Tíminn - 17.01.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.01.1951, Blaðsíða 7
13. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 17. janúar 1951. 7 Sjötugnr: Kristján Jónsson íitgni., Eskifirði Kristján Jónsson, útgerðar j maður og járnsmiður á Eski- | firði er sjötugur í dag. Hann er ættaður af Mýrum í Aust- ' ur-Skaftafellssýslu, sonur Jóns bónda Jónssonar og Guð | nýjar Kristjánsdóttur. Kristján fluttist austur á I Eskifjörð rétt fyrir aldamótin og hefir átt þar heima síðan. j — Hans þáttur í atvinnusögu ■ Austfjarða er stærri en1 margra annarra, því að telja má að hann sé einn af aðal- brautryðjendum vél'oátaút- gerðar frá Hornafirði. Eftir að Kristján fluttist austur fór hann að fást við sjómennsku, sem hefir verið hans aðalstarf síðan. Fyrst á árabátum, m. a. i Seley, en eftir að vélbátarnir komu til sögunnar sneri hann sér fljótt að þeim og varð bráð- lega formaður. Árin 1908 og 1909 voru fyrstu bátarnir af Austfjörð um á vertíð á Hornafirði, og var Kristján þá formaður á einum þeirra, en eftir að hann varð meðeigandi og síð ar e'gandi báts, reri hann frá Hornafirði á hverri vertíð, eða frá 1914. Kristján Jónsson var afla- sæll og heppinn formaður og oft voru sömu mennirnir hjá honum ár eftir ár. Einkum var viðbrugðið hirðusemi hans og góðri meðferð á öll- um hlutum, ekki sízt vél, bát og veiðarfærum, en það mun hafa átt ekki lítinn þátt í því að útkoma varð stundum betri hjá hans útgerð en öðr um, að öðru jöfnu. Kristján er hagur vel bæði á tré og járn, en einkum hef- ir hann þó fengizt við járn- smíðar og vélaviðgerðir. Kom það sér oft vel á fyrstu árum vélbátaútgerðarinnar á Eski- firði- Oft var það að hann var í smiðjunni þann tíma, sem hann var í landi á milli róðra að gera við eitt og ann að sem bilað hafði hjá bátun um. Þá má og geta þess að eft ir að róðrum var hætt á haust in og fram til vetrarvertíðar smíðaði Kr'stján stundum allmikið af skeifum og ljá- bökkum fyrir nærsveitamenn. I.ítið hefir Kristján Jónsson sk'pt sér af opinberum mál- um, og hefir þar meiru vald- ið hlédrægni hans en að ekki væri eftir leitað, því að fáir njóta meira trausts i hvi- vetna. En ekk; hefir hann leg ið á liði sínu í ýmsum samtök- um. sem stofnuð hafa verið sjávarútveginum til hagsbóta t. d. Bátaábyrgðarfélagi Eski fjarðar og Reyðarfjarðar, en í stiórn þess var hann um fjclda ára. Kristján Jónsson er kvænt- ur Mekkínu Bjarnadóttur, ættaðri úr Norðfirði. Þau hjón hafa eignazt 6 mann- vænleg börn, sem öll eru á hfi. Auk þess ólu þau upp son Mekkínar af fyrra hjóna- bandi; hún verður sjötug 6. meí. n. k. Ég tel mig mæla fyr’r munn margra Eskfirðinga og Aust- firðinga. sem hér eru búsett- ir. er ég færi Kristjáni og konu hans beztu he'llaóskh við þetta tækifæri. Gamall Eskfirðingur. Ófriðsamir scmlimenn (Framhald af 1. síðu.) inum. Hann vildi ekki kann- ast viö að vera sekur um það, sem um getur í bréfinu. Segir: hann, að þeir félagar hafi ■ ekki verið drukknir, en vísar j að öðru leyti til framburðar j síns fyrir réttinum. Þar seg-; ir hann meðal annars frá því, I að þeir félagar þrír hafi allir j verið undir áhrifum víns þetta umrædda k.völd. Annars verður þessum ’ó- spektum og framkomu emb- ættismanna hins opinbera í Eyjum bezt lýst með því að birta orðrétt úr framburði vitna fyrir lögreglurétti Vest- mannaeyj a. í tbreiðið Tímann. Furðuiegí afbrot. Starfsstúlka í Hóteli H.B. segir frá atburðunum í rétt- j inum: Seint um kvöldið, eða' um kl. 11 kom aðalsöguhetjan inn í veitingasalinn