Tíminn - 15.11.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.11.1950, Blaðsíða 5
255. blað TÍMINN, miðvikudaginn 15. nóvember 1950. » Miðvihml. 15. nóv. Verkefni fyrir Alþýðublaiðið Alþýðublaðið hefir nú loks ins áttað sig á því, að ekki i stoðar að prédika einhliða að gengislækkunin hafi gert hlut fallið milli framleiðslukostn- | aðar og afurðaverðs óhag- stæðara fyrir útveginn. Þess vegna segir blaðið í gær: „Án gengislækkunarinnar myndi vélbátaútvegurinn í dag njóta ábyrgðarverðs á fiskinum, að minnsta kosti 75 aura.“ Þarna komu þá meginrök- in í málinu. Þá á Alþýðublaðið eftir að segja frá því hvernig það ætlast til að ríkissjóði yrði aflað tekna t’l að standa und ir þessari ábyrgð, sem vitan- lega þyngist eftir því, sem fiskverð fellur á heimsmark- aði. Jafnframt því er blaðið beðið að hafa í huga, að með- an Alþýðuflokkurinn hafði stjórnarforustu var alltaf stórkostlegur halli á rekstri ríkissjóðs, 100 milljónir króna árlega. Þann baggamun þurfti að jafna auk þess sem bæta hefði átt við milljóna- tugum til að mæta auknum ábyrgðargreiðslum. Það er nóg verkefni f^/rir Alþbl. á morgun að segja hvar og hvernig það viídi inn- heimta þetta fé. Svo gæti það talað um síld arútveginn hinn daginn. Lítið hefir margur sjómaðurinn borið úr býtum á síðustu síld arvertíð, en minna væri það þó, ef hann hefði aldrei verið ráðinn á skip, af því það hefði ekki verið gert út. Ai- þingi fj^llar nú um lög um víðtæk skuldaskil fyrir sild arútveginn. Það er því ó- neitanlega dálítið erfitt hlut skipti fyrir þá, sem þykjast bera bátaútveginn sérstak- lega fyrir brjósti, að vera ein mitt þessa dagana að krefjast gengisskráningar, sem væri honum miklu óhagstæðari. Alþbl. getur. rætt það á föstudaginn.hvernig það kem ur hinni gömlu gengisskrán- ingu heim við hagsmuni síld arútvegsins og hvár það vildi taka þá milljónatugi, sem þar þyrfti til milligjafar. Svo væri það þá laugar- dagsverkefni fyrir Alþbl. að segja hvaðan ætti að taka fé í ábyrgðargreiðslur fyrir tog arana. í því sambandi gæti blaðið hugleitt hvað verka- fólk ætti að fá i staðinn fyrir vinnu við karfann, sem nú er verkaður fyrir Ameríku- markað. Þetta er svo mikið verkefni, að það ætti að duga Alþbl. á sunnudaginn líka. ERLENT YFIRLIT: Hvað gerist í Sovétríkjunum? Fyrirhugaðar stúrframkvæmdir stjúru- ariimar valda miklum {ioilaleggingum Að venju héldu valdhafar Sovétríkjanna hátíðlegt af- mæli byltingarinnar 7. þ. m. Miklar h.ersýningar voru þá haldnar í Moskvu og öðrum stórborgum Sovétrikjanna, en þó sízt .meiri en áður eru dæmi til. Ræður, sem fluttar voru þennan dag af hálfu valdhaf- anna voru líka í öllu friðsam- legri tón en oftast áður. Yfir- leitt voru hátíðahöldin í sam- ræmi víð „friðárandlit" það, sem þeif' Vishinsky og Malik eru nú látnir bera á þingi Sam- einuðu þjóðánna. Fréttaritarar erlendra blaða, sem nú dvelja í Moskvu, telja líka öllu meiri „friðarblæ“ ríkj andi þar á flestum sviðum en verið hefur um langt skeið. Blöð in eru jafnvel hógværari í skrif um sínUm um Bandaríkin en þau hafa áður verið og helga ýmsu öðru efni öllu meira rúm en áróðrinum gegn Bandaríkj- unum. Hér á eftir verður getið nokk urra blaðaummæla um ástand og viðhorf í Sovétríkjunum um þessar mundir. Upplýsingar, sem ritskoðun- inni er illa við. Moskvufréttaritari ameríska stórblaðsins „The New York Times“ er nýlega kominn til Moskvu eftir að hafa haft or- lof þaðan um nokkurra mánaða skeið. Ritstjórn blaðsins hafði gefið honum fyrirmæli um að senda þvi sannorða lýsingu um ’ástand og horfúr í Moskvu. Þessi frásögn hans hefur ný- lega birzt i fjórum greinum i blaðinu. Ritstjórnin lætur fylgja þeim þá athugasemd, að ritskoðunin muni hafa fellt ýmislegt niður, því að m. a. vanti alveg í frásögnina þátt um verðlag og kaupgjald í Sov- étríkjunum, en fréttaritarinn hafi haft fyrirmæli um að gefa sem gleggstar upplýsingar um þau mál: Ritstjórnin tekur að öðru leyti fram, að fréttaritar- inn segist hafa fengið miiyii útstrikanir hjá ritskoðuninni en oftast áður. Ástandið í Sovétríkjunum. Frásögn • fréttaritarans er annars í nokkrum höfuðatrið- um þessi: t sumar hefir yerið unnið meira að því að fegra Moskvu en nokkru sinni fyrr síðan stríð inu lauk. Unnið er að því að gera við gömul hús og hreinsa þau og nýbyggingar á íbúðar- húsum hafa verið með mesta móti. Götur hafa verið breikk- aðar og tórg aukin með það fyr- ir augum, að borgin fengi glæsi legra útlit. Frá mörgum öðr- um stórborgum Sovétríkjanna berast þær fregnir, að bygging- ar og húsaviðgerðir hafi verið þar með mesta móti undan- farna mánuði. Framboð á matvörum, fatn- aði og öðrum neyzluvörum virð ist hafa aukizt verulega í Moskvu í seinni tíð. 1 sumum tilfellum hefur verðlag heldur lækkað. Biöraðir mega heita úr sögunni og yfirleitt virðist hægt að fá þar nóg af flestum neyziu vörum, ef menn hafa efni til að kaupa þær. Framleiðsla á svokölluðum luxusvörum virð- ist og fara vaxandi, eins og t. d. íramleiðsla á fólksbifreið- um, en bifreiðaverksmiðjur leggja orðið kapp á að aug- lýsa framleiðslu sína og boðá vaxandi framleiðslu. í blöðum Sovétrikjanna hefur áróður gegn vesturveldunum verið sízt meiri í seinni tið en áður. Þar er nú skrifað einna mest um ýmsar stórframkvæmd ir, er stjórnin hefur á prjónun- um. Svipað er að segja um út- varpsfréttirnar. Meðal almenn- ings er talað einna mest um hinar fyrirhuguðu stórfram- kvæmdir, en annars ber al- menningsálitið mjög keim hins einhliða blaða- og útvarpsa- róðri. Almenningur virðist t. d. trúa því, að Bandaríkin eigi sök á Kóreustyrjöldinni, að Banda- ríkin vilji styrjöld og valdhafar Sovétríkjanna séu hinir sönnu verðir friðarins. Menn virðast þó ekki reikna með styrjöld, því að þeir treysta á Sovétstjórn- ina til að afstýra henni. Til viðbótar má þess geta, að Moskvufréttaritari kunnar am- erískrar fréttastofu A. P., var nýlega á ferð í Osló og átti þar tal við blaðamenn. Frásögn hans um ástandið i Moskvu var mjög á svipaða leið og skýrt er frá hér á undan, en hann tók jafnframt fram, að verðlag væri þar mjög hátt og vörur stórum dýrari í Moskvu, miðað við kaupgjald, en i Vestur Evr- ópu. Fyrirhugaðar stórframkvæmdir. Stórframkvæmdir þær, sem Sovétstjórnin hefur á prjónun- um og minnst er á hér að framan, eru m. a. þessar (stuðst við frásögn í Beriingske Afteny avis): . Þrjár stórar orkustöðvar verða reistar við Volgu og orka þeirra notuð til að auka iðnað og aðra framleiðslu í héruðunum fyrir norðan og austan Kaspíahaf. Orkustöðvar þessar eiga að vera með þeim stærstu í heimi og í sambandi við þær verður kom ið. á miklu áveitukerfi. Miklar áveituframkvæmdir í sambandi við fljótið Amu- Darja í því augnamiði að breyta hinum ófrjóvu sléttum suð- austan við Kaspíahaf í frjó- samt land, þar sem rækta má bómull, . hrísgrjón og hveiti í stórum stíl. Land þetta er mjög víðáttumikið. Farvegi fljótsins verður að verulegu leyti breytt og auk þes gerðir miklir