Tíminn - 16.08.1950, Page 1

Tíminn - 16.08.1950, Page 1
I — Ritstjóri: Þórarínn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurínn -------------------------~7 Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttasimar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 34. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 16. ágúst 1950 177. blað Sjö votheysturnar hyggðir í Borgarfirði í sumar I»eir ©rsi steyptir Iiálfir í jörð, og' Jiarf ©kki saxablásara til að koina boyimi í |>á Á sambandssvæöi Búnaðarsambands Borgíirðing-a er ráð- gert að reisa a. m. k. sjö votheysturna í sumar, og er bygg- ingu fimm þeirra lokið. Tíðindamaður blaðsins hitti Hauk Jörundsson, kennara á Hvanneyri, en hann hefir haft um- sjón með byggingu turnanna Turnarnir háifir í jörð. Turnar þessir eru byggðir því sem næst hálfir í jörð, sagði Haukur. Þeir eru sex metrar á hæð og gerðir úr mjög sterkri járnbentri stein steypu. Þvermál þeirra er fjór ir metrar og eiga þeir að geta tekið um fimm kýrfóður. Þeir eru steyptir í mót frá S.Í.S. Þarf ekki saxblásara. Höfuðkostur þessara turna er sá, að ekki þarf saxblás- ara til þess að koma heyinu í þá. Saxblásarar eru dýrir, kosta líklega um 10 þús kr. Þar sem turnarnir eru hálfir í jörð. verður meirihluti heys ins í jörðu að vetri og frýs því minna og má gera sér vonir um minni skemmdir af þeim sökum. Hæðin er heldur ekki meiri en svo, að víðast má koma fyrir skáborðum af hey vögnunum upp í hliðarop turnsins og draga heyið inn af bifreiðum eða heyvögnum. Hey mun verða sett í alla þessa turna í Borgarfirði í sumar. Margir biðja um turna. Eins og fyrr segir er búið að byggja fimm turna, verið er að steypa hinn sjötta og einn er eftir. Efni er ekki til í fleiri turna, en fáist það, sem enn er óvist, munu nokkr ir fleiri verða steyptir í sum- Agæt reknetaveiði í Miðnes- og Grinda- víkursjó Undanfarna daga hefir ver ið ágæt reknetaveiði hjá bát um frá Faxaflóaverstöðvum í MiÖnessjó og Grindavikur- sjó. Hafa bátarnir fengið 100 —200 tunur eða 4—7 tunnur i net. Beztur var afli hjá Grindavíkurbátum í fyrrinótt allt upp í 220 tunur. Kefla- víkurbátar fengu 100—150 tunur. Þaðan stunda nú fjór ir bátar reknetaveiðar. Síldin er fryst að mestu leyti, en frystihúsin hafa ekki við og verður þvi að setja sumt í bræðslu. fyrir hönd sambandsins. ar áður en mótin fara í aðra landshluta. Margir hafa beð- ið um slíka turna en líkur til að þeir verði að bíða til næsta sumars. Turnar þeir, sem gerðir eru í sumar, eru á þessum bæj- um: Tveir á Hæli í Flókadal, einn á Oddsstöðum í Skorra- dal, einn á Indriðastöðum í Lundar-Reykjadal, einn í Ferjukoti og verið er að steypa turn á Lambastöðum en eftir að byggýa turn á Litlu-Brekku. Bálfarir fara í vöxt hér á landi Útfararkostnaður lækkar að mun Síðan bálstofan í Fossvogs kirkjugarði tók til starfa 1947 hefir 71 lík verið brennt þar, og fara bálfarir mjög í vöxt meðal íslendinga. Þar sem bál stofur hafa tekið til starfa er lendis hefir tala þeirra sem brendir eru ekki vaxið jafn ört og hér á landi. Um 70% allar jarðarfara i Reykjavík fara fram frá Foss vogskirkju, enda sjást nú sjaldan likfylgdir á götum bæjarins. Til dæmis má geta, að í júlímánuði fóru fram 17 jarðarfarir frá Fossvogskirkju en ekki nema 7 frá öllum kirkj um bæjarins samanlagt. Sú nýjung hefir verið tek- in upp við jarðarfarir í Foss- vogskirkju að öll útförin fer fram í kirkjunni sjálfri og þar er einnig rekunum kast- að og losnar fólk við þau ó- þægindi að standa við gröf- ina úti i garðinum þegar vond eru veður eins og oft er hér að vetrarlagi. Útfararkostnaður hefir einnig lækkað og kostar út- för, þegar um greftrun er að ræða frá 1000 til 1300 kr. en bálför kostar um 800 til 900 kr. Fyrir sunnan kirkjuna er