Tíminn - 30.11.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.11.1950, Blaðsíða 1
RtUtjóri: Hrarinn Þórarlniaou Wréttaritstfórii J&n Hetgatou Ótgeiandi: rrauuókuarflokkuriuu Skrifltofur < Edduhútinu . Fréttasimar: i;302 0(7 3X303 A/preiðsZusÍTOl 2323 Avflvsingasitnl S1309 FrentsmiOjan Edda 34. átg. Revkjavik, fimmtudaginn 30. nóvembcr 1950. 268. blað Banamaður Jóns Jóhannssonar fundinn Lögreglan fann i fyrrinótt manninn, sem veitti Jóni Jó- hannssyni bílstjóra bana- högg á Háteigsveginum að- faranótt þriðjudagsins. Hann heitir Páll Helgi Ólaf- ur Þorfinnsson, til heimilis að Eístasundi 68, aðeins ní- tján ára að aldri. Hann er nú í haldi. og hef- ir hann játað á sig sök sína. Farþeginn í bílnum var Arn- ór Bjcrnsson, Bankastræti 10. Raknaður úr roíinu Maður sá, sem fannst með- vitundarlaus á Grettisgöt- unni í fyrradag, kom til sjálfs sín í fyrrinótt, og fór hann úr Landsspítalanum heim til sín í gærmorgun. Maðurinn hafði verið ofur- öivi á slangri og fallið á gangstéttarbrúnina. Hlutaf.jársöfnunin á Akureyri geng- ur vel Eins og fyrr hefir verið frá skýrt hafa Akureyringar mik- inn hug á að bæta við sig ein- um togara enn af þeim, sem verið er nú að smiða í Eng- landi. Hóf útgerðarfélagið hlutafjársöfnun í því skyni og þurfti að safna 400 þús. kr. Hefir fjársöfnunin gengið allvel og í gær vantaði aðeins 150 þús. kr. upp á. Er mál þetta því að komast heilt í höfn og vona Akureyringar fastlega að geta bætt við sig einum togara. „Já, en hestat cru þó 3iiotnir,“ var heiti bókar einnar, sem var metsölubók í Ameríku fyrir nokkrum árum. í henni var m. a. iýst þeim atburði, að Maraþon-dansari skaut dansfé- Iaga sinn, stúlkuna, sem hann dansaði við. Nú hefir sams konar atvik skeð í raun og veru. Maraþon-dansari einn í Oakland skaut nýlega dansfélaga sinn, ungfrú Violet VVatson. Hér sést hún liggja á dansgólfinu. Morðinginn var hermað- ur, er hét Stoneman og flúði hann þegar af hólmi. Smyglarar og launsal- ar sannir að sök * 2 sjómeim smyglnðu, mllliliðlr tóku vl# variiin»'ii(im, söltimaður annaðist (Ireifingii Við rannsókn á uppruna smyglvarnings, sem tekinn var fyrir nokkru í bifreið í Hrútafirði af sölumanni, sem þar var á ferð, hefir sitthvað koniið á daginn um smygl og svarta- markaðssölu á smyglvarningi. Maður drukknar í Patreksfjarðarhöfn \;iðisí skjott úr sjúnuni. en líf^unartilrauu- ir allar roytidusf árangurslausar Frá fréttaritara Tímans á Patreksfirði. Það slys varð á Patreksfirði í fyrrakvöld, að Hjörtur Krist- jánsson verkamaður, til heimilis að Urðuxn á Patreksfirði, féll í höfnina þar og drukknaði. Voru árangurslausar lífg- unartilraunir gerðar fram á nótt. i Tildrög þessa slyss voru þau, að Hjörtur heitinn ætl- aði um níuieytið í fyrrakvöld um borð í vélskipið íslending, frá Reykjavík, er lá við bakk- ann í nýju höfninni. Féll hann niður á milli skipsins og hafnarbakkans. Náðist skjótt. Þrír ^.skipverjar á íslendingi urðu varir við slysið. Voru það Hjörtur Bjarnason, stýrimað ur frá ísafirði, Jón Vidalín vélstjóri, Framnesvegi 50, og Leifur Pétursson háseti. Mið- fcúni 28, báðir úr Reykjavík. Brugöu þeir þegar við um björgun. Sáu þeir brátt, hvar Hjörtur heitinn flaut við skip ið, og voru ekki nema örfáar mínútur frá því hann féll í sjóinn, þar til þeim tókst áð ná honum. Lífgunartilraunir árangurslausar. Lífgunartilraunir voru þeg ar hafnar, og læknir kvaddur til. Var tilraunum haldið á- fram fram á nótt, en þær báru engan árangur. Telur læknirinn, að hjarta manns- ins muni. hafa bilað, þegar er hann féll i sjóinn. Hjörtur heitinn Kristjáns- son var 51 árs að aldri, kvænt ur maöur og átti einn upp- komirm son og aldraða móð- ur. — Grafan farin frá Patreksfirði Mörg stór skip Itaifa Issgþet