og gekk að buffetinu, þar sem ég stóð. Hann var sjáanlega mikið drukkinn og virtist í nokkuð æstu skapi og sló í buffetið og spurði, hvort hann gæti fengið síma. Flaska og glas stóð á borð- inu og lá við, að það ylti um við höggið. Ég þr.eif hvort- tveggja til þess að hann bryti það ekki. Var honum sagt að fara niður í skrifstofu hót elsins til að hringja, því að í veitingasalnum væri enginn sími. Hann sagðist þá hafa farið niður í danssalinn, þar sem verið var að dansa, og hefði engin stúlka viljað dansa við sig. Fleíra var hann að röflq við mig, meðal annars bað hann mig að koma með sér upp á herbergi sitt og fá þar snaps. Ég afþakkaði boðið og fór hann þá að tala um að tala um að félagar sínir, er væru á herberginu, myndu ! vera dauðir og bað mig að koma þamga og líta á. I í þessu kom ódrukkinn mað ur inn í salinn og sneri starfs maðurinn sér þá að honum og sagði: „Þér eruð dóni‘“, og sló hend nni út um leið. Ann ar maður kom inn i salinn og heilsaði ríkisstarfsmaðurinn honum með þessum orðum: „Þarna ert þú, helvítið þitt.“ Önnur starfsstúlka fór og sótti hótelstjórann, þar sem henn; þótti ófriðlega horfa. Korn hann strax og sneri þá sendimaðurinn sér að hon um og sagði: „Þarna ert þú, hundurínn þinn“. Hótelstjór- inn tck þessu kurteislega og bað hinn að vera rólegan og fara ekki að slást þarna. Bað hann síðan gest'nn að fara á herbergi sitt, en við það varð hann enn æstari og sagði við þá, sem í kring voru: „Haldið þ'ð, að ég kunni ekki að slást.“ Handalögmál. Um síðir fór þó svo að hann var lát'nn út og segir starfsstúlkan, sem fór út á svalirnar til að sjá hvað gerð- ist, að hann hafi hlaupið einn niður útidyratröppurnar, hágrenjandi, og norður fyrir hótelið. Hóteistiórinn skvrir svo frá fyrir rétti, að maðurinn hafi verið mjög æscur er hann hafi kom ð upp í veitingasalinn, og sagt við sig: „Þarna kemur þú, helvitis skepnan þín“ eða j „helvítis hundurinn þ'nn“. Var hann búinn að egna tvo unga menn, sem voru gestir i veitingasalnum, til reiði með : ókurteisi og því borinn út. I Nokkru síðar kom hann aftur inn og mætti hótelstjór anum þá á ganginum. Skipti það engum togum, að ríkis- starfsmaðurinn helti óbóta- skömmum yfir hann, sagði að hann væri skepna og .... Sagðist svo eiga góðan vin, og tilnefndi einn embættis- mann ríkisins, og skyldi sá sjá um, að hótelinu yrði lok- að fyrir 1951. Upp úr þessu réðst sendimaðurinn á hótel- stjórann og tók í bindi hans og herti að. Rvskingar á götu úti. í þessu kom að annar sendi mannanna ásamt þeim, sem borið hafði h:nn út nokkrum mínútum áður. Reyndu þeír nú báðir að stilla til friðar, en þriðji aðkomumaðurinn j var þá dauðadrukkinn uppi í herbergi, en hjá honum einn gestur. Fóru þeir félag- j arnir aftur út á götu. Maöurinn, sem komst í að bera sendimanninn út úr veitingasalnum, segir frá því fyrir réttinum, að nokkru eft J ir að sendimennirnir tveir fóru út úr hótelinu hefðu þeir komið aftur og verið hörmu- lega til reika. Nöfðu þeir þá lent i ryskingum út á götu, skammt frá samkomuhúsinu, og annar þeirra verið bar- inn talsvert- Varð að ráði, að sótt var hrátt kjötstykki til að láta á áverka í andliti annars mannsins, en í því að tveir starfsmenn hótelsins voru að hjúkra honum, sagði hann við þá, er þeir voru að ræða starf ið við hótelið, að þeir skildu ekki vera að diskútera það, þvi hótelið yrði rifið niður 1951. Hinn sendimaðurinn hafði þá ráðlagt starfsmanni gistihússins öðrum, að fara að leita sér atvinnu annars staðar, þetta yrði allt þurrk- að út. í framburði sínum vilja sendimennirnir ekki viður- kenna, að allt sé í einstökum atriðum, eins og framburður annarra vitna bendir til og skýrt er frá hér að framan. En Málið mun enn vera í rannsókn. Báturinn kom fram í gærkvöldi höfðu ekki fengizt fregnir um það hvar vélbáturinn Þorsteinn væri niður kominn, var Slysavarn arfélagið beðið að grennslast eftir bátnum. Seint i gær- kvöldi kom í Ijðs, að Þor- steinn var í höfn á Hellis- sandi. Hamlknattleiksmót (Framhald af 8. síðu). manns. Leikur þessi bar af hinum hvað allann leik og knatmeðferð snerti og ekki lmað sízt í prúðmennsku. Það atvik kom fyrir' að dómarinn Hafsteínn Guðmunisson vis aði einum leikmann. Ár- m.anns út af leikvangi þar eð hann væri ekki löglegur leik- maður. Áður hefir verið deilt um þetta og gaf Í.S.Í. úr- skurð í málinu 1948, að hann væri löglegur keppandi hér á mótum þar sem hann samkv. lögum nýtur jafnréttis við ísl. ríkisborgara þegar hann dvelur hér á landi. Maður þessi er Sören Langvad, verk- fr., hann var íslandsmeistari í handknatleik 1948. Hann er þekktur að prúðmennsku og leikni í öllum þeim mörgu mótum og le kjum sem hann hefir keppt í hér, þegar hann hefir dvalið í landinu. Ekki er vitað á hvaða forsendum dómarinn byggir þessa fram- komu sína og munu Ár- menn'ngar leita eftir því svari hjá Héraðsdómi. Mótið heldur áfram ann- að kvöld með leik í B-deild F.H. gegn K R. og i A-deild Valur gegn Í.R. Ferðir verða frá Ferðaskrifstofu ríkisins. Erlent yfirlit (FramhcUd aj S. slðu.) einhverju sviði, verði að vera gædd meiri hæfileikum en karl- maðurinn, því hún og starf henn ar er gagnrýnt nákvæmlega; en þetta er eina hindrunin, sem hún hefir við að stríða fram yfir karlmanninn á hér um bil öllum starfssviðum. Ársfagnaðnr Frain- sóknarmanna I Eyjum (Framhald af 1. slðu.) á borðhaldinu stóð héldu ræð ur Helgi Benediktsson og næstur honum Karl Krist- jánsson alþingm., sem var fulltrúi miðstjórnar flokks- ins í ársfagnaðinum. Flutti hann kveðju flokksstjórnar- innar. Þá talaði Kristján Frið riksson, séra Halldór Kol- beins sóknarprestur og Þor- j steinn Þ. Víglunlsson skóla- stjóri. Karl Kristjánsson flutti ennfremur síðar í hófinu skemmtilegan vísnaþátt, en . Sveinbjörn Guðlaugsson söng j með undirleik Guðmundar Gilssonar. j Að lokum var stiginn dans. Samkoman var hin ánægju- legasta og skemmtu samkomu 1 gestir sér mjög vel á ársfagn 1 aðinum nú eins og að undan- I förnu. »*•*««*»•»*•*< •«♦♦♦♦»♦♦♦♦< ♦♦♦♦♦♦♦♦♦• BÆNDUR! Súgþurrkunartæki muiiuni vér íítvega yður í vor oins og að undanförnu. Vér höfum á boðslólum MIÐFLÓTT ABLÁSARA sem blása 10—12000, 18—20000 og 30—32000 teningsfetum lofts á mínútu. Vér eigum nokkra blásara af tveim íyrstgreindu stærðunum óselda, eru á gömlu framleiðsluverði. Fyrirliggjandi cru DIESELVÉLAR, VICTOR, 7—9 ha., vatnskældar. Þær eru búnar sjálfvirkri „koplingu“, þannig, að þær eru ræstar án álags, og er það mikill kostur. Einnig getum vér útvegað stærri dieselvélar og rafmótora, ef nauðsynleg leyfi fást í tæka tíð. Vér sendum hverjum kaupanda, án sérstaks endurgjalds, teikningu af súg- þurrkunarkerfi í hlöðu hans og glöggar leiðbeiningar um smíði kerfisins, gerðar af sérfróðum mönnum. Pöntuninni þarf að fylgja nákvæmt mál hlöðu, lengd x breidd x hæð. Einn- ig þarf að geta um, hvaða kerfis sé óskað og hvar bezt muni að staðsetja blásarann. — Pantanir þurfa að berast oss í síðasta lagi 20. febrúar. Samband ísl. samvinnufálaga VÉLADEILD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.