Tíminn - 07.11.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.11.1950, Blaðsíða 2
TÍMINN, þriðjudagmn 7. nóvember 1950. 248 blað T. ')tá hati til keila Jazzhljómleikar verða í Austurbæjarbíó miðvikud. 8. nóv. kl. 1,30 e. h. HLJÓMSYEÍTIK: K :: i 8 « « c/fvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,20 Fjögur hundruð ára ár- tíð -Xóns biskups Arasonar og sona hans. — Minningarhátíð Háskóla íslands (útvarpað af segulbandi): a) Formálsorð: Ein ar Ól. Sveinsson prófessor b) Er indi: Þorkell Jóhannesson próf- essor. c) Upplestur: Lárus Páls- son leikari les úr kvæði Ólafs Tómassonar um Hólafeðga. d) Dómkirkjukórinn syngur; Páll Isólfsson stjórnar. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Tónleikar: Kirkjutónlist (plötur). 22,30 Dag skrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Arnarfell er væntanlegt til Hafnarfjarðar í dag frá ísa firði. M.s. Hvassafell fór frá Valencia s. 1. laugardag áleiðis til Reykjavíkur. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavík á morgun austur um land til Siglu fjarðar. Esja fer væntanlega frá Reykjavík n. k. fimmtudag vest um land til Akureyrar. Herðu- breið er í Reykjavík. Skjald- breið fór frá Reykjavík í gær- kvöld til Skagafjarðar- og Eyja fjarðarhafna. Þyrill er á leið frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Straumey er í Reykjavík. Ár- mann fer væntanlega frá Reykja vík í kvöld til Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss kom til ísafjarðar í morgun 6. 11. fer þaðan til Sauðárkróks og Húnaflóahafna. Dettifoss fór frá Reykjavík 2. 11. austur um land til Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Reykjavík 4. 11. til Leith og Kaupmannahafn ar. Goðafoss er í Reykjavík. Gull foss er í Kaupmanahöfn. Lagar foss er í Reykjavik. Selfoss fór frá Ulea í Finnlandi 3. 11. til Reykjavíkur. Tröllafoss kom til New York 31. 10., fer þaðan væntanlega 7.—8. 11. til Reykja víkur. Laura Dan fermir í Hali- fax um 20. 11. til Reykjavíkur. Pólstjarnan fermir í Leith 6. 11. til Rykjavíkur. Heika fór frá Hamborg 4. 11. til Antverpen, Rotterdam og Reykjavíkur. Fold in fermir í Hull 6. 11. til Reykja víkur. Árnað heilía Hjónaband. S. 1. lafigardag voru gefin sam an í hjónaband af séra Jakob Jónssyni ungfrú Guðný S. Ósk- arsdóttir, Kirkjutorgi 6, og Bald ur Pálmason fulltrúi, Tjarnar- götu lOa. — Heimili þeirra veirð ur að Vífilsgötu 4. Hjónaband. S. 1. laugardag voru gefin sam an í hjónaband ungfrú Kristín Eiríksdóttir, Borgarkoti á Skeið um, og Ingólfur Bjarnason, Hlemmiskeiði, sömu sveit. — Heimili ungu hjónanna verður að Hlemmiskeiði. Biöb og tímarit Læknablaðið, 4. tbl. 35. árgangs, er nýkomið út. Efni þessa fagtimarits er þetta: Bióð til rannsóknar, nokkur tæknileg atfiði, eftir Bjarna Konráðsson, Inflú- enzufaraldurinn 1949, eftir Björn Sigurðsson og Óskar Þ. Þórðarson. — Aðalritstjóri er Ólafur Geirsson, en meðritstjór ar Bjarni Konráðsson og Júlíus Sigurjónsson. Hjartaásinn, 10. hefti 1950 er nýkomið út Tryggvi Sveinbjörnsson í kvöld er h'ð nýja leikrit Tryggva Svejnbjörnssonar, sendiráðsritara í Kaupmanna höfn, frumsýnt í Þjóðleikhús- inu í tilefni af 400 ára dánar- afmæli Jóns biskups Arason- og hefir borizt blaðinu. Efni þess er m. a. þetta: Sálkönnun, kvæði eftir Kristin Pétursson, Glettni oroanna, smásaga eftir Sigur- jón frá Þorgeirsstöðum, Draurna ráðningar, Þegar Chicago brann, Við þekkjum