Tíminn - 15.11.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.11.1950, Blaðsíða 4
TÍMINN, miövikudaginn 15. nóvember 1950. 255. blað C. Tilðögur um atvinnumál Gjaldeyrisvandræðin Xíminn birtir í dag og aæstu daga kafla úr erindi því, er Kristján Friðriks- son flutti í Listamannaskál anum þ. 5 ]i. m. Erindið aefír höfundur endursam- ið að nokkru vegna birting ar í blaðinu í styttri grein- um. áinna erfiðast viðfangs í cfnahagsmálum íslendinga im pessar mundir virðist /era sKortur á erlendum gjald i-yri. Þessi svonefndi gjald- lyrissKortur leiðir síðan af iév gjaideyrishöft og alls mnar viöskiptafjötra. Öllum íramkvæmdum og allri upp- oyggir gu er stjórnað ofan : á af þar til kjcrnum nefnd im. Þykir mörgum þetta ill- þolandi og telja, ýmist með /éttu eða röngu, að það hindri nagstæða uppbyggingu at- innulífsins. Gjaldeyrisskort- rrinn veldur einnig því, að nargar vörur vantar i verzl- rnir tímunum saman og fást ymist alls ekki eða aðeins á svcrtum markaði. dvo ramt kveður að gjald- eyrísskortinum, að misjafn- iega tekst að fá gjaldeyr: til þess að framleiða meiri gjald eyrí eða til að spara ujaídeyri. ímsir halda því fram í : -æðu og riti, að öll þessi vand :.æði stafi af siðferðisbresti i.ijá þjóðinni sjálfri. „Þjóðin iifir um efni fram“, segja aðr : r, an þes að slá nokkru föstu um siðferðisástandið. £x til vill má hvort tveggja íil sanns vegar færa að ein- hverju litlu leyti — en í aðal- ucriðum er hvort tveggja vill andí. Eg hef enga trú á því, að þessi þjóð sé siðlausari í xjáimálum en fólk gerist annars staðar upp og ofan — ef óheilbrigt fjármálaástand þvingaði ekk: fram ýmiskon- ar spillingu, og hvað því við víkur að þjóðin lifi um ofni :tram, þá hef ég trú á því, að hún gæti e. t. v. liíað við hærra neyzlustig en hún ger ir nú, ef tekin væri upp ný stefha í atvinnu- og viðskipta jiriálum — og vel á haldið. Gjaldeyrisvandræðin tiibúin. £g lít þaiynig á, að gjald- eyrisvandræðin, og þar með .nest af þeim vandræðum, sem af þeim stafa, séu „til- ouin“ vandræði. Það sem KKapar þau aðallega og held- ur þeim við er skekkja í við- skíptakerfinu. Og ef um ein- hvern siðferðisbrest er að sæða hjá þjóðinni í sambandi við íjármálin, þá felst hann í þvi, að menn hafa ekki nennt að gera sér grein fyrir þessari skekkju. Annars tel ég siðferð isbrestinn liggja hjá stjórn- ináiamcnnunum og vera fóig inn i því, að þeir hafa ekki : rætt þjóðina um fjárhags- málin eins og skyldi. Þeir hafa sinnt meira atkvæðaveiðum, en þvi, að gera mönnum grein fyrir staðreyndum, sem þeir e. t. v. gátu óttast að yrðu övinsælar. 3g nú vil ég biðja lesendur þessara kafla, að gefast ekki upp vió að setja sig inn í þann hugsanagang, sem hér kemur fram, jafnvel þótt þeím finnist þeir lítið græða á lestri eins kafla út af fyrir dg — menn þurfa einmitt að verþa sig á að hugsa allt mál íð í suirihengi. éndurtek, að ég trúi Eftli* Kristján Friðrsksson, framkv.stjóra því, að. auðvelt verði að auka hagsæld þjóðarinnar frá því sem nú er — en eitt af frum skilyrð'um þess, að það megi takast, tel ég vera, að þjóð- in sjálf afli sér skilnings og þekkingar á samhenginu í sínum eigin efnahagsmálum, þ. e. samhenginu milli fram- leiðslumagns, peningatekna, gjaldeyrisskráningar, spari- fjármyndunar o. s. frv. At- hugun einangraðra fyrir- brigða þessara mála villir mönnum oft sýn. , Hér er ef til vill rétt að skjóta því inn, að annað aðal- efni þessara þátta er að gera grein fyrir þeirri skoðun, að íslendingar ættu nú þegar að fara að koma hér upp stór- iðnaði, bæði til að afla og spara gj aldeyri og til að skapa festu í atvinnulífið. Þetta at riði verður rætt síðar, en hér skal þess aðeins getið vegna þess, að eitt af því sem tor- veldar mjög eðlilega uppbygg ingu og vöxt slíks stóriðnaðar, er einmitt sú „skekkja", í við- skiptalífinu, áem ég gat um áðan, og er annað aðalum- ræðuefni þessara þátta. Grundvallarskekkjuna tel ég vera hina röngu gengis- skráningu, sem