Tíminn - 26.11.1950, Síða 8

Tíminn - 26.11.1950, Síða 8
34. árg. Reykjavfk 26. nóvember 1950. 265. blað. „4 FÖRMJM VEGI“ I DAG: Sítnutnál f% épttvofisbúu Grasið hætt að gróa upp úr stakkstæðunum: Saltfiskverkunin aftur orðin helzta atvinnugrein fslendinga Hér áður fyrr, þegar tilveran við sjávarsíðuna kringum strendur landsins byggðist svo að segja eingöngu á salt- fiski og síld, var atvinnulífið í föstum skorðum. Karlmenn- irnir veiddu á vertíðinni, konurnar vöskuðu fiskinn á vorin og þurrkuðu hann með aðstoð aldraðra manna og unglinga á sumrin, meðan karlmennirnir voru flestir við síldveiðar. Svo kom stríðið á Spáni og síðar um heim allan og breytti lögmálinu með saltfisk inn og síldina. Hvítar breið- ur af saltfiski á stórum svæð um blöstu ekki lengur við sjónum á sólheitum sumar- dögum. Stakkstæðin, sem áð ur voru iðandi af lífi og starfi urðu auð og tóm, eins og j yfirgefinn orustuvöllur og grænt grasið fékk að gróa í næði upp á milli steinanna, meðan þjóðir heimsins börð- ust og höfðu ekki tíma til j þess að bíða eftir því, að fiskn 1 um væri breytt í saltfisk með aðstoð hinnar stopulu sum- arsólar norður við heims- skautsbaug. Gömlu markaðslöndin koma aftur til sögunnar En það, sem réði þó mestu, var það að markaðslöndin i suðri, þar sem saltfiskurinn er sá fiskur sem hæfir bezt, Jokuðust. Spánn og Ítalía, okkar gömlu viðskiptalönd, voru úr sögunni sem við- skiptalönd íslendinga af styrjaldarástæðum. i Nú er þetta breytt aftur. ís lenzki saltfiskurinn er aftur orðin vinsæl markaðsvara i Jöndum hinnar suðrænu sól- ar við Miðjarðarhafíð. Á- stæða er til að ætla, að með aukinni vöruvöndun og að- gæzlu á öllum sviðum geti ís- Jenzki saltfiskurinn jafnan átt örugga markaði hjá þess- um suðrænum þjóðum, sem kunna að meta góðan salt- fisk og finnst ísaður fiskur og frystur alls ekki vera fiskur. Svipast um eftir íslenzkum saltfiski ítölsku bændurnir eru nú aftur farnir að svipast um á markaðstorginu eftir „Pakk- ala Islanda“. Helzt vilja þeir fá hann sólþurrkaðan og geyma hann við bæjarvegg- inn eins og góðum búmönn- um sæmir og borða hann steikan i ólivuolíu og tómat- sósu með rauðvínsbelg við hlið sér. Hafa því algjör straum- hvörf orðið í framleiðsluhátt um og verkun íslenzka fisk- aflans á tveimur síðustu ár- um. Er það eðlileg afleiðing af lokun freðfiskmarkaðanna í Norðurálfu. Suðurlandabúar kunna heldur ekki að borða freðfisk og vilja það ekki. Allar horfur eru á því, að íslendingar verði á næstu ár um að efla mjög saltfiskverk unina, og þarf það ekki að vera neitt neyðarbrauð, þar sem saltfiskur er víða um heim seljanleg vara og eftir- sótt, sé um góðan fisk að ræða. Stakkstæðin aftur orðin vettvangur dagsins. Sumarið í sumar hefir ver- ið mikið saltfisksumar á ís- landi. Gömlu fiskireitirnir, sem fallnir voru í gleymsku og dá urðu aftur þungamiðja athafnalífsins kvölds og morgna, þar sem sólin lét sjá sig. En hvítklæddir stakkarn ir stóðu einir eftir á stakk- stæðinu á kvöldin og biðu næsta sólskindags. Fiskþurrkun undir berum himni útheimtir mikla vinnu. En sú er bót í máli, að ungling ar eru liðtækir við fiskþurrk unina, og kemur sér vel sú vinna, er þannig fellur til, bæði fyrir atvinnulífið og unglingana, sem