Frank Sinatra, smásaga, Ljóðbrot og lausavís- ur, sagnir um Hallgrím Péturs- son, Hvað varð af Steffie, endir, framhaldssögu, Sniðgötur ástar- innar, smásaga eftir Bruno Frank, Kvikmyndaþáttur, smá- leturssagan Lendingin, Sjómað- ur gerizt prestur, Rautt og svart smásaga, Rithöfundaþáttur, Er skine Caldvell, Algleymi, fram- haldssaga og smælki. —• Rit- stjóri er Páimi H. Jónsson, Ak- ureyri. Úr ýmsum áttum Félag ungra Framsóknarmanna í Árnessýslu hélt samkomu til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð Framsóknarflokksin um síðustu helgi. Var samkoman að Selfossi og sóttu hana á þriðja hundrað manns. Jón Kristinsson. formað ur félagsins, setti samkomuna. Rannveig Þorsteinsdóttir al-1 þingismaður flutti ræðu, Guð- ! mundur Halldór Jónsson söng við undlrleik Weisshappels. Guð mundur V. Hjálmarsson flutti ávarp. Að lokum var dansað. Samkoman var i alla staði hin ánægjulegasta. Vestmannaeyjakvöld ríkisútvarpsins á sunnudaginn var skemmtileg nýjung, sem tókst vel. Það var eins og hlust endur kæmust snöggvast nær því raunverulega lífi í landinu en útvarpið leiðir þá endranær. —Þökk fyrir. Málfundahópur F. U. F. heldur fund í kvöld kl. 8,30. Fundarefni: Gengisfelling og á- hrif hennar. Framsögumaður: Leifur Guðjónsson. Umræður á eftir. Mætið allir og stundvís- lega. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn. Skrifstofa safnaðarins, Lauga veg 3 (bakhúsinu), er opin á laugardögum kl. 2—5 og mið- vikudagskvöldum kl. 8—10. Lóan er ekki farln enn. Kona í Fossvoginum hringdi til blaðsins í gær og sagði frá því, að á túni við hús hennar, rétt hjá trjáræktarstöðvunum, væru stórir hópar af lóum enn. Það er nú komið nokkuð fram fyrir veturnætur, og einhvern veginn finnst manni, að allir sumargestir hljóti að vera farn ir. En lóan virðist ekki vilja fara fyrr en ekki er lengur sætt. Blaðið átti tal við dr. Finn Guðmundsson og spurði hann, hvort lóan væri venjulega svona þaulsætin. Hann sagði, að liér sunnan og suðvestan lands dveldist hún oft fram eft ir nóvember og jafnvel fram um mánaðamótin nóv.-des. væri tíð hagstæð. Hins vegar hefði hún þá oftast yfirgefið norðlægari héruð landsins fyr ir nokkru. Hann sagði, að lóan hefði ekki ákveðinn komu- eða ! farardag heldur æki seglum eftir vindi, kæmi snemma, þeg ar vel voraði og færi seint, þeg ar haust væru mild. Hljómsveit Björns R. Einarssonar. Kvartetí Eyþórs Þorlákssonar. Hljómsveit Haraldar Guðmundssonar frá Vest'mannaeyjum. K.K.-sextettinn. Kynriir: Svavar Gests. Tölusettir aðgöngumiðar fást Bankastræti. Hlj óðfærahúsinu, JAZZBLAÐIÐ ornum vec^i öýraríkið íslenzka Bréf er mér sent, er hljóðar svo: ,,Það hefir víst ekki gefizt bet ur en svo, að flytja hingað til lands ýmsar tegundir dýra eða fénaðar, að margir fyllast óhug, er slíkt ber á góma. Þeim verð- ur þá fyrst hugsað til fjárkláða, mæðireiki, garnaveiki og minks. Allt þetta höfum við hlotið af innflutningi lifandi skepna, og allt eru þetta plágur, sem við erum ekki búnir að bíta úr nál- inni og þungum búsifjum hafa valdið og valda enn. Önnur dæmi era svo um það, að innflutningurinn hafi mis- tekizt, þótt ekki hafi orðið af almennt tjón, svo sem þegar sauðnautin komu hingað. Það eru hreindýrin ein, sem þraukað hafa í landinu, án skaða fyrir landsmenn, og þó stundum ver ið litin óhýru auga, af þeim dýr um, er inn hafa verið ílutt. En ég hafði nú ekki sérstakar búfjártegundir í huga, er