Tíminn - 20.01.1951, Qupperneq 1

Tíminn - 20.01.1951, Qupperneq 1
í Ritstjóri: Þðrarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn 1 ■ -------------------- 1 Skrifstofur i Edduhúsin:: Frcttasimcr: 81302 og 81303 Afgreiðslusimi 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 20. janúar 1951. 16. blat'. Afengísneyzla Islendinga hef ir minnkað verulega sl. 4 ár Arið 1946 var hiín 2 lítrar af hroinum vtnamla á mann en s. 1. ár 1,47 líárar Þessi sérkennilega myndi af dr. Ralph Bunche var tekin, er hann var í Osló fyrir skemmstu og veitti þar viðtöku friðarverðlaunum Nobels Samkvæmt upplýsingum frá Áfengisverzlun ríkisins nam sala áfengis hér á landi 65,5 m llj. s- 1. ár og er það tæpum flmm milljónum meira en árið 1949. Samþykkt Dagsbrún ar í fyrrakvöld Verkamannafélagið Dags- brún í Reykjavík hélt fund í fyrrakvöld. Var á fundi þess- um gerð samþykkt, þar sem félagið lýsti því yfir, að það teldi svo mikið atvinnuleysi í bænum, að þörf væri opin- berra gagnráðstafana til þess að forða heimilum frá neyð. Fundurinn gerði þær kröf- ur, að vélbátaflotanum yrði komið á veiðar, án þess að toll ar eða skattar yrðu þyngdir eða kjör eða kaupmáttur krénunnar yrði fyrir rýrnun, gömlu togararnir gerðir út á veiðar, hafin vinna við hafn- armannvirik og opinberar ný byggingar þegar i stað og fjárfestingaleyfi veitt til byggingaframkvæmda á næsta ári. Jafnframt var skor að á bæjarstjórnina að hefja gatnagerð. Snjóflóð í Dalsmynni Frá fréttaritara Tímans á Svalbarðseyri. Um svipað leyti og snjó- flóðið féll á háspennulínuna í Ljósavatnsskarði, féllu all- mörg önnur snjóflóð úr Þver- árfjalli í Dalsmynni. Eru snjó flóð alltíð á þeim slóðum. Snjóflóð þessi ollu þó ekki neinu tjóni, nema hvað haga- girðingar rofnuðu. í Reykjavík einni saman nam áfengissalan 51,4 millj. kr. en 47,6 millj. árið 1949. Er söluaukningin í krónutölu langmest þar, en í flestum öðrum kaupstöðum, þar sem útsölur eru, stendur hún nær því í stað og hefir jafnvel minnkað að krónutölu sums staðar. Á Akureyri nam sal- an 6,5 millj. kr. en 6,0 millj. árið áður. Á ísafirði varð hún 1,5 millj. og nær hin sama ár',3 áður. Á Siglufirði var hún 2,4 millj. og hin sama árið áður. Á Seyðisfirði 1.2 millj. en 1,0 millj. árið áður. í Vest- mannaeyjum 2,4 millj. og 2,0 millj. árið áður. Verðið hækkað á árinu. Þótt nokkur hækkun sé víð ast að krónutölu er um minnk andi áfengismagn að ræða, þar sem verðið var hækkað um 20% 15. maí 1950. Salan hefir aðeins aukizt að krónu- tölu um ca. 7,5%. JYJinnkandi áfengisneyzla. Sé gerður samanburður á áfengisneyzlunni s. 1. fimm ár sést, að hún hefir minnkað allverulega síðan í árslok 1946. Sé áfengisneyzlan um- reiknuð í 100% spírituslítra á hvern íbúa landsins hvert undanfarinna ára, verður út- koman þessi: Árið 1946 var neyzlan 2,0 lítrar á hvern íbúa, árið 1947 varð hún 1,94 lítrar, árið 1948 varð hún 1,88 lítrar, árið 1949 varð hún 1,61 líter og árið 1950 varð hún 1,47 lítrar. í hvert sinn er miðað við mann fjölda árið áður. Af þessu sést, að áfeng'sneyzlan hefir minnkað um rúmlega hálfan lítra á þessum fjórum árum, Kúabú í heyþroti fyrir jól Uppboð auglýst á gripum þess Hreppsncfndiii I Mosfellssveit hefir orðið að sjá Laxnesbúimi, sein stutt er af Reykja víkurbae, fyrir hey fóðnrvöru og' mat Sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefir auglýst uppboð á öllum búfénaði að I.axnesi í Mosfellssveit, nær fiörutíu nautgripum og fimmtíu hænsnum. Hefir hrepps- nefnd Mosíelishrepps með skírskotum til gildandi forða- gæzlulaga, krafizt opinberrar íhlutunar, þar eð fóðurþrot er í Laxnes', svo að hun hefir um skeið orðið að sjá gripun- um fyrir fóðri. Uppboð þetta er auglýst 30.' janúar næstkomandi, og á áð íselja þar 27 kýr, 4 vetrunga, sjö kálfa og eitt naut, og auk þess fimmtíu hænsni. I Eigendur I Búið í Laxnesi var upphaf- lega eign hlutafélagsins Bú- kolia, en síðar kom til sögunn ar nýtt hlutafélag, Laxnesbú- ið, er taka átti viö búrekstr- inum. Þau eignaskipti munu þó ekki hafa verið þinglésln vegna misbrests, er talinn var á. Reykjavíkurbær lánaði Bú þetta í Laxnesi hefir lengi gengið báglega, og fyrir nokkrum árum var það aug- lýst til sölu vegna vangold- inna skulda. Lagði Reykjavik urbær fram 200 þúsund krón ur að láni til fyrirtækisins. Búið hefir því verið rekið með stuðningi bæjarins. Hafa