Tíminn - 16.08.1950, Page 2

Tíminn - 16.08.1950, Page 2
2. TÍMINN, miffvikudaginn 16. ágúst 1950. 177 blað ')?á hafi til heiía j 3éLfáf Útvarpið tltvarpið í dasr. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Útvarpssagan: „Ket- illinn“ eftir William Heinesen; XXI. (Vilhjálmu.r S. Vilhjálms- son rithöfundur). Kl. 21,00 Tón leikar: Hljómsveit Howards Barlow leikur létt lög (plötur). Kl. 21,25 Iþróttaþáttur (Sigurð- ur Sigurðsson). Kl. 21,40 Dans- lög. Kl. 22,00 Fréttir og veður- fregnir. Kl. 22,10 Danslög (plöt ur>. Kl. 22,30 Dagskárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip. Hekla var væntanleg til Thorshavn i Færeyjum í morg- un á leið til GÍasgow. Esja fór írá Akureyri síðdegis í gær austur um land til Reykjavík. Kerðubreið fór frá Akureyri í gærkvöldi austur um land. Skjaldbreið er í Reykjavík og á að fara þaðan í kvöld til Breiðafj arðarhafna. Þyrill er væntanlegur Reykjavíkur í dag Armann fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Vestmannaeyja og Austfjarða. Eimskip. Brúarfoss fór frá Kiel í gær til Álaborgar og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Rotterdam 14. ágúst til Hull, og þaðn aftur til Rotterdam. Fjallfoss fór frá Siglufirði 11. þ. m. til Gauta- borgar. Goðafoss kom tll Reykjavíkur í gærkvöldi frá Gautaborg. Fer í dag til Kefla- víkur. Gullfoss kom til Leith í gær, fer þaðan i kvöld til Kaupmannahafnar. Lagarfoss var á Isafirði í gærkvöldi. Sel- íoss er á Siglufirði Tröllafoss íór frá New York 7. þ. m. til Reykjavíkur. Blöð og tímarit Skákritið, 1. tölublað af hinu nýja skák- riti er nú komið fyrir almenn- ingssjónir. Efni ritsins er ein- göngu um skák og skákmenn. 1 ritinu er eftirfarandi efni: Ávarp til íslenzkra skákmanna frá Sveini Kristjánssyni og Þóri Ó- lafssyni útgefenda ritsins. Skák- þing Norðurlanda í Reykjavík | 1950 eftir Baldur Möller. Skák- ! þing Reykjavíkur 1950. Lands- j liðskeppnin 1950. Stórmeistara- j mótlð í Búdapest. Skákför tll Norðurlands. Eigum við tvenn landslið? Af erlenduin vettvangi. Af innlendum vettvangi. Auk þess eru sýndar í ritinu ýmsar taflstöður. Árnað heilla Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hrefna Bjarnadótt- ir verzlunarmær, Efstasundi 32 og Agnar Jóhannssoi. skrifstofu- maður, Miðstræti 10. Hjónaband. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Jó- j hanni Kr. Briem, Melstaö í Mið- j firði, ungfrú Ingibjörg P. Gisla- j dóttir og Héðinn Ágústsson, bifreiðastjóri. Heimili ungu, hjónanna er í Skipasundi 47. Ferðafélag fslands ráðgerir að fara skemmtiför að Hagavatni næstk. laugar- dag kl. 2 e. h. og komið heim aftur á sunnudagskvöld. Ekið austur Hellisheiði með við- komu að Gullfossi og að sælu- húsi F. í., sem er skammt frá vatninu, og gist þai. Á sunnu- dagsmorgun gengið upp á jök- ul á Hagafell og á Jarlshettur. Hagavatn er eitt merkasta stöðuvatn landsins vegna flóð- anna og umhverfið allt mjög hrikalegt. Áskriftarlisti liggur frammi og séu farmiðar teknir fyrir hádegi á föstudag. Átthagafélag Kjósverja. fer í berjaferð upp í Kjós sunnudaginn 20. ágúst. Lagt verður af stað kl. 8,30. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi á fimmtudagskvöld 17. þ. m. All- ar nánari upplýsingar í eftir- tiadum símum: 7429, 80792, 6516 og 3249. Ný stjórn mynduð í Hvítt flauel verður mikið í tízku, þar sem einhver efni' til klæðagerðar er að fá. Ilér Vail sést höfuðfat úr slíku efni með svörtum dúsk til skreyt- rikisraðnt‘l’ra ingar. Zeeland utan- sem Hæstiréttur S-Af- ríku viðurkennir ekki kynþáttalögin Hæstiréttur Suður-Afríku ógilti nýlega dóm, sem kveð- inn hafði verið upp sam- kvæmt hinum nýju lögum um mismunandi rétt kynþátta í Suður-Afríku. Hafði prestur verið dæmdur í háa sekt fyrir að gefa saman í hjónaband hvítan mann og svarta stúlku en það er eitt af mörgu, sem kynþáttalög þessi banna. Hæstiréttur ónýtti þennan sektardóm, þar eða hann færi í bága við almenn mannrétt- indi. fvrr Ný stjórn hefir verið mynd uð í Belgíu undir forsæti dómsmálaráðherrans i ráðu- neyti Jean Duvieusart. Van Zeeland verður framvegis utanríkisráðherra. Hinn nýi forsætisráðherra er 65 ára gamall. Stjórnin er hrein stjórn katólska flokksins. Flugferðir Flugferðir Loftleiða. Innanlandsflug: í dag er á- ætlað að fljúga til Vestmanna- eyja kl. 13,30 og til Akureyrar kl. 15,30. Auk þess til ísafjarðar í dag verða hafnar fastar ferð- ir milli Akureyrar og Siglu- fjarðar. Er það Grummanbát- ur Loftleiða, sem annast þess- ar ferðir. Verða farnar tvær ferðir daglega. Fyrri ferðin er frá Akureyri kl. 10,00 og frá Siglufirði kl. 10,45. Seinni ferð- in er kl. 18,00 frá Akureyri og kl. 18,45 frá Siglufirði. Millilandaflug: Geysir fór í gær frá París til Kaupmanna- hafnar. Frá Kaupmannahöfn var áætlað að vélin færi í morg un til Hamborgar til að sækja þýzku knattspyrnumennina, er hingað koma. Frá Hamborg er vélin væntanleg hingað seint í kvöld. Ný vatnsveita tekin i notkun í Húsavík Nfikil hól fyrir kaapstaðinn Hinn 10. ágúst var tekin í notkun ný viðbótarvatnsveita í Húsavík. Hefir verið unnið að þessu verki undanfarin tvö ár. Gamla vatnsveitan var orð in alltof litil og ófullnægjandi í kaupstaðnum svo að þar var vatnsskortur einkum á sumr- tn. Hið nýja kerfi reyndist vel og er nú gnægð vatns. Lítið bar á bilunum á gamla kerf- inu, þegar hið nýja var tengt. Undanfarna viku voru ó- þurrkar í Þingeyjarsýslu en í gær og fyrradag var bjart veður og þurrkur. Skemmdarverk á brezku herskipi Komist hefir upp um skemmdarstarf, sem gerð voru um borð í brezka beitiskipinu i „Theseus“. Rafmagnskerfi ' skipsins hafði verið skemmt , og einnig áttaviti skipsina. Hert hefr verið á öryggisráð- stöfunum vegna skemmdar- verka, sem farið hafa 1 vöxt í Bretlandi. Fyrir nokkru voru framin skemmdarverk á flug- vélum, sem senda átti úr landi. Einnig var sprengdur í loft upp prammi með skot- færabirgðum. Svíar undirbúa Nóbelshátíð f Stokkhólmi er hafinn und irbúningur að 50 ára afmælis hátíð Nobels og verður hún haldinn í marz næsta ár. Öll um Noblesverðlaunamönnum verður boðið en þeir eru um 100 sem á lifi eru. Ekki er vit að með vissu hvort hópur allra þessara mikilmenna getur mætt á hátíðina. Á hátíðinni verður sýning á þróun þeirra greina sem Nobelsverðlaunin ná til. Tdmar flöskur Hér eftir látum vér borga 50 aura fyrir tómar flösk- ur, séu þær sóttar heim til manna. Hinsvegar kaupum vér tómar flöskur í Nýborg á 60 aura. Hringið í einhvern eftrtaldra síma þegar þér óskið að losna við tómu flöskurnar yðar, og munuð þér þá samtímis geta selt komumönnum öll glös og allar krukkur, sem þér óskið að losna við. Símarnir eru: 4714, 80818 og 2195. Látið eigi undir höfuð leggjast að hringja ef þér eigi kjósið fremur að koma sjálf með flöskurnar í Nýborg. Áfengisverzlun Ríkisins Tillaga um að gera Evrópuráðið að lög- gjafarþingi Á fundi Evrópuráðsins í Strasbourg s.l. mánud. voru enn ræddar till. Shumanns um sambræðslu stál- og kola- iðnaðar Vestur-Evrópu, og einnig tillögur Churchills um að stofna Vestur-Evrópuher. Fulltrúar Frakka, frá hvaða flokki sem er, standa á móti því, að iðnaðarsambræðslan verði sett undir vald Evrópu- ráðsins. Aftur á móti eru flestir brezku fulltrúarnir með því. Tillögur Churshills um Evrópuher fær góðar undir- tektir hjá fulltrúum flestra landa nema Norðurlandafull- trúanna. Spaak, formanni ráðsins hefir verið falið að gera tillögur um stjórn og framkvæmd hernaðarsam- steypu Vestur-Evrópu. í gær flutti Mc Kay, einn af fulltrúum brezkra jafnað- armanna tillögu um, að gera Evrópuráðið að lcggjafarþingi og yrðu ákvæði þess bindandi fyrir allar þær þjóðir, sem í ráðinu sætu. Fulltrúaráðið á þannig að vera nokkurs kon- ar neðrimálsstofa og ráð- herranefndin á að svara til efrideildar eða lávarðadeild- ar brezka þingsins. Fulltrúar Norðurlanda standa yfirleitt allir á móti þessum tillögum og vilja ekki samþykkja að sjálfsákvörð- unarréttur þeirra verði af þeim tekinn. Benda þeir á, að málum Vestur-Evrópu verði betur ráðið með frjáls- um samtökum þjóðanna en lögbundinni þátttöku. Nýstárleg kvikmynd Fravihald af 8. síðu. inni t. d. líking af ráðherra- fundum þar sem fulltrúar stórþjóða eru einkenndir með lögum sem þekkt eru. T. d. þegar Edin stendur upp' heyrst klukknahljómur Big Ben. Molotov heldur sína ræðu meðan leikin eru „Svörtu augun“ ræða hans er svo löng að allir fundarmenn sofna en einn, sem situr hjá stóru hnattlíkani kveikir f hnattlíkaninu með vindli sín- um. Allir fundarmenn fylla vatnsglös sín og reyna aÁ slökkva í hnettinum nema Molotvo einn sem heldur ræðu um frið meðan leikin eru „Svörtu augun“ og heim- urinn brennur. * Ohagstæður verzl- unarjöfnuður um 117 milljónir króna Samkvæmt upplýsingum frá hagstofu íslands er verzl unarjöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um 117 millj. kr. síðan um áramót. í júlímán- uði var verzlunarjöfnuðurinn óhagstæður um 40 millj kr. Á sama tíma i fyrra var mis- munurinn 72,5 millj. kr. 1 s. 1. mánuði voru fluttar inn vörur fyrir 55,5 milj. kr. en útflutnings verðmæti nam aðeins 16,2. Ástæðan fyrir misræmi í verzlunarjöfnuði á þessu ári samanborið við s. 1. ár, er sú að innflutningur var langtum meiri en útflutn- ingurinn minni. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS *

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.