Tíminn - 04.11.1950, Side 3
246. blað
TÍMINN, laugardaginn 4. nóvember 1950.
S,
s :■; • t ■
Hvað er svefninn?
Rannsóknir Rieket |»róíessors
Richet heitir prófessor einn '
franskur, sem nýlega hefir
skrifað ritgerð um svefninn.
Þykir hún merkileg, enda
byggð á því, sem nútímavís-
indi vita um svefninn og
sjálfstæðum athugunum höf-
undarins á þeim grundvelli. |
Hér verður sagt frá nokkrum
atriðum, sem fram koma í
þessari ritgerð. j
Það er ekki nema tvennt,
sem nýfætt barn þarf með:
Að taka til sín fæðu og fá að
sofa. Prófessorinn telur, að
börn innan 15 ára aldurs þurfi
10 tíma svefn á sólarhring.
Fullorðnir menn á aldrinum
25—60 ára, telur hann hins
vegar að þurfi ekki að sofa
nema eftir því, sem þeir
finna að svefnþörf sín er, og
er þá alveg sama hve mikið
erfiði þeir leggja á sig, likam-
legt eða andlegt. Venjulegur
svefn á þessu aldursskeiði er
6—8 stundir án miðdegis-
blundar. En þegar fólk er
komið á sjötugsaldur fer það
að þurfa meiri svefn og svo
sannast á þvi, að tvisvar verð-
ur gamall maðurinn barn. |
Ef hundur fær ekki svefn,
dregur það hann til dauða á
93 til 143 klukkustundum.
Maður getur haldið sér vak-
andi í 17 daga án þess að hafa
varanlegan skaða af því.
Maður nokkur, sem ekki festi
blund í 21 dag, lézt af því
að líkamshitinn varð svo lítill
og heilinn gat ekki starfað.
Við getum vakað 48 til 60
stundir, segir prófesfsorinn,
og haldið fullum kröftum að
kalla. Sumir geta vakað og
Merkrar konu minnst:
Sigmunda Katrín Jónsdóttir
unnið í 115 stundir og margir
komast af með þriggja eða
fjögra stunda svefn í sólar-
hring talsverðan kafla. Hann
ráðleggur mönnum að drekka
sterkt kaffi og te, ef þeir þurfi
að leggja á sig vökur.
Napóleon mikli var þekktur
að því að þurfa lítinn svefn,
en gat lika sofnað, þó að hann
hefði ekki nema fimm mín-
útna hvíldarstund. Samanlagt
svaf hann ekki nema fjórar til
firnm stundir á sólarhring.
Margir telja, að kvöldsvefn-
inn fyrir miðnætti sé bezti
svefninn. Efnaskiptingin í lík-
amanum er hægari i svefni en
vöku. En þó að við snúum
hlutunum við og gerum nótt
að degi og dag að nótt, breyt-
ist ekki kirtlastarfsemin af
þeim sökum. Efnaskiptingin
verður hægari að nóttunni,—
á hinum náttúrlega svefn-
tíma, þó að við vökum þá.
Talið er að það sé tauga-
hnoða í miðheilanum, sem
stjórni svefninum.
Flestir vöðvar verða slapp-
ari í svefninum, nema augn-
vöðvarnir, svo skrítið, sem það
kann að virðast.
Sennilega dreymir menn
alltaf meðan þeir sofa, þó að
þeir muni ekki nema lítinn
hluta drauma sinna þegar.
þeir vakna.
Þetta eru nokkur atriði úr i
ritgerð visindamannsins, en J
annars eru dularlönd svefns-
ins ennþá leyndardómsfull og
ókönnuð, svo að vísindin
kunna ekki að gefa nema
mjög takmörkuð svör um
leyndardóma þeirra.
Enska knattspyrnan
A laugardag (28. október)
íóru leikar þannig í 1. og 2.
deild.
Staðan i 11 deild:
Arsenal—Derby 3—1
Burnley—Aston Villa 2—0
Chelsea—Sunderland 3—0
Everton— Manchester Un. 1—4
0—4
1—1
4—2
1— 4
4—1
2— 0
Huddersfield—Bolton
Middlesbro—Fulham
Newcastle—Blackpool
Portsmouth—Wolves
W ednesday—Liverpool
Stoke—Charlton
W. Bromwich—Tottenham 1—2
Eins og sjá má af þessu varð
aðeins einn leikur í 1. deild
jafntefli og er það mjög sjald
gæft. Það var Middlesbro, sem
jskipti stigunum með Fullham
og svo virðist sem liðið hafi
tapað hinni góðu æfingu, sem
þiað var í, í september. Það
sem mest kom á óvart s. 1.
laugardag var sigur Boltons
yfir Huddersfield 4:0, þrátt
fyrir að Huddersfield léki á
heimavelli, og sigur Wolver-
hamton 4:1 yfir Portsmouth.