jsö nýja hafnar- ftafcknnmn Frá fréttaritara Tímans á Pat.reksfirði. ÆQir fór á mánudaginn með gröfuna, sem notuð hefir ver- ið við uppmokstur hinnar nýju hafnar hér. Ekki er þó enn lokið við að grafa nema um helming þess, sem grafa þarf, svo að höfnin verði eins og hún á að verða. Höfnin hefir verið notuð um skeið, og hafa komið þar að bryggju togarar og allstór strandferða- og flutninga- skip, eins og Hekla og Linge- stroom. Tvennir bílaárekstrar hjá Hreðavatni Fimm togarar með karfaafla til Hjalteyrar HjaHeyrarverksmiðjan liefir nú tekið við 9 þús. lestum af karfa síðan f vor Tekizt hefir að rekja upp- runa allmikils af smyglvarn- ingi þeim, sem maður þessi, Steinberg Jónsson, sölumað- ur úr Reykjavík, hafði á boð- stólum og seldi víðs vegar uin land á svörtum markaði., Höfðu tveir sjómenn á milli- j landaskipi í Vesturheimssigl- | ingum smyglað þessum vam ingi inn í landið. Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Síldarverksmiðjan á Hjalteyri hefir nú tekið á móti nálega níu þúsund lestum af karfa til bræðslu síðan karfaveiðarn- ar hófust í vor. Síðustu daga hafa fimm togarar lagt á land karfa- afla sinn á Hjalteyri. Eru það Egill rauði, Goðaborg, Egill Skallagrímsson, Askur og Hvalfell. Afli þessara tog- ara var samtals um 1500 lést- ir. — Áður en togaraverkfallið hófst í sumar hafði verksmiðj an tekið við um 3 þús. lest- um til vinnslu, en meðan á verkfallinu stóð, lögðu Norð- f j aröartogarinn og Seyðis- fjarðartogarinn aflá sinn þar á land. Hefir því alltaf verið unnið i verksmiðjunni, þótt fullkomið verkefni hafi hún ekki fengið fyrr en nú. Vegna þessarar karfa- vinnslu hefir alltaf verið mikil og góð atvinna á Hjalt- eyri, og nú síðustu dagana hefir orðið að fá menn úr ná- j grenninu, af Árskógarströnd | og víðar, til þess að anna j vinnslu ails þess afla, sem nú beist þar á ianö. Milliliðir. Síðan hafði varningur þessi lent í höndum manna, sem einkum höfðu með höndum útvegun fyrir sölumanninn, gegn ágóða fyrir meðalgöngu ^ína. Hins vegar virðist sölu- maðurinn lítið sem ekkert hafa fengið beint frá þeim, sem að smyglinu stóðu. 6—7 menn munu við mál þetta riðnir, og hafa þrír þeirra verið i gæzluvarðhaldi að undanförnu, en hefir nú verið sleppt. Mikið af varningi. Það er allumfangsmikið (Frnmtiald á 2. siðu.) Maður vestan úr Dölum siúrslasa'öist —■ félag'i hans fékk heifahrisf Iiig Síðari hluta dags í fyrradag urðu tvennir bifreiðaárekstrar og alvarleg slys á mönnum í Grábrókarhrauni við Hrcðavatn, nokkuð neðan við neðri skálann þar. Mun hálka á veginum hafa átt þátt í árekstrum þessum. Tveir menn slasast. Um þrjúleytið í fyrradag var jeppi vestan úr Miðdölum á leið upp Grábrókarhraun. Er hann var kominn upp und ir neðri skálann þar, komu á móti honum tveir oliubilar úr Hvalfirði, og varð harður árekstur milli jepp- ans og annars olíubílsins. Tveir menn voru í jeppanum, Skúli Pétursson frá Breiða- bólsstað og Gunnar Friöleifs- son frá Gröf í Miödölum, og hlutu þeir báðir mikil meiðsli. Skúli skarst á andliti, höfuð- kúpan sprakk og kjálkar brotnuðu, en Gunnar fékk heilahristing. Annar árekstur. Annar olíubíllinn ætlaði nú niður í Borgarnes að sækja lækni. En í þessari andrá bar að vörubil úr Reykjavík og varð annar árekstur milli hans og olíubilsins, svo að segja á sama stað og fyrri á- reksturinn. Engin slys urðu á mönnum við þennan árekst- ur. — Hinir særðu. Það náðist þó til læknisins í Borgarnesi, og var Skúli flutt- ur i Landakotsspítalann í Reykjavík, þar sem hann ligg ur nú þungt haldinn. Gunnr ar liggur hins vegar í neðri skálanum við Hreðavatn, þar sem menn, sem starfa að bygg ingu S.Í.S. að Hreðavatni, eru nú til húsa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.