Tíminn - 15.08.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.08.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 15. ágúst 1950 176. blað Haldið á rétti íslands ^ Öllum er kunn hin ágæta framganga Benedikts Sveins- sonar í þeim þætti frelsisbar- áttu íslendinga, er nefnd hefir verið stjórnarskrárbar- áttan. En Benedikt hefir einnig látið Grænlandsmálið til sín taka, og sýnt eldlegan áhuga fyrir því. Mér verður alla ævi minnisstæð ræða sú, sem hann hélt á Grænlandsfund- inum í Iðnó sumarið 1919, og er útdráttur sá úr henni, er bókaður var, enn til, en því miður ekki nú við hendina. Benedikt átti ekki minnst- an þátt í því, að borgara- fundur sá, er þeir fjórmenn- ingarnir: Einar Benedikts- son, Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi og Helgi Valtýsson héldu haust- ið 1923, fór fram með þeim ágætum, sem raun varð á. Fundurinn samþykkti ein- róma þessa áskorun til lands- stjórnarinnar: „Fundurinn skorar á stórn- ina að láta ekkert ógert til þess að halda uppi réttmœt- um kröfum vorum til Græn- lands, hinnar fornu nýlendu íslands.“ Var fundarsamþykkt þessi, svo o g fréttir af fundinum, símað til nálægra landa. Kom þetta mjög illa við kaun Dana og styggði mjög íslend- inga þá, er fylgdu þeim að málum. Benedikt Sveinsson mun hafa verið einn af hvata- mönnum þess, að árið 1924 hélt Alþingi lokaðan fund um Grænlandsmálið og einn þeirra mörgu þingmanna, er stóðu að tillögu um skipun þingnefndar til að rannsaka Grænlandsmálið. Hlaut Bene dikt kosningu í þessa Græn- landsnefnd. Það erfiðaði nefndinni öfl- un gagna, að hún hafði ekki opinbera skipun. Á Alþingi 1925 bar Grænlandsnefnd þessi því fram svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að láta fram fara rannsókn á réttar- stöðu Grænlands gagnvart íslandi að fornu og nýju, og skipa í þvl skyni þriggja manna milliþinganefnd.“ Framsögumaður var Bene- dikt Sveinsson, og mælti svo: „Öllum er kunnugt um deil- ur þær hinar miklu, er verið hafa um nokkur ár milli Norð manna og Dana um réttar- stöðu Grænlands. Deilur þessar hófust alvar- lega eftir för konungs vors til Grænlands sumarið 1921 .... Skömmu áður höfðu full- trúar Dana viðurkennt jafn- rétti íslendinga til veíða við Grænland, og síðan hafa Danir gert bráðabirgðasamn- ing við Norðmenn um rétt- indi til aðseturs og veiða á Austur-Grænlandi. Þótt margt og mikið hafi verið rætt um réttarstöðu Grænlands nú um hríð á Norðurlöndum, og af ærnu kappi, þá hafa íslendingar setið hjá þeim málum hing- að til — ekkert lagt til mál- anna opinberlega, nema það, sem áhugamenn hafa látið málið til sín taka í blöðum, svo sem fyrst og fremst Einar skáld Benediktsson, er allra manna bezt hefir lagt til þessara mála. Ekki er þögn þessi fyrir þá Benedikt Sveiasson lýsir skoðiin siimi 'i Grænlandsniálimi sök, að það sé oss óskylt mál, heldur liggja til þess aðrar ástæður. Stöðu sjálfra vor hefir ver- ið svo háttað, að vér höfum þurft að leita réttar sjálftra vor og fullra yfirráða i landi voru. Nú er vér höfum loks fengið viðurkennt fullveldi vort, höfum vér náð nokkru færi á að leita annars þess réttar vors, er oss var áður með öllu fyrirmunaður, og í saiti hefir legið. Jafnframt þeim atburðum, deilum og umræðum, er orðið hafa um Grænland í millum frændþjóða vorra á Norður- löndum, hefir að vísu vaknað áhugi íslendinga á Græn- landsmálum, miklu meira en áður hefir verið. Þess er og von, að íslendingar þykist fullkomlega vera svo ná- komnir þessum málum, að þeir megi eigi til langframa sitjandi hlut í eiga. Grænland liggur næst íslandi allra Norð urálfulanda. Má eigi gleyma þvi. Grænland fannst og t byggðist frá íslandi af ís- lenzkum þegnum eingöngu. íslenzk nýlenda stóð þar um 500 ár. — Þótt hafið væri tor- sótt milli Grænlands og ís- lands í þann tíma, var þó við- skiptasamband milli land- anna um langan aldur — allt þar til, er konungar bönnuðu sigling á milli, og jafnvel lengur — svo að íslendingar sættu stundum afarkostum, ef þeir fóru til Grænlands. Þingið í Görðum í Einars- firði (Igaliko) samsvaraði að sumu leyti vorþingum hér á landi, og á Grænlandi gengu íslenzk lög. Þessu til sönnun- ar eru ýmsir staðir í Grágás, þar sem ákvæði er um þá menn, sem eru „hér á landi eða i órum lögum“. Sbr. Víg- slóða (Staðarhólsbók): „Ef maðr verðr sekr á Grænlandi ok er hverr þeira manna sekr hér, er þar er sekr. En svá skal hér sækja um björg ens sekja manns, er út þar varð sekr fullri sekð, sem hann yrði hér sekr á várþingi, þar til sagt er til sekðar hans á Alþingi“ — o. s. frv. Grænland hefir verið talið nýlenda íslands að fornu, og er almennt nefnt svo í ritum, útlendum sem innlendum fram á síðustu tíma. Nýlendusamband getur ver- ið mjög margvíslegt, og þótt það sé harla lauslegt, getur það þó verið traust og hald- gott samkvæmt skilningi þeirrar þjóðar, sem nú er ríkust í heimi og mest hefir við nýlendumál fengist, en það eru Englendingar. Ég vil í þessu sambandi minnast á greinir dr. Jóns Stefánssonar, er fyrir skemmstu hafa birzt hér í blöðum, en út 1 það fer ég eigi frekar. Bókmenntir íslendinga gera þess Ijósast vitni, hversu þeír töldu landið nákomið sér. Ari Þorgilsson hinn fróði ritar heilan kapítula um fund og bygging Grænlands í hið örstutta ágrip íslandssögu, íslendingabók, sem alls er 10 kapítular. Eins telja Land- námabækur íslands, Ágrip landnáma í Grænlandi. ís- lendingar færðu og í letur sögu Eiríks rauða og aðra merka atburði vestur þar, bæjatölu o. s. frv. í þessu felst að vísu engin sönnun um stjórnskipulegt samband landanna, en sýnir, hve ís- lendingar töldu landið sér ná- komið. Annálar segja, að Grænlendingar hafi gengið á hönd Hákoni konungi 1261 j [sic! Þetta er missögn, því frumheimildin, Hákonarsaga, i nefnir ekki handgöngu, held- j ur aðeins skattgjald, loforð, um fjárgreiðslu]. Hafa sum-J ir talið það vitni um fullveldi i Grænlands, en þetta sannar ekkert um stjórnlagalegt sjálf stæði eða fullvelid þess. Goð- orðin íslenzku komu sama konungi í hendur á ýmsum j árum þessa tímabils, en á þeim árum, er Gamli sátt- máli var ger, hafðist hér við Ólafur Grænlendingabiskup (1262—64), og kom hingað j utan af Grænlandi. Því verður vart með rökum hrundið, að Grænland hafi verið nýlenda frá íslandi á þessu tímabili. En hvenær glataðist þá hinn forni réttur íslands til þessarar nýlendu? Það er einmitt eitt höfuðefni þeirrar rannsóknar, sem til- lagan ætlast til að verði ger, að svara þeirri spurningu. Nýlendan týndist og eyddist fyrir samningsrof konunga, siglingabann til annara landa og fullkomið siglihga- leysi af sjálfra þeirra hálfu. Myndu þessar „ráðstafanir“ af hálfu konunganna hafa svift ísland fornum rétti sín- um til Grænlands? Þá þarf að athuga breyting- ar þær, sem urðu á ríkjaskip- un NorSurlanda 1814, og af- skipti og athafnir Dana síð- an á Grænlandi, hvort lokun landsins komi heim við al- þjóðarétt o. s. frv. Þá er að athuga, hvort hér sé einungis um rökleg réttindi að ræða af hálfu íslendinga, er eigi skipta neinu um hags- muni vora í framkvæmd. Skoðanir manan eru að vísu allmjög skiptar um kosti Grænlands á sjó og landi og hagsmuni þá, er íslendingar muni hafa þangað að sækja. [Þetta er vart lengur svo]. Enginn vafi er á því, að veiðiskapur má vera mikill við Grænland. Nýjasta dæmið er. reynsluför Norðmanan til VesturtGreénlands- ! í fyrra [IS24].rDánir; serft^ýoru þar i sama ttiúfid,1 tihdfúfeust fiski- gengd þá, er þar var. Nú er í ráði, að 40 skip fari þangað frá Noregi og Færeyjum í sumar [1925], og nokkur á- hugi er einnig vaknaður hér á landi til framkvæmda í sömu átt. Á fundi Fiskifélags íslands í Reykjavík var í vetur skorað á Alþingi að veita 50.000 kr. til tveggja skipa frá íslandi, er reyna skyldu veiðar við Grænland í sumar, en það mál hefir ekki komizt lengra. Á hinn bóginn hefir það margoft verið tekið fram, að einkar hagkvæmt mætti verða að stunda veiðar við Grænland á íslenzkum botn- vörpungum um hásumartím- ann, [varla þó frá ca. 15. júlí (Framhald á 7. síðu.) Skagafjörður „skein við sólu“ á minningarhátíð Jóns Arason- ar síðastliðinn sunudag. Oft hefir þó verið dimmt yfir Norð- urlandi á þessu sumri. Jón Arason var sá maður, er með mestri hörku barðist gegn lúterskum sið á íslandi. Fyrir þessa baráttu var hann tekinn af lífi af Lúthers- og kóngsins mönnum. Nú halda fyrirmenn hins nýja siðar minningarár hans hátíðlegt, og minnisvarði hans að Hólum er vígður af lút- erskum biskupi. Hver myndi hafa trúað því í Skálholti hinn 7. nóvember 1550? Eða um vorið áður á sama stað, þegar hann lét flytja bein Gissurar biskups úr kirkjugarðinum og grafa í ó- vígðri mold? Við vitum heldur ekki, hverra minnisvarðar verða vígðir eftir 400 ár. Hólafeðgar voru teknir af lífi án dóms. En dauðadómur þeirra var kveðinn upp síðar, og mál þeirra hefir aldrei verið tekið upp aftur fyrir dómstóli. Ekki man ég eftir, að neinn hafi tek- ið sér fyrir hendur að ganga úr skugga um, hvort þeir hafi verið sekir að lögum, enda má vera, að gögn skorti til þess. En í meðvitund þjóðarinnar var Jón Arason hetja og píslarvottur, mikill maður, hart leikinn. Við íslendingar höfum ríka tilhneig ingu til að vera með þeim, sem hafa örlögin á móti sér. Það er þó ekki einhlítt. Sögu- lok hins síðasta Skálholtsbisk- biskups í katólskum sið voru líka hin hörmulegustu. Ög- mundur varð blindui, yfirgefinn af þeim, er hann treysti bezt, fluttur sem fangi af landi brott, kominn að fótum fram. Matthí- as hefir ort ógleymanleg kvæði um þá báða, Jón og Ögmund. En af nafni Ögmundar stendur enginn ljómi í sögu landsins. Barátta hans var með öðrum hætti en barátta Jóns Arasonar, persónan önnur, og var þar þó einnig kempa á ferð sem hann var. Áhugi er nú vaknaður fyrir því, að sýna hinum fornu bisk- upssetrum meiri sóma en gert hefir verið til þessa, sérstaklega Skálholti. Á Hólum er kirkjan og bændaskólinn, og nú er gert ráð fyrir, að þar verði prest- setur. f Skálholti hefir verið á- formað að reisa bændaskóla, en skammt er það á veg komið. Mér finnst réttast, að biskupi landsins sé reistur embættis- bústaður í Skálholti; og að hann sitji þar. Það var líka áskilið, þegar jörðin var gefin kirkj- unni i öndverðu, að þar skyldi jafnan vera biskupssetur. Þetta skilyrði á að virða, þótt langt sé liðið. Það er svo sem ekki nauð- synlegt, að biskupinn sitji í Reykjavík. Vígslubiskup átti að sitja á Hólum og vera sóknarprestur þar. Ekki virðist nauðsyn, að vígslubiskupar séu tveir. Þó er svo sem ekkert á móti því, en annar þeirra ætti þá að sitja á Hólum. Endurreisn biskupsseturs í Skálholti þarf ekki að koma í veg fyrir, að bændaskóli verði þar líka, eins og áformað hefir verið, enda er engin nauðsyn á að biskupinn hafi jörðina til af- nota. Óvíst, að menn í því emb- ætti kærðu sig um að stunda búskap, enda hafa þeir nógu að sinna. En prestar í sveitum eiga að stunda búskap. Það er illt til þess að vita, að sumir hinna yngri manna í prestastétt virð- ast ekki kæra sig um að nytja prestsetursjarðirnar. Margar þeirra eru þó úrvalsjarðir. Sum- ir segja ef til vill, að erfitt sé fyrir eignalaúsa menn, ný- komna frá prófi, að koma sér upp bústofni. En þeir hafa þó launin til að styðjast við, og rík- ið byggir íbúðarhúsin, smátt og smátt. Auðvitað getur prestur- inn ekki unnið eins mikið að búskapnum sjálfur og bóndinn gerir. En ungu prestarnir ættu samt að athuga þetta. Ég held, að þeim yrði starfið auðveldara, ef þeir tækju þátt í lífsbaráttu sóknarbarnanna á þennan hátt. Og margir þeirra gera það raun- ar enn, sumir myndarlega. Sumir segja, að prestar séu alltof margir. Það er ég ekki viss um. En búskapinn eiga þeir að stunda með prestsstarfinu, og bæta og fegra prestseturs- jarðirnar. Hins vegar virðist sjálfsagt að leggja niður þau prestköll, sem enginn sækir um og sameina þau öðrum.. Gestur. Þakka innilega aðusýnda samúð og minningar- gjafir við andlát og jarðarför konu minnar JÓNÍNU SIGURÐARDÓTTUR LÍNDAL Lækjamóti. Jakob H. Líndal. Við þökkum öllum þeim af heilum hug, er sýndu vinsemd og samúð við andlát okkar kæru foreldra og tengdaforeldra, INGIBJARGAR ÞORKELSDÓTTUR frá Óseyrarnesi, er var jarðsett 1. ágúst og SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR frá Flóagafli, er var jarðsettur 12. ágúst. Fyrir hönd systkinanna og tengdabarna, Ásg. Sigurðsson. GERIST ASKRIFENIH R AB TIMANIJM. - ASKRIFTASFlfl 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.