Landliðsmarkmaðurinn Will
iams var frábær í „Úlfabúr-
inu“ en í framlínunni stóð
Jimmy Mullen sig bezt, þrátt
fyrir að hann er einn af elztu
leikmönnum liðsins. Totten-
ham hélt áfram sigurgöngu
sinni. Það líð.ur ekki á löngu
þangað til liðið verður komið
í efsta sætið. West Bromwich
skoraði markið á síðustu mín
útu leiksins. Arsenal og New-
castle eru ennþá í efstu sæt-
unum, en sigur Manchester
TJnited yfir Everton í Liver-
pool sýnir að liðið er í fram-
för. Harry Potts, sem Everton
keypti nýlega, lék með. í 1.
deild hafa verið skoruð 499
mörk en í 2. deild 485 síðan
keppnin byrjaði. Sunderland
keypti Trefor Ford frá Aston
Villa fyrir metupphæð eða 30
þúsund pund. Ijfðið tapaðl
samt stórt fyrir neðsta liðinu
Chelsea. Sigur Chelsea er sá
fyrsti eftir 9 tapleiki í röð.
Miðframvörður þeirra hélt
Ford alveg nÆri og gat hann
lítið sýnt hvers hann er megn
ugur. 20 ljósmyndarar hópuð
ust utan um Ford fyrir leik-
inn og er sagt, að allt uppi-
standið hafi gert hann mjög
taugaóstyrkan. Þá bætti það
ekki úr skák, að meðspilarar
hans í Sunderland þekktu
hann ekki og höfðu aldrei
æft með honum.
' f
Coventry náði forustunni í
2ó. deild — er með betri
markatölu en Manch. City,
sem sýndi nú lélegri leik en
áður í keppninni. Notts
County hefir unnið tvo leiki
úti m. a. Sheffield, en þetta
er í fyrsta skipti, síðan keppn
in byrjaði, að þeir vinna
heima. Tommy Lawton skor-
aði nú sitt fyrsta mark. Grims
by, sem verið hefir neðsta lið
ið í 2. deild hingað til, reyndi
nú Bloomer sem miðfram-
herja í staðinn fyrir Briggs,
en hann skoraði flest mörk í
2. deild í fyrra. Fyrirtækið
heppnaðist, því Bloomer skor
aði fjögur mörk. í 3. deild
syðri gerðu öll efstu liðin jafn
tefli, en í þeirri nyrðri töpuðu
þau öll. Tranmere tapaði 1:0
fyrir Lincoln City á heima-
velíi. Áhugi almennings er
alltaf jafnmikill. Yfir 1. milj.
káu leikina, en mestur var
(Framhald k 7. siðu.)
Hinn 26. dag maímánaðar
s. 1. andaðist hér í Reykjavík
ekkjan Sigmunda Katrín
Jónsdóttir. Hún var fædd að
Hafralellstungu í Öxarfirði 4.
júní 1880 og því svo að segja
sjötíu ára að aldri, er hún
lézt. Foreldrar hennar voru
þau hjónin Jón Jónsson og
Sigríður SigmundsÖóttir, er
lengst bjuggu að Vestra-
Landi í sömu sveit.
Jón og Sigríður voru ann-
áluð fyrir dugnað og hag-
sýni. Hófu þau búskap, lítt
efnum búin, að Akri í Öxar-
firði á hinum mestu harð-
indaárum. Lagðist Akur í |
eyði skömmu eftir að þau |
Jón og S'gríður fluttu það-
an að Ási í Kelduhverfi, enda
lítil jörð, hjáleiga frá Skinna
stað.
Til marks um það, hve annt
þeim foreldrum Sigmundu
var um það að koma sér upp
bústofni sem fyrst er það,
að búskapinn byrjuðu þau
með því að selja allt það
dauðra muna, er þeim fannst
þau geta án verið, þar á með
al ný reiðtýgi. Fyrir andvirðið
keyptu þau svo búfénað. Varð
sú raun á, er tímar liðu, að
þrátt fyrir allmikla ómegð,
hófust þau af eigin ramleik
úr sárustu fátækt til efna-
legs sjálfstæðis og velmegun
ar hin siðustu ár. Varð þetta
þó ekki fyrr en þau höfðu bú
ið um nokkurra ára skeið að
Vestra-Landi.