áveituskurðir. Sá stærsti á að verða 1200 km. langur. Nýtt stórt orkuver við Dnjepr fljótið, en þar er nú þegar fyrir stærsta orkuver Evrópu. Orku- ver þetta á að geta framleitt í 1.2 milljarð kílówatta á ári. Auk | þess verða gerðir stórir áveitu skurðir við Dnjeprfljótið, því að ýmis héruð í nánd þess eru iðulega heimsótt af þurrkum, er Alþbl. verður að gæta bess, að það var ekki nema lítill þáttur í vandræðum atvinnu veganna eins og komið var, að vélbátaflotinn gat ekki stundað þorskveiðar. Engin útgerð reis lengur undir þeiri'i gengisskráningu, sem höfð var. Þess vegna varð eitthvað að gera. Alþbl. vissi engin ráð, nema áframhaldandi niður- greiðslur, uppbætur og á- byrgðir. En það vissi aldrei hvar átti að taka peninga til þeirra greiðslna allra. Þess vegna er Alþbl. í raun um sem seint mun rakna úr. Það hel$ur fram málstað, sem það getur ekki rökstutt. Það er raunverulega komið í sömu skotgröf og Þjóðviljinn valdi sér við alþíhgiskosningarnar i fyrra, þegar hans kosninga mál var að fella niður alla tekjustofná dýrtíðarsjóðs og borga svo 200 milljónir króna úr sjóðnum tómum á einu og sama ári. Þetta er“ sú pólitík, sem „verkalýðsflokkarnir“ boða. Þegar Alþbl. talar um visa ábyrgð, sem bátaútvegurinn hefði nú á fiskverði án gengislækkunar, ber því líka að tala um hallarekstur rík- issjóðs á liðnum árum og hjálparþörf annarrar útgerð ar, síldarútvegs og togara. Og jafnframt þessu cllu á það að tala um tekjustofna, álögur, skatta, til að mæta öllum þessum greiðslum. Annars er sagan ekki nema hálfsögð. Takið þið nú eftir hvað Alþbl. segir. STALIN valda uppskerubresti. Stærsti áveituskuröurinn á að vera 550 km. langur. Sovétstjórnin hefur ýmsar aðrar stórframkvæmdir á prjón ununl, en þessar eru þær helztu. Hvað er að gerast? Þær fregnir frá Sovétríkjun- um sem hér hafa verið greind- ar, valda ýmsum bollalegging- um. Er það, sem hér er að gerast, merki þess, að Rússar ætli sér ekki sjálfir að fara í styrjöld á næstunni, heldur ætli aöeins að láta leppþjóðir sínar berjast, eins og Kínverja og Kóreumenn, eða er þetta gert til að blekkja vestrænu þjóðirnar og láta þær halda, að Rússar hafi ekki stríð í huga? Eða er það innst inni von og ósk valdhafanna, að styrjöld verði afstýrt? Reynzlan ein fær svarað þess um spurningum. Ýmsir benda á, að aldrei hafi verið meiri framkvæmdir í Hitler-Þýzka- landi né meiri vörur á boð- stólunum, en 1939, þegar naz- istar hófu síðari heimstyrjöld- ina. Hér skal enginn dómur lagð- 0.*t»mbUd á tí. síðu.) Radciir nábáanna Alþýðublaðið hefir undan- farið verið að telja eftir ó- þurrkaaðstoðina við landbún aðinn og talið sjávarþorpin verið höfð útundan. Mbl. seg- ir um það í gær: „En er það þá þannig að rík isvaldið hafi látið undir höf- uð leggjast nú og á undan- förnum árum að stuðla að auknu atvinnuöryggi fólks við sjávarsíðuna? Því fer víðsfjarri. Miklu fjár magni hefur einmitt verið var ið til þess að bæta atvinnu- tæki þess, gera . þau fjöl- breyttari og aðstöðuna til þess að reka þau betri. Meginhlút- inn af sparifé þjóðarinnar hef ur gengið til þess að kaupa fyrir ný skip, vélbáta og tog- ara, hraðfrystihús og verk- smiðjur. En hvað hefur verið gert til þess að mæta síldarhall- ærinu? spyrja þeir, sem segja að gert hafi verið upp milli sveita og sjávarsíðu. í þingskjali, sem lagt var fram á Alþingi í gær eru þær upplýsingar, að árin 1945— 1950 hafi 18,5 millj. króna verið varið í aðstoðarlán tll eigenda síldveiðiskipa