síðan litlar sögur farið af því, þar til nú. Vetrarforðinn þrotinn fyrir jól. Síðastliðið ár keyrði þó um þverbak um búrekstur inn í Laxnesi. Vetrarforð- inn, sem bústofninum var ætlaður, þraut um miðjan desembermánuð, og eftir það var honum framfleytt á aðfluttu heyi, sem sum- part var keypt austur í Gunnarsholti í Rangárvalla sýslu, en að nokkru leyti í Reykjavík eða nágrenni hennar. Mun það eins dæmi, þrátt fyrir misjafn- an ásetning, að menn verði heylausir í jólamánuðin- um. Hefir heyleysi á góu verið tilfært í annála. Hreppsnefndin tekur að sér að framfleyta búinu Forðagæzlumaöur sveitar- innar, Kjartan Magnússon bóndi á Hraðastöðum, hafði samkvæmt skyldu sinni gert hreppsnefndinni viðvart um, hversu ástatt væri um fóður- birgðir hjá Laxnesbúinu, og gerði þá kröfu, að hún léti málið til sín taka. Rétt fyrir miðjan janúar- mánuð var allt rekið í strand um öflun og aðflutning fóð- urs, og varð þá hreppsnefnd- in að taka að sér að sjá bú- stofninum fýrir daglegu fóðri. Var það til hjálpar, að Stefán hreppstjóri Þorláksson í Reykjadal átti allmikið af heyi, sem hann gat látið af höndum til þess að forða því, að gripirnir stæðu í svelti. En það eru þó ekki að- eins, gripirnir, sem hrepps nefndin hefir orðið að taka upp á sína arma, heldur einnig orðið að sjá fólkinu fyrir fæði þess síðustu daga. Gripirnir vel hirtir Björguðu norsku haískipi til lands Frækileg frainnii>> síaða skipverja á Ing ólfi Arnarsyni í fyrrii nótt í fyrrinótt voru skipverja, á botnvörpungnum Ingólfj. Arnarsyni önnum kafnir vib' að bjarga biluðu norsku flutn ingaskipi til lands. Hafði þaö bilað í fyrradag, er það var statt norður af Orkneyjum á leið sinni frá Bergen til Bost on. Tókst skipverjum á Ing- ólfi giftusamlega með b,iörg- un og komu skipi og ahöfn heilu og höldnu til hafnar á, Orkneyjum i gærmorgun. Norska skipið heit'r Tatrs. og er um 7000 lestir að stærð. Vonzkuveður var er vél skips ins bilaði og það bað um hjálp. Ingólfur Arnarson vai á leiðinni til íslands og fór skip’nu til hjálpar. Tókst skipverjum að koma dráttar- taugum um borð í skipið og var það dregið til hafnar i K rkwall í Orkneyjum. Ingólfur hélt þaðan heim- leiðis um hádegisbilið i gær og er væntanlegur hingað á sunnudagskvöld. Skipshöfnln leigir bátinn í gær var verið að skipa upp sementi í Borgarnesi úr vélbátnum Hafborg sem gerð ur út þaðan. Kom báturinn með sementsfarm frá Dan- mörku um 70 smálestir, en fór með flutning, aðallega síld frá Akranesi til Sviþjóð- ar skömmu fyrir jólin. Haf- borg er leigð skipshöfninni og eru Borgnesingar ekki á skipinu. Báturinn var á tog- veiðum í haust, en mun mi. hefja veiðar á vertíðinni. Sjö inflúensusjúkl- ingar í sama húsi í Reykjavík Það hefir nú sannazt, að inflúensan er komin til Reykjavíkur, og er vitað mál, að minnsta kosti sjö menn hafa fengið veikina. Býr allt þetta fólk í sama húsi við Vesturgötu, en er úr f jórum f jölskyldum. Veikin er væg eins og hún hefir og er enn á Keflavíkurflugvelli, en þó er hitti allhár, 39—40 stig. Önnur sjúkdómseinkenni eru beinverkir, höfuverk- ur, ógleði og stundum upp köst, hósti og særindi í hálsi. Starfsfólkið í Laxnesi er þrennt, og til þess að koma í veg fyrir misskilning er rétt að taka það fram, að það hef ir hirt' gripina ágætlega og gengið vel um hey, svo að fóð urþrot svo snemma vetrar er að engu leyti bruðli eða illri umgengni að kenna. Qóöar sölur í Englandi Egill Skallagrímsson seldi i Englandi í gær, 3016 kitt fyrir 10087 sterlingspund. Er það enn ágæt sala. Finnbjörn frá ísafirði seldi e nnig í Fleetwood í gær, 676 kitt fyr r 3096 sterlingspund, sem er afbragðssala. Vegir að lokast í Skagafirði Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki. Snjór er orðinn allmikill í héraðinu og hjarn og svellalög með jarðbönnum, nema frammi í dölunum, þar eru enn hagar. Bifreiðasamgöngur eru alveg að teppast, og er það mjög bagalegt, meðal annars vegna mjólkurflutninga. Vegurinn frá Sauðárkróki til Varmahlíðar er mjög erfiður. Hefir hann verið ruddur, en snjó dregur jafnóð- um í snjógöngin, sem myndast. Um miðjan dag hafði verið unnið átta klukkustundir að snjóruðningi á þessarri leið, og var þá ekki búið að ryðja nema átta kílómetra kafla. Út í Viðvikursveit og Hjalta™ dal er orðið ófært bifreiðum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.