Sigmunda ólst upp hjá for
eldrum sínum, fyrst að Akri,
þá að Ási og síðast að Vestra
Landi. Hún var elzt fimm
systkina og einkadóttir for-
eldra sinna. Snemma varð
hún að taka þátt í starfi og
striti foreldranna, því að
vinnuhjú héldu þau aldrei.
Sagði Sigmunda svo sjálf frá
að aldrei gæti hún gleymt
því, hversu þreytt hún hefði
verið, þá er hún, þriggja ára
til fjögra ára barn þurfti að
fylgja móður sinni eftir við
smalamennsku, er Jón bóndi
var að heiman til búsað-
drátta eða heyöflunar. Kom
þá fyrir, að Sigríður tók dótt
ur sína á bak sér, enda þótt
hún bæri þá einnig elzta son
sinn, er var yngri en Sig-
munda.
Laust eftir fermingu réðist
Sigmunda í vist að Skinna-
stað til þeirra hjóna Sesselju
Þórðardóttur og Þorleifs
prests Jónssonar, fyrst að
hálfu leyti, en síðar að öllu,
þegar bræður hennar voru
svo til þroska komnir, að þeir
gátu veitt foreldrum sínum
næga hjálp við búsýsluna.
Fór Sigmunda eigi vistferlum
frá Skinnastað fyrr en hún
hóf sjálf búskap að Hróars-
stöðum þar í sveitinni ásamt
mannj sínum, Giuðmund’{
Jónassyni, ættuðum úr Húna
vatnssýslu. Höfðu þau bæði
verið í vist að Skinnastað og
þar voru þau gefin saman í
hjónaband af Þórleifi.
Á Hróarsstöðum bjuggu
þau hjón til vorsins 1913 er
þau fluttu að Ferjubakka í
sömu sveit. Þar bjuggu þau í
þrjú ár, en fluttu þá búferl-
um að Gunnólfsvík á Langa-
riesströndum. Tveimur árum
síðar eða vorið 1918 brugðu
þau búi. Flutti Sigmunda þeg
ar til átthaganna með börn-
in, en Guðmundur varð eftir
iim sinn. 6. júní, sama vorið,
■♦eri Guðmundur til fiskjar
^inn á báti frá Heiðarhöfn á
Langanesi. Varð það hans
síðasta för, því að úr þeim
róðri kom hann aldrei aftur.
Stóð þá Sigmunda ein uppi
með átta börn, sum að vísu
nokkuð stálpuð, en önnur í
fyrstu bernsku. Lét hún þó
eigi bugast, enda þótt svo að
segja eina eign hennar væru
börnin. Fór og svo, að með
hjálp guðs og góðra manna,
tókst henni að koma öllum
hópnum til manns. Eru börn
þeirra Guðmundar öll á lífi.
en þau eru þessi:
Sigurjón, skrifstofustjóri í
Reykjavík, kvæntur Ásu Jó-
hannsdóttur. Sesselja. gift
Ólafi Tryggva Oddssyni, bif-
vélavirkja i Reykjavík, Eirík-
ur, pylsugerðarmaður hjá
Kjötbúð Akureyrar, kvænt-
ur Önnu Sveinsdóttur, Vík-
ingur, bóndi að Austara-
Landi í Öxarfirði, tvíkvænt-
ur. Fyrri kona Svava Haralds
dóttir, dáin 1939, síðari kona
Kristjana Ólafsdóttir. Þorleif
ur, forstjóri Olíufélagsins á
ísafirði, kvæntur Guðrúnu
Bergsdóttur, Sigríður, tvígift.
Fyrri maður Árni Gunnars-
son, bóndi að Skógum í Öx-
arfirði, dáinn 1937. Síðari
maður Jón Ólason. bóndi að
Garði í Kelduhverfi. Snorri,
bóndi að Akurseli í Öxarfirði,
kvæntur Kristínu Jónasdótt-
ur, Frímann, deildarstjóri
hjá K.E.A. á Oddeyri, kvænt-
ur Soffíu Guðmundsdóttur.
Barnabörn átti Sigmunda
23, er hún lézt.
Ætla mætti, að kona, sem
staðið hefir í svo ströngu sem
Sigmunda allt frá barnæsku,
hefði hug á að eiga léttari
daga og gegna léttari störf
um, þegar börn hennar voru
loks á legg komin. En þvi fór
fjarri um hana.
