Tíminn - 30.11.1950, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.11.1950, Blaðsíða 8
34. árg. Eeykjavík 30. nóvember 1950. 268. blaS Sinfóníuhljómsveítin efnir ti! æskulýðshljómleika Þýzkssr hf jómsveilarsí jóri stýrir tveimur hljómleíkum. Islenzkar sinfóníur hráðlos'a Komirm er hingað til lands þýzkur tónlistarmaður, Her- mann H Idebrandt að nafni. Kemur hann hingað í boði sinfóníuhljómsveitarinnar og stjórnar hér á tveimur hljóm- íeikum, á sunnudaginn kemur, og 17. desember. Blaðamenn ræddu í gær v ð hljómsveitarstjórann og forstöðumenn hljóm sveitarínnar. Duglegur tónlistarmaður. Hinn þýzki tónlistarmaður er kunnur í heimalandi sínu -og hefir sýnt mikinn dugnað við tónlistarstörf i fæðingar- borg sinni, Stuttgart. Stofn- aði hann þar góða sinfóníu- hljómsveit fyrir styrjöldina, en síðan henni lauk hefir, hann unnið að því að byggja hana upp að nýju. Tónlistar- menntun sína hlaut Hilde- brandt í Berlín og Köln. Hingað kom Hildebrandt um miðjan þennan mánuð. Hefir hann unnið að því að æfa hljómsveitina fyrir hljóm leikana á sunnudaginn. Vaxandi aðsókn að hljómleikum. Forstöðumenn sinfóníu- hljómsveitarinnar tjáðu blaða mönnum í gær, að aðsóknin að hljómleikum sinfóníu- hijómsveitarinnar færi vax- andi með hverjum hljómleik um. Gert er ráð fyrir að í des- ember verði að minnsta kosti tveir hljómleikar fyrir hátíð ar, auk hljómleika, sem á- kveðnir eru fyrir unglinga. Sinfóníuhljómleikar fyr.r æskulýðinn. Hefir verið ákveðið að stofna til nokkurrar æsku- Iýðshljómle;ka. Verða þar aðallega flutt léttari verk og cnnur, sem frekar eru við hæfi barna og unglanga. Á þessum æskulýðshljóm- leikum verður flutt ýmisiegt af því, sem áður hefir verið fiutt á hljömleikum sveitar- innar, en auk þess margt ann að til v ðbótar. Fyrstu æskulýðshljómleikar sinfóníuhljómsveitarinnar ' verða annan sunnudag í þjóð^ le khúsinu og verða aðgöngu miðar að þeim seldir vægara verði. Fleiri íslenzk verk í framtíðinni. Blaðamenn notuðu tækifær ið í gær til að spyrjast fyrir um það hjá forráðamönnum hljómsveitarinnar, hvort ekki sé ætlunin að flytja allmikið af innlendum sinfóníum á hljómleikum sveitarinnar framvegis. Töldu hljómsveitarmenn, að þess yrði skammt að bíða. Bentu þeir á, að ýmsum ann- mcrkum sé bundið að taka íslenzk verk til flutnings. Af þeim er að vísu allmikið til, en ekki nema lítið sem unnið er til flutnings fyrir sinfóníu- hljómsveit. Hins vegar væri ákveðið að fljótlega verði ís- lenzk verk tekin til flutnings á hljómleikum sinfóníuhljóm sveitarinnar, og jafnan mikið um þessi mál rætt meðal hl j ómsveitarmanna. Verk gömlu meistaranna á sunnudaginn. Efnisskrá sinfóníuhljóm- Jeikanna á sunnudaginn er viðamikil. Verða þá tekin til meðferðar verk gömlu meist- aranna. Flutt verða verk eft- ir Mozart, Brahms og rúss- neska tónskáldið Tschaikov- sky. — Á hinum sinfóníuhljómleik unum, þar sem Hildebrandt stjórnar, verður meðal ann- ars tekið til meðferðar sin- fónía nr. 3 eftir Beethoven. Ágæt síldveiði hjá Akranesbátum Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Góður afli var hjá Akra- nesbátum, þegar þeir komu af veiðum í gærmorgun, þótt ekki ræki nema um eina og hálfa klukkustund hjá þeim flestum. Fóru þeir allir, 16 að tölu, út til veiða fyrir hádegi í fyrradag og lögðu í Miðnessjó, nokkru eftir ljósaskiptin. Versnaði veður þá fljótlega, eins og skýrt var frá í Tím- anum í gær, og fór allur flot- inn þá að draga. Akranesbátarnir voru að koma heim í fyrrinótt frá því klukkan 2,30 til 8 um morguninn og fengu heldur hraklegt veður á heimleið- inni. Voru þeir, eftir aðstæðum, allir með jafnan og góðan afla, 50—60 tunnur. Stöku bátur var með minna, en tveir voru með 107 og 108 tunnur, Bjarni Jþhannesson og Fram. Engin síldarbátar fóru til veiða í gær vegna veðurs. 