Tíminn - 21.01.1951, Qupperneq 4

Tíminn - 21.01.1951, Qupperneq 4
TIMINN, sunnudaginn 21. janúar 1951. 17. blað. Þýðingar Pilchers biskups Vér íslendingar stöndum t mikilli þakkarskuld við þá merkis- og fræðimenn út- ienda, sem af einskærri ást á íslenzkum fræðum hafa snúið á víðlesin erlend mál oókmenntum vorum, í bundnu máli eða óbundnu, og með þeim hætti víkkað land- aám íslenzkrar menningar. í þeim fríða flokki skipar dr. Charles Venn Pilcher, oiskup í Sydney í Ástralíu, oæði heiðurssess og á þar iérstöðu, því að hann hefir gerst brautryðjandi á því sviði, með enskum þýðing- im sínum á íslenzkum trú- arljoðum að fornu og nýju. Eigi verður hér rakinn ævi og starfsíerill dr. Pilchers, pó meir en verðugt væri; en dr. Rúnólfur Marteinsson nefir nýlega gert það í megin dráttum í prýðisgóðri grein i Lögbergi, og áður hafði sá, er þetta ritar, gert því nokkur skil í grein sinni „ís- íandsvinurinn dr. C. Pilcher og þýðingar hans.“ (Tímarit Þjóðræknisfélagsins, 1942). Að þessu sinni skal athygli æsenda sérstaklega dregin að hinu nýja safni hans af pýðingum islenzkra trúar- \j óða. Hann hafði áður, eins og Kunnugt er, gefið út þrjú áöfn af þýðingum sínum úr Passiusálmum séra Hall- gríms Péturssonar, The Pass- ion-Hymns of Iceland (Lon- don, 1913), Meditations on the Cross (Toronto, 1921), og icelandic Meditations on the Passion (New York, 1923) sem er aðalsafn þýðinga nans fram að þeim tíma. — Vöktu þessar Passíusálma- pýðingar hans eftirtekt og nlutu ágæta dóma, en ítar- iegri umsögn um þær er að x'inna í oíannefndri ritgerð greínarhöfundar, og vísast þangað. Alveg nýverið hefir Astra- hudeild hins mikla útgáfu- xélags Oxford University Press gefið út nýtt safn þýð- xnga ur íslenzku eftir dr. Pilcher, er nefnist Iceland- íc thristian Classics (Mel- bourne, 1950), og hefir inni að halda þýðingar af Sólar- Ijóðum (The Lay of the Sun), Lilju (The Lilly), nokkur orot ur Passíusálmunum, pjóðhátíðarsálm séra Matt- níasar Jochumssonar, „Ó, guð vors Iands“ (The Iceland- xc Millennial Hymn), og einn sálm eftir hvorn þeirra dönsku og sænsku biskup- anna og sálmaskáldin, Thom as Kíngo og Laurentinus Petri. Hér hefir dr. Pilcher þvl safnað í einn stað ýmsum þeim þýðingum sinum, er áð ar höfðu komíð í tímaritum, asamt öðrum nýjum, er hvergi höfðu verið prentað- ar fyrri, og er mest þeirra jg merkust Lilju-þýðing hans sem er meginefni þessa nýja þýðingasafns hans, og myndi ein nægja til að halda nafni hans á lofti. Þýðing dr. Pilchers á Sólar Ijóðum kom upprunalega út, undír fyrirsögninni „An Ice- iandic Divine Comedy," í tímaritinu The Canadian /ournal of Religios Thought (1924), og var endurprentuð í bók þýðandans, The Here- after in Jewish and Cristian Ihsught (London, 1940); hún er því birt á prenti í Eftir Ricliard Bcck prófcssor í Sydney í Ástralíu er biskup að nafni Charles Wenn Pilcher, er unnið hefir að því um langt skeið, að þýða íslenzk trúarljóð á ensku. M.a. hefir hann þýtt Passíu- sálmana, Lilju og Sólarljóð. í eftirfarandi grein, sem nýlega birtist í Lögbergi, segir prófessor Richard Beck frá þessum þýðingum Pilchers biskups, er hann telur hið merkasta verk. þriðja sinn í hinu nýja safni hans, og er það vel, því að hún á þar ágætlega heima við hliðina á öðru gersemi fornra helgikvæða vorra, Lilju. Til grundvallar þýð- ingu sinni hefir dr. Pilcher lagt hina merku útgáfu dr. Björns M. Ólsens af Sólar- ljóðum. Þýðingin er einnig hin prýðilegasta um ná- kvæmni í máli og hugsun, hrynjandi og blæfegurð ensk unnar (Smbr. umsögn mína! í fyrrnefndri ritgerð um dr.! Pilcher). Og fjarri fer því,1 að ég sé einn um þá skoðun. Dr. Björn B. Jónsson, sem1 bæði var maður óvenjulega' smekkvís á skáldskap og hand genginn íslenzkum andlegum ijóðum, fór á sínum tíma þessum orðum um þýðing-1 una: „Hér er óefað um verulegt snilldarverk að ræða. Þýð- ingin er aðdáanleg. Andinn heitur og lifandi, búningur- inn fagur sem á frumkvæð- inu, nema fegri sé á stund- um. Kveðandin þýð eins og söngrödd; stuðlar og höfuð- stafir í föstum skorðum ís- lenzks standbergs, en ávallt á óþvingaðri ensku, sem renn ur fram eins ljúflega og berg lind að hafi. — Hvorki ensk- ir menn né íslenzkir, þeir er bókmenntum unna, fá full- þakkað prófessor Pilcher þetta snilldarverk,,. — (Sam- elningin, nóvember 1928). j Ágætlega nær dr. Pilcher t. d. anda og krafti kvæðis- ins í þýðingu sinni af þeim áhijifamikla kafla þess, er lýsir refsingum þeim, er bíð- ur ranglátra hinum megin grafar: „Menn sák þá, es mjök ala öfund of annars hagi; blóðgar rúnir váru á brjósti þeim merktar meinlega. Menn sák þá, es margan höfðu fé ok fjörvi rænt; brjóst í gegnum rendu brögnum þeim öflgir eitrdrekar. ___ O _ Men saw I then Who much nourish Envy of others’ good hap. Runes of blood Upon their breast Were graven painfully. Men saw I then Who many had robbed Of chattels and life. Through their breasts Strong snakes Shot stings of poison.“ Eigi er þýðing dr. Pilchers á Lílju í heild sinni með minni ágætum. Hefir hann, eins og getið er í formálan- um, haft hliðsjón af hinum beztu útgáfum og þýðingum kvæðisins, og af grundvall- arritum um íslenzka kirkju og kristni, auk þess, sem hann hefir notið aðstoðar og leið- beininga ýmsra íslendiuga beggja megin hafsins. Þýðandinn hefir því gengið til þessa verks af mikilU sam vizkusxxmi, með diúpri alúð og virðingu fyrir þeim vanda, sem hann hefir með því færst í fang. Og ávöxtur þeirr ar viðleitni hans er þá einn- ig að sama skapi. Samanburður á þýðingunni við frumkvæðið leiðir það fljótt í ljós, að hún fylgir því trúlega um efni og málfar. Þýðandinn heldur braghætti kvæðisins, þó að hann hafi ekki talið fært að halda stuðl um og höfuðstöfum né hend- ingum hrynhendunnar. Eigi að síður hefir honum í rík- um mæli tekist að ná hrynj- andi og hreim kvæðisins, tign þess og andríki, eins og eftirfarandi dæmi sýnir: „Dagarnir sex að vísu vuxu veltilegir um sjávarbelti, áður fengi alla prýði jörð og loft, er drottinn gjörði, pressað vatn i himininn hvassa, hjörn og eld sem merkis- stjörnur, hagl og dýr sem fiska og fugla, fagran plóg og aldinskóga. __ i9 _ Six days passed, with eve and morning, Circling through the zone of heaven, Ere the earth and air, created Gained from hand divine their beauty: Water forced through cold skyrekions; Ice and fire and heavenly planets; Beauteous beasts and fowl and fishes; Earth’s fair produce, fruitful forest.“ Þýðingum sínum af Sólar- ljóöum og Lilju fylgir dr. Pilcher úr hlaði með prýði- legum inngangsritgerðum, sem lýsa fagurlega ást hans og skilningi á íslenzkum forn bókmenntum og helgikvæð- um, samhliða víðtækri þekk- ingu hans á kirkjulegum bók menntum miðaldanna al- mennt. Hann ritar einnig gagnorðan inngang að úr- vali því úr Passfusálma-þýð- ingum sínum, sem hann hef- ir tekið upp í þetta safn sitt, en meðal þeirra er hin ágæta þýðing á versunum úr 12. sálminum (Pétur sat þar í sal“), þar sem hinum íslenzka blæ er framúrskarandi vel haldið, eins og ég hefi bent á í framannefndri ritgerð minni um þýðandann. Þýðing