Barnaskóli með heimavist
var reistur að Lundi í Öxar-!
firði laust fyrir 1930. Hafði
skóli sá eigi starfað í mörg
ár, er Sigmunda réðist þang-
að sem ráðskona. Gegndi
hún því starfi i mörg ár. En
eftir að hún lét af þeim störf i
um dvaldist hún mest með
börnum sínum, ýmist í
Reykjavík, Akureyri og ísa-
firði eða heima í átthögun-
um gömlu. Fór jafnan svo, er
voraði, að hana fýsti að halda
heim og dvelja i sveitinni
sinni. Svo röm var sú taug,
er batt hana æskustöðvun-
um.
Lengstum ævi sinnar hafði
Sigmunda verið heilsuhraust.
En á siðastliðnu ári mun hún
hafa farið að kenna allmjög
sjúkdóms þess, er dró hana
til dauða. Sumarið 1949
dvaldi hún heima í Öxarfirði,
en hélt til Reykjavíkur, er
haustaði. Lá hún þunga legu
um miðjan vetur, en komst
þó aftur á fætur. En mjög
var henni þá brugðið, þótt *
eigi léti hún mikið yfir sjúk-
leika sínum, er hún var í hópi
vina sinna. En eigi leið á
löngu, þar til hún gat eigi
lengur haft fótavist og fór
nú heilsu hennar mjög ört
hnignandi. Dvaldi hún þenn
an vetur ýmist á heimili Sig-
urjóns, sonar síns, eða Sess-
elju, dóttur sinnar, unz svo
. var komið, að hún gat aðeins
| á sjúkrahúsi notið þeirrar
hjúkrunar, er með þurfti. En
þá lagðist henni sú líkn með
þraut, að eigi þurfti hún lengi
þess að bíða, að dauðinn
leysti hana frá þjáningum
þessa jarðneska lífs.
Lík hennar var flutt heim
til átthaganna, og hvilir hún
nú í kirkjugarðinum að
Skinnastað.
Þannig -var ævisaga Sig-
mundu í stuttu máli og þó
eigi nema hálfsögð. Þess er
ógetið, hvílíka hollustu og at-
orku unga vinnukonan a
Skinnastað sýndi í starfi sínu
og hversu hún iafnan var
reiðubúin að gera öðrum
greiða og rétta hjálparhönd,
hvenær, sem hún sá tækifæri.
til, án þess að hugsa um, að
sjálfri sér bakaði hún fyrir-
höfn og erfiði, sem hægt var
að komast hjá. Fór því fjarri,
að hún væri frábitin þvi að
taka þátt í glaðværð og fé-
lagsskap jafnaldra sinna, en
um þær mundir var talsvert
félagslíf meðal æskulýðsins
i Öxarfirði. Var t. d. kringum
aldamótin starfandi söngfé-
lag í sveitinni og tók Sig-
munda þátt i því með lífi og
sál, enda var henni alla ævi
söngur og söng-iðkanir hið
mesta yndi.
Eftir að hún hóf búskap
og ómegð tók að hlaðast á
þau hjónin varð hún vitan-
lega að verja hverri stund við
gæzlu bús og barna. En hver)
um, sem að garði bar, var tek
ið opnum örmum gestrisninn
ar, þótt ekki væri allt af af
miklu að miðla. Og hvenær,
sem færi gafst að gera öðr-
um greiða eða rétta nágranna
hjálparhönd á einhvern hátt,
var allt slikt látið í té á þann
hátt, að likara var, að Sig-
mundu væri þægðin en þess,
er greiðann þáði. Mátti á-
reiðanlega með sanni segja
um hana, að tæpast vissi
vinstri höndin, hvað sú hægr.
gerði.
Að skólanum á Lundi var
jafnan annasamt, þvi að auk
vetrarstarfsins var þarna um
nokkura ára skeið rekið sum-
ardvalarheimili fyrir börn at
Akureyri. Stóð Sigmunda
einnig fyrir því, á sama hátt
og skólaheimilinu að vetrm-
um. Flest eða öll árin hafði
hún litla eða enga hjálp
við heimilisstörfin. Má af þvi
marka þrek hennar og at-
orku, þar sem hún var þá
komin af léttasta skeiði.
Fundir og skemintisamkon
ur þeirra Öxfirðinga voru
jafnan haldnar að Lundi,
eins og tíðkast hefir í sveit-
um ,þar sem skólahús hafa
verið reist. Eigi ósjaldan fóru
þar og fram veiting&r við
ýms tækifæri svo sem íerm-
ingar og jarðaríar i að
Skinnastað, sem er örskammt
frá. Mæddi allt þetta « p g &
Sigmundu, enda þóti nún
þyrfti eigi sjálf hverj sinm
að standa fyrir veiti gvmum.
(BTamhald á 7. síöu.)