eru starfs- lausir að loknu skólanámi. Venjulega tekur 10—12 sólskinsdaga að sumrinu að fullþurrka saltfisk, ef ekki sé þurrkað upp á hörðustu gráðu. Venjuleg þurrkun er sú, sem unnin er fyrir Spán- armarkað. Fiskur á Portúgals markað er svolítið harðari, og saltfiskur, sem ætlaður er til sölu í Suður-Ameríku, er grjótharður, svo að þannig fæst hann vart með þeirri útiþurrkun, sem völ er á hér á landi. Fallegastur sólþurrkaður. Þarf hann hita og þurrk til viðbótar við sólina. Þróunin hefir líka orðið sú, að nú þegar aftur er tek- ið til við saltfiskverkunina, koma þurrkhúsin til sögunn- ar. Nú er fiskur óvíða þurrkað ur til fulls úti, heldur hert á þurrkuninni i húsunum og henni lokið þar. En sólþurrkun úti á stakk- stæðunum liður samt varla undir lok. Sólþurrkaði f!sk- urinn verður alltaf fallegri. En vinnan við þá þurrkunar- aðferð er dýrari og auk þess er stopul veðrátta-n. Gæðin og fegurð saltfisksins er þó það, sem margir keppa að og allir eiga að keppa að. Þess vegna er kapp á það lagt að þurrka eins mikið úti og kostur er. j j Fjörugt athafnalíf á björtum sólskinsdegi Á stórum stakkstæðum, þar (Framhald á 7. siðu.) Þessi mynd er tekin yfir stakkstæðið í Hafnirfjarðarhrauni, þegar verið er að ljúka breiðsluna. (LJísm. Guðni Þórðarson) Fí’s/cjburr/cun z HafnarfjarðarhraunL Myndir þessar voru teknar í haust af stakkstæði í Hafnar- íjarðarhrauni. Á efri myndinni sjást stúlfcurnar, vera að breiða fiskinn á stakkstæðinu en á þeirri neðri eru menn að taka fiskinn úr stakknum á handbörurnaf, sem hann er borinn á út um stakkstæðið. (Ljósm. Guðni Þórðarson) Áhugi á rýmkun lantí- helgi vestan lands Okknr vantar tilfinnanlega betri liöfn. seg ir Gnðbrandur Guðbiartsison í Ólafsvík Mikill áhugi er nú fyrir því í útgerðarbæjunum v'.fi Breiða fjörð, að landhelgin þar verði rýmkuð eða ákveðin svæði friðlýst á vetrarvertið og bátamið friðuð fyrir ágangi togara, sagði Guðbrandur Gubjartsson, hreppstjóri á Ólafsvík í við- tali við tíðindamann frá Tímanum Ágangur af togurum á báta miðum á Breiðafirði er tals- verður, og bitnar það ekki sízt á Ólafsvíkurbátum á vetr arvertíð, þegr<r sækja þarf norður í svonefndan Á1 eða norður á Fláka. Þar er m'kið af togurum og scmuleiðis um hverfls nesið. t Ólafsvíkurhöfn. Annað áhugamál íbúa Ól- afsvíkur er að hcfnin þar verði endurbætt st'rlega, svo að hún verð örugg og góð stærri bátum en nú er. Frá Ólafsvík er mjög skammt á góð mið, og það er oftar en nú sern bar er mokafli. Má því vera ljðst, hvílíkt t.jún þgð | er, að ékki skuli vera hæyt að j | nýta betur en nú er þessi! góðu bátamið. íbúar Ólafsvíkr byggja þó afkomu slna ekki eingöngu á sjónum. Þar er einnig land- búskapur til léttis og tekju- auka ,þótt í smáum stíl sé. 60—70 kýr munu vera í kaup túninu, og þegar fjárskiptin fóru fram, komu þangað 300 kindur af nýjum stofni. Er á- hugi fyrir auknum land- búskap mikill, enda eru sk lyrði fremur gcð og landíð kjarngott. Eyðijarðír inni í Fröðársveit, nm sex kíl'metra frá kauptúninu eru nytjaðar til héyöflúnar handa fénaði í Ólafsvík. Málfondakcpcr F.U.F. sveiíimum. Framsogum a Ö ui* I ón Snæbjörnsson. ; , Mætið vel og stundvís- lega.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.