Tíminn - 07.11.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.11.1950, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 7. nóvember 1950. 248. blað Leyniskyttur gera gagnáhlaup Áður en Flóabardagi hófst, bauð Þórður kakali grið öll- um mönnum norðan Öxna- dalsheiðar. En er menn Kol- beins Arnórssonar heyrðu það grunaði þá, að nokkuð kynnu að digna hugir þeirra manna sumra, er látið hefðu frænd- ur og vini á Örlygsstöðum, bótalaust. Þá svarar einn norðanmanna, bað óvininn þegja, kvað aldrei sættast skyldi. „Muntu fara hina sömu för, sem Tumi bróðir þinn fór á Hólum í vor og því verri, sem þú færir þig sjálf- ur til beinalagsins.“ Lustu þeir norðanmenn síðan upp ópi, svo að mál Þórðar heyrð- ist ekki. Það hefir allt til þessa dags verið algengt fyrirbæri í bar- áttu íslendinga, að reyna að iáta mál óvinarins ekki heyr- ast, ef hætta þótti á þvl, að hugir fylgismanna dignuðu við það, sem hann segði. Það má ekki heyrast. Sjálfstæðisflokkurinn ís- lenzki er fyrst og fremst flokkur verzlunarauðvalds og þess fólks, sem stundar ým- isskonar kaupsýslu og milli- liðastörf og hefir oft miklar tekjur fyrir lítil störf. Þessu fólki er að vonum illa við kaupfélögin og lætur því halda uppi stöðugum rógi á hendur þeim. Til dæmis um kenningarnar í ritstjórn- argreinum Mbl. síðustu vik- urnar er það, að kaupfélögin njóti mikilla skattfríðinda, dragi sér vexti af fé við- skiptamanna sinna, vilji ná einokunaraöstöðu í allri verzl un, dragi fé frá búum bænda og festi það í ýmsum óþarfa ög svo framvegis. Enginn Sjálfstæðismaður hefir viljað leggja nafn sitt við þessi skrif. Þau eru birt nafnlaus í Morgunblaðinu á ábyrgð Valtýs Stefánssonar. Þegar menn vilja ræða þessi mál með réttum rökum, endurtekur sig oft hin gamla saga af Húnaflóa. Sjálfstæð- ismenn grunar, að nokkuð muni digna í fylgi við sig hug ir þeirra manna sumra, sem eru samvinnumenn og fylgj- andi persónulegu frelsi ein- staklinga. Því þarf að gera óp, svo að mál andstæðing- anna heyrist ekki. Tónskáldið Carmen. Ég get talað um þetta af nokkurri reynslu, því að svör baráttumanna „Sjálfstæðis- stefnunnar11 í minn garð hafa löngum verið á þessa leið: Þú ert sálmaskáld! Þú hefir horft inn um glugga! Og núna síðustu mánuðina er hrópyrði allra þeirra blaða, sem þykjast þurfa að ná sér niðri á mér: Tónskáldið Car- men! Þau eru tildrög þess máls, að fyrir nokkrum árum brenglaðist frásögn í Tíman- um af einhverjum tónleik- um, þannig, að talað var um lög eftir Carmen í staðinn fyrir lög úr Carmen. Við þessu hefði ég ef til vill átt að sjá sem prófarkalesari og því sjálfsagt ekki sýkn saka í þessu stórmáli. Ég hefi aldrei um hljómlist eða sönglist skrifað og mun seint hæla mér af því, að ég viti nöfn allra tónskálda. En þegar Tíminn var búinn að leið- rétta þessa frásögn sína, sagði Þjóðviljinn frá þvi, að Hall- Eftir Halldór K rlsíján.sson dór frá Kirkjubóli hefði skrif að um tónskáldið Carmen. Svo kom hver frelsishetj an af annarri með þessa sögu og reið Helgi Sæmundsson fyrst ur, síðan Agnar Bogason og í slóð þeirra hið óknárra liðið, en þó hefi ég ekki enn orðið var við það, að Vísir kæmi með þetta, svo að ég muni. Þetta er nú ástæðan til þess, að þeir Magnús Kjart- ansson, Stefán Pétursson, Agnar Bogason og Valtýr Stefánsson kalla allir í kór og hver fyrir sig, þegar þeir eiga að mæta mér í umræð- um um þjóðmálin: Tónskáldið Carmen! Það eru þeirra rök og þau eiga alltaf við, hvort sem tal- að er um friðarmál eða verzl- unarmál. Hitt er svo sjálfsagt af því, að leyniþjónusta Morgun- blaðsins hefir ekki verið nógu árvökul í sinni uppýsinga- starfsemi, að blaðið hefir ekki hingað til borið mig verri sökum en þetta. Sök Hannesar Pálssonar. Mbl. byrjaði þennan mán- uð með því, að skýra frá því, að einn þeirra manna, sem í Tímann skrifa, hefði kann- ast við það, þar sem hann bar vitni fyrir rétti, að hann hefði tekið þátt i peninga- spili. Þótti blaðinu illa sæma, að slíkur maður vandaði um fjármálaspillingu og raunar ættu flokksbræður hans ekki að gera það heldur. Nú er ég að vísu litlu fróð- ari um spilamennsku en hljómlist. Þó skilst mér að mönnum sé frjálst hér á landi að spila peningaspil, en 'HIIIIIIIIIIIimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiuiiiiii 5 * = | Itrekuð fyrirspurr | [ til formanns ungra I | Sjálfstæðismanna [ = Mér er tjáð, að Magnús | I Jónsson lögfræðingur, for- i \ maður Sambands ungra Sjálf i | stæðismanna, hafi verið að i I giftast um daginn. Óska ég \ i honum til hamingju af því i i tilefni og þeim brúðhjónun- i | um báðum, og því vonbetri, i | sem ég hef fyrir satt, að i | Magnús sé bindindismaður i i og drengur góður. i En nú vænti ég, að hveiti- i i brauðsdagarnir séu liðnir i | hjá, svo að Magnús gæti far i | ið að svara spurningu minni = i sem eðlilega hefir fallið hjá i | meðan á þessu stóð. i Telur Magnús Jónsson rétt, i | að sá tekjuafgangur, sem | ! samvinnufélög skipta milli i | viðskiptamanna sinna í föstu = ! hlutfalli, — annað hvort sem ! i dfslætti frá búðarverði eða i | uppbót á afurðaverð, — sé! 1 talinn með skattskyldum i ! tekjum félagsins? | Þegar ræða skal með rök- i i um um skattamál samvinnu \ \ félaga er það fyrsta atriðið, i | hvað eigi að telja skattskyld- \ \ ar tekjur hjá þeim. Vill nú \ I formaður Sjálfstæðisæskunn i i ar ganga í vörn fyrir þann = i skilning, sem útreikningarn | i ir á síðu hennar um daginn \ i voru byggðir á, eða viður- ! ! kennir hann, að þeir hafi! i verið rangir? Halldór Kristjánsson | 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 hins vegar eru fjárhættuspil bönnuð. Það mun vera nokk- uð óljóst hvar markalínan þar á milli er dregin en um það hafa lögin það orðalag, i að telja það f j árhættuspil, ef gróðavonin muni knýja menn; til þátttöku. Þetta myndi þá vera hlið- stætt því, að mönnum er frjálst að lögum að neyta á- fengis, en hins vegar eru þó ýms viðurlög við því, sem kallað er misnotkun áfengis. Mér skilst, að því að spila peningaspil megi mjög vel líkja við að veðja um pen- inga. Ég er að sönnu alls ó- fróður um veðbankastarf- semi, þó ég kunni að nefna hana, en ekki mun það vera talið neitt æruleysi að „passa pottinn" eða sjóðinn hjá veð bankanum. í peningaspili og veðmáli feggja menn fé und- ir, sumir vinna, en aðrir tapa. Það er eitt af því, sem menn eru frjálsir að lögum samkv. hér á landi að taka þátt 1 þessu hvoru um sig. En hvorki veðmálin né peningaspilin hafa neitt af öðrum en þeim, sem þátt taka í slíku. Annað mál er hitt, að ég tel þetta hvorttveggja óþarfa og hvorki spila né veðja um peninga. Nú þætti mér það rökvilla, ef einhverntíma væri sagt við ritstjóra Morgunblaðsins: Hvað ert þú að ámæla þjófum? Eyðir þú ekki stund- um peningum fyrir áfengi? Mér finnst nefnilega, að Valtýr Stefánsson ætti að vera frjáls að því að deila á óráðvendni í fjárgæzlu, hvort sem hann notar sitt kaup af ráðdeild eða ekki. Þetta væru þó engu verri rök en þegar Valtýr eða þeir nafnlausu menn, sem hann verður að ábyrgjast, gera hróp að Hannesi Pálssyni og segja: Þú ert fráskilinn! Þú hefir spilað peninga- spil! Persónulega vildi ég miklu heldur hætta og eyða 500 kr. í spilum en eyða þeim fyrir brennivín til að svipta sjálf- an mig og aðra vitinu. Tvær manntegundir. Fyrir mitt leyti geri ég nokkurn mun þeirra manna, sem fara gálauslega með fé sitt og eyða því fyrir tóbak eða við peningaspil til dæm- is, og þeirra, sem með sam- tökum sínum vinna mark- visst að þvi, að .ég og sveit- ungar mínir fáum ekki að kaupa nauðsynjar okkar beint í gegnum kaupfélag okk ar þó að við viljum. Mér finnst, að fyrri hópurinn sé meinlausari og óáleitnari og raunar sjálfum sér verstur. Síðari hópinn eigum við eftir að tala betur um. Þeir þjóna sinni náttúru. Fordæmi þeirra, sem vinna við Mbl., er ekki svo glæsilegt, að það þurfi að freista neins til að leggjast í persónulegt níð og slefburð. Einkalíf þeirra manna kemur verzl- unarmálum ekki við. Tíminn mun ekki biðja þá neinnar vægðar. Þeir verða að fá að þjóna sínu innræti, greyin. Kálfur er kálfur og hvolpur hvolpur og það ætlast eng- inn til mannasiða af þeim. Og þeir, sem skapaðir eru í (Framhald á 7. siðu.) Vinur okkar, bæjarpósturinn í Þjóðviljanum, hefir orðið held ur styggur við út af því, sem ég sagði hérna um daginn um gulrófur og ávexti. Nú vil ég minna á það aftur, að mest allt, sem um þau efni var sagt, var tekið úr grein eftir dr. Júlíus Sigurjónsson prófessor. Og hvað sem bæjarpósturinn segir nú um „berserkinn frá Kirkjubóli", þá er rétt að muna þetta, að það er Júlíus Sigurjónsson, sem segir, að mikið megi bæta úr þeirri vöntun, sem verið hefir á C flokki fjör- efna, með því að hafa meiri gulrófur á boðstólum og vanda geymslu þeirra, svo að neyslu- tími þeirra verði lengri. Hann orðar þetta svo: „Með þvi að auka gulrófna- ræktun og vanda vel til geymsl- unnar svo að þær endist fram á vor og fram á sumar, mætti auðveldlega afla nægilegs C- vítamins í daglegri fæðu einn- ig þann tíma árs, sem nú er hættast við að það skorti.“ Hann se^ir „auðveldlegá' „nægilegs C-vítamíns“. Bæjarpósturinn segir, að gul- rófur séu kúafóður: „Og mestan hluta ársins eru þær í rauninni ekki annað en kúafóður, ekki viðlit fyrir venjulegar manneskj ur að borða þær öðruvísi en soðnar. Og hvað skyldi vera mikið eftir af fjörefnum í soðn um rófum?“ Þetta var nú ónotaleg spurn- ing. Það eru harðir kostir, að mest virti manneldisfræðingur þessarar þjóðar og sá þeirra vísindamanna, sem annast há- skólafræðsluna í þeim efnum, skuli vilja setja mannfólkið á kúafóður. Hitt væri þó ennþá átakanlegra, ef honum skyldi hafa gleymst að gá að því í útreikningum sínum um það, hvað mikið C-vítamín kæmi dag lega á hvern landsmanna til jafnaðar úr því, sem þjóðin neytir af kartöflum og rófum, að það er venja að sjóða þetta áður en það er borðað. Prófess- orinn skyldi þó aldrei hafa mið að reikning sinn við hráar kart öflur? En þrátt fyrir allt, — og þar með talda alla suðu, — hef ir Júlíus læknir þessa sögu að segja: — „I sj ávarþorpum, þar sem mjólkurskortur var oft til- finnanlegur, var skyrbjúgurinn viðloðandi, þangað til kartöflu neyzlan var orðin almenn" Og þó hefir það víst aldrei verið almennt að éta kartöflurnar hráar. Kæri bæjarpóstur! Þér er al veg óhætt að sjóða gulrófurnar áðúr en þú boröar þær. Þú færð í þeim C-vítamín fyrir því. Og ef þér skyldi ekki falla í geð að borða íslenzkar gulrófur eða Gauta- gulrófur, þá geturðu sjálfsagt fengið rússneskar gul- rófur, sem líka eru góðar. Enn skal taka það fram, að tillaga þeirra Jónasar Árnason- ar er sjálfsagt flutt af góðum hug og sannri umhyggju fyrir heilsu þessarar þjóðar. Samt finnst mér, að bæjarpósturinn mætti halda sönsum, þó að vitnað sé til þess, sem íslenzkur prófessor í manneldisfræðum hefir sagt um það, hvernig full nægja megi fjörefnaþörf þjóðar innar. Og ekki trúi ég öðru en ennþá sé svo „fjörefnaríkt á Kirkjubóli vestur“ að fram á sumarmálin megi bera bæjar- póstinum íslenzka gulrófu hráa, sem er ekki fjarri því að halda sama bragði og einkennum og hún kom með úr moldinni í haust. Við eigum að vanda til gul- rófnategunda og koma upp góð um geymslum. Rófur hafa bezt af því, að geymsluhitinn sé ekki mikið yfir frostmark. Svo held ég, að skipti þó nokkru máli, að rófurnar fái að standa vel fram á haustið og búa sig und- ir veturinn, því að þær eru tví- ærar i eðli sínu og eiga að þera fræ á öðru sumri. Bæði finnst mér, að rófurnar verði bragð- betri þegar kemur fram á haust ið og auk þess held ég, að þær þoli þá geymsluna betur. — Hitt er svo annað mál, að ég vil gjarnan fá að smakka á- vexti mér til ágætis endrum og eins. Starkaður gamli. Ágætt Saltað folaldakjöt vel verkað og ódýrt, seljum vér í heilum, hálfum og kvarttunnum. Samband ísl. samvinnufélaga | Sími 2678 Málverk og húsgögn Ef þið komið til bæjarins og vantar málverk til tæki- færisgjafa, og ennfremur, ef ykkur vantar divan, skáp eða stóla — þá lítið inn í Húsgagnavcrzlnn G. Sigurðssonar Skólavörðustíg 28. — Sími: 80 414

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.