Tíminn - 07.11.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.11.1950, Blaðsíða 3
248. blað TÍMINN, þriðjudaginn 7. nóvember 1950. S, Reykingar og krabbamein Orsaka reykíiijgar Iiiiignakrabba? Sex nýjar Norðra- bækur FRÁ ALÞINGI: Yfiríit um ný þingmál í fréttabréfi um heilbrigð- ismál, sem Krábbameinsfélag Reykjavikur gefur út, birtist nýlega grein um reykingar og krabbamein. Efni hennar er mjög athyglisvert og birt- ist hún því hér á eftir, nokk- uð stytt: í Þann 27. mai s. 1. birtist mikil ritgerð í Journal of the American Medical Associati- on eftir Wynder og Graham, þar sem þeir gera grein fyr- ir rannsóknum, sem þeir hafa gert á sjúklingum, sem feng- ið hafa krabbamein í lungu, einkum með tilliti til þess, hve mikið þeir höfðu reykt áður en krabbameinið tók til að vaxa. Þessar rannsóknir tóku til 684 sjúklinga, sem allir höfðu krabbamein I lung nm. Hver einasti sjúklingur var persónulega aðspurður nm reykingaháttu sína og með því móti fengust ná- kvæmar upplýsingar um tó- baksneyzlu hvers eins. Þann- ig var talað við alla, að 33 nndanskildum, sem upplýsing ar fengust frá samkvæmt bréflegum spurningum. Sér- stök áherzla var lögð á að fá upplýst, hve mikið sjúkling- nrinn hafði reykt áður, jafn-l vel, þótt hann reykti litið eða ekkert eftir að hann veiktist. j Eftir því, hve mikið menn | höfðu reykt, var þeim skipt í 6 flokka, þannig: Flokkur 0 — Reykti ekkert, minna en 1 sigarettu á dag s. 1. 20 ár. Flokkur 1 — Reykti iítið, 1—9 sígarettur á dag s. 3. 20 ár. Flokkur 2 — Reykti miðlungsmikið, 10—15 síga- rettur á dag s. 1. 20 ár. Flokk- ur 3 — mikið, 16—20 sígarett nr á dag s. 1. 20 ár. Flokkur 4 — Reykti mjög mikið, 21— 34 sígarettur á dag s.l. 20 ár. Flokkur 5 — keðjureykti, 35 sígarettur eða meira á dag s.l. 20 ár. Langsamlega flestir reyktu sígarettur, en þar sem um vindla var að ræða, var hver vindill áætlaður sem 5 síga- rettur og pípa sem tvær og hálf sígaretta. Til samanburðar voru at- hugaðar reykingavenjur ann ars fólks, sem ekki var veikt, eða þá veikt af einhverjum öðrum sjúkdómi. Þegar fyrst voru bornar saman reykingavenjur 100 karlmanna með lungna- krabba við reykingavenjur 186 karlmanna með aðra brjóstsjúkdóma, kom í Ijós, að í 0-flokki var enginn af lungnakrabbasj úklingunum. Aðeins 5% voru í fyrsta flokki þ. e., höfðu reykt lítið s.l. 20 ár, 7% voru í 2. flokki, þ. e., höfðu reykt miðlungsmikið, en allur þorri sjúklinganna með lungnakrabbamein, féll í mestu reykingaflokkana: 35 % í 3. flokki, 30% í 4. flokki, sem reykti mjög mikið, og 23 % voru í 5. flokki, þ. e., höfðu keðjureykt í 20 ár. Af þess- um 100 sjúklingum höfðu því 88 verið miklir reykingamenn Af sjúklingum með aðra brjóstsjúkdóma voru 63% í þremur síðasttöldu flokkun- um, langflestir í 3. flokki, en miklu færri en krabbameins- sjúklingarnir í tveim síðast- töldu flokkunum, sem reyktu allra mest. En þess ber að gæta, að aðrir brjóstsjúkdóm ar svo sem króniskur bron- chitis, geta líka stafað af reyk ingum. Áberandi var munur- inn meðal þeirra, sem reyktu allra mest, nefnilega í tveim síðustu flokkunum. Þar lentu 53% sjúklinganria með krabbamein i íungum, en að- eins 23% af öðrum sjúkling- um með