dr. Pilchers á hin- um innblásna þjóðhátíðar- sálmi séra Matthíasar, „Ó, guð vors lands,“ sem hér er birt endurskoðuð frá þýð- andans hendi, má einnig telj ast prýðisvel af hendi leyst, en þetta er lokaerindið, sem Baejarpóstur Þjóðviljans birti athyglisverða ritgerð eftir sig nýlega. Hann hafði einhvers- staðar séð það í blaði að guði hefði lítt verið þökkuð björgun Geysismanna af Vatnajökli. Þetta fannst honum óþarfi, því að þar væri lítið að þakka. Nú er það vitanlegt, að sum- ir trúa ekki á neinn guð og er það sjónarmið skiljanlegt, en bæjarpóstur gerir ráð fyrir að guð sé til, en guðshugmynd I hans er bæði skrítin og fornfá- I leg. Hann neitar ekki afskiptum guðs, en segir að mest sé þó um það vert, að hann láti flugslys ekki gerast. Hann virðist telja, I að guð eigi ekki hrós eitt skilið, heldur gagnrýni, enda hafi hann sjálfsagt „heyrt gamalt og gott máltæki, sem þannig hljóðar, að „sá er vinur er til | vamms segir“. Hann treystir því, að guð sé svo laus við hé- gómaskap, að hann taki því vel, þegar bæjarpóstur og aðrir slík- ir leiðbeina honum og vanda um við hann. Og „þeir, sem ekki hafa með öllu glatað virð- ingunni fyrir manninum, að- hyllast afturámóti þá skoðun, að t. d. sómi Ingigerðar flug- freyju af umræddu máli sé fullt eins mikill og guðs“. Nú er hafin rannsókn út af þessu slysi og beinist raunar ekki gegn guði og mun því ekki upplýsa hans hlutdeild í mál- inu. Hins vegar er það víst, að eitthvað hefir borið út af í reikningum hinna ágætu flug- manna og hafa annaðhvort tæki þeirra eða þeir sjálfir brugðizt. Geysir hefði nefnilega ekki strandað á Vatnajökli í þeirri hæð og á þeirri stefnu, sem á- höfninni reiknaðist að væri. Flestir þeir, sem reikna með því, að guð sé til, gera ráð fyrir, að hann hafi einhvern tilgang og takmark með mannlífinu og sé þar framsýnni en mennirnir. Þetta er auðvitað erfitt að sanna, og ef til vill um of að ætlast til þess, að bæjarpóstur- inn geri ráð fyrir því, að til geti veriö guð sem sé framsýnni og vitrari en hann sjálfur. En það er samt undarlegt þetta lif. Stundum sýnist okkur þó, að sorglegir atburðir, sem aldrei hefðu átt sér stað, ef það hefði staðið í mannlegu valdi að af- stýra þeim, hafi orðið til góðs. Ef til vill hafa harmar og mann- raunir orðið til að leiða fram það, sem við höfum séð fegurst og bezt við mannlífið. Ef til vill höfum við eignast virðingu fyrir manninum, traust á honum og þar með hollustu við málstað hans, vegna þeirra eiginleika, sem sorgir, mótlæti og erfiðleik- ar leiddu í ljós. Þetta er ekki sagt til að óska eftir hörmum og mannraunum, en ég get ekki annað en játað þetta, ef ég vil vera heiðarlegur. Heimilisfaðir á bezta aldri missir heilsuna. Hann liggur sjúkur árum saman og deyr síð- an. Kona hans verður að vinna tvöfalt starf vegna þessa en þau taka hlutskipti sínu æðrulaust. Ef til vill verður hetjulíf þeirra og manndómur til að opna augu einhverra fyrir því, sem er einna fegurst og tilkomumest í mann- lífinu. Ef til vill er hetjulund þeirra í mótlætinu einhverjum öðrum ævilöng uppspretta, sem þeir teyga úr trú á manninn og mannlífið. Ef til vill fá þeir þar 1 þá reynslu, að þeim finnist allt- af síðan, að þeir standi í óbættri skuld við málstað mannsins. Svona má nefna fleiri dæmi, þó að ekki séu tök á því hér í í baðstofunni að þessu sinni. En i þegar við hugsum í alvöru um j þessa hluti gæti vel farið svo, að við skildum hugsunarhátt j gamalla trúmanna eins og hann 1 kemur fram í þessari gömlu, I einföldu vísu: í Ráði sá, