Tíminn - 17.01.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.01.1951, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 17. janúar 1951. 13. blað Laxárnar og leiga þeirra Niáurl. IV. Þú fullyrðir, að erlendir veiðimenn séu fúsir til að taka íslenzkar ár á leigu við þeim kjörum, að eftirláta landeig- endum allan aflann. Ég hefi mínar efasemdir, en við skul- um láta þær liggja milli hluta, og gera ráð fyrir að þetta væri rétt. Þú reiknar með stórgróða hjá íslenzkum stangveiði- mönnum, þrátt fyrir þá veiði- leigu, sem þeir yfirleitt greiða. Liggur því beint við að álíta, að þú teljir eðlilegt að leigan lækki verulega, ef landeig- endur fá allan aflann í sihn hlut. En vafasamt er, að það borgi sig fyrir landeigendur að lækka leiguna til stórra muna fyrir aflann. Laxinn er vandgeymdur um hásumarið. Hann þarf því að komast fljótt á markað, ef hann á að selj ast vel. Margir veiðiréttar- eigendur þurfa langa leið að fara til að koma nýjum laxi í gott verð. Þeir yrðu annað hvort að eignast dýr tæki til að varðveita hann eða flytja hann svo að segja daglega á markaðinn. Hvað heldurðu að sumir afdalabændurnir fengju fyrir kílóið af laxin- um, þegar búið væri að draga frá kostnaðinn við að koma honum í kaupstaðinn? Ég er hræddur um að það yrði æði lítið. Þá má einnig á það líta, að bændur hafa yfirleitt svo lít- inn vinnukraft, að þeir mega illa við því að eyða honum í það um hásláttinn að gera langreist með einn eða tvo laxsporða. Þeir mega litlu fremur missa tíma til að reykja laxinn, og koma hon- um þann veg í verð, enda eru mörg handtök við það, tölu- vert vandhæfi á verkuninni og markaðurinn engan veg- inn öruggur. Sem hversdags- leg soðning er laxinn litlu dýr mætari en annað fiskmeti. Að athuguðu máli virðast bændur mega fara varlega í það að reikna sér aflann til stórra tekna. Þessi háttur mun hafa verið hafður á við eina af laxám landsins und- anfarin ár, og vafasamt er að hann hafi gefið góða raun þar. Fyrir nokkrum árum var það algeng skoðun meðal veiðiréttareigenda hér á landi, að Englendingar færu til muna betur með veiðiár en íslenzkir stangveiðímenn. Það er á þér að heyra, að þú sért ekki enn laus við þessa hug- mynd. Þetta kann að hafa haft við rök að styðjast fyrir 20— 30 árum. Þá komust íslenzkir stangveiðimenn óvíða að fyr- ír Englendingum, tíðast að- eins 1—2 daga á sumri í ein- hverri á. Framferði þeirra hlaut að mótast af þessum aðstæðum. Nú er framkoma þeirra við viðiárnar orðin svo gerbreytt yfirleitt, að þeim reginmun þýðir ekki að reyna að lýsa fyrir neinum, sem ekki hefir séð hvort tveggja. Þessi breyting var aðeins eðlileg af- leiðing af þeim stórauknu tækifærum, sem íslenzkum stangveiðimönnum hafa gef- ist. Nú munu flestir fyrir löngu hættir að trúa því, að það sé einhlýtt til eflingar fiskstofni 1 einhverri á að leigja hana Englendingum. Reynslan hef- Oitlð bréf til H^nnesar Pálss. frá Umlirfclli ir tekið þá trú frá mönnum. | Þú þekkir vel Vatnsdalsá, Hannes Pálsson. Hún hefir um langt skeið verið leigð Eng- lendingi, valinkunnum ágæt- , ismanni. Hann var talinn gera sér far um að varðveita fisk- stofninn í ánni og fara á alt- an hátt vel með hana. Nú hef- ir heyrzt, að fiskgengd í ánni I hafi fremur minnkað en vax- ið, og þessi gullfallega á geti ekki gefið nema nokkuð á annað hundrað laxa á sumri. | Er þetta satt, Hannes Páls- son? Og ef svo er, hver er þá ástæðan? Eða er það ef til vill | ekki einu sinni í þínum aug- um fullnségjandi ráðstöfun 1 gagnvart fiskstofninum að leigja Englendingum árnar? V. Mér kom það mjög á óvart, Hannes, að þú skildir mæla með því að leigja útlending- um íslenzkar landsnytjar. Það hefir lengi verið þáttur í sjálf- stæðisbaráttu okkar íslend- inga að nytja landið okkar sjálfir. Útlent fé er að vísu gott, en það er ávallt álita- mál, hverju fórnandi er fyrir það. En ef út í þetta mál er far- ið gæti fleira komið til greina en veiðiárnar. Ef til vill gætu einhverjar fiskveiðaþjóðir ver ið fáanlegar til að taka á leigu einstök svæði landhelg- innar íslenzku. Máske mætti leigja útlendingum um nokk- ur ár