Tíminn - 20.09.1950, Page 4
4.
TÍMINN, miSvikudaginn 20, september 1950.
206. blað'.
HANDBÖK BÆNDA
Landbúnaðarráðherrann,
Hermann Jónasson, skýrði
frá þvi á fundi Stéttarsam-
bands bænda nýlega að hann
myndi sjá svo um, að gefin
yrði út handbók fyrir bænd-
ur innan skamms. Mál þetta
er nú komið nokkuð á veg.
Hefir Tlminn frétt, að í ráði
sé að ýmsir trúnaðramenn
búnaðarsamtakanna verði
kallaðir saman í haust eða
snemm vetrar til að ráða
ráðum sinum um efni og fyrir
komulag bókarinnar. Verður
þá að líkindum að því stefnt,
að bókin geti komið út á
næsta vori. Fyrr getur það
naumast orðið, því að hér
er um að ræða mikið vanda-
verk, sem getur orðið til stór-
gagns fyrir landbúnaðinn, ef
vel tekst, en lítils virði ella.
Hér er í raun og veru um
stórmál að ræða, sem bænda
stéttin ætti að láta sig miklu
varða.
Bændabýli landsins eru
rúmlega sex þúsund að tölu.
Á hverju þessara 6000 bænda
býla, eru meiri og minni tæki
færi til að afla sér nýrrar
reynslu varðandi búskapinn á
ár hverju. Mögmeikar til að
afla reynzlu af nýjum bú-
skaparháttum og tækjum eru
að vísu nokkuð misjafnir, a.
m. k. að talsverðu leyti komn
ir undir efnahag og aðstöðu.
En hinar gömlu búskaparað-
ferðir hafa líka sína þroska-
möguleika, og þar skiptir lika
miklu máli, að úr því sé skorið
með reynzlu, hvernig bezt
henti að vinna að hverjum
hlut. En þó að bóndinn reyni
sitt af hverju í gömlum bú-
skaparaðferðum og nýjum, er
ekki þar með sagt, að allir
haldi að staðaldri reynzlu
sinni til haga, festi sér hana í
minni eða miðli öðrum ai
henni. Margir gera það þó
að sjálfsögðu. En þó að
reynzla þeirra bænda, sem
beztum árangri ná í búskap,
komi þeim sjálfum að gagni
og e. t. v. næstu nágrönnum
þeirra, má ekki þar við sitja,
ef vel á að vera. Þess er og
að gæta, að einn reynir þetta
og annar hitt. Einn er fyrir-
mynd í fjármennsku, annar í
jarðrækt, þriðji í öflun eða
verkun heyja o. s. frv. Það
sem á vantar í því sambandi,
er að allir bændur landsins
eigi kost á að kynnast hinum
bezta árangri sem náðst hefir
á hverju sviði, og geti fært
sér þær aðferðir í nyt, sem
bezt hafa gefizt. Má þá held-
ur ekki gleyma því, sem fræði
menn landbúnaðarins og til-
raunamenn á vegum hins op
inbera hafa unnið og leitt
í ljós á síðari tímum né bún-
aðarvísindum þeim, er num-
in hafa verið erlendis og
byggð á erlendri reynzlu, því
að oft geta þau einnig í hag
komið hér, þótt margt sé
með öðrum hætti.
Hlutverk handókarinnar á
áð vera að gefa hverjum þeim
er við búskap fæst, tækifæri
til að lesa í stuttri og skýrri
fráscgn, í hvert sinn er hann
þykist þurfa, það sem menn
nú vita sannast og réttast
um öll hin helztu viðfangs-
efni, er á vegi bóndans verða
í daglegu starfi á öllum tím-
um árs. Um sumt, jafnvel
margt, af því sem slík bók
fjallar um, veit bóndinn sjálf
ur ef til vill eins vel eða bet-
ur en bókin, og fjölbreytni
lífsins og hinna margvíslegu
Rit, sem ú að geta komið að miklum uot-
um fyrir bændastéttina.
staðhátta er jafnan meiri en
svo, að gert verði ráð fyrir
í einni bók, hve stór sem hún
væri. Þó á hún, ief vel er að
unnið, að hafa eitthvað, sem
öllum má til gagns verða, eða
réttara sagt: Eitthvað í henni
verður alltaf einhverjum til
leiðbeiningar. — Auk þess
yrði svo að sjálfsögðu í slíkri
bók ýmisskonar almenn
fræðsla um málefni landbún-
aðarins, hagfræðilegar stað-
reyndir o. II. sem jöfnum
höndum væri til gagns og
gamans fyrir þá, sem áhuga
hafa á landbúnaðinum, sögu
hans og þróun.