brj óstsj úkdóma. Samanburður á 605 sjúkl- ingum með krabbamein í lungum og 780 karlmönnum með ýmsa aðra sjúkdóma, sýndi, að meðal almennings eru 14,1% af karlmönnum, er reyktu ekki neitt, en meðal lungna krabbasjúklinganna var aðeins 1.3%, sem reyktu ekki. Af öðrum sjúklingum reyktu 54.7% mjög mikið og 19.1% keðjureyktu, en meðal krabbameinssj úklinganna voru samsvarandi tölur 66.4 og 51.2%. Þessar tölur benda mjög í þá átt, að reykingar eigi drjúg an þátt í krabbameinssýk- ingu lungnanna. Hér hafa sígarettureyking- ar ekki aukizt stórkostlega fyrr en á síðari áratugum. Hingað til höfum við verið að heita má lausir við krabba mein í lungum. En ef þessu heldur áfram, verðum við að gera ráð fyrir, að sá sjúk- dómur aukist hér stórlega á næstu árum. Því meira, sem menn reykja, því meiri virðist hættan vera á að fá krabba- mein í lungun. Þeir, sem vilja forðast þá hættu, ættu að athuga sinn gang. Þessi orð eru ekki skrif uð til að hræða neinn, því að (Framhald á 7. síðu.) 7. nóvember 1550 Lagí á varii* Daða Giiðmuudssonar í Snóksdal Þeir voru hálshöggnir. Þannig var málið sett. Og það hefir sennilega verið rétt. Ég gerði mitt, að hefta þá feðga í hlekki. En hvað átti að gera, ef dýflissur héldu þeim ekki? Það skiptir ei mestu, hvort burgeisar höfðinu halda. Hér þurfti nýi tíminn að komast til valda. Peningakirkjan er oltin ofan að grunni, og íhaldsbiskupinn féll í byltingunni. Ofbeldisklikan er sigruð. Siðbótin vann. Síðasti klettur hins úrelta, það var hann. En hver ætli verði svo hetjan um það er lýkur? ------Er það lífið í dag eða sagan, sem svíkur? GUÐMUNDUR INGI. Sex nýjar bækur eru ný- Iega komnar út á vegum Norðra. Meðal þeirra eru E1 Hakim, hin fræga skáld- saga eftir John Knittel, Jón Arason, eftir Torfhildi Holm og Hlynir og hreggviðir, en svo nefnast nýjir sagnaþætt ir úr Húnaþingi, er Norðri gefur út fyrir Sögufélagið Húnvetningur. Hér á eftir verður sagt nokk uð nánara frá þessum nýju Norðra-bókum: E1 Hakim (Læknirinn), er ein vinsælasta skáldsaga, er út hefir komið á síðari árum. Höfundur hennar, John Knitt el, er svissneskur og hefir hann skrifað margar vinsæl- ar sögur (meðal þeirra er framhaldssagan, er nú birt- ist i Tímanum). E1 Hakim hefir þó hlotið mesta frægð af sögum hans. Hún segir frá egypzka drengnum Ibrahim sem ólst upp í mikilli fátækt, | en getur þó látið þann draum I sinn rætast að verða frægur læknir. Frægðin reynist þó fallvölt, því að ólæknandi sjúkdómur leggur hann í gröf ina fyrir aldur fram. Þótt saga hans sé ekki löng, er hún samt rik af viðburðum, er snú ast um ást og sorg, sigra og ósigra. Vinsældir þessarar skáldsögu má meöal annars marka af því, að hún hefir verið gefin út í 265 þús. ein- tökum í heimalandi höfund- ar og búið er að þýða hana á flest tungumál heims. ís- lenzka þýði’ngin er gerð af Vilhjálmi Guðmundssyni. Jón Arason eftir Torfhildi Holm, er stærsta ritverk þess arar merku skáldkonu. Norðri gefur það út í tveimur bind- um. Brynjólfur Sveinsson, menntaskólakennari, hefir séð um útgáfuna. Skáldrit þetta hlaut verulegar vin- sældir á sínum tíma, en hef- ir lengi verið ófáanlegt. Hlynir og hreggviðir er ann að bindið af ritflokki þeim, er