Tíminn - 15.08.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.08.1950, Blaðsíða 5
176. blað TÍMINN, þriðjudaginn 15. ágúst 1950 5 Þriðjud. 15. fífjúst Bunaðarhættir íslenzkur maður, sem ferð- ast hefir um Noreg til að kynna sér framkvæmdir í rafmagnsmálum þar í landi, gat þess í útvarpinu nýlega, að súgþurrkun væri nær ó- þekkt í norskum sveitum, og hefðu ýmsir, er hann átti tal við, haft áhuga á að fylgjast með reynslu íslendinga af heyverkunaraðferð þessari. Það var ekki fyrr en eftir styrjöldina, að almennt varð kunnugt um það hér, að þessi heyverkunaraðferð væri til og byrjað að reyna hana. En þótt skammt sé liðið, er óhætt að segja, að súgþurrk- unartæki hafi þegar verið tek in í notkun allvíða, og mikill áhugi hefir verið á því í flest- um eða öllum héröðum lands- ins að reyna nýung þessa, eft- ir því sem tök eru á. Hafa margir bændur lagt í mikinn kostnað í þessu skyni, og það áður en fullreynt var um ár- angurinn. En áhugi íslenzkra bænda fyrir súgþurrkuninni er ekk- ert einsdæmi, þegar um ný- breytni er að ræða í búskap- arháttum. Nefna má t. d. hina miklu eftirspurn eftir heim- ilisdráttarvélum og jeppabif- reiðum til landbúnaðar, stór- virkum beltisdráttarvélum, tilbúnum áburði o. s. frv. Yf- irleitt mun ekki hægt að segja, að erfitt hafi verið að fá bændastéttína til að taka tæknina í þjónustu sína, og það hefir líka verið gert, eft- ir því sem ástæður hafa leyft. Sú staðhæfing, sem stund- um hefir komið fram á síðari árum, að íslenzkir bændur væru íhaldssamari i búskap- arháttum en stéttarbræður þeirra i öðrum löndum og sein ir til nýbreytni, á áreíðanlega ekki við rök að styðjast. Hitt mun sönnu nær, að framfara- og stórhugur bænda hér sé um þessar mundir meiri en víða annarsstaðar og breyt- ingarnar i samræmi við það. Hitt er svo annað mál, að nýting fullkomnustu tækni í þágu búskaparins er ýmsum takmörkum háð. Slikt kost- ar mikla fjármuni, þegar allt er saman talið og geta mis- jöfn til framkvæmdanna. Þess er og að gæta, að stór- felldar breytingar koma því aðeins að fullum notum, að þær komi ekki örar en svo, að þeir, sem við þær eiga að búa, fái ráðrúm til að venjast þeim — að jafnhliða breyt- ingunum komi sú þjálfun í vinnubrögðum, sem breyting- arnar gera kröfu til. Þegar farið er víða um sveitir landsins verður ekki hjá því komist að veita því athygli, að breyting búskap- arháttanna er misjafnlega mikil. Sá munur er áberandi, og stafar þó yfirleitt ekki af áhugaleysi. Hér er e. t. v. það verkefni, sem mestan gaum þarf að gefa að í þessu sam- bandi. Búskapartæknin — þ. e. notkun nýrra tækja — er allvíða komin á það stig, að ekki sýnist nauðsyn, að lengra verði farið að sinni. En á öðrum stöðum vantar sumt af því allra nauðsynleg- ERLENT YFIRLIT: WU KUO CHENG llann or nú laiidstjórl «í Formúsu o<» þykir liafa bætt stjúrnarfarið þar á ýinsan hátt. Umræður um Formósu aukast nú stöðugt í heimsblöðunum, því að kínverskir kommúnistar hljóta mjög fljótlega að reyna að gera innrás þar, ef þeir fresta þá ekki slíkri tilraun að þessu sinni. Innrás þeirra myndi þýða það, að Kína og Bandaríkin væru komin í styrj- öld og Asíustyrjöld væri þá raunverulega skollin á. Af ýmsum blöðum Vestur- landa er nokkuð um það rætt, hvort Bandaríkin hafi stigið rétt spor, er þau ákváðu að verja Formósu gegn kommúnistiskri árás. Áður var Bandaríkja- stjórn búin að lýsa yfir því, að hún myndi