Tíminn - 20.01.1951, Síða 5

Tíminn - 20.01.1951, Síða 5
16. blað. TÍMINN, laugardaginn 20. janúar 1951. 5 Ijauyard. 20. jan. Stefán vitnar Alþýðublaðið hefir öðru hvoru verið að reyna að hnekkja því, að Alþýðuflokk- urinn hafi hafnað samvinnu tilboðum Framsóknarflokks- ins á s. 1. vetri. Blaðið hefir í þeim efnum hrakizt frá einni afsökuninni til annarar, því að allar hafa þær verið því marki brenndar, að eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Ein helzta afsökunin hefir t- d. verið sú, að Alþýðuflokkur'nn hafi hafnað samvinnu við Framsóknarflokkinn, því að hann hafi gert gengislækkun að skilyrði fyrir samstarfinu. Þessari afsökun virðist Alþýðu blaðið nú loks hætt að hampa, því að margsinnis hef ir verið upplýst, að Fram- sóknarmenn buðu Alþýðu- flokknum að fallast á sér- hvert annað úrræði, sem hann gæti bent á, ef það kæmi útflutningsframleiðsl- unni að sömu notum. Alþýðu- flokkurinn lét ógert að benda á nokkurt slíkt úrræði, held- ur aðeins neitaði samstarfinu. Afstaða Framsóknarflokks- ins var sú, að hann taldi þessa tvo flokka líklegasta til að geta átt samleið um þá lausn vandamálanna, sem bezt hent aði almenningi, ef dæmt væri eftir yfirlýsingum þeirra og kjósendafylgi. Að vísu höfðu þeir ekki meirihlutafylgi, en auðvelt var fyrir þá, ef Sjálf- stæðismenn og kommúnstar sameinuðust um að fella til- lögúr þeírra, að efna til nýrra kosninga, ganga sameiginlega til þeirra og tryggja sér þann ig meirihlutafylgi.Með því var sköpuð samfylking alþýðunn- ar um lausn vandamálanna. Forustumenn Alþýðuflokks- ins virtust hins vegar ekki getað hugsað sér slíka sam- fylkingu alþýðunnar og höfn uðu því tilboðum Framsóknar manna, án þess að virða þau athugunar. Alþýðublaðið reynir í gær að leiða Stefán Jóhann til vitnis um það, að samstarfið hafi ekki strandað á Alþýðu- flokknum. Vitnisburður Stef- áns styður hins vegar full- komlega það, sem Tíminn hef ir haldið fram um þessi mál. í útdrætti, er Alþýðublaðið birti úr ræðu Stefáns á þingi Alþýðuflokksins í vetur, segir svo eftir að Stefán hefir rak- ið úrslit þingkosninganna haustið 1949: „Rétt á eftir var haldinn fundur í miðstjórn og þing- flokki Alþýðuflokksins og þar bókað eftirfarandi: „Þing- menn og miðstjórn Alþýðu- flokksins voru sammála um það, að sökum úrslita kosn- inganna síðustu og ólíkra sjónarmiða hinna borgara- legu lýðræðisflokka annars vegar og Alþýðuflokksins hins vegar, sem þeir börðust fyrir í kosningunum varðandi dýr- tíðarmálin, þá er það réttast og eðlilegast eins og nú standa sak'r, að Alþýðuflokkurinn dragi sig í hlé í sambandi við stjórnarmyndun.“ Þessi ummæli taka af allan efa um það, að forustumenn Alþýðuflokksins tóku strax eftir kosningarnar þá ákvörð un að vera utan stjórnar í náinni framtíð. Þeir sáu fram á, að stjórn Stefáns Jóhanns ERLENT YFIRLIT: Deilan um vígbúnað Þjóðverja Það cr ekki aðeins viðkvæmt deilumsíl milli Itússsi o«i Bandamanna, heldur einni^ milli Bandamanna innbyrðis Eins og rakið var hér í blað- inu í gærT virðist það sameigin- legt álit yestrænna stjórnmála- manna, að fremur sé ólíklegt að til styrjaldar komi i Evrópu á þessu ári, én átökin munu hins vegar harðna í Asíu, þar sem Rússar múni leggja meginkapp á að hnekkja veldi vestrænu þjóðanna þar og æsa Asíuþjóð- irnar tiU-styrjaldar gegn þeim, en reyna .hins vegar að halda sér utan , þessara styrjaldará- taka sjálfir. Það álit virðist þannig óbreytt, sem ríkt hefir um nokkúrt skeið og varnarfyr- irætlanirAtlantshafsbandalags- in hafa miðast við, að striðs- hættan í Evrópu verði sennilega mest á áfainum 1952 og 1953 og jafnvel öllu fremur á síðara ár- inu. Álit.Jþetta er byggt á því, að fyrr verði Rússar ekki orðn- ir samkeppnisfærir við Banda- menn í kjarnorkuhernaði, en á meðan þeir séu það ekki, séu þeir ófúsir til styrjaldar. Varn- arfyrirætJShir Atlantshafsbanda lagsins hafa þannig miðast við það, a&-warnir Vestur-Evrópu verði komnar í sæmilegt horf um það Jjayti, sem Rússar hafa jafnvígisaðstöðu á kjarnorku- sviðinu, þyi að ella myndu þeir þá telja sér fært að ráðast á Vestur-Evrópu. Eins ö§ fram kemur í því, sem rakíð hefir verið hér á und an, getuf þó eitt orðið til þess að raska-'þessum ágizkunum og fyrirætlu««m og jafnvel orðið orsök Evrópustyrjaldar á þessu ári. Það er ótti Rússa við vígbún að Þjóðyerja og andstaða þeirra gegn þvjL’að varnir Vestur-Ev- rópu komizt í þolanlegt lag áður en þeir háfa náð Bandamönn- um á kjarnorkusviðinu. Þetta gætl valdfð því, að Rússar létu til skarar-'skríða strax á næsta sumri ogr því er nú víða veru- legur stríðsótti í Evrópu. Fyrirætíánir um vígbúnað Þjóffverja. Þar seiíi þess má vænta sam- kvæmt ffamansögðu, að Þýzka- landsmálin eða fyrirætlanirn- ar um vígbúnað Þýzkalands, geti orðið og sennilegast verði örlaga ríkust mál Evrópu á þessu ári, Þykir hlýða að rekja hér forsögu þeirra í nokkrum meg- indráttum. í ályktun Potsdamfundarins, sem haldinn var rétt eftir stríðs lokin, kom Bandamönnum og j Rússum saman um algera af-1 vopnun Þýzkalands. Fyrstu árin eftir stríðslokin var þessari sam þykkt fylgt af báðum aðilum og Bandamenn gerðu það meira að segja svo nákvæmlega, að þeir létu í allstórum stíl eyði- leggja verksmiðjur, sem nota mátti til hergagnaframleiðslu. Rússar hættu því hins vegar mjög fljótlega að eyðileggja slík ar verksmiðjur á hernámssvæði sínu. Fyrir nokkrum misserum 1 byrjuðu svo Rússar ennfremur , að koma upp þýzkri lögreglu, sem smátt og smátt hefir feng- j ið á sig fullkominn hernaðarblæ, þótt Rússar neiti, að hér sé um her að ræða. Sá ótti skapaðist ’ fljótlega hjá vesturveldunum, að Rússar ætluðu að nota sér þessa austur-þýzku lögreglu til árásar á Vestur-Þýzkaland og var sá ótti einkum almennur eftir innrás Norður-Kóreu- I manna í Suður-Kóreu í sumar. ! Vesturveldin fóru því að taka til athugunar, hvort ekki væri rétt að koma upp svipuðu lögreglu- liði í Vestur-Þýzkalandi í varn- arskyni og upp úr því reis brátt sú hugmynd, að Þjóðverjar ættu að leggja fram nokkurt herlið til hinna sameiginlegu varna At- lantshafsbandalagsins. Það voru einkum Bandaríkjamenn, sem héldu þessari hugmynd fram, þar sem þeir töldu þátttöku Þjóðverja í vörnum Vestur-Ev- rópu mjög þýðingarmikla, en ýmsar Vestur-Evrópuþjóðirnar voru hugmyndinni hins vegar fremur andvígar og þó einkum Frakkar. Eftir mikla og lang- vinna samninga náðist loks samkomulag um það á fundi At- lantshafsbandalagsins í Brussel ADENAUER í seinasta mánuði, að nokkur þýzkur her skyldi vera í Evrópu her bandalagsins, en ráðstaf- anir skyldu jafnframt gerðar gegn því, að Þjóðverjar gætu komið upp eigin her og her- stjórn. Enn hafa ekki verið tekn ir upp beinir samningar við Þjóð verja um framkvæmd þessarar samþykktar. Affgerðir Rússa. Rússar hafa að sjálfsögðu fylgzt vel með samníngum vest- urveldanna um vígbúnað Þjóð- verja. Seint í október í haust héldu Rússar ráðstefnu í Prag undir forustu Molotoffs og voru þar mættir fulltrúar frá öllum Austur-Evrópuríkjunum, þar á meðal frá Austur-Þýzkalandi. Á ráðstefnu þessari var fyrst og fremst rætt um afvopnun Þýzka lands. f samþykktum ráðstefn- unnar var skorað á hernáms- veldin í Þýzkalandi að halda Potsdamsamþykktina um af- vopnun Þjóðverja, ganga frji friðarsamningunum við samein- að Þýzkaland og draga síðan setuliðin burtu þaðan. í átfram- haldi af þessari ráðstefnu, sendu Rússar vesturveldunum þremur orðsendingu 3. nóv. s. 1. þar sem mótmælt var vígbún- hafði sKilið þannig við, að erfitt mýiidi að stjórna. Hugs un þeirra^yar sú, að þeir gætu unnið upp álitstapið, sem stjórn Stefáns hafði valdið flokknum, með því að vera í stjórnarajidstöðu, þegar erfitt yrði að fara með stjórn lands- ins. Þetta sjónarmið mátu forustumenn Alþýðuflokksins meira en.að reyna í samning- um við. aðra flokka að þoka áleiðis þeim málum, sem þeir höfðu lofað að berjast fyrir í kosningunum. Meiri var á- hugi þelrra ekki fyrir því að efna kosningaloforðin. Þó segir Stefán, að eina undantekningu hafi Alþýðu- flokkurinn gert frá þessari reglu, Hann hafi vakið máls á því að athuga samstarf við Framsóknarflokkinn, ef „tryggt væri, að meirihluta- fylgi fengist á Alþingi fyrir lausn þeirra mála, sem mest kalla að, nú þegar.“ Þetta meirihlutafylgi mátti þó ekki fást með aðstoð kommúnista. Þetta skilyrði þýddi m.ö.o. að semja yrði við Sjálfstæðis- flokkinn. Þá var kannske hugsanlegt, að Alþýðuflokk- urinn fengist til þess að vera með. Það lá þannig fyrir, að Al- þýðuflokkurinn var ófáanleg ur til samstarfs við Fram- sóknarflokkinn, nema þá undir þeim kringumstæðum, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði einnig með. Fyrir Framsókn- arflokkinn var því ekki um annað að velja en að semja við Sjálfstæðisflokkinn undir einhverjum kringumstæðum eða eiga á hættu, að algert stjórnleysisástand skapaðist í landinu. Framsóknarmenn töldu fyrri kostinn betri, því að meiri líkur væru til að ein hverju mætti bjarga með þeim hætti. Hins vegar var það reynsla þeirra frá stjórn- artíð Stefáns Jóhanns, að fyrst óhjákvæmilegt var að semja við Sjálfstæðisflokkinn, væri það ekki til bóta að hafa forustumenn Alþýðuflokksins þar sem milliliði. Það, sem hér hefir verið rakið, sýnir það ómótmælan- lega, að forustumenn Alþýðu- flokksins bera einir ábyrgð á því, að samstarfi Framsóknar flokksins og Alþýðuflokksins var hafnað á s.l. vetri og að með því yrði lagður grund- völlur að samstarfi hinna vinnandi stétta. Það er til- gangslaust fyrir þá að afneita því, þótt þeir finni nú, að með því hafi þeir unnið ó- þarft og óvinsælt verk. Með því hafa þeir hindrað sam- starf hins vinnandi fólks um stund, en það mun samt fyrr eða síðar komast á, hvort sem þeir verða þar með eða ekki. — Raddir nábúarma Mbl. ræðir í forustugrein í gær um synjun Pekingstjórn arinnar á sáttatilboði S. Þ. Mbl. segir m. a.: „En um leið og kommúnistar hafa neitað sáttatilboði Sam einuðu þjóðanna, hafa þeir sett fram gagntilboð, sem þeir kalla „miðlunartillögu“. Er hún í því fólgin að allt lið Sam einuðu þjóðanna verði tafar- laust flutt burtu úr Kóreu og kommúnistum sett sjálfdæmi um allan skipan mála þar. Sið an geta þeir hugsað sér að efnt verði til ráðstefnu um mál Asíu. Um þetta gagntilboð Peking stjórnarinnar er ekki mikið að segja. 1 því felst engin til- raun til sátta og málamiðlun ar. t því felst einungis einhliða krafa um viðurkenningu á of- beldi kommúnista í Kóreu. Þar örlar ekki á vilja til þess að koma til móts við Sameinuðu þjóðirnar um friðsamlega lausn deilunnar . . . En hvað tekur nú við, spyr almenningur um víða veröld? Þeirri spurningu er vandsvar- að á þessu stigi málsins. En fljótt á litið virðast horfurn- ar í friðarmálunum nú verri en nokkru sinni fyrr síðan að síðari heimsstyrjöldinni lauk. En þessi síðasta afstaða komm únista til sköpunar friði og öryggi í heiminum sýnir eins greinilega og frekast má, að þeir hafa fyrst og fremst á- huga fyrir einu: Áframhald- andi ofbeldi og yfirgangi, enda þótt það kosti blóðugar styrj- aldir og hyldjúpa ógæfu fyrir mannkynið". Svar Pekingstjórnarinnar sýnir vissulega, að kommúnist um er ekki neinn friður í huga. Hvað tefur rann- sóknina í máli S.Í.F. Morgunblaffiff gengur nú mikinn berserksgang í sam- bandi við sögusagnir Þjóð- viljans um verðlagsbrot Olíu- félagsins. f fyrstu kvaðst það þó myndi bíða rólegt þangað til skýrsla verðgæzlustjóra lægi fyrir, en það reyndist að- eins að vera venjuleg Mbl.- loforð. Strax næsta dag tók það að tuggast á sögu Þjóð- viljans og hefur síðan dag- lega rekið á eftir verðgæzlu- stjóra að hraða rannsókn málsins. Það er sannarlega ekki nema gott um það að segja, að Mbl. skuli allt í einu vera búið að fá slíkan feikna á- huga fyrir því, að rannsókn verðgæzlumála gangi fljótt og vel. Þegar Tíminn hefir ver ið að ýta eftir rannsókn verð- gæziumála hefir hann ekki átt stuðningi Mbl. aff fagna, nema síður sé. Mbl. hefir síð- ur en svo haft nokkuð við það að athuga, þótt rannsókn á verðlagsbrotum heildsala stæffi yfir mánuðum saman. Þessi áhugi Mbl. yfir hraðri rannsókn á máli Olíufélags- ins er því vissulega gleðileg- ur, ef hann stendur þá til langframa og er ekki einskorð aður við Olíufélagið. En það er ekki vert að ætla Mbl. neinar slæmar hvatir að ó- reyndu. En fyrst farið er aff ræða um þessi mál, er ekki úr vegi að minna á að, að fleiri en Mbl. þyrftu að öðlast þennan áhuga fyrir hraðri rannsókn mála. Þar má ekki sízt minna á sjálfan dómsmálaráðherra landsins. Hann virðist að vísu prýðilega áhugasamur fyrir rannsókn mála, ef andstæð- ingar hans eiga i hlut. eins og forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, útvarpsstjórinn og Helgi Benediktsson. Þá stend ur ekki á hjá honum að fyr- irskipa rannsóknir, heldur einnig framhaldsrannsóknir, þótt frumrannsóknin hafi verið í höndum jafn þaulvans manns og sakadómarans f Reykjavík. En vafalaust get- ur sakadómaranum yfirsést, svo aff ekki er vert að fást neitt um það. En hins vegar virðist þessi áhugi dómsmála ráðherrans oft snúast upp i áhugaleysi, þegar flokksmenn hans effa fyrirtæki þeirra eiga hlut að máli. Kannske er ekki rétt aff kalla þetta áhuga- leysi, heldur standi dóms- málaráðherrann í þeirri góðu trú, að flokksbræður hans geti ekkert saknæmt unnið og því sé ekki ástæða til þess að rannsaka neitt hjá þeim. Það er t.d. orðið nokkuff langt síðan, að stjórn S.Í.F. óskaði eftir rannsókn á ásök- unum, sem beint hafði veriff gegn S.f.F. af kunnum verzl- unarmanni. Þaff kom að vísu fljótt fram, að dómsmálaráð- herrann hafði kynlegan á- huga fyrir þeirri rannsókn, því að hann valdi til aff ann- ast hana jafn ábyrgan og grandvaran mann og gamlan nazistablaðsritstjóra. Einhver rannsókn mun hafa átt sér staff, en um langt skeiff hefir ekki neitt af henni heyrzt. Því fer vonandi fjarri, að það sé ætlunin að láta þessa rannsókn lognast út „þegj- andi og hljóðalaust.“ Og hvaff segði nú Mbl. um að koma í fé lag viff Tímann um aff ýta svolítið á eftir henni? Það skal ekki standa á Tímanum (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.