafnvel þótt skoðanir kunni að vera — eða verða — nokkuð mismunandi um ein- hver einstök atriði þess, og hver sem niðurstaða rann- sóknarinnar verður að lokum. Tel ég þjóðinni það hollt og gagnkvæmlegt, að hafa stór og göfug mál fyrir stafni, þau er tengt geti saman krafta hennar og eflt sjálfstæðis- vitund hennar. Nóg er til, sem tvístrar og sundurdreifir." Þingsályktunin var sam- þykkt með 29 atkvæðum gegn 1. Þá var kosið í Grænlands- nefndina og hlutfallskosning við höfð. Komu fram tveir listar, A og B. Á A-lista voru: Benedikt Sveinsson, Magnús Jónsson og Tryggvi Þórhalls- son, en á B-iista: Stefán Jó- hann Stefánsson, Hlaut A- listinn 32 atkvæði, en B-list- inn eitt. Forseti lýsti rétt kjörna i nefndina: Benedikt Sveinsson, Magnús Jónsson og Tryggva Þórhallsson. Þessi atburður á Alþingi 1924 og 1925 eru merkilegir vegna þess, að þeir sýna ljós- lega, að hugur Alþingis er þegar þá sá, að standa fast á rétti íslands til Grænlands' og sækja hann lagavegínn i i hendur Dana, er ísland fengi; aðstöðu til að geta sótt mál- j ið í alþjóðadóm. J. D. j Auglýsingasími Tímans er 81 300 SKIPAUTG6HO RIKISINS Ármann til Vestmannaeyja í dag. Tek ið á móti flutningi daglega. BergurJónsson Málaflutningsskrifstofa Heima: Vitastig 14. Laugaveg 65, sími 5833 Minningar frá íslandi Minningar frá íslandi heitir myhdahefti, sem kemur út í dag. í heftinu eru marar gullfallegar ijósmyndir af landi og þjóð. Myndahefti þetta er sérstaklega ætlað fyrir innlenda og erlenda ferðamenn, en óhætt má telja að það verði kærkomið á hverju heimili. Heftið er á islenzku. ensku og dönsku. Formáli ásamt myhdatextum á íslenzku og ensku er skrifaður af Bjarna Guðmundssyni blaðafulltrúa af hans alkunnu smekk- vísi. Einnig hefir hann skrifað Annál íslands, sem er í heftinu og vafalaust mun vekja verðskuldaða athygli. Dönsk þýðing ér eftir Martin Larsen fulltrúa í sendiráði Dana gerð af samvizkusemi og þekkingu. ★ Þctta cr bók, sem vcrSnr vinsael af fcrða- mönritnm, hvorí scm viðstaðan cr 2 tímar cða 20 dagar. ★ Þctta cr hók, sem handhægt cr að scnda vinum sínnin hcima og crlendis — ckki of stór — ckkl of lítil — einmitt mátnlcg. ★ Þctta cr hók, scm vcrður til ánægju og fræðsln fyrir utlcnda scm innlcnda mcnn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.