verið að útbúa reiti þar sem duftöskjum verður komið fvr ir. Ef óskað er, fást þar reitir sem eru 40X40 centimetrar að stærð og ætlaðir eru fyrir duftöskjur. Einföld plata með nafni hins látna veröur svo komið fyrir á leiðinu. Bob Mathias varpaði kúlunni 13,77 metra á meistaramót- inu, en það er langt undir hans eigin meti. Ef til vill dregur kuldinn hér úr áragnrinum. Brúnkolalögin á Skarðs- strönd rannsökuð í ár VórSnr uiiiit að hefja hrBÍnkolaviniislu? Eins og kunnugt er eru á Skarðsströnd allmikil brún- kolalög í jörðu. Hafa kol stundum verið tekin þar til elds- neytis úr fjörunni, og á styrjaldarárunum voru unnar fjög- ur hundruð lesta brúnkola úr námu í landi Skarðs á Skarðs- strönd, og átta lestir í landi Tinda. Tíðindamaður frá Tíman- um átti i gær símtal við Krist in bónda Indriðason á Skarði, og sagði hann, að nú um mánaðamótin hefðu menn verið við boranir í Tindalandi og er búið að bora eina 45 metra djúpa holu, en verið að bora aðra. Fleiri holur er fyr irhugað að bora. Kolalögin 2—3 m. þykk. Kolalögin á Skarðsströnd- inni eru upp frá flæðarmál- inu, og verður vitanlega þykk ara jarðlagið ofan á þeim, er dregur ofar. Á Skarði var kol unum skipað út svo að segja beint úr opi kolanámunnar, þegar kolanám var stundað þar á stríðsárunum. Kolalögin munu á þessum slóðum vera tveggja til þriggja metra þykk, og rann- sóknir hafa sýnt, að þetta eru góð brúnkol. Lokaþáttur rann- sóknarinnar. | Boranir þær, sem nú eru framkvæmdar, eru lokaþátt- ur í rannsókn á því, hvort vinnandi vegur sé að hefja þar kolanám á venjulegum tímnum. Félag, sem stofnað hefir verið i þvi skyni, að hefja þarna námuvinnslu, ef fært þykir, stendur fyrir þessum rannsóknum, og er Haraldur Guðmundsson frá Háeyri framkvæmdastjóri þess. Nýtt dilkakjöt á markað í dag Sumarslátrun er nú haíin og kom fyrsta dilkakjöt sum arsins á markaðinn í morgun. Slátrun hófst í Borgarnesi í fyrradag en í gær hjá Slátur félagi Suðurlands i Reykjavík. Verð á hinu nýja dilkakjöti hefir verið ákveðið fyrst um sinn kr. 20,00 hvert kg. í heild sölu en kr. 23,20 i smásölu. * Islenzkum blaða- manni boðið til Finnlands Utanríkismálaráðuneytinu ís lenzka hefir borizt bréf frá finnsku ríkisstjórninni, þar sem hún tilkynnir, að ákveðið sé að bjóða til Finnlands í sumar eða haust fjórum nor- rænum blaðamönnum, þar af einum íslenzkum. Er til þess ætalazt, að blaðamennirnir dvelji einn mánuð í Finn- landi, og lætur finnska stjórn in þeim í té fimmtiu þúsund finnsk mörk. En ferðalög að heiman og heim eiga þáttak- endur sjálfir að greiða. Utanríkismálaráðuneytið mun ráðstafa þessu boði í samráði við Blaðamannfélag íslands. Ægir tekur rúss- neskt skip Var í íslenzkri land- helg'i með ólöglegan veiðarfærahúnað Síðastliðinn laugardag tók varðskiptið Ægir rússnezkt síldveiðiskip, með ólöglegan veiðarfæraútbúnað á siglingu undan Grjótnesi. Skipið heit ir Gand. Ægir fór með skipið til Akur eyrar, þar sem dómur var upp kveðinn í málinu. Var hann á þá leið aó' rússnezka skipið skyldi greiða 2500 krónur í sekt, auk málskostnaðar. Skip ið er nú farði aftur út til veiða. Mikill afli á karfa- veiðunum Ákurevrartogararn ir þrír allir við þær veiðar Akureyrartogararnir, þrír Jörundur, Kaldbakur og Sval bakur, eru allir á karfaveið- um. Hafa þeir aflað mjög vel að undanförnu, eins og áður í sumar. Svalbakur var væntanleg- ur til Krossanesverksmiðj- unnar í gærkvöldi með full- ferði og verður unnið úr karf anum í verksmiðjunni, á sama hátt og áður. Krossanesverksmiðjan mun nú eiga um 2 þúsund lestir af karfa og einnig fiskimjöli. Hefir vinnsla 1 verksmiðjunni gengið mjög vel. Um 7 þús- und mál af síld hafa borizt til verkmismiðjunnar, það sem af er sumrinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.