411111111111111111111111111111111111111111111II11111111111111111111111. | Samvinnunám- I skeið á Akureyri I z t : ^ i | í gærkvöídi lauk á Akur- | eyri þriggja daga sam- | vinnunámskeiði, sem Kaup I félag Eyfirðinga efndi til. \ Bauð félagið til námskeiðs = 'ns fólki úr félagsdeildum | sínum, og sótti það um 20 f nianns, konur og karlar. | Xámskeiðið fór aðallega j fram í gistihúsi K.E.A. og 1 voru þar flutt erindi um I samvinnuinál og félagsmál j kaupfélagsins, sýndar kvik { myndir og ýmis íyrirtæki • h«»ímsóít. 11111111111111111111111111111111111111111111 Hafís 100 km. undan landi í gær sást hafísbreiða um 100 kílómetra norðvestur af Straumnesi, og náði hún eins langt til austurs og aug- að eygöi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma, sem hafís- fregnir berast af þessum slóð um. — Her S.Þ. styrkir varnarlínii sína við Otiongchon-fijót Norðiirhcrinn komimi snðnr yfir fljutið á eiiuiHt stað og er 50 km. frá Pyongyang Harðir bardagar geisuðu í Kóreu sem fyrr í gær. Suður- herinn reyndi eftir megni að treysta varnir sínar á suður- bakka Chongchon og er meginherinn kominn suður yí’ir fljótið. Aeliesoii fiytur iitvarjssræðu Acheson utanríkisráðherra Bandaríkjanna flutti út- varpsræðu i nótt og ræddi Kóreumálin. í gær sat banda- ríska stjórnin á löngum fundi og einnig átti Truman for- seti fund með æðstu mönn- um hers og utanríkismála. Syðst við fljótið eru þó nokkrar sveitir Bandaríkja- manna enn norðan þess og hafa tvær hersveitir þar ver- ið umkringdar að mestu. Sæk ir kínverskur her þar fram suðvestur með ánni til sjáv- ar Og reynir að hefta för bandarísku hersveitanna yf- ir fljótið. í bardögunum undanfarna daga er talið, að norðurher- inn hafi goldið mikið afhroð. Hann beitir nú ógrynni liðs og mörgum skriðdrekum. Sagt er einnig, að herlið streymi yfir Yalu-fljót inn í Kóreu frá Mansjúríu. Á einum stað fóru skrið- drekahersveitir norðurhers- ins yfir Chongchon-fljótið i gær og sóttu suður á bóginn og var talið að þær væru að- eins 50 km. frá Pyongyang. Víglínan er þó mjög óregiu- leg og erfitt að átta sig á stöðu einstakra herdeilda. Lofther S.Þ. gerði margar og miklar árásir á stöðvar og herfylkingar norðurhersins í gær og olli miklu tjóni. Sums staðar flugu orrustuflugvél- ar i fylkingum yfir hersveitir með samfelldri skothríð og ollu stórfelldu tjóni. Nýtt bandarískt herlið var sett á land i gær í Fusan, hafnarborginni syðst á Kór- euskaganum. Húsmæðrafundir K.Á. afbragðsvel sóttir Síðustu daga hefir Kaupfélag Árnesinga efnt til sex hús- mæðrafunda í öllum nítján deildum kaupfélagsins. Var fyrsti fundurinn haldinn í Hveragerði fyrra mánudag, en hinn síðasta að Selfossi í fyrrakvöld. Hinir fundirnir voru haldn- ir að Stokkseyri, Brautarholti, Laugarvatni og Félagslundi í Gaulverjabæ. Sóttu hvern fund á annað hunörað húsmæður. Aðalfundi L.Í.