nefnist Svipir og sagnir og Sögufélagið Húnvetningur gefur það út. Þar birtast þessar frásagnir: Þorleifur í Stóradal, eftir Bjarna Jóns- son, Hreggviður skáld á Kald rana, eftir Magnús Björns- son, Sjóhrakningar Jóns „gós‘ eftir Jónas Illugason, Margrét í Stafni, eftir Kristínu Sig- valdadóttur, Réttarslagur, eftir Jónas Illugason, Erfiðar verferðir, eftir Magnús Björnssorv og Um Jóhannes á Gunnsteinsstöðum. eftir Gunnar Árnason. Gunnar Árnason ritar auk þess for- mála. Á reki með hafísnum er drengjasaga eftir Jón Björns con. Hún fjallar um tvo unga menn, sem lentu í óvenju- legum ævintýrum. Einmana á verði er saga fyrir unglingsstúlkur eftir Bernhard Stokke. Höfundur- inn er norskur, en þýðinguna hefir Helgi Valtýsson annast. Jörð óskast til kaups eða leigu. — Aðeins góð fjárjörð kemur til greina. — Tilboð, merkt: ,.Fardagar“, ^endist afgreiðslu blaðsins fyrir 1. des. — Stjórn Flugmála. Ríkisstjórnin Ieggur fram frumvarp um að afnema em bætti flugmálastjóra og seg- ir svo í athugasemdum við það: „Með lcgum nr. 65/1947 um breytingu á lögum nr. 24/1945 um flugvelli og lendingarstaði fyrir flugvélar, er ákveðið um stjórn flugmála og er flug- ráði falið að annast stjóir. og rekstur flugvalla rikisins. Und'r stjórn flugráðs var svo flugmálastjcra og flugvalla- stjóra falið að hafa á hendi framkvæmd þessara inála. Þann tima sem flugráð hefir starfað má segja., að góð reynsla hafi fengizt t þe rri tilhögun, að það hefði a hendi stjórn og rekstur flugvall- anna undir yf:rstjórn ráð- herra. Hinsvegar hefir komið í ljós, að ekki er heppilegt og þvi síður nauðsynlegt, að milli tveggja jafnrétthárra skipta framkvæmdastörfum embættismanna. flugvalla- stjóra og flugmálastjóra. Ráðuneytið hefir því talið rétt, að þessi óþarfa t,vísk;pt ing sé afnumin og ao flug- vallastjóri rík:sins annist einn framkvæmdastjórn flug vallanna og annað, sem flug ið varðar. Gerir þetta hvort tveggja í senn, að koma á samræmdri og samhentri stjórn flugvallanna og um eið að spara þeim nokkur út- gjöld. Er því lagt til, að cm- bætti flugmálascjóra verði lagt niður. Frumvávp þetta er að mcstu leyti samhlj'ða áðurgveind- om lögum nr. 65 1947 með þeirri breytingu, sern af nefndri skinuiagsbreytingu leiðir. í frumvarpið er þó tek- m heimild fyir ráðherra til að setja regluv um ílugferðir innlendra flngtélága, ef n.iað syn krefur ÓtviraiJ heimiid er ekki til fyrir ráðherra að setja slíka reglur og þvi hefur ekki veið mógulegt að setja skorður við óþaUa eyðslu á eldsneyfi og tæk;um, sem leitt getur af hóílausvi samkeppni á flugleiðum ‘ Frumvarpið heimilar ráð- herra að veita flugfélögum sérleyfi til flutninga ákveðn ar leiðir innan lands og utan. Lyfsölulög. Haraldur Guðmundsson og Páll Zóphaníasson flytja frum varp til lyfsölulaga hið sama og í fyrra. Það er allmikill lagabálkur, 56 greinar í tíu köflum. Nokkur ákvæði þessa frumvarps verða rakin hér: Rétt til að öðlazt leyfi til rekstrar lyfjabúða eiga þeir er hafa: 1. íslenzkan ríkisborg- ararétt, 2. löræði, 3. óflekkað mannorð, 4. lyfsalapróf sam- kvæmt lögum nr. 112 30. maí 1940, 5. óskert almenn borg- araréttindi og 6. eru ekki kunnir að sérstökum ódugn- aði eða