Tíminn - 28.12.1950, Síða 7
289. blað
TÍMINN, fimmtudaginn 28. des. 1950
T
íslendingaþættir
(FramhalA af 3. siBu.)
afur verið einn af helztu og
atkvæðamestu mönnum sveit
ar sinnar. Þegar barist hefir
verið fyrir framfara- og fé-
lagsmálum, hefir hann jafn-
an verið í fylkingarbrjósti,
vigreifur bardagamaður, ör-
uggur til sóknar og varnar.
Ekkert hefir verið fjær hon
um en gefast upp, þótt illa
horfði stundum um hugðar-
mál hans, og aldrei hefir
hann látið hlut sinn meðan
stætt var. Óiafur er að eðlis-
fari skapríkur maður og ör-
geðja. Og eins og oft vill
verða um mikilhæfa skap-
menn, var .hann ráðríkur og
óvæginn og harðskeyttur
andstæðingur. Á hinn bóg-
inn er hann maður sáttfús og
er ekki gjarnt að erfa mis-
klíðir við menn.
Á fundum var Ólafur held-
ur stirt um mál. En þrátt fyr-
ir það, var löngum veitt meiri
athygli máli hans en margra
þeirra, sem sléttmálir eru og
flaumtalandi. Því olli skap-
hiti og sannfæringarkraftur,
er hann lagði í orð sín, þeg-
ar honum fannst nokkuð við
liggja. En væru honum orðin
ekki ávallt sem tiltækiiegust
í mæltu máli á fundum, var
annað uppi er hann hélt á
penna. Eins og vita má um
mann, er svo lengi hefir gegnt
oddvitastarfi, hefir Ólafur
skrifað mikinn fjölda bréfa
og málsskjala. Einkennilega
víða bregður þar fyrir hjá
Ólafi ritleikni og jafnvel stíl-
snilli, er margur, sem telur
sig rithöfund, væri fullsæmd-
ur af. Þegar bezt liggur á Ól-
afi, er sem hann leiki hand-
öxum, og er þá allt á lofti í
senn, glettni, ádeilur og viða-
miklar röksemdarfærslur.
Við sveitungar Ólafs og
samstarfsmenn, minnumst
hans sem eins hins svipmesta
og minnisstæðasta manns, er
við höfum kynnst.“
Gunnar Grímsson.
Kvíarbryggja
(Framhald af 5. síOu.)
sagt virðist ekkert annað geta
skýrt þessi kaup en að dygg-
ir kosningasmalar íhaldsins
þurfa að koma jörðinni í verð.
Allar líkur benda til þess,
að stofnkostnaður og rekstur
v'nnuhælis yrði mjög dýr og
örðugur á þessum stað og því
næsta vafasamur sá ávinn-
ingur ríkisins, að bærinn gefi
honum þessa jörð undir vinnu
hælisrekstur. Hér er því vissu
Iega mál á ferð, er þarfnast
nánari athugunar áður en
lengra er út í það flanað. Hér
hefir átt að nota gott mál
t’l að koma fram mvrkra-
verki, en enn ætti að vera
tækifæri til að hindra það.
Reykjavikurbæ ætti að vera
í lófa lagið að finna aðra
jörð, er hentaði betur til þessa
reksturs, og sennilega á bær-
inn þegar slika jörð, þar sem
Korpúlfsstaðir eru. Vafasarot
er, hvort nokkuð er skárra
hægt að gea við Korpúlfsstaði
en að koma þar upp vinnu-
og betrunarhæli.
X-f-Y.
Hreingerningastöðin
MJÖLL
Annast jólahreingerning-
arnar. — Pantið í síma 2355,
(kl. 9—12 og 2—6). —
Samningar nm
þýzka herinn
byrja 8. janúar
Áttunda janúar næstkom-
andi munu samníngar viö
vesturþýzk stjórnarvöld hefj
ast um stofnun þýzkra her-
flokka og þátttöku þeirra í
varnarkerfi Vestur-Evrópu.
Stór þýzk nefnd skipuð full-
trúum stæstu flokkanna ann
ast samninga og er formað-
ur hennar Theodor Blanc.
Aðallega verður samið um
stjórn þýzku herflokkanna
og stærð þeirra, en sam-
kvæmt samþykkt Atlanzhafs
ráðsins má stærð þeirra ekki
fara yfir 5—6 þús. manns
hvers.
Ragnar Jónsson
hæstaréttarlögmaður
Laugaveg 8 — Sími 7752
Lögfræðistörf og eignaum
sýsla.