æðarvarps- eða aðrar sérstakar hlunninda-jarðir, eða jafnvel einstök höfuðból í ýmsum héruðum landsins. Vafalaust mætti telja upp ýmislegt fleira, sem komið gæti til mála að útlendingar kynnu að vera fáanlegir til að taka á leigu til að nytja á íslandi. Þú ættir að athuga, hvort þú vildir ekki taka á þína arma baráttu fyrir út- leigunni í heild, úr því að þú ert byrjaður á annað borð. Þú segir m. a. i grein þinni: „Bezta hagnýting laxveiði- ánna er án efa sú, frá öllum hliðað skoðað, að leigja árnar erlendum „sportmönnum“ u Þarna neyðist ég til að vera í beinni andstöðu við þig. Ég hlýt alltaf að verða á móti því að leigja útlendingum íslenzk landsgæði. Mér finnst ísland vera fyrst og fremst fyrir ís- lendinga sjálfa, meðan við er- um að berjast við að vera sér- stök þjóð, en þá baráttu vil ég ekki fyrir nokkurn mun leggja niður. Um árnar er það að segja í þessu sambandi, að ég vil síð- ur missa þær en margt, ef ekki flest annað af gæðum landsins. Frá mínum bæjar- dyrum séð hafa þær alveg sér- stöku, stórmiklu hlutverki að gegna. En áður en lengra er farið á þeirri braut skulum við staldra ofurlítið við. Þú full- yrðir, að útlendir veiðimenn séu fúsir til að greiða mikla leigu fyrir árnar, þótt þeir eftirláti landeigendum afl- ann. Með þvi viðurkennir þú, að stangveiðin — íþróttin sjálf, sé erlendum mönnum mikils viröi. Heldurðu þá ekki, að hún hafi eitthvað verulegt sér til ágætis og íslenzkir menn kunni einnig að vera færir um að njóta hennar? Eða efast þú um að þeir þurfi hennar með? • VI. Og nú skulum við aftur snúa okkur að hlutverki stangveið- innar í íslenzku þjóðlífi. Á örfáum áratugum hefir mikill hluti íslenzku þjóðar- innar yfirgefið sveitirnar og sezt að í kaupstöðum.'flestir 1 Reykjavík. Borgarmenning er hér engin til, enda ekki við því að búast að hún spretti af sjálfu sér á örskömmum tíma. Við, sern í Reykjavík búum. erum til dæmis flestir sveita- menn að ætt og uppruna. Og það er furðu skammt síðan að við íslendingar gátum yfir- leitt talist hjarðmenn. Mann fram af manni hafa íslend- ingar lifað í beinum tengsl- um við landið, lífið í náttúru þess, og átt allt sitt „undir sól og regni.“ Reyndu að hugleiða hættuna af því, að höggva á þessi tengsl í einu vetfangi. án þess að nokkur önnur bönd hnýtist i staðinn. í kaupstaðnum höfum við ekki land, ekki fénað, ekki gras, ekki fugla. í þess stað höfum við múr og bárujárn, múr og malbyk, múr og götu- ryk, — steindauðan, tilbúinn múrinn fyrst og fremst. Það er því næsta eðlilegt, að sveita- og hjarðmaðurinn í okkur geri kröfu til að komast við og við úr múrböndunum, — fara upp í sveit. Óafvitandi búum við til ástæður til að láta þetta eftir honum. Ein af þeim ástæðum er stang- veiðin. Svo förum við þá upp í sveit að veiða. Hreyfingin og úti- veran er líkamanum holl. Við höfum mikla ánægju af þess- um ferðum. Ánægjan er heil- brigð og hefir góð áhrif á okk- ur sjálfa án þess að skaða nokkurn. Við tengjumst vin- áttuböndum við marga íbúa í sveitunum og aukin kynni og skilningur sveitamanna og malarbúa hvors á annars kjör um og viðfangsefnum er góð- ur, því betri og nauðsynlegri sem meira er reynt til að ala á tortryggni og togstreytu milli þeirra. En við höfum meira en ein- falda ánægju af veiðiförinni. Við erum um stund lausir lir múrfjötrunum. Við höfum skipt um jörð, loft og jafnvel himinhvolf. Við höfum allt í einu fundið lífið í landinu á sama hátt og forfeður okkar þekktu það; við höfum þreif- að á þvi, ef svo mætti segja. Við erum í einu vetfangi orð- inn hluti af landinu, víðáttu þess og náttúru, og það stækk ar og bætir okkar innri mann. Þú kannt að segja, að við getum öðlast þetta allt með því einu að fara upp í sveit, stangveiðin hljóti að vera aukaatriði. Það er þó ekki rétt. Ferðalög eru að vísu góð, en samfara þeim verður að vera um einlæga náttúruskoðun að ræða, ef vænta á nokkurra varanlegra áhrifa. Sá, sem ætlar að stunda veiði sér til verulegrar á- nægju, verður að taka sérlega vel eftir öllu umhverfinu. Hann verður að gera sér far um að kynnast öllu þvi, sem fram fer í náttúrunnl í kring um hann og læra að draga af því ályktanir. Hann verður að læra að gerþekkja umhverfið og ána sjálfa, bakka hennar, botn og fiska. Og um leið og hann öðlast trausta þekk- (Framhald á 6. síðu.) Frá sveitamanni kemur hér bréfkafli sá, sem ég boðaði fyrir nokkrum dögum að væri í vænd um. . .