Tíminn - 09.01.1951, Qupperneq 2

Tíminn - 09.01.1951, Qupperneq 2
TÍMINN, þriðjudaginn 9. janúar 1951. 6. blað. kafi tií f*jóð!e!khúsið. „Pabbi“ verður sýndur í 28. sinn í kvöld. Útvarpið Pastir liðir eins og venjulega. KI. 20,30 Erindi: Grímur Thom- sen og H. C. Andersen (Martin Larsen lektor). 21,15 Tönleikar (p’ðtur)V' 21,20 Lausavísnaþátt- ur (Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla stióri). 21,35 Tónleikar (plötur). 21,40 Hugleiðing um jólin (eftir Stefán Hannesson kennara í Litla-Hvammi). 22,00 Frétth og veðurfregnir. 22,10 Vinsæl iog (plötur). 22,30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin.? Sambandsskip: Ms. Arnarfell iestar saltfisk á Norðfirði. Ms. Hví.ssafell er á Akureyri. Ríkisskip: Hekla er a Austfjörðum á norðurleið Esja er í Reykjavík. Herðubreið fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestfjarða. Skjald- breið fer írá Reykjavík á morg- un til Húnaflóahafna. Þyrill er í Revkjavík. Armann er i Reykja vík. Flugferðir Loftleiðir h.f. í dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10,00 og tii Vest- mannaeyja ki. 13,30. Á morgun er áætlað að fljúga til: Akur- eyrar kL 10,00» til Isafjarðar, Patreksfjarðar og Hólmavíkur kl. 10,30 og til Vestmannaeyja kl. 13,30. Árnað heilla Afmæli. Nýlega áttu afmæli systurnar Viiborg Kjartansdóttir í Glaum bæ og Sigrún Kjartansdóttir á Slítandastöðum i Staðarsveit —• Vilborg 65 ára afmæli, en Sig- rún sextugsafmæli. Fjölmenntu sveitungar þeirra á heimili þeirra á afmælisdaginn. Var þar glatt á, hjalla og innilegar heilla óskir fram bornar. Hjónaband: 30. desember voru gefin sam- an í hjónaband af séra Jakob Jónssyni ungfrú Jónina Magnús dóttff frá Hrannholtum og Árni Vilberg, vélstjóri » Reykjavik. Heimili þeirra er að Miklubraút 70. Þá voru einnig gefin saman á Akureyri 21. desember ungfrý Erla Gunnarsdóttir og Jósúa Magnússon, bifreiðarstjóri í Reykjavík. Trúlofun. Um jölin opinberuðu trúlofun sína ungfrú Steinunn Kolbeins- dóttir, Stóra-Ási í Hálsasveit og Ingvar Sigmundsson, Suðurgötu 115, Akranesi. Úr ýmsum áttum Jarðarför. 4. janúar fór frara á Fáskrúð- arbakka jarðarför Þórdísar Þor- leifsdóttur frá Svarfhóli. Var hún elzti íbúi Miklholtshrepps ,87 ára gömut. Hún var nær hálfan fimmta tug ára hús- freyja að Svarfhóli. Stillur og frost. Á ?3karðsströnd hafa veður verið sæmiléga góð undanfarið, stillur en nokkurt frost. Nokkur snjór er á jörð en beit sæmileg, þó heldur létt. Þingeyrarbátar hefja róðra. Ágætur afli er enn hjá bát- um á Vestfjörðum. Þingeyrar- bátar, sem ekki hafa róið und- anfarið, hófu róðra dagana fyr- ir helgina. Úr Staðarsveit. Fréttaritari Tímans í Staðar- sveit skrifar: „Tíðarfar var hér, með afbrigðum gott um jólin.1 Jörð er að mestu auð, en svella- ( iö': allmtkll. Glampandi tungl- skin var, stafalogn, heiðríkja jafnan, og -gaf það hátíðunum að þessu sinni töfraljóma. I Víða var þröngt um kaffi á ; h''imilum og samkomum um jólin. En appelsínurnar bættu það að nokkru upp. Þær komu í tæka tíð, voru góðar og ó- skmnmtaðar og með sanngjörnu verði. Breiðfirðingafélagið byrjar starfsemi þessa árs með skemmtisamkomu og fundi í Breiðfirðingabúð í kvöld. Happdrætti sjúklinga á Vífilsstöðum. Handhafi 1. vinnings (mál- verk eftir Kjarval) hefir ekki gefið sig fram. Númer miðans er 9174. | / Tvær minningargjafir. Slysavarnadeildin Dröfn á Stokkseyri hefir nú nýlega af- hent Slysavarnafélagi Islands tvær mjög myndarlegar minn- ingargjafír. Fyrri gjöfin að upp hæð kr. 1000.00 er frá frú Maríu Halldórsdóttur, Stokkseyri, til minningar um mann hennar, Filippus Bjarnason, er andaðist 9. des. s. 1., en seinni gjöfln að upphæð kr. 3000.00 er frá hr. Sigurjóni Guðnasyni, trésmið að Tjörn, Stokkseyri, en hann gef- ur ttl minntngar um tvær kon- , ur sínar, sem báðar eru látnar.1 Ólöfu Jónsdóttur, dána 30. nóv. 1912, og Ingibjörgu Grímsdótt- ur, dána 7. april 1932. Stjórn Slysavarnafélags ís- lands flytur gefendunum beztu þakkir sínar fyrir þessar mynd- arlegu gjafir. Esperantistafélagið Auroro hélt aðalfund sinn 5. þ. m„ og var hann vel sóttur. Meðal fundarmanna ríkti mikill áhugi á framtíðarstarfsemi félagsins, og urðu um hana töluverðar umræður. Fyrir kostnaðar sakir verður félaginu ekki unnt að hafæmið- stöð starfsemi sinnar framvegis í Vesturgötu 3, en erindum til þess er bezt að koma i pósthólf 1081. Rvík. Varaformaður, Ragnar V. heiia | Sturluson, flutti skýrslu stjórn- arinnar fyrir liðið starfsár, sem var allsögulegt fyrir islenzka esperantista. Ber þar einkum að nefna komu júgóslavneska pró- fessorsins, dr. Ivo Lapenna, sem kom hingað s. 1. vor fyrir for- göngu fráfarandi formanns fé- lagsins, Magnúsar Jónssonar, hélt hér námskeið í alþjóða- málinu og flutti fyrirlestra, bæði fyrir almenning og innan félags ins. Nokkrir aðrir erlendir gest- ir komu á fundi þgfs. — Annar merkur atburður í sögu hreyf- ingarinnar var fyrsta landsmót íslenzkra esperantista, sem fór fram í septemberbyrjun, en Auroro annaðist að mestu und- irbúning þess. Fundir voru haldnir fjórtán á árinu og fóru að mestu Jeyti fram á esperanto. Formaður var kjörinn Árni Böðvarsson cand. mag., vara- fovmaður Ragnar V. Sturluson, en meðstjórnendur Jóhann Bjarnason, Óskar Ingimarsson og Pétur Haraldsson. Gjafir og áheit til Slysavarnafélags íslands. Frá Sigurjóni Sigurðssyni kr. 20,00, Charles Wrigly kr. 63,00, Sigríði Bjarnadöttur, Guðrúnu Gisladóttur og Kristrúnu Davíðs dóttur frá Langavatni í Aðal- dal vegna ágóða af skemmtun kr. 1.800,00, ónafngreindum kr. 15,00, Kristinu Andérsdóttur, Hverfisgötu 35, til minningar um bróður sinn, er fórst með ms. Dettifoss 1945 kr. 1000,00, ónefndri konu kr. 500,00, ó- nefndri til helicoptervélar kr. 150,00, frá Maríu Halldórsdóttur til minningar um mann hennar Filippus Bjarnason kr. 1000,00. Áheit: Frá L. H. kr. 50.00, frá Stefaníu Stefánsdóttur, Ketils- stöðum, kr. 50,00. Happdrætti Danska þin^ið kvatt : saman Danska stjórnin hefir