Svo aið segja hvern dag
vakna í huga bóndans, ekki
slzt þeirra, sem ungir eru og
fátækir af eigin reynzlu, fleiri
eða færri spurningar um
starfið, sem honum væri styrk
ur I að fá svör við frá þeim,
sem fleira hafa reynt og bet-
ur mættu vita. Sumum slik-
um spurningum verður hann
sjálfur að svara fyrr eða síð-
ar af því að enginn annar
getur gert það. Við öðrum
gæti hann sennilega fengið
gagnleg svör hjá stéttarbróð
ur sínum annarsstaðar í sveit
inni eða sýslunni, e. t. v. ekki
fyrr en í öðrum landsfjórð-
ungi. Öðrum gætu ráðunaut-
ar og aðrir vísndamenn land
búnaðarins svarað, ef þeir
væru til staðar. Vera má, að
bóndinn sjálfur hefði numið
svarið, ef hann hefði verið
í búnaðarskóla. Þó er það
ekki víst, og enn hefir ekki
nema nokkur hluti bænda-
stéttarinnar sótt slíka skóla.
En þegar bóndinn er að hefja
starf sitt, e. t. v. nýja fram-
kvæmd, og skjótra ákvarðana
er þörf, er enginn tími til að
leggja land undir fót tíl að
spyrja ráða. Þá er sennilegt
að handbókin gæti oft kom-
ið í góðar þarfir, ef hún er
nægilega fjölbreytt og vel til
hennar vandað.
Dæmin eru nærtæk. Margir
bændur hér á landi vita enn
tiltölulega lítið um votheys-
gerð, hvernig votheyið eigi
að vera til þess að það telj-
ist vel verkað, hvernig eigi
að byggja votheysgryfju,
hvernig hún eigi að vera í
laginu, hversu mikið efni
þurfi til hennar, hversu hátt
jarðræktarframlag fáist til
hennar o. s. frv. Þó að rnenn
hafi einhverntíma heyrt tal-
að um þetta, fyrnist slíkur
fróðleikur meðan hans er
ekki þörf, og er jafnvel orðín
úreltur, þegar til hans á að
taka eftir langan tíma. Og
hvernig er um áburðarnotk-
unina? Á því sviði hefir margt
komið i ljós á síðustu tímum
sem mönnum var áður nulið,
en hverjum bónda er í raun-
inni nauðsyn að vita. Hugs-
um okkur bónda, sem ætlar
að rækta matjurtir á jörð
sinnl í fyrsta sinn og heíir
aldrei fengizt við slíkt áður.
Hann þyrfti áreiðanlega að
spyrja um margt, stórt og
smátt. Heimafengin reynzla
er góð, en það er dýrt að
þurfa að læra allt af henni,
taka á sig kostnaðinn af mis
tökunum. Svipað er að segja
um hina miklu vélanotkun
í sveitunum nú. Á því sviði
verða áreiðanlega stundum
mikil mistök, sem hægt hefði
verið að komast hjá, ef kost-
ur hefði verið leiðbeiningar
á réttri stundu. Og hvað þá
um bóndann, sem þarf að
byggja yfr sjálfan sig eða
skepnur sinar. Það er gott
að fá fagmenn til slíkra verka
en ekki spillir, að bóndinn
eigi sjálfur kost hagnýtrar
fræðslu um tilhögun bygg-
inga. Sjálfs er höndin holl-
ust, þar sem annarsstaðar.
Á undaförnum áratugum
hafa, eins og áður er að vikið,
verið gerðar margvíslegar vís
indalegar tilraunir í þágu
landbúnaðarins. Hefir þar án
efa verið unnið mikið og gott
verk af sérmenntuðum og
reyndum mönnum á vegum
búnaðarsamtakanna og ríkis
ins.
Öðru hverju eru gefnar út
fræðilegar ritgerðir um þau
efni. Hér má nefna fóðrun-
artilraunir, áburðartilraunir
og ýmiskonar jarðræktartil-
raunir og jarðvegsrannsókn-
ir, verkfæratilraunir, tilraun
ir með byggingarefni, búfjár-
ræktartilraunir o. s .frv. En
bóndinn, sem allt í einu þarf
á ráðleggingum að halda varð
andi verk sitt eða fyrirhug-
aða framkvæmd, hefir ekki
tíma til að leita uppi slikar
ritgerðir og tína upp úr þeim
það, sem hann þarf á að
halda í það sinn. Röksemda-
leiðslur og rannsóknaraðferð
ir skipta hann ekki máli þá
1 stundina. Hann þarf að fá
\ niðurstöðuna, skýra og fá-
orða, ef um „praktiska“ nið-
urstöðu er að ræða á annað
borð. Sérstaklega þarf hann
á aðvörun að halda, þar sem
hætta getur verið á ferðum.
