Tíminn - 19.11.1950, Page 7

Tíminn - 19.11.1950, Page 7
259. blað TIMINN, sunnudaginn 19. nóvember 1950. HJá samvinnumönnum í Skaptafelissýslu (Framhald af 6. siðu). muna að gæta, töluðu um' villutrú og blekkingavef. j „V)llutrúarmcnnunum“ fjölg- | aði samt. Þeim var að vísu ekki kastað fyrir ljón, eða brenndir á báli, eins og á dögum rómverzku keisaranna.; En ótal ljón urðu á vegi sam- j v.'nnusámtakanna. Þó urðu, þau voldug og sterk, af því að fólk ð vildi það sjálft. Fyrsti vís.rinn. Fyrsta .pöntunarfélagið var stofnað í Vík nokkru fyrir aldamctin. Halldór Sigurðs- son veitti félaginu forstcðu. Um aldamótin byrjaði hann svo að verzla fyrir eig'n reikn ing og lagð:st-þá félagið n'ð- ur. En samvinnuhugsjónin var þá búin að festa rætur í hug- um fólksins og það undi ekki við þessi málalok. Önnur sam tök voru stofnuð 1906. Það er Kaupfélag Skaftfellinga, sem starfandi er enn í dag, og er nú í hópi elztu kaupfélag- anna. Það var vopnið, sem fólkið bjó sér í baráttunni fyr ir bættri lifsafkomu, og enn er stefnan hin sama, þótt mik ið hafi áunnizt. I • Selið verður heimabú. Fyrstu árin var reksturinn með pöntunarfélagssniði, en fljótlega var opnuð sölubúð í Vík, og var Bjarni Kjartans- son fyrsti framkvæmdastjóri félagsins eftir það. Rekstur- inn óx ár frá ári, og 1926 réðst félagið í að kaupa hin miklu og vönduðu verzlunarhús Bryde. Er verzlunarstarfsemi félagsins í Vik og skrifstofur í þessu húsi. Hefir það verið endurbætt mjög fyrir tveim- ur árum og er nú mjcg gott hús fyrir starfsemina. Baráttan við brimið. Samgöngurnar hafa jafnan verið e'.tt af hinum mestu á- hugamálum kaupfélags'ns og fólksins á hinni hafnlausu strönd. Baráttan við brimið hefir til skamms tíma verið hið brennandi vandamál Víkur- búa. Brimgarðurinn m'lli út- hafs og lands var sá farar- tálni’, er bannaði leið. Þar urðu menn að standa á strönd inni og bíða lags, þar til öld- urnar lækkuðu og dyninn lægði í lofti, svo hægt væri að ýta úr vör út í flutninga- skipin eða til f'skjar. Um langt skeið var allmik- il útgerð opinna báta í Vík. Þegar stærri vélbátar fóru að koma til scgunnar, leituðu sjómennirnir þangað, þar sem meiri aflavon á þá var í aðra hönd. Hafnartæknin gat ekki náð til Víkur að s'nni, og út- gerðin féli að mestu niður eft ir 1920. En baráttan við brimið hélt áfram. Uppskipunarbátarnir voru notaðir í Vík og brúuðu brimgarðinn fram að byrjun síðustu heimsstyrjaldar, er nýr þáttur hófst í samgöngu- málum þar eystra. Bátasmiðirni þekktu brimið og byggðu trausta báta. Uppskipunarbátarnir, eða brimbátarnir e'ns og þeir eru kallaðir í daglegu tali, eru sérstæð skip. Bátarnir eru á stærð við stóran áttæring og voru oft stærstu áttæringarn ir, sem notaðir voru til róðra á vertíð, jafnframt uppskipun arbátar. Bátar þessir urðu að vera sterkari en almennt gerist til að þola br'mgarðinn, enda fengu þeir oft þung áföll á leiðinni upp í sandinn. Allir þessir bátar voru smíðaðir í Vík af mönnum, sem ólust >ipp við bergmál brims'ns und ir klettunum og þekktu, hvern ig báran brotnar. Frægastur skipasmiður í Vík mcrg hin síðar: ár, er bátar voru smíð- aðir þar, var Er-lendur Bjcrns son. Arftakar brimbatanna. Nú eru uppskipunarbátarn- ir í Vík ekki sjófærir lengur. Þeir eru orðnir gisnir af ára- tuga aðgeröarleysi, og ’liggja nú yfirgefnir á hvolfi á ströndinni, þar sem veir voru áður tæki í höndum fræki- legra afreksmanna, sem tóku brimróðurinn öruggt og djarf lega. Hávaxið sandfaxið teyg ir sig nú upp yfir bátskilina. Aukin tækni og meiri hraði hafa leyst brimbátana af hólmi. Með bílferðunum hófst nýr þáttur í samgöngumál- urn Skaftfellinga. Kaupfélag Skaftfellinga hefir haft mynd arlega forustu um að leysa flutningamál héraðsins, enda eru bílflutningarnir orðnir líftaug fólksins á hafnlausri strönd. Sendiherrar frá hafnlausri strönd. Nú eru í förum daglega á vegum félagsins fimm bílar að jafnaði. Haust og vor eru þeir þó fleiri. Allar vör- ur að austan og austur eru fluttar á bílunum og grænu bílarnir, merktir K. S. Vík, sjást oft á götum Reykja- víkur. Bílstjórarnir eru sendi herrar fólksins á hafnlausu ströndinni og reka margs kon ar erindi í höfuðstaðnum, sækja giftingarhringa, hveiti og kol og reka erindi við stjórnarráð og stofnanir. Kaupfélagið hefir í hyggju að koma á fót daglegum fólksflutningum milli Reykja víkur og Víkur með flutn- ingabílum sínum, en hefir ekki til þessa fengið leyfi til mannflutninganna hjá þeim aðilum, er eiga að stjórna fólksflutningum á íslandi. Árlega flytja bílar kaupfé- lagsins um 2 þúsund lestir af vörum aö austan og austur. Starfsemin stendur víða fótum. í Vík rekur félagið mynd- arlegt bifreiðaverkstæði, þar sem einnig er gert við land- búnaðarvélar. Við verkstæð- ið er einnig smurningsstöð fyrir bílana. ' Síðastliðið vor tók líka til starfa á vegum félagsins tré- smíðaverkstæöi. Er það til mikils hagræðis fyrir sýslu- búa, sem áður þurftu að sækja alla smíði á hurðum og gluggum til bygginga til Reykjavíkur, en allt slíkt er smíðað á verkstæðinu í Vík og einnig hin vönduðustu húsgögn. Útibú rekur félagið á Kirkju bæjarklaustri og er þar opin sölubúð. En auk þess eru pönt unardeildir og birgðageymsl- ur. í Öræfum, Meðallandi, Skaftártungum og Álftaveri. Hafa þessar birgðageymslur komið sér sérstaklega vel á vetrum, þegar ófærð stöðvar umferð. Á haustin annast fé- lagið svo slátrun sauðfjár fyrir Sláturfélag Suðurlands, en félagið á og rekur frysti- hús í Vík. Gifturík saga boðar bjarta framtíð. Kaupfélag Skaftfellinga hefir átt því láni að fagna, að til þess hefir jafnan ráðizt gott starfsfólk og er svo enn. Fyrir tveimur árum tók við félaginu ungur og dugmikill kaupfélagsstjóri, Oddur Sig- urbergsson. Hann tók við af Sigurjóni Kjartanssyni, sem tengdur var hverjum sigri kaupfélagsins síðasta áratugi. Félagsmennirnir hafa staðið vel að félaginu og hinn ungi kaupfélagsstjóri hugsar gott til framtíðarstarfsins í Vík, ef félagsmennirnir standa jafnfast.að félaginu í fram- tíðinni, sem hingað til. Þá er líka framtíðin ráöin. Kaup félag ákaftfellinga heldur á- fram að vaxa og það verður brjóstvörn og skjöldur vinn- andi fólks á brimströndinni. Þá verður brimlaus le ð að landi. Ef það heldur áfram að treysta samvinnusamtök sín líður ekki á löngu þar til ný þáttaskipti verða á leiðinni til betri lífskjara og aukinn- ar velmegunar. Vel má svo fara, að áður en gömlu brimbátarnir hyljast hinni nýju gróðurmold á sjáv arbakkanum, verði höfn kom- in í Dyrhólaós. Langþráður draumur hafi ræzt og hafskip eigi ætíð brimlausa leið að landi með erlendan varning og flytji þaðan fiskafurðir, osta og smjör í girnilegum umbúðum á matborð fram- andi þjóöa. — gþ. ALLIS CHALMERS MODEL „B” DRATTARVELAR i Oss er það mikil ánægja að geta tilkynnt væntanlegum kaupendum og öllum þeim, sem keypt hafa af oss Allis-Chalmers Model „B“ dráttarvélar síðustu þrjú árin, að þessar dráttarvélar eru útbúnar stærri stimplum, en þær vélar af sömu gerð, sem áður voru fram- leiddar af Allis-Chalmers Manufácturing Company, Milwaukee 1, Wisconsin, U.S.A. Nýlega barst oss skýrsla frá stofnun þeirri í Bandarikjunum (Agricultural Engineering Department of the University of Nebraska, Lincoln), sem framkvæmir prófanir á afli dráttarvéla og sýnir hún, að beltishestaflafjöldi vélarinnar er 22,87, en dráttarhestaflafjöldi 20,60. Núverandi útsöluverð Allis-Chalmers Model „B“ dráttarvélarinnar með til- heyrandi tækjum, þ. e. vökvalyftu, aflúrtaki, ræsir, reimskífu og Ijósaút- búnaði er um kr. 20.700,00 og er því lang hagstæðasta verð amerísk-byggð- ar dráttarvélar með sambærilegum hestaflafjölda, sem hingað hefir flutzt, sérstaklega þegar miðað er við hina Iitlu benzineyðslu hennar, (um 2 1. á klst. í öllum léttari akstri, þar með talið slætti). rljn Allar nánari npplýsingar er að fá lijá : H. F. RÆSIR Skiilagötu 59. — Iteykjavfk Aðaluniboð : H. Benediktsson & Co. h.f. Revkjavík. Söluuinboð : H.f. Ræsir Reykjavik. * . r> WSPIÍ IHMT. 1W

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.