SK1P/UITG6KÐ
RIKISINS
Armann
fer til Vestmannaeyja í kvöld.
Tekið á-móti flutningi í dag.
Forðizt eldinn óg
eigoatjón
Framleiðum og seljum
flestar tegundir handslökkvl
tækja. Önnumst endurhleðslu
á slökkvitækjum. Leitið upp-
lýsinga.
Koisýruhleðslan s.f. Símí 3381
Tryggvagötu 10
Frímerkjaskipti
Sendið mér 100 fslenzb frf-
merki. Ég sendi yður um hae)
?00 erlcnd frfmerki.
J 0 N AGNARS,
Friiuerkjavervlun,
P. O. Box 356, Reykjavfk.
„Marmari"
eftir Guðmund Kamban.
Leikstjóri: Gunnar Hansen.
Frumsýning
í Iðnó á föstudag 29. þ. m. kl.
8. Fastir frumsýningargestir
sæki aðgöngumiða sinna kl. 4
—6 í dag. Annars seldir öðr-
um. — Sími 3191.
S.K.T. Kabarettinn
verður í Iðnó í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl.
5. — Sími 3191.
Sonur, stjúpsonur og bróðir
GUÐMUNDUR DANIVALSSON,
lézt af slysförum 24. þ. m. — Jarðarförin auglýst síðar.
Danival Danivalsson, Jóhanna Danivalsdóttir
Ólína V. Guðrnundsdóttir, Sturlaugur Kr. Danivalsson.
Happdrætti Háskóla Islands
Happdrættið byrjar nú aftur starfsemi sína með nýju fyrirkomulagi. — Á síðustu 17 árum hefir happdrættið greitt
í vinninga samtals
25 milljónir króna
Happdrættið hefir þrívegis áður endurbælt skipulag sitt, og hefir nú enn verið gerð breyting, sem einnig er viðskipta-
vinum í hag. Nú er taía vinainga samtals 7500.
Af 25000 niímertim, sem eru í umferð
hljóía 3 af hverjum 10 viuning á ári.
l>pha>ð viimhiga liefir mi verið hæhknð
«!* eru samtals á ári 4,200.000 kr.
Aukavinningar eru 33, samtals 78.000 kr.
Verð hvers heilmiða verður nú 20 kr. á mánuði, hálfmiða 10 krónur, fjórðungsmiða 5 krónur.
Ekkert happdrætti býður önnur eins kostakjör og Happdrætti Háskólans. — Happdrættið greiðir í vinninga 70% af
andvirði miðanna.
Sala miða hefir því aukizt ár frá ári og er nú nálega 95%.
Þar sem óseldir miðar eru dreifðir um allt land, má telja, að happdrættið sé uppselt.
Eftirspurn eftir heiimiðum og hálfmiðum hefir verið svo mikil siðustu árin, að ekki hefir verið unnt að verða við eft-
irspurn. Þeir, sem fyrstir koma, veitist auðveldast að ná í þessa eftirsóttu miða.
Gasnlir viðskiptamenn halda númerum sínum til 10. janúar.
Sala happdrættismiða hefst í dag.
Dregið verður í 1. flokki 15. janúar.
Umboðsmenn í Reykjavík eru þessir:
Arndís Þorvaldsdóttir kaupkona, Vesturgötu 10, simi 6360, Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar, Lækjargötu 6 B, sími
3263. Elías Jónsson kaupm., Kirkjuteigi 5, sími 4970. Carl D. Tulinius & Co. (Gísli Ólafsson o. fl.), Austurstræti 14,
simi 1730. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Kristján Jónsson kaupm. (Bækur og ritföng), Laugaveg 39, simi
2946. Maren Pétursdóttir frú, (Verzlunin Happó), Laugaveg 66, sími 4010. Pálína Ármann frú, Varðarhúsinu. sími 3244.
í Hafnarfirði:
Valdimar Long kaupm., Strandgötu 39, sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, Strandgötu 41, sími 9310.-
Ilafið |u‘i* efnl á |iví ag sleppa tækifæri til þess að vinna 150.000 kr., 40,000 kr„ 25,
OOO kr., 10,000 kr., 5000 kr. o. s. frv.?
Hæsti vinningnr: 150.000 krónur
Aðrir vinningar:
4 á 40.000 kr.
9 á 25.000 kr.
18 á 10.000 kr.
18 á 5,000 kr.
130 á 2000 kr.
500 á 1000 kr.
2555 á 500 kr.
4275 á 300 kr.