ekki veita stjórn Chiang Kai Sheks þar neina hjálp, heldur fylgja áfram sömu hlutleysisstefnu og hún hefði fylgt á síðara stigi kínv. borgarastyrjaldarinnar. Seinast í janúarmánuði s. 1. gaf Truman forseti yfirlýsingu, sem hljóðaði á þessa leið. Kóreustyrjöldin breytti þessu viðhorfi Banda- ríkjastjórnar á einni nóttu. Hún taldi eftir það ekki heppi- legt að láta kommúnista fá yfir- ráð yfir Formósu, ef Asíustyrj- öld væri að brjótast út. Því á- kvað hún að verja Formósu gegn innrás, a. m. k. um sinn eða á meðan ósýnt væri, hver framvindan yrði. Til þess taldi hún sig líka hafa lagalegan rétt, þar sem Formósa tilheyrir enn Japan. Hinsvegar lýsti hún yfir því, að Bandaríkin ætluðu sér ekki ein að ráða framtíð For- mósu, heldur yrði Sameinuðu þjóðunum eða öðrum slíkum aðila falið að gera það, er frið- ur væri saminn við Japani. Bættir stjórnarhættir á Formósu. Það er ekki dregið í efa, að þessi ákvörðun Bandaríkja- stjórnar var eðlileg varúðar- ráðstöfun frá því sjónarmiði, að Asíustyrjöld væri að brjótast út. Hins vegar er óttast af ýms- um, að hún kunni að torvelda friðsamlega samninga við kin- versku kommúnistana. Þessir örðugleikar stafi m. a. af því, að erfiðara verði hér eftir en það var áður fyrir Bandaríkin að hætta að viðurkenna stjórn Chiang Kai Sheks. Þau séu ó- beint búin að viðurkenna hana sem samherja og eigi því erfitt með að bregðast henni, ef skil- yrði kynnu að skapast fyrir samninga við kommúnista. Þessi síðastnefnda röksemd er m. a. byggð á því, að stjórn Chiang Kai Sheks hafi á ýmsan hátt reynst betri á Formósu en í Kína og því sé nú örðugra að bregðast henni en það var áður. Frásögn erlendra blaðamanna, sem dvalið hafa á Formósu, virðist yfirleitt bera saman um það, að stjórnin þar sé á marg- an hátt í góðu lagi og hafi stór- batnað seinustu mánuðina. Herinn, sem telur nú um 500 þús. manns, er sagður vel þjálf- aður og allvel búinn, og agi í honum er sagður góður og ólík- ur því, sem áður var. Aðbún- aður hermannanna hefir líka verið stórbættur. Hin borgara- lega stjórn virðist líka fara vel úr hendi og vera laus við klíku- og mútustarfsemi þá, er svo mjög einkenndi Kuomintang- stjórnina á meginlandinu. Sam- búð Kínverja og Formósumanna virðist líka hafa stórbatnað, enda hafa réttindi þeirra síðar- nefndu verið aukin og veitt stóraukin hlutdeild í stjórnar- framkvæmdum. Sá maður, sem er talinn eiga mestan þátt í þessum endur- bótum, er Wu Kuo Cheng, en hann hefir verið landstjóri á Formósu síðan í desembermán- uði síðastliðnum. Skólabróðir Chou En-Iai. Wu Kuo Cheng er fæddur 1903,1 sonur háttsetts embættismanns,1 Hann var ungur settur á skóla 1 fyrir höfðingjabörn og hlautj þar fyrir sessunaut annan höfð- | ingjason, Chou En-lai, sem nú er utanríkisráðherra Peking- stjórnarinnar. Á þeim árum var umrót mikið í andlegu lífi Kína, því að erlend menningaráhrif byrjuðu þá í vaxandi mæli að nema sér þar land. Afleiðing þess var m. a. fall keisarastjórn- arinnar. Sagt var þá bæði í gamni og alvöru, að ungir kín- verskir menntamenn sæktu fræðslu sína einkum í tvö er- lend fræðirit, biblíuna og Fjár- magnið eftir Karl Marx. Wu j var í hópi þeirra, sem lögðu að- alrækt við biblíuna, en Chou En-lai las rit Karl Marx þeim mun meira. Frá þeim tíma hafa þeir verið á öndverðum meið. Wu fór til framhaldsmennt- unar til Bandaríkjanna 17 ára gamall og nam þar ýms þjóð- félagsíræði um sex ára