vegna aflabrests á síldveiðum. Að sjálfsögðu eru þessi lán veitt m.a. til þes að útgerðin geti greitt Sjómönnum kauptrygg- ingar sínar. Nú hefir enn- fremur verið lagt fram á Al- þingi frv. um aðstoð við vél- bátaútgerðina, eftirgjafir lána, greiðslufrest og skuldaskila- sjóð. ÞaS kemur vissulega í ljós, ef slíkum samanburði er hald ið áfram, að sjávarútvegur- inn hefur ekki verið hafður útundan. En illa er Aiþýðu- flokkurinn kominn, þegar það er orðið helzta mál hans að bera rógsorð milli helztu atvinnuveganna og verka- manna og bænda. Dökkar myndir Þjóðviljinn talar í gær um hina björtu mynd atvinnu- lífsins á Akranesi, þar sem menn keppast við að fram- leiða dollaravörur úr sjávar- afla. Hann segir réttilega, „að við ljós hinnar björtu mynd- ar birtist önnur dökk“. Sú mynd er ekki langt undan. Þegar togarinn á Akrancsi lagði út í fyrstu veiðiferðina um daginn til að sækja fisk- inn, sem síðan er unnið við á Akranesi, var eitt dagbl ið í Reykjavík, sem tók því illa. Það var Þjóðviljinn. Blaðið birti mynd af for- manni verkalýðsfélagsins á Akranesi og kallaði Akurnes- inga verkalýðssvikara vegna þess, að þeir voru ákveðnir í því að búa til hina björíu mynd, sem Þjóðviljinn talar um í gær. Sá fjandskapur, sem blaðið sýndi bjargræjis- vegunum á Akranesi, er sann arlega dökkur. Þó er önnur mynd dekkri. Þessir menn, sem koma fram með fögur orð um það, hvað athafnalífið á Akra- nesi gleðji sig, gerðu allt sem þeir gátu til að viðhalda deyfð og athafnaleysi þar. Þeir reyndu líka að vernda at- vinnuleysið í Reykjavík cg á Vestfjörðum og víðar, eftir að starfsemin hófst á Ækra- nesi, þeir gerðu það, sem þeir gátu, til þess að láta togara- verkfallið haldast áfram. Þetta fá þeir ekki af sér þveg ið. Þetta geta þeir ekki iáíið gleymast. En þó að sú mynd sé r.vört, sem Þjóðviljamennirnir voru að skapa og ætluðu s r að Iifa fyrir, er þó önnur mynd ennþá dekkri. Það er sálar- lífsmynd þessara hræ~nara, sem ganga fram með full- komnu purkunarleysi eftir að búið er að koma af síað bjargræðisvegunum, sr.i þeir reyndu að stöðva. Þegrr mál in hafa verið dregin ú: Jiönd um þeirra og hungurvoíunni, sem þeir ætluðu að látr, vinna fyrir flokk sinn, er b: 'gt frá dyrum starfandi alþýðu, þykjast þessir piltar vera ein hverjir ljóssins englr ', sem fyllist sannri gleði yf r blóm legu starfslífi. Það er þessi sótsva' íi vegg ur hræsninnar og ó’ieilind- anna i sálarlífi Þjóðvilja- mannanna, sem er s artasta myndin í öllu þessu rnynda- safni, jafnvel ennþá dekkri en skuggar atvinnuleysisins. sem kommúnistum tókst þó að gera of mikið af. Kommúnista bresi.v alveg kjark til að kannast við það, að þeir reyndu að sícðva tog arana lengur en fcrt var. Þeir hafa engan nxandóm til að rísa undir þvf a 5 þeir kölluðu Akrunesinga svikara vegna þess, að þar voru fram leiðslutækin notúð. Má ætla þeir að reyna að hyljv for- tíð sína og sögu I fj:?glegri hræsni. Nú eiga öll rógmæli um ,,svikarana“ á Ak anesi að gleymast fyri- væmnu smjaðri um „dugmð, fram- tak og manndóm“. Það er ástæða ti? að lcenna í brjósti um svartl:rítarmenn Þjóðviljans núna, hegar þeir eru að reyna að Ivta fortíð sína gleymast mcð þvf að hylla vinnu fólksi is, scm er að framleiða doll ;ravörur á Ameríkumarkað. Tn gottfer það þó, að þeim tókst ekki að kalla bölvun a vinnuleys- isins yfir þjóðin: að bessu sinni. Raunalegr’ hefði verið gleði þeirra yfir því. Ö-fZ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.