Og hætturnar eru margar í
sambandi við búskapinn, ekki
sízt fóðrun og meðferð búfjár
ins, og þó sérstaklega, þegar
verið er að reyna eitthvað
nýtt eða eithvað óvænt kem-
ur fyrir.
Þess þarf auðvitað vel að
gæta, að handbók sem þessi
flytji ekki úreltar niðurstöð-
ur eða rangar. Á röngum nið-
urstöðum er ávallt nokkur
hætta, ýmist af því að ekki
er nægilega vandað til upp-
lýsinga eða tilraunir hafa mis
heppnast, án þess að þeim,
er þær gerðu, væri kunnugt
um. Og þekking, sem einu
sinni var góð og gild, getur
misst gildi sitt, orðð úrelt,
ef önnur þekkng og víðtæk-
ari kemur til skj alanna. Hand
bók fyrir bændur á það því
sameiginlegt með öðrum
handbókum, að gildi hennar
er takamarkað við tíma, og
verður því að endurbæta
hana og gefa út á ný öðru
hverju. Vel myndi fara á því,
að í sambandi við handbók-
arútgáfuna væri starfræktur
bréfa^kóli fyrir bændur og
bændasyni, einkum á veturna
þar sem tekin væru til með-
ferðar einstök viðfangsefni,
og þá jafnframt svarað fyrir
spurnum, er berast kynnu
frá þeim,er þáttakendur væru
í þessari starfsemi. Slíkur
bréfaskóli gæti verið á veg-
um Búnaðarfélags íslands, og
í sambandi við búnaðar-
fræðslu þá, sem haldið er
uppi á vegum félagsins, bæði
í útvarpinu og á búnaðar-
(Framhald á 5. síðu)
Nú er komið haust. Sumarið,
hefur verið mörgum erfitt, í
sumum héruðum, eitt hið ó-
þurkasamasta í manna minn-
um. Á austanverðu landinu er
heyskapur svo lítill og lélegur,
að útlit er fyrir að bændur
verði að skerða bústofn sinn til
mikilla muna. Enn einu sinni
sýnir það sig, hver voði stafar
af því fyrir .landbúnaðinn að
þurfa að treysta á*útiþurrkun-
ina mestmegnis eða eina saman.
Fátt eða ekkert er jafn nauð-
synlegt fyrir bændur landsins
og að eignast varnir gegn ó-
þurkunum. Þessu má aldrei
gleyma.
Fóðurbætisgjöf hlýtur að
verða mikil á næsta vetri a. m.
. k. í aðal óþurkasveitunum. Síld
ar- og fiskimjöl, sem hægt hefði
j verið að flytja út fyrir erlendan
I gjaldeyri, verður nú að nota
I innanlands, og auk þess verður
naumast komizt hjá innflutn-
ingi erlends kjarnfóðurs í rík-
um mæli. Þetta er ill nauðsyn
en óhjákvæmileg að þessu sinni
En hvernig verður framtiðin?
Er ekki hægt að finna ráð til
að hægt verði að komast hjá
að nota eins mikinn gjaldeyri
í þessu skyni og gert hefir ver-
ið undanfarið og enn mun gert
verða á komandi vetri?
Fyrsti áfanginn í þeirri við-
leitni er auðvitað að bæta verk-
un heyjanna. Að nýta til fulln-
ustu þau næringarefni, sem
fást af túni og engjum á hverri
jörð. Ekkert kjarnfóður er betra
en hið gróandi gras um hásum
arið. Ef hægt væri að varðveita
þessi dýrmætu efni óskert og
óskemmd til vetrarins, þyrfti víst
engu að kvíða, og þá væri ekki
þörf á fóðurbæti, jafnvel ekki
fyrir kýr í hárri nyt. En gall-
irtn er, að þetta tekst ekki,
a. m. k. ekki nema að mjög
litlu leyti. Vel verkað vothey
mun halda mestu af næringar-
gildi sínu. En það er ennþá
alltof lítið. Næst votheyinu geng
ur súgþurrkað hey, ef það er
látið í hlöðu nýslegið af ljánni,
eða svo segja þeir, sm það eiga
að vita. Óhrakin taða, þótt þurk
uð sé úti nægir og sennilega án
fóðurbætis oftast nær. En und-
ir eins og heyið fer að hrekjast,
þarf að bæta það upp tíl að
fá fullt gagn af mjólkurkúm.
Og þannig er það í flestum
sumrum um talsvert mikinn
hluta af heyfeng landsmanna,
misjafnlega mikinn að vísu. Þar
við bætist svo það, sem að vísu
er hirt óhrakið, en svo linþurt,
að í því hitnar. Ornað hey get-
ur að vísu verið lystugt og gott
fóður, en mun þó ávallt hafa
heldur minna næringargildi en
hitt, sem helzt grænt til vetrar.
