Tíminn - 15.11.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.11.1950, Blaðsíða 2
z, TÍMINN, miðvikudaginn 15. nóvember 1950. 255. blað ír til heiia Jtvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Kvöldvaka: a) Gunnar M. Magnúss rithöfundur flytur erindi: Grænlendingar gista ísa fjörð (siðara erindi). b) Karla- kórinn „Fóstbræður" syngur; Jón Halldcrsson stjórnar (plöt- ur). c) Vigfús Guðmundsson flyt ur ferðaþætti: „Sunnan úr heimi“: Frá Afríkuströndum. d) Séra Jón Thorárensen les þjóð- sögur. 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,10 Danslög (plötur). 22,30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Arnarfell er á leið til Grikklands með saltfiskfarm. M.s. Hvassafell er væntanlegt til Reykjavíkur 16. þ. m. Ríkisskip: Hekla er á Austfjörðum á suðurleið. Esja var á Akureyri í gær. Herðubreið er í Reykjavík. | Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gærkvöld til Snæfellsneshafna,1 Gilsfjarðar og Flateyjar. Þyrill er i Reykjavík. Straumey fór frá Reykjavík í gærkvöld austur um land til Norðíjarðar. Ármann fór frá Reykjavík í gærkvöid til j Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík 13. 11. til Grimsby, Hamborgar og. Rotterdam. Dettifoss er á Isafirði, fer þaðan í dag, 14. 11. til Tálknafjarðar og Patreks- fjarðar. Fjallfoss kom til Kaup- mannahafnar í morgun 14. 11. frá Leith. Goðafoss fór frá Reykjavík 8. 11., kom til New- foundland 14. 11. Fer þaðan til New York. Gullfoss er í Kaup mannahöfn. LagarfosS fór frá Reykjavík 10. 11: til Bremerhav en og Warnemunde. Selfoss kem ur til Reykjavíkur í nótt 15. 11. frá Finnlandi og Kaupmanna- höfn. Tröllafoss fór frá New York 7. 11. til Reykjavíkur. Laura Dan fermir í Halifax um 20. 11. til Reykjavíkur. Heika fór frá Rotterdam 10. 11. til Reykjavíkur. Foldin er væntan- leg til Reykjavíkur síðdegis í dag 14. 11. frá Leith. Flugferbir Þessi kápa er saumuð úr flau- eli með kraga úr persnesku skinni, svo og handskjólið. Hatturinn er dálítið gamal- dags en sniðið er viðfelldið og skemmtilegt. Á Hofsósi , var síðastliðinn sunnudag skip að út 3070 kössum af frosnum fiski í Dettifoss. Vatnsveitan á Hofsósi. Verið er að tengja vatnsveitu kerfið á Hofsósi við húsin, og það verk langt komið. Tíð er nú hrösluleg á Hofsósi, ekkert róið sem stendur, og snjóaði þar í fyrradag. Kornbrauð. Ný uppskrift Náttúrulækninga félagsins: 4 bollar heilhveiti, 4 bollar hveiti klíð, 3 bollar nýmalaður rúgur, 3 bollar spíraður rúgur (saxað- ur), 2 matsk. púðursykur, 1 líter mjólk. — Allt það þurra blandist saman. Hrært. með mjólkinni. Sett í skál og látið standa í heitu herbergi í 7—8 klst. Sett í form og bakað um 1 klst. Nægir í 2 brauðform. Starfsemi U.M.F. Reykjavíkur. Ungmennaféiagið tekur upp þá nýbreytni í sambandi við skemmtistarfsemi sína í Lista- mannaskáianum, að hin vin- sælu gestamót verða á laugar- dögum með ýmsum skemmti- I atriðum. Þarna verður spiluð | Framsóknarvist, þá verður j einnig sungið, kveðið og fieira. Dansaoir bæði gömlu og r.ýju j dansarnir. Þátttökutilkynningum verð- ur veitt móttaka í Listamanna skálanum, síma 6369, kl. 6 aíla i daga. En sunnudaga og ýmsa aðra | daga fara fram hinar almennu | skemmtanir fclagsins sam- kvæmt óskum æskuíólksins, sem sýnir mjög mikinn áhuga I að sækja skemmtanirnar, en þær fara jafnan fram nieð 1 me.nningarbrag. Ný kennunarferð. Guðmundur Jónasson frá Múla fór á sunnudaginn við fimmta mann inn á öræfi, og var erindi hans að leita að vaði á Þjórsá nokkru innar en Tungná fellur í hana. Gerði hann það meðal annars með það í huga, ef enn á ný kæmi til hans kasta að fara þangað inn eftir vegna Vatnajökuls- leiðangursins. Þeir félagar héldu á öræfin frá Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Óku þeir inn með Gjánni og inn Hólaskóg, yíir Sandafell og í Skúmstungur. Funtíu þeir allgott vað á Þjórsá skammt frá Fremri-Skúmstungnaá og fóru þar yfir hana í Sultar- tanga. Fellur meginkvísl Tungnár í Þjórsár nokkru neð ar, en ofar aðeins Blautakvísl. Þjórsá var aðeins sem svaraði í kiof, þar sem hún var dýpst, og er Tungná mun meira vatnsfall þarna upp frá en Þjórsá. Alifuglaræktin tímarit eggjaframleiðenda 7— 9 tbl. er nýkomið út. Efni