Ú. frestað Aðalfundur Landssam- bands islenzkra útvegsmanna var settur 20. nóvember, en nú hefir honum verið frest- að. Aðalmál það, sem fyrir fundinum lá, var rekstrar- grundvöllur bátaútvegsins. Var fundinum frestað sök- um þess, að ekki er lausn íengin á þessu vandamáli, og eru þvi frekari umræður gagnslausar að sinni. — En starfað er að því að finna lausn á þessu máli. Egill Thorarensen kaupfé- | lagsstjóri sótti alla fundina, j stjórnaði þeim, flutti erindi j um kaupfélagsmál og las j kvæðin Móðir mín eftir Matt hías Jochumsson og Einar, Benediktsson. Baldvin Þ. Kristjánsson sótti einnig alla fundina, flutti erindi um hús- mæðurnar og samvinnuhreyf inguna og sýndi kvikmyndir. Gísli Sigurðsson skemmti á öllum fundum með gaman- vísum og eftirhermum, nema á Selfossfundinum — þar sungu Söngbræður undir stjórn Ingimundar Guðjóns- sonar. Hvarvetna bauð kaupfélag ið t l kaffidrykkju, og voru þar ræðuhöld og scngur og annar gleðskapur. Á fundin- um i Félagslundi vakti ung stúlka, 16—17 ára, Stefanía Pálsdóttir frá Litlu-Reykjum, sérstaklega athygli með flutn ingi þriggja kvæða af fullkom inni raddbeitingu og leikræn um tilburðum. — Allir fóru • iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimiiii«Mi«iMiiiiiiniiii*<iMitii - i | 90% af neyzíu-1 | vörura | | Egill Thorarensen kaup-1 | félagsstjóri skýrffi frá því | 1 á húsmæðrafundum Kaup- i | félags Árnesinga, að hér- | i aðsbúar keyptu 90% af öll- i { um sykri, sem notaður er á I | félagssvæðinu, hjá kaup- { { félaginu. | Má af þessu draga þá á- | I lyktun, að Kaupfélag Ár- | | nesinga hafi nú hlutfalls- { | Iega mesta verzlun allra | | kaupfélaga í landinu, þar | i sem aðrar verzlanir þó eru i I á félagssvæðinu. = fundirnir afbragðsvel fram, og mælist þessi nýi þáttur í kaupfélagsstarfinu afbragðs- vel fyrir. Utanríkismál rædd í brezka þinginu í gær hófust í neðri deild brezka þingsins umræður um utanríkismál og munu þær standa tvo daga. Bevin ræddi aðallega Kóreumálin í ræðu sinni og kvað þessar umræð- ur brezka þingsins einhverj- ar hinar alvarlegustu, sem fram hefðu farið lengi. Hann sagði, að Kínverjar bæru nú höfuðábyrgð á því, að ekki kæmist á friður í Asíu. því að það væri auðvelt, ef þeir fengjust til samstarfs við S. Þ. og til þess hefðu Bretar viljað styrkja þá með því að styðja upptöku þeirra. Hann sagði, að Bretar væru alger- lega á sama máli og Banda- ríkjamenn og aðrir meðlimir S.Þ. um aðgerðir í Kóreu, sem sé það, að halda fast við þá á- kvörðun að reka ofbeldisher brott úr Kóreu og koma þar á friði. Hann sagði, að Bretar viðurkenndu ekki umráð stjórnar Syngmans Rhee yf- ir öðrum héruðum Kóreu en þeim, sem hún hefði verið löglega kosin í. Um Þýzka- landsmálin sagði Bevin, að mikilvægum áfanga væri náð þar sem væri samkomulag vesturveldanna um aðild Þjóðverja að vörnum Evrópu. Eden varð fyrir svörum af hálfu stjórnarandstöðunnar. Hann deildi á Bevin fyrir að lýsa ekki skýrari stefnu brezku stjórnarinnar í Kóreu málunum og einnig' hvað hann það mestu furðu, að brezka stjórnin vildi enn styðja upptöku Peking-stjórn arinnar í S.Þ. þrátt fyrir of- beldisverk hennar siðustu vik ur í Kóreu og innrás gegn herjum S.Þ. Pleven biöur um traust Pleven forsætisráðherra Frakka bað þingið 1 gær um trpustsýfirlýsingu til handa stjórn sinni. Kvaðst hann hafa ákveðið að biðjast lausn ar, en þar sem forsetinn. hefði , ekki viljað taka lausnarbeiðni | til greina hefði hann ákveð- ' ið, að fara þá leið, að láta þingið skera úr um það hvort , stjórnin sæti áfram eða ekki. . Atkvæðagreiðslan um traust- I ið fer fram á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.