Tíminn - 20.01.1951, Síða 7

Tíminn - 20.01.1951, Síða 7
16. blað. TÍMINN, laugardaginn 20. janúar 1951. 7 Eru áfengisleyfi lögreglustjóra Út af leyfisveitingum lög- reglustjóra til félaga og sam komuhúsa um sölu og veiting ar áfengis á samkomum og í samsætum, leyfir Stórstúka íslands sér að benda á 16. gr. reglugerðar um sölu og veit- ingar áfengis frá 7. ágúst 1945 en þar segir á -þessa leið: „Lögreglustjórar geta ekki neytt heimildir þeirrar til að leyfa að áfengi sé um hönd haft í félagsskap, sem ræðir um í 17. gr. 2. málsgr. áfengis laganna, nema í veizlum, sam sætum og öðrum slíkum sam kvæmum, þar sem sýnt er, að félagsskapurinn í heild eða einstakir þátttakendur í hon um hafa ekki fjárhagslegan hagnað af. Slík leyfi má ekki j veita skemmtistöðum. Ekki má heldur veita slík leyfi til vínnautnar í sam- kvæmum, sem haldin eru á veitingastöðum, ef ætla má að til þeiira sé stofnað í tekju skyni fyrir veitingahúsið." Með skírskotum til framan ritaðra ákvæða reglugerðar- innar lítur Stórstúka íslands svo á, að leyfisveitingar til einstakra félaga og samkomu húsa um sölu og veitingar á- fengis á opinberum samkom um og í fjáröflunarskyni, brjóti í bág við lög og reglu- gerð. Ný ljósmóðir til Reyðarfjarðar Frá fréttaritara Tímans á Búðareyri í Reyðarfirði 2. apríl í fyrra lézt hér í Reyðarfirði Björg Jónsdóttir, sem gegnt hafði ljósmóður- störfum í tuttugu ár. Hefir síðan verið hér ljósmóðurlaust þar til nú skömmu fyrir jólin, að hingað ný ljósmóðir, ung stúlka úr Reykjavík, Hera Karlsdóttir. Þann tíma, sem hér var ljósmóðurlaust, voru þó nokkrar barnsfæðingar, og gegndi ljósmóðirin í Eskifjarð arbæ þá starfinu, ásamt störf urn í umdæmi sínu. Anglýsiiigasíini Tímans cr 81300 JélciqJif Skíðaferðsr: frá Ferðaskrifstofunni kk 9,30 til 10 á sunnudag. — Farþegar verða íeknir á eftirgreindum stöðum: Á vegamótum Kaplaskjóls- vegar og Nesvegar kl. 9.20. Á vegamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu kl. 9.25. Á vega mótum Melavegar og Fálka- götu kl. 9,30. Á vegamótum Miklubrautar og Lönguhlíð- ar kl. 9,45. Við Sundhöllina kl. 9,50. Á vegamótum Suður- landsbrautar og Langholtsveg ar kl. 9,25. Við Sunnutorg kl. 9,30. Á vegamótum Sogaveg- ar og Réttarholtsvegar kl. 9,20 Á vegamótum Laugarnesveg- ar og Sundlaugavegar kl. 9,40. Við Stilli, Laugaveg 168 kl. 9,45. Við Hlemmtorg kl. 9,50. Búast til róðra Frá fréttaritara Tímans í Siglufirði. Nokkrir litlir bátar munu róa héðan 11 fiskjar í vetur, og er búizt við, að þeir hefji róðra áður en langt um líð- ur. IIva«S tdtií’ raimsókn í niáli §. I. F.? (FramAdld af 5. síöa.J að krefjast skjótrar rannsókn ar í máli Olíufélagsins. Vill nú Mbl. ekki einnig sýna, að það vilji láta það sama ganga yf- ir alla og hjálpa því til við það, að dómsmálaráðlierrann sé vakinn upp úr þeim svefni, sem virðist hafa fallið á hann í S.Í.F.-málinu? X+Y. Erlcnt yfirlit (Framhald af S. síöu.j | aði Þjóðverja og lagt til að her- námsveldin fjögur héldu ráð- stefnu um Þýzkalandsmálin., Vesturveldin svöruðu þessari ( orðsendingu litlu síðar á þann veg, að stofnun hers í Vestur- | Þýzkalandi væri afleiðing af | því, sem Rússar væru búnir að , en að en „Elsku Rut” Leikstjóri: Gunnar Hansen Sýning í kvöld UPPSELT „Marmari'’ eftir Guðmund Kamban. Leikstjóri: Gunnar Hanscn Sýning í Iðnó annað kvöld kl. 8. — Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7. Sími 3141. Eg KAUPI allar tegundir af notuðum íslenzkum frí- merkjum. Verð mitt útilokar alla samkeppni, þar sem ég greiði 50% yfir verð Reykja- víkurfrímerkjakaupmanna. 1: Sama verð er á óleystum merkjum og leystum af papp- ír. — Virðingarfyllst. WtlltniK F. Pálsson | Halldórsstöðum, Laxárdal Suður.-Þing. gera í Austur-Þýzkalandi, annars væru þau fús til halda umrædda ráðstefnu, þó því aðeins, að rætt yrði um | öll ágreiningsmál þessara ríkja, I en ekki Þýzkalandsmálin ein. Gagnsvar Rússa barst um ára- j mótin og er það nú til athug- I unar hjá stjórnum vesturveld- J anna. Telja ýmsir, að svar Rússa sé nokkuð tvírætt og geti leikið vafi á því, hvort þeir ljái máls á því að ræða um fleiri mál en Þýzkalandsmálin. Gagnsvar vest urveldanna mun sennilega fara nokkuð eftir því, hvernig þau j skýra svar Rússa. Orðsendingar Rússa til vestur veldanna eru taldar stafa af tvéimur ástæðum. 1 fyrsta lagi vegna þess, að þeir óttist raun- verulega hervæðingu Þjóðverja, og í öðru lagi vegna þess, að þeir vita vesturveldin nokkuð ósammála um Þýzkalandsmálin og vilja því gjarnan auka þann ágreining þeirra. Þannig er t. d. talið, að ýmsir franskir stjórn- málamenn vilji ræða við Rússa um Þýzkalandsmálin ein, en Bandaríkjamenn og Bretar taka því fjarri. Þá geta þessar orð- sendingar Rússa líka haft veru leg áhrif í Þýzkalandi, því að skoðanir eru þar skiptar um það, hvort Þjóðverjar eigi að her- væðast á nýjan leik. Til þess að hafa áhrif á al- menning í Þýzkalandi hafa Rúss ar líka teflt annan leik. Hann er sá, að láta Grotewohl, for- sætisráðherra Austur-Þýzka- lands, snúa sér til Adenauers, kanslara Vestur-Þýzkalands og bjóða honum viðræður um sam einingu Þýzkalands. Adenauer hefir nú svarað þessu tilboði neitandi, þar sem ekki sé hægt að taka Grotewohl sem ábyrg- an aðila, því að hann hafi ekki verið kjörinn oddviti Austur- Þjóðverja með lýðræðislegum hætti Margir málsmetandi menn í Vestur-Þýzkalandi virð- ast draga það í efa, að Adenau- er hafi átt að svara þannig, því að það hefði ekki þurft að spilla neinu, þótt hann hefði talað við Grotewohl, enda þótt árangur þess yrði lítill eða enginn. Hins vegar gæti það hjálpað komm- únistum í áróðrinum að neita þessum viðræðum. Álit manna má kannske nokkuð marka á því, að einn biskup mótmæl- enda í Vestur-Þýzkalandi bauð þeim Adenauer og Grotewohl hús sitt til umráða, ef þeir vildu hittast. Afstaða Þjóðverja. Afstaða Þjóðverja til stofnun- ar þýzks hers virðist enn nokkuð á huldu. Stjórn Adenauers og stuðningsflokkar hans virtust í fyrstu hlynntir þýzkri þátttöku í Evrópuher, en hafa farið sér gætilegar að undanförnu. Jafn- aðarmenn, -^em eru stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, tóku í upphafi þá afstöðu, að slík þátttaka Þjóðverja kæmi ekki til greina, nema þeim væri að öllu leyti ætlaður sami rétt- ur og hinum þátttökuþjóðunum, en til þess er síður en svo ætl- ast í samþykkt Brusselfundar- ins. Þá hafa og jafnaðarmenn talið það nauðsynlegt skilyrði, að Bandamenn og þó einkum Bandaríkjamenn hefðu svo öfl- ugan her í Evrópu, að líkur væri til þess að hægt væri að verjast Rússum og Þjóðverjar þyrftu því ekki strax i upphafi styrjaldar að búast við hernámi þeirra. Þessi afstaða jafnaðarmanna virðist eiga vinsseldum að fagna. Þeim, sem hafa boðað hreina hlut- leysisstefnu, hefir og verið all- vel tekið. Heildarmyndin er sú, að Þjóðverjum sé enn mjög um og ó, þeir vilji gjarnan eiga þátt í vörnum Vestur-Evrópu, en ótt ist að varnir Atlantshafsbanda- lagsins séu enn ekki svo öflug- ar, að þær geti komið Þjóðverj- um að notuip. Þátttaka Þjóð- verja í þeim geti því lcostað þá enn strangara hernám Rússa eu ella, ef til stríðs komi. Þýzkalandsmálin eru á því stigi í dag, að erfitt er að spá um framhald þeirra. Til eru þeir, sem gera sér vonir um já- kvæðan árangur af ráðstefnu Rússa og vesturveldanna, ef til kæmi, en þeir munu þó fáir. Einna líklegast er, að um þessi mál eigi enn eftir að standa harðvítugt taugastríð bæði milli vesturveldanna og Rússa og milli Bandamanna innbyrðis. Þýzkalandsmálin verða því vafa laust góða stund enn mestu vandamál Evrópu og jafnframt þau, sem mestu geta ráðið um örlög hennar. Hraðskákkeppni íslands 1951 hefst að Þórscafé við Hverfisgötu næstkomandi sunnudag kl. 13,30. Til úrslita verður keppt á mánu- dag kl. 20 á sama stað. Stjórn Skáksambands íslands Frá 1. janúar sl. er áskriftargjald að vesturisl. blaðinu Heimskringlu kr. 45.00 árg., en var kr. 30,00 s.l. ár. Hækkunin er i sam- ræmi við gengislækkun á síðasta ári. Verð á Lögberg er kr. 75.00 eins og síðastliðið ár. Bjförn Guömundsson, Bárugötu 22, Reykjavík. BÆNDUR! Súgþurrkunartæki munnni vór útvcga yðnr í vor cins og að undanförnu. Vér höfum á boðstólum MIÐFLÓTTABLÁSARA sem blása 10—12000, 18—20000 og 30—32000 teningsfetum lofts á mínútu. Vér eigum nokkra blásara af tveim fyrstgreindu stærðunum óselda, eru á gömlu framleiðsluverði. Fyrirliggjandi eru DIESELVÉLAR, VICTOR, 7—9 ha., vatnskældar. Þær eru búnar sjálívirkri „koplingu", þannig, að þær eru ræstar án álags, og er það mikill kostur. Einnig getum vér útvegað stærri dieselvélar og rafmótora, ef nauðsynleg leyfi fást í tæka tíð. Vér sendum hverjum kaupanda, án sérstaks encftirgjálds, teikningu af súg- þurrkunarkerfi í hlöðu hans og glöggar leiðbeiningar um smíði kerfisins, gerðar af sérfróðum mönnum. Pöntuninni þarf að fylgja nákvæmt mál hlöðu, lengd x breidd x hæð. Einn- ig þarf að geta um, hvaða kerfis sé óskað og hvar bezt muni að staðsetja blásarann. — Pantanir þurfa að berast oss í síðasta lagi 20. febrúar. Samband ísl. samvinnufálaga VÉLADEILD •••*«•*•♦•»♦*»♦< ::::::::::::::::::::::::::: ♦♦♦♦♦♦♦•♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦£♦♦♦♦♦♦< ::::::::: ♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦• ♦ ♦• ♦<

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.