ég sett ist niður til þess að skrifa þess ar línur. Ég var miklú fremur að hugsa um það, hve hin villta náttúra landsins er fáskrúðug að dýrum. Einu sinni var talað um að flytja hingað héra, en þótti ekki | ráðlegt að sleppa þeim lausum í landinu. Og ég er því sammála. En mætti ekki gera þá tilraun í að flytja héra og fleiri dýr, sem 1 liklegt er,' að hér geti lifað, i stórar eyjar, þar sem ekki kem- f ur til greina, að þau geti sloppið í land í mestu ísalögum? Þar gætu þau aldrei orðið til stór- fellds tjóns, en næðu þau að ^ timgast og semja sig að hinum ! nýju staðháttum, væru þau þá 1 orðin íslenzk dýr til skemmtun ar og fjölbreytni í landi okkar. Og hvað er til af dýrum í norð- lægum héruðum Skandinavíu og norðarlega í Kanada eða Alaska, sem gætu lifað og dafnað við þau skilyrði, sem slíkar eyjar hér við land geta boðið. Ég spyr — vilja náttúrufræðingar svara“. Hér endar bréfið — og eftir á að hyggja: höfundurinn nefn ir sig Bersa. Ekki veit ég, hvort sú nafngift táknar það, að hann hafi meðal annars í huga bjarn dýr, er hann ræðir um innflutn ing dýrategunda, þótt hann sé svo lítillátur að nefna aðeins héra. J. H. I UNGUR MAÐUR « úr sveit, óskar eftir vist á sveitaheimili, þar sem mikið p er um grænmetisneyzlu, með það í huga, að lifa ein- göngu á mjólkur- og jurtafæðu — Sólvíkingafæðu. — :f Æskilegt, að eitthvað af heimilisfólki hefði slíka mata- ræðisháttu, þó ekki skilyrði. Kaup aukaatriði. Þeir sem kynnu að vilja sinna þessu, gjöri svo vel að senda upp- lýsingar ásamt heimilisfangi, í lokuðu umslagi, merkt: „Sólvík“ til afgreiðslu Tímans, innan mánaðar frá birt- ingu þessarar auglýsingar. — Tvær nýjar Sjómannaútgáfubækur: Hornblower kemur aftur! Hin dáða hetja frá tímum Napoleonsstyrjaldanna — Hornblower skipstjóri — birtist nú í annarri sögu, þar sem hann heldur áfram frægðarferli sínum. Þeir, sem fylgdust með honum i bókinni „í vestur- veg“ verða að slást í för með honum í þeirri, sem nú kemur út og heitir: í opinn dauðann Hún er í framhaldi af hinni fyrri — en þó sjálf- stæð — og fjallar um ævintýr Hornblowers á Miðjarðar- hafi. Hún heldur lesandanum föngnum frá upphafi til enda. Þeir, sem hafa lesié „í vesturveg" og taka sér nú „í opinn dauðann“ i hönd, skilja, að það er ekki að ástæðulausu, sem Englendingar kalla höfundinn — C. S. Forrester — Marryat vorra tíma. Hornblower-bækurnar hafa um langt skeið verið metsölubækur í Englandi og seljast þar upp jafnóðum og þær eru gefnar út. — Yfir Atlantshafið Ferðasaga eftir Knud Andersen. Þessi bók er ferðasaga danska rithöfundarins Knud Andersen, sem er í senn ævintýramaður og skáld og minnir um margt á Jack London. Hann festi kaup á gömlu og nálega aflóga seglskipi, útbjó það eftir föng- um og sigldi á því til Vesturheims og heim aftur. — Áhöfn skútunnar var höfundurinn, kona hans og þrjú börn þeirra, tveir hásetar, matsveinn — og hundurinn Lubbi. í bókinni segir á ógleymanlegan hátt frá lífínu um borð í þessu fljótandi heimili á fiskiskipi úti á Atlanzhafi, komunni til New York og dvöl í ýmsum hafnarborgum Ameríku. Síðan er lýst heimförinni austur Atlanzhaf, stöðugri baráttu lítillar og lítt mann- aðrar seglskútu við ógnir úthafsins — þetta er ógleym- anleg ferðasaga. Sjómannaútgáfan AÐALUMBOÐ: Pálmi H. Jónsson, Akureyri. «»«««m:::i::::i:it:»:«:«:::::::»::n«7m:::«::::nm!:»«n:»:nt«)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.