kvatt þingið saman til aukafundar, sem hefst á morgun, til að fjalla um tillögur til fjáröfl- unar vegna þeirra 300 millj. kr., sem þingið samþykkti um daginn að veita til aukinna landvarna. VtbreiM T/tnahh 4 fwhum $e$i: Skemmdarverk og löggæzia Núna ettt kvöldið fór borgari hér í Reykjavík I leik- húsið. Hann var á bíl, og lagði hann bílnum á torginu bak við húsið. Þegar hann kom út aftur að sýningu lokinni, var búið að brjóta eina rúðuna i bilnum. Þetta sama kvöld mun hafa verið brotin rúða 1 btl, er stóð við Austurbæjarbíó. meðan eigandl hennar var þar inni. Enn mun þetta sama kvöld haía verið brotin rúða i bfl við Sjáifstæðishúsiö. ★ ár ★ Mér er tjáð, að siikir atburðir séu alls ekki fátlðir. Margir hafi þessa sögu að segja. Hér er um að ræða hrein skemmdarverk af auvirðilegustu tegund, og ó- fögnuð, sem skylt er að leitast við að kveða niður. Rannsóknarlögreglan, sem fengið héfir talsvert af siik- um málum til meðferðar, mun hafa farið þess á leit, við yfirmenn lögreglunnar, að aukln verði gæzla við sam komuhúsin á kvöldin, þar sem bilarnir virðast verða mest fyrir aðsókn skemmdarvarga. Undir þessa kröfu vil ég taka. Það er ekki vanzalaust, að slik skemmdarverk séu látin viðgangast, auk þess, sem borgararnir eiga heimtingu á þvi, að eignir þeirra njóti eðlilegrar verndar. Yfirleitt væri brýn þörf á því, að tekið væri fastari tökum á þeim, sem þjóna lund sinni með skemmdar- verkum, í hvaða mynd sem þau birtast. J. H. Háskéla íslands Vinningar 7500 Samtals 4.200.000 kr. Hæstivinningur 15.000 kr. 4 vinningar á 40.000 kr. 9 vinningar á 25.000 kr. 18 vinningar á 10.000 kr. 22 vinningar á 2.500 kr. Dregið verður 15. janúar í 1. flokki Viðskiptamenn eiga forgangsrétt að fyrri númerum sínum til miðvikudagskvölds, 10. janúar. Eftir það er umboðsmönnum frjálst að selja hvaða númer sem er. Athugið: Þetta á einnig við þau númer, sem hlutu vinning i desember 1950, og það enda þótt menn hafi í höndum ávísun á númerið. Happdrættið getur ekki ábyrgzt, að þau númer verði fáanleg eftir 10. janúar, og verður handhafi þá að sætta sig við eitthvert annað númer. Á fyrstu árum happdrættisins keyptl kona nokkur hálfmiða í happdrættinu. Átti hún miðann i nokkur ár, og kom aldrei vinningur á hann. Einu sinni um áramót segist konan vera að hugsa um að skipta um númer og vita, hvort hún yrði þá ekki heppnari. Ekki lagði um- boðsmaður til málanna annað en það, að þá yrði kon- an að gleyma því númeri, sem hún sleppti.„,Ekki lofa ég því,*‘ sagði konan, „en nýtt númer ætla ég.að fá.“ í 2. flokki á nýja árinu kom hæsti vinningur á númerið, sem konan sieppti. 'ji Á vinningana verður samkvæmt lögum ekki lagður tekjuskattur né tekjuútsvar. • - % . Sá á happ, sem hlýtur! 150.000 kr. fær hver sá, sem hlýtur liæsta vinning í Happdrætti Háskóla íslands ngmntn.’n;ninmirnn::n:::n«ttag:;u: iiiiiuittuxuitimttuittttmtnttttítttitttittiuitimtimittitiitiimuutiti

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.