„Það er oft erfitt í sveitinni, en þó eru ástæðurnar alltaf að breytast þar. Ef við lítum um öxl og rifjum upp hvernig á- statt var fyrir 5 árum og fyrir 10 árum, sjáum við, að margt hefir þokazt. I samgöngumál- um hafa víða orðið verulegar breytingar síðustu árin. Stöðugt fjölgar þeim bæjum, sem kom- ast í bílvegasamband. Víða má heita, að sími liggi inn á hverj- um bæ í sveitum. Nýjar stofn- anir rísa upp til að gera fram- leiðslu bænda verðmæta. Túnin stækka. Búféð verður afurða meira. íbúðirnar verða betri. vandaðri og þægilegri. Þannig er þetta allt á réttri leið. Ég veit vel, að við höfum ekki 38yz stunda vinnuviku með 70— 80 fridögum ár hvert eins og nú þykir sjálfsagt í sumum stétt um, sem þó eru ekki alveg laus- ar við starfsþreytu og vinnu- leiða. Við höfum heldur ekki kaup fyrir veikindadaga. Ekki höfum við heldur bíó á degi hverjum. En við höfum útvarp- ið og notum það, og kunnum að meta það, okkur stendur bréfa- skólinn opinn og við getum haft ágæta lestrarfélagsstarfsemi. Og við höfum ágæta aðstöðu til að stunda sport, svo sem með skíðum og skautum, göngur til fjalla og öræfa að ógleymdum reiðhestunum. Okkar daglegu störf eru oft og tíðum blátt á- fram sport og það eftirsóknar- vert sport. Menn tala um öryggisleysi af því, að búa dreift, eiga langt til læknis og svo framvegis, og hætt ur hinnar villtu náttúru. Án þess að gera lítið úr því vildi ég aðeins minna á umferðaslys- in í Reykjavík. Bílarnir eru hættulegri en byljirnir og hvergi skæðari en í Reykjavík. Hatið þið athugað hvílikt öryggi er í því, að vera laus við umferða- hættuna í Reykjavík? Fjöldi manna hefir farið nauð ugur úr sveitinni sinni. Þrátt fyrir það, að þar vildu menn helzt vinna urðu þeir þó að fara þaðan, vegna þess, að þeir komust þar ekki af eða lífskjör- in þar voru of erfið. Með auk- inni tækni á að létta versta erfiðinu af. Og með samheldni og samhjálp er hægt að sigrast á erfiðleikunum. Ég segi það enn, að ég veit ekki hvort það verður gert með öðru móti en þannig er það hægt og þannig verður að taka á málunum. Bændur landsins hafa góða reynslu af þvi að eiga verkfæri saman. Á komaridi árum verður slík sameign og samstarf á þeim grundvelli að aukast drjúgum. Það er eitt af meginatriðum I sveitameningarinpar, eins og I sakir standa. Á þann hátt má I tryggja framtíð sveitanna og I þar með verulegum hluta þjóð- arinnar uppeldlsskllyrði þau, sem sveitalífið býður á komandi tímum“. . .Við þetta bréf hefi ég engu að bæta. Við ræðum þessi mál fram og aftur og ég þakka hverj um þeim, sem með einlægni leggur orð í belg. Starkaður gamli. VL\S'WWrtW.V.,.W.W.V.WA,AW.W.,.WA,A%Vrt i - j; Rafmagnstakmörkun I; Straumlaust verður kl. 11—12. ■' Þriðjudag 16. jan. 3. hluti. I; Hlíðarnar, Norðuimýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir og svæðið þar norð-austur af. ■I Miðvikudag 17. jan. 2. hluti. Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vest í ur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við I; Nauthólsvik í Fossvogi. Laugarnesið að Sundlaug arvegi. ■I Fimmtudag 18. jan. 5. hluti. |I Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með I> flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, |j Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. í; Föstudag 19. jan. 1. hluti. ■; Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Mánudag 22. jan. 1. hluti. Hafnarfjörður og nágrenni, Réykjanes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Þriðjudaginn 23. jan. 4. hluti. Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. SOGSVIRKJUNIN I W.V.’W.'W/AVAV.V.'.W.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.WW^ Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS 4UGLYSWGASÍ9D TlNANS ER 8I3H

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.