skeið. Árið 1926 kom hann aftur til Kína og vildi þá fá inngöngu í her Chiang Kai Sheks. Honum var vísað frá með þeirri for- sendu, að hann væri of mennt- aður. Hann gegndi síðan ýms- um mikilvægum störfum, er vörðuðu fjármál ríkisins. Borgarstjóri þriggja stórborga. | Árið 1932 hlaut Wu það starf, j er síðar átti eftir að gera hann frægann. Hann var þá gerður j borgarstjóri í Hankow, en þar þótti þá mest spilling í Kína- I veldi og var borgin því oft nefnd ' Chicago Kínaveldis. Wu vann sér mikið álit fyrir stjórnserpi 1 og reglusefni :í íjeásaui' stöftú. Hann g^gpdi lienni til 1938, jér Japanir hemámu • borgina.- WU Innrás Japana gerði það að verkum, að Chiang Kai Shek á- kvað að flytja stjórn sína langt inn í land, til Chungking. Hann taldi nauðsynlegt að koma þar á öflugri borgarstjórn og fól því Wu að gegna borgarstjóraemb- ættinu. Hann gegndi því emb- ætti öll striðsárin. Borgarstjórn hans þótti heppnast svo vel, að hún var oft kölluð eina góða stjórnin í Kína. Á þessum ár- um var honum oft líkt við La Guardia, hinn fræga borgar- stjóra New York borgar. Árið 1946 fól Chiang Kai Shek Wu nýtt verkefni. Hann fól Wu borgarstjórnina í Shanghai, sem þá var taiin spilltasta borg ver- aldar. Wu hófst þar rösklega handa og var vel á veg kominn með ýmsar endurbætur, er (Framhald á 7. síðu.) asta til að koma búskapnum í nýtízku horf — slétt tún, vinnuvélar fyrir hesta, vot- heyshlöður o. s. frv. Þetta staf ar af ýmsum ástæðum, sem ekki verða nánar ræddar að sinni. Hinn mikli áhugi, sem hér er fyrir hendi innan bænda- stéttarinnar og starfsmanna landbúnaðarins fyrir full- komnustu tækni og nýtízku búskaparlagi, þarf að beinast sem mest að því, að sem allra flest af bændabýlum lands- ins verði samferða í þróun- inni. Að sem fæstir dragist aftur úr. Sú framför verður notadrýgst fyrir landbúnað- inn í heild. Þeim gjaldeyri, sem varið er í þágu landbún- aðarins, þarf að verja þannig, að hann komi sem flestum að notum, og það jafnvel þótt menn verði að neita sér um eitthvað af því, sem með þarf til að koma upp vélrænum stórbúum. Landbúnaður án bændastéttar yrði ekki til á- vinnings fyrir framtíð þjóð- arinnar. En möguleikarnir til þess að láta bændastéttina alla fylgjast að í hinni miklu fram sókn, til fullkomnari búskap- arhátta, er einmitt fólginn í þeim almenna framfarahug, sem einkennir íslenzka bænd ur um þessar mundir — fram farahug, sem er ríkari hér en víða annarsstaðar, hvað sem hver segir um það efni. kaddir nábáanna Bragi Sigurjónsson skrifar að ýmsu leyti athyglisverða hugvekju í blað sitt, Alþýðu- manninn, 9. þ. m., þótt innan um kenni nokkurra öfga. Hann bendir á, að þjóðin verði að gera sér ljóst, að hún verði ölmusuþjóð, nema unninn verði bugur á van- stjörn þeirri, stéttadeilum og slæpingshætti, sem rikt hefir undanfarin ár. Bragi segir m. a.: „Það er grátlegt að horfa upp á það ár eftir ár, að braskarar og annar óþurftar- lýður fleytir rjómann af arði hinna vinnandi stétta aðeins fyrir samhaldsleysi og skiln- ingsleysi þeirra á því, að þeirra hagsmunir fara sam- an, en ekki andstætt. Eðlilegast væri að verkalýðs- iðnaðar- og bændastéttirnar hæfu þetta samstarf, þar sem þær eru félagslega bezt þrosk- aðar að því er virðist og eiga líka mest undir því, að þetta samstarf blessist. Þeir stjórnmálaflokkar, sem bezt gætu stuðlað að því, að þetta samstarf komist á og stæðist prófraunina, eru