Afföllin verða því ávallt mjög
mikil frá því sem verið hefði, ef
öll hey hefðu geymst með ó-
skert fóðurgildi hinna gróandi
grasa.
hvort ekki sé kominn tími til
að reyna að láta hana verða
þjóðinni að gagni. Menn eru nú
| búnir að reyna kornrækt hér í
mörg ár, jafnvel áratugi. Eru
1 menn þá ekki orðnir einhvers
jVÍsari? Ár eftir ár sé ég í blöð-
um og tímaritum, að kornrækt
in á Sámstöðum hafi gefizt svo
og sv.o vel og myndir, sem eiga
að staðfesta það. Er þá ekki
(kominn tími til að hefjast
1 handa svo að um muni?
Ýmsir hafa bundið vonir við
i það, að landbúnaðurinn gæti
sjálfur framleitt þá uppbót,
sem með þarf til að bæta upp
rýrnum heyjanna.
„Skýjaglópur" skrifar mér
um það mál á þessa lið: „-----
Ég er líklega helzt til bjart-
sýnn á ýmsa hluti, og þessvegna
býst ég við, að einhverjir kalli
mig skýjaglóp------Seinnipart-
inn í sumar hefi ég oft verið að
hugsa u'm kornræktina, og
Hvernig væri að taka nú fyr-
! ir kornrækt í stórum stíl, þar
sem land er hentugast til þess
og hægt er að byrja með minnst
um tilkostnaði — án fram-
ræslu? Mig skortir að vísu þekk
ingu, en ég vildi leggja til að
byrjað yrði á söndunum í Rang
i árvallasýslu. Það á að græða
í þá upp hvort sem er, og því
I þá ekki að slá tvær flugur í
einu höggi. Bera tilbúinn áburð
í sandinn og sá í hahn komi.
Þetta land er ákaflega auðunn
ið, auk þess sem það er þurrt.
Áburðurinn kostar að vísu er-
lendan gjaldeyri eins og sakir
standa, en þegar áburðarverk-
smiðjan kemur, gerbreytist að-
staðan að þessu leyti. Ég hefi
þá trú, að á þessu landsvæði
væri hægt að framleiða allt
það kjarnfóður, sem þörf er á
handa búpeningi landsmanna,
þar á meðal hænsnafóður og
J það væri átak, sem um munaði.
-----Ég vil fá að vita, hvort
þetta er hægt. Það þarf að fá
um það skýrt álit manna, sem
þekkingu hafa og reynzlu, inn
lendra og erlendra, ef með þarf.
Úr þessu þarf að skera. Og hefj
ast svo handa, ef þeir fróðu
menn telja að vit sé í því.
Einhverntíma hefi ég lesið í
kennslubók, að í akuryrkjulönd
um séu höfð svokölluð sáð-
skipti, þ. e., að hið sama sé ekki
ræktað nema eitt eða tvö ár
í senn. Svo sé skipt um. Nýjum
jurtum sáð í akurinn, og öðru
hverju fái akurinn að hvíla
sig. Þetta er gert til að nota efni
jarðvegsins sem bezt, skilst
mér.
Þá þarf að skera úr um það,
hvaða möguleika við íslending-
ar höfum til svona sáðskipta.
Getum við e. t. v. ræktað fleiri
en eina korntegund — til skipta
og notað þær jöfnum höndum
til fóðurbætis? Og hvernig er
með kartöflur? Enn er kartöflu
ræktin helzt til lítil til að full-
nægja innanlandsþörfinni. Er
ekki hægt að nota kartöflur sem
fóðurbæti, og gæti ekki komið
til mála að flytja þær út, ef þær
væru ræktaðar í stórum stil?
Geta fóðurrófur ekki líka kom-
ið til greina, og myndi ekki
borga sig að flytja þær t. d. til
bænda á Suðurlandi, ef korn-
ræktin væri þar? Ég spyr eins
og barn í þessu efni, enn það
eru fleiri, sem spyrja. Og ein-
hverjir ættu að vita þetta, eða
geta aflað sér vitneskju um
það.------Hvað segja allir okk-
ar ágætu búfrðeðikandidatar um
þessa hluti, og hvað segja til-
raunamennirnir? Það langar
mig til að vita. Ég hefir mínar
skoðanir um það, eða öllu held-
ur trú, en það hefir nú víst
ekki mikið að segja“.
Þetta segir „Skýjaglópurinn".
Og svari nú þeir, sem það geta.
Gestur.
Þakka innilega vinarhug og hlý handtök á sextugs
afmæli mínu. Lifið heil.
BJARNI GÍSLASON