hirðuleysi, né á þann þann hátt andlega eða lík- amlega miður sín vegna sjúk leika, misnotkun áfengis, mor fíns, kókaíns, annarra eitur- lyfja eða annars, að hætt sé við, að þeim verði á mistök í lyfsalastarfi. Leyfi til rekstrar lyfjabúð- ar má veita samvinnufélög, um, sveitarfélögum, sjúkra- samlcgum og öðrum stofnun um eða fyrirtækjum almenn- ings, sem ætla má að gæti trúlega hagsmuna lyfjaneyt- enda. Á vegum heilbrigðisstjórnar- innar skal reka verzlunarfvr- irtæki, er sé eign rikisins og heiti lyfjaverzlun íslands. Þvi skal komið fyrir á þann hátt, seifi hér greinir: 1. Ríkissjóður láni eða á- byrgist allt að einnar millj- ónar króna lán til stofnfjár handa fyrirtækinu. 2. Fyrirtækið sé sjálfstæð- ur fjárhagsaðili og beri eitt, án bakábyrgðar rikissjóðs, á- byrgð á fjárhagsskuldbinding um sínum. Það skal rekið sam kvæmt fyrirfram gerðri á- ætlun til eiris árs í senn, er ráðherra staðfestir. Ársreikn inga fyrirtækisins, enduskoð aða af endurskoðun ríkisins, skal jafnan leggja fyrir fjár- hagsnefridir Alþingis. 3. Verksvið fyrirtækisins sé að flytja inn, framleiða og verzla með lyf, lyfjaefm, hjúkrunarvarning, sjúkra- gögn og aðra læknisdóma. Vör ur þær, sem lyfjabúðir einar og læknar (dýralæknar), sem hafa rétt eða leyfi til lyfja- sölu, mega selja, sé lyfjaverzl uninni skylt að hafa á boð- stólum og selja eingöngu þess um aðilum, svo og rikinu, sjúkrahúsum og öðrum sam- svarandi stofnunum til eigin afnota. 4. Fyrirtækinu stjórni tveir framkvæmdastjórar, er ráð- herra skipar, og skal annar vera læknir er sé sérfróður lyf jafræðingur (pharmacolog), en hinn lyfsölufræðingui (pharmaceut). Aðalfram- kvæmdastjóri beri ábyrgð á fjárhagslegum rekstri fyrir- tækisins, en að cðru leyti skal ákveða í reglugerð, hvernig þeir skipti með sér störfum. Unz ákveðið verður í launa- lögum, kveður ráðherra á um launakjör framkvæmdastjóra og setur reglur um starfs- mannahald og launagreiðslur fyrirtækisins að öðru leyti. 5. Álagningu fyrirtækisins sé hagað svo, að unnt s“é að standa allan kostnaö ai: rekstri þess, þ. á m. hæfilegri afskriftir, og leggja í rekstrar sjóð 1%, mest 2%, af vöru- veltunni. Ágóði, er verða kann umfram þetta, renni i lyfsölu- sjóð.“ Lyfjaverzlun íslands er með lögum þessum veittur einka- réttur til að flytja inn og selja í heildsölu allar þær yöi ur, sem lyfjabúðum og lækn- um (dýralæknum), sem hafa rétt eða leyfi til, lyfjasölu, er einum heimilt að selja. Sjúkrahús Siglfirðinga. Áki Jakobsson, Gísii Guö- mundsson, Finnur Jónsson og Sigurður Bjarnason flytja frumvarp um að ráðherra sé heimilt að veita sjúkrahúsmu á Siglufirði sömu réttmdi hvað stofnframlög snertir og fjórðungssjúkrahúsum, það er að ríkissjóður leggi frarn 3/5 hluta stofnkostnaðar 1 stað 2/5 hluta. Rökin íyiir þvf að láta fjórðungssjúkrahús- um í té hærri stofnkostnaðar styrki eru þau, að þdngað leitar fólk úr öðrum sveitar félögum en því, sem sjúkra- hús:ð er reist í, og þvi eðli- legt, að framlag af almanna fé verði me:ra. Þetta gilöir- alveg eins um sjúkrahUs ^en. reist eru á Siglufirði, wm'ei mesta verstcð á u.ndinu, segja flutningsmenn i greinar- gerð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.