blaðs ins er þetta: Jólagæsirnar, Oft er þörf ein nú er nauðsyn, Hænsnakjötið, Um notkun und- irburðar, Engar afurðarýrar hænur, Góður áburður, Útflutn ingur hænsna, Húsmæðraþátt- ur o. fl. Loftleiðir h. f. Flugferðir innanlands miðviku tíaginn 15. nóv. 1 dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10,00 til Siglufjarð ar kl. 10,00, til ísafjarðar og Patreksfjarðar kl. 10,30 og £il Vestmannaeyja kl. 14,00 Á morg un er áætlað að fljúga til: Ak- ureyrar kl. 10,00 og til Vest- mannaeyja kl. 14,00. Árnað heilla Hjór.aband. S. 1. laugarrtag voru gefin sam an í skrifstofu sýslumanns í Húsavík ungfrú Hólmfríður Jóns dóttir frá Granastöðum og Arn kell Þórólfsson, Hraunkoti í Aðal dal. Ur ýmsum áttum Leiðrétíing. í frétt frá Akureyri fyrir skömmu var frá því skýrt að Kaupíélag Eyfirðinga væri að reisa nýja kartöflugeymslu. 1 fregn þessari varð sá misskiln- j ingur, að hér er ekki verið að i reisa nýtt hús, heldur er verið að breyta gömlu húsi í þessu j skyni. - ^ömum veai — Endurvarpsstöð á Akureyri Það er nú skammt síðan ný endurvarpsstöð tók til starfa að Eiðum. Með henni er mjög bætt aðstaða manna á Austur- landi til þess að hlusta á ríkis- útvarpið. Næsta sumar verður gamla Eiðastöðin endurreist i Hornafirði, og er talið, að hún muni nægja til þess að leysa vandræði byggðanna suðaustan lands í þessu efni. En það er eitt stórt verkefni óleyst: endurvarpsstöð á Akur- eyri. Hlustunarskilyrði um mið- bik Norðurlands voru hin verstu í haust og varanleg bót á þeim verður ekki ráðin, fyrr en reist hefir verið öflug endurvarps- stöð á þeim slóðum. Erlendar stöðvar heyrast í gegnum það, sem útvarpsstöðin í Reykjavík flytur, og má nærri geta, hvern ig er að hlusta á hljóðíæraslátt og söng, þegar svo er í haginn búið. Og ekki er heldur nema í meðallagi viðkunnanlegt að hlusta á erindi, upplestur eða leikrit, þegar heilar setningar ' á sænsku heyrast í gegn. Að ( minnsta kosti mun það trufla marga. En svona er ástandið, og finnst mörgum jafnvel, að þeir fái varla sitt fyrir útvarpsgjald ið, meðan svona er ástatt. Það er þó efalaust, að útvarps stjóri og forráðamenn útvarps- ins reyna að fá því til veg- ar komið, að endurvarpsstöð verði reist á Akureyri. En til þess þarf fé og gjaldeyri, en af hvor ( ugu er nú gnægð í þessu landi. Hér stangast réttmæt krafa Norðlendinga og viðleitni for- ráðamanna útvarpsins við litla getu þjóðarinnar um þessar mundir. En svo mikið réttlætis mái er hér á ferðum, þar sem slík stofnun sem ríkisútvarpið á hlut að máli, að ekki getur lengi beðið, að einhver lausn fáist á þessu. Það er bágt á- stand, þegar oft eru lítll sem engín not að ríkisútvarpi þjóð- arinnar í stórum .og fjölmenn- um landshluta.. , J. H. TILKYNNING um útflutningslsyfi fyrir jólapökkum. Ákveðið hefir verið að leyfa að senda jólapakka til íslendinga og venzlamanna, sem búsettir eru erlendis. í pökkunum má aðeins vera: 1. íslenzk matvæli, önnur en feitmeti. 2. Prjónavörur úr íslenzkri ull. 3. íslenzkir minjagripir. Hver pakki má ekki vera þyngri en 5 kg. Leyfi verða aðeins veitt fyrir einum pakka til hvers manns. Pakkarnir verða tollskoðaðir og kyrrsettir, ef í þeimr reynist að vera annað en heimilað er. Greina þarf nafn og heimilsfang mótttakanda, hvað senda skal og heimilsfang sendanda. Leyxi þarf ekki fyrir bókagjöfum. Leyfi verða afgreidd í Innflutnings- og gjaldeyris- deild Fjárhagsráðs, Skólavörðustíg 12, alla virka daga kl. 10—12 f. h. og 1—3 e. h., nema laugardaga kl. 10—12 S: f. h. ♦ ♦ ♦ * Vsðskíptamálaráðuneytið, 14. rsóv. 1950 ♦ ♦ Áminning Þeir kaupendur, er eiga að greiða blaðið beint til innheimtunnar og aðvaraðir hafa verið bréflega um greiðsiu eru alvarlega áminntir um að vera skuldlausir við blaðið um áramót. Snnfieimta TÍáVIANS Vélritunarstúlka með nokkra bókhaldsþekkingu, getur fengið skrif- stofustarf nú þegar. Uppl. um skólamenntun og fyrri störf á skrifstofu leggist inn til Tímans merkt „Vél- ritunarstúlka.“ 8 ♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦•»•- HUSMÆÐUR Einhver heilnæmasta fæðutegund er íslenzki ®©stuririii9 Aukin ostaneyzla eykur heilbrigði þjóðarinnar Samband ísl. samvinnufélaga ipi Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.