hefir verið og er enn haldið við hér á landi. Hana tel ég einnig undirrót flestra annarra örðugleika, sem vér höfum við að stríða í fjármálum og viðskiptamál um. Eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu, tel ég mál mál- anna í baráttunni fyrir fram tíðarhagsæld þessarar þjóðar og þá um leið fyrir því að uppbygging iðnaðarins verði þjóðhagsleg, að komið verði á og viðhaldið réttu gengi ís- lenzku krónunnar. Því næst að stöðvuð verði sú þróun í fjárhagsmálunum, sem leið- ir til nýrra og nýrra gengis- breytinga. Sú stöðvun verður torfengin nema almenningur læri að skilja eðli þessa máls og menn átti sig á því, að þjóð in græðir • á réttri gengis- skráningu „Rétt gengi“. Margir munu nú spyrja: „Hvað er átt við með því að tala um rétt gengi?“ Ég mun nú leitast við að gera grein fyrir því, hvað ég á við með þeim orðum, því mér virðist á blaðaskrifum og viðtölum við menn, að hér sé um að ræða það atriði, sem algengast er að valdi röngum hugmyndum um þessi mál. Fyrsta atriðið í þessu sam- bandi, sem nauðsynlegt er að menn geri sér grein fyrir er það, að vinnan er ein aðal- undirstaðan undir allri fram- leiðslu. . .Þess vegna á gengið hjá hverri þjóð að vera í sam- ræmi við það kaupgjald, sem greitt er fyrir hverja meðal- vinnustund hjá hverri þjóð. (Þetta gildir þó aðeins í við skiptum milli þjóða, sem standa á svipuðu stigi tækni- lega). Ef t. d. í Bretlandi er greitt 1£ fyrir 8 stunda verka mannsvinnu og ef greiddar eru t. d. 70 krónur fyrir sam bærilega vinnu á íslandi, þá á sterlingspundið að vera skráð á 70 krónur o. s. frv. Þá fyrst er hægt að tala um rétt gengi og þá fyrst væru , skilyrði fyrir frjálsum og eðli | legum viðskiptum milli þess ara tveggja þjóða. Ég undir- strika, að í aðalatriðum og í prinsípi er þetta sá eini grund völlur, sem hægt er að byggja á rétta gengisskráningu. Augljóst ætti að vera, að viðskipti milli íslendinga og Breta geta aldrei orðið eðli- leg, ef hlutur, sem kostar 10£ að framleiða — þ. e. jafn- virði 10 meðal vinnudaga, getur á íslandi orðið keyptur fyrir jafnvirði sex vinnudaga jafn starfhæfs manns. Slíkt j verkar sem óhófleg ásókn í | erlendan gjaldeyri, og þá oft óhófleg eyðsla á erlendum gjaldeyri, sem þá um leið leið- ir af sér vöntun á erlendum gjaldeyri. Þetta leiðir enn- fremur af sér, að ómögulegt er fyrir íslenzka atvinnuvegi að keppa á mörkuðum við framleiðslu annarra þjóða, sem búa við gengi, sem er í samræmi við sterlingspundið, en svo er um gengi flestra nágrannaþjóða okkar. Það lítur út fyrir, að ís- lendingum hafi verið ljóst á undanförnum árum, að geng isbreytingar eru í eðli sínu rangsleitni (t. d. gegn spari- fjáreigendum), en að þeim hafi aftur á móti ekki verið ljóst að jafnvel ennþá hættu- legra fyrir hverja þjóð er að búa við ranga gengisskrán- ingu út á við, og að hjá hverri þeirri þjóð, sem býr við ranga gengisskráningu. en þarf a hafa mikil utanríkis- viðskipti verður bókstaflega aált viðskiptalífið sjúklegt. Röng gengisskráning þýöir . sekt á þá aðila, sem afla gjaldeyrisverðmæta, en verð- i laun til þeirra, sem eyða ■ gjaideyrisverðmætum, þar I sem þeir fá keypt andvirði I fleiri erlendra vinnustunda : heldur en þeir láta. Röng gengisskráning leiðir af sér að allir mælikvarðar ruglast. Sumum tekst að fá keypt tæki og vörur, sem eng j inn eðlilegur grundvöllur er fyrir að þeir ættu að fá, sem svo leiðir aftur til þess, að ekki er hægt að kaupa bráð- j nauðsynlegustu hluti. Hún 1 viðheldur hinum óeðlilegu ströngu innflutningshöftum og allskonar viðskiptafjötrum Hún leiðir af sér svartan mark að beint og óbeint og hefir í för með sér hverskonar við-: , skiptaspillingu. Ennfremur er það skoðun mín, þótt ég leggi ekki út í að færa full- komin rök Vfyrír þeirri skoð- ; un hér, að hið fasta, ranga gengi síðustu ára hafi meira en flest annað ýtt undir þær stórfelldu kauphækkanir, sem átt hafa sér stað hér á landi síðustu árin —og sem alltaf hafa gert gengið meira og meira vitiaust og hafa beinlíns skaðaö launþega og alla þjóðina fjárhagslega,1 eins og síðar mun sýnt. Ef gengið væri skráð eftir kaup inu, þá félli burt tilhneiging launastéttanna — almennt j skoðað — til þess að fá kaup hækkanir. Ef menn t. d. gætu gengið út frá því vísu, að 10% launahækkun hjá allri þjóð- inni leiddi strax af sér sam- svarandi gengisfeilingu, sem hún auðvitað ætti að gera (Framhald á 7. síðu.) í dag er það H. J., sem kemur hér til fundar og talar um mál- vöndun. Líkar mér það mjög v’el að talað sé um rétta með- ferð málsins: „Ég lít hér inn, Starkaður, af þvi að þú ert gestrisinn og bað- stofan þín rúmgóð. Ekki er við því að búast að allur fjöldinn, sem í baðstofu þína koma, sé sammála. En hins mætti vænta, að þeir sem inn líta, fylgdu ekki vísvitandi röngu máii. Sú var tíðin, að blaðið Vísir gekk næst Skutli að málvendni, en þá stýrði honum séra Guð- mundur frá Gufudal. Baldur Sveinsson átti mikinn þátt í, hve Vísir var þá ritaður á vönd uðu máli. Enn tekúr Vísir fram sumum blöðunum að nákvæmni. Afmarkar hann fyrirsagnir með punkti eins og vera ber. Og oft notar hann greinarmerki í fyrir sognum eins og í meginmáli. Dæmi: „Þegar peningar eru í aðra hönd, fellur ský á augað.“ Tíðaraukasetningin er hér á undan aðalsetningunni, og fer óft vel á því. Útvarp, blöð og tímarit hryggja oft þá, sem lesa og hlýða. Bögumæli og hljóðvillur hald ast í hendur. Þulur segir að Pét ur eða Páll hafi „gefið fyrir- skipun um,“ skipað svo fyrir er gleymt. ,,Voru þeir yfirheyrðir af dómara“, en ekki dómari yfirheyrði þá. „Fáni var dreg- inn að hún“, en ekki það sem rétt er; fáni var dreginn að huni. Blaðamenn kenna um hraðan- um, sé fundið að við þá. Dálítið hafa þeir til síns máls, en rnitt í hraðanum mætti ýta við at- hyglinni. Lengi hefur sá óvani tíðkast, jafnvel meðal ágætra rithöf- unda, að byrja aukasetningu eða viðlag með upphafsstaf, ef málsgreinin eir fyrirsögn; til dæmis: „Heimkynni huldufólks. Eftir Sæmund sjáanda." En rita ætti: „Heimkynni huldufólks, eftir Sæmund sjáanda." Ætti mönnum að vera ljúft að laga þetta. Getið skal þess, að mörg blaða greinin er sæmilega rituð, og ýmsir flytja útvarpsefni allvel og sumir prýðilega. Ræða sýslumanns Skagfirð- inga yljaði. Þar fór saman al- vara, þróttur og gott mál. Þá talaði Brynleifur Tobiasson ný- lega til lýðsins. Var ræða hans frábær að öllu leyti. Loks birtist nýlega gömul ræða eftir Þórhall biskup Bjarnarson, og ber hún vitni snillingnum víðsýna, sem var jafnglöggur á form og efni. Þessir þrir menntamenn kunnu að gera greinarmun á tvítölu og fleirtölu; þeir þekktu muninn á réttu og röngu, skynj uðu virðuleik og háttvísi." Eitt atriði þessarar ádrepu vil ég þakka sérstaklega og taka undir. Finna ekki allir hvað þessar ,,afgerðir“ eru leiðin- legar. Jón litli var vakinn af sólargeisla, tekinn af fóstru sinni, mataður á súpu af gömlu konunni, en svo var honum gefið kjöt af föður sínum. Þó að þetta kunni að vera rétt mál er það leiðinlegt, ef mikil brögð verða að þessu. Starkaður gamii. Innilegustu hjartans þakkir til allra þeirra fjær og nær er auðsýndu okkur samúð og vinarhug, við and- lát og jarðarför ÓLAFS BJÖRNSSONAR frá ÁrbakÉa á Skógarströnd Vandamenn V.V.W.VV.V/.V.VAV.V.V.V.V.V.’.V.V.WAV.V.V.VV/ ;■ Þeir kaupendur blaðsins, i sem hafa verið aðvaraðir bréflega um að % greiða blaðgjöld sín til innheimtumanna og *í ekki hafa lokið greiðslu, eru alvarlega að- 7 % varaðir um að ijúka greiðslu fyrir áramót tii ■" viðkomandi innheimtumanns eða beint til V ■ .* :■ innheimtunnar. — í jj* Innheimta Tímans j; i'.V.V..V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.*.V.V.V.V.V.V.V.V.V, Malverk og húsgögn Ef þið komið til bsejarins og vantar málverk til tæki- færisgjafa, og ennfremur, ef ykkur vantar dívan, skáp eða stóla — þá lítið inn í Húsgagnaverzlim G. Signrðssonar Skólavörðustíg 28. — Sími: 80 414 Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.