óefað Alþýðuflokkurin og Framsókn- arflokkurinn, enda báðir sprottnir af þeim rótum, sem að vissu marki má segja, að bezt hafi nært íslenzkt þjóð- lif um undanfarna áratugi: samvinnuhreyfingin og verka- lýðshreyfingin." / Það var í samræmi við þetta sjónarmiö, sem Framsóknar- flokkurinn reyndi að koma á samstarfi Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins á síð- astliðnum vetri. Það strand- að þá á Alþýðuflokknum. Óbreyttir liðsmenn Alþýðu- flokksins þurfa að kenna foringjunum, að þeir hafi stigið skökk spor, er þeir höfnuðu umræddu samstarfi, því að öruggasta leiðin út úr ógöngunum er samvinna hins vinnandi fólks. Samsíarf, sem Al- þýðufl. hindraði í Alþýðublaðinu hafa und- anfarna daga birzt forystu- greinar eftir Stefán Pétursson eða undirtyllur hans, þar sem ráðist er hatramlega á Fram- sóknarflokkinn fyrir þátttöku hans í núver. ríkisstjórn. Því er jafnframt mjög hampað, að Framsóknarflokknum hafi enn orðið lítið ágengt í því að koma fram ýmsum umbóta- málum, sem hann háfi lagt áherzlu á fyrir seinustu þing- kosningar. í tilefni af þessu þykir rétt einu sinni enn að minna á starfsaðferð þá, sem Fram- sóknarflokkurinn beitti eftir kosningarnar og hvernig hann hugðist að hrinda fram um- ræddum áhugamálum, sem jafnframt eru hagsmuna- mál alis ahnennings í land- inu. Strax eftir að forseti ís- lands hafði að kosningunum Ioknum falið Ilermanni Jón- assyni að hafa forgöngu um stjórnarmyndun, sneri Fram sóknarflokkurinn sér til Al- þýðuflokksins og bauð hon- um samvinnu um ríkisstjórn. Framsóknarfiokkurinn sneri sér til AlþýÖuflokksins af þeirri ástæðu, að hann taldi þessa tvo flokka líklegasta tii þess að geta átt samleið um framkvæmd þeirra umbóta mála, er almenning skipta nú mestu, ef dæmt er eftir stefnu skrám þeirra og kjósenda- fvlgi. Að vísu er það svo, að þessir flokkar hafa ekki næg- an þingstyrk að baki sér, en Framsóknarflokkurinn benti á, að þeim væri opin leið að ganga sameiginlega til kosn- inga, ef mál þcirra væru felld í þinginu og myndu senni- lega á þennan hátt geta tryggt sér þingmeirihluta til frambúðar. Svar Alþýðuflokksins við þessari málaleitun var það, að fyrirfram yrði að tryggja stefnu þeirrar stjórnar, sem þessir tveir flokkar kynnu að mynda, meirihlutafylgi á Al- þingi. Þar sem báðir flokk- arnir voru sammála um, að ekki væri hægt að leita til kommúnista, var ekki í annað hús að venda en til Sjálfstæð- isflokksins. Þaðan komu bæði óljós og ógreinileg svör, en af þeim var þó fullráðið, að tilgangslaust var að hugsa um stjórnarmyndun Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, ef hún ætti að byggjast á stuðningi Sjálf- stæðisflokksins. Með þessu skilyrði sinu hindruðu því forkólfar Alþýðuflokksins stjórnarsamvinnu milli Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, og bæði við þetta tækifæri og síðar kom það fram, að þeim var óljúft að hugsa sér stjórnarþátttöku, nema Sjálfstæðisflokkurinn yrði einnig með. Hin nána samvinna forkólfa Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks ins, sem komist hafði á í StjórnaVtíð Stefáns Jóhanns, hélt þá enn áfram, eins og sjá má á því, að Sjálfstæðis- flokkurinn veitti Alþýðu- flokknuni brautargengi við allar meiriháttar nefndakosn- ingar á Alþingi og hjálpaði m. a. til aö tryggja áfram setu Stefáns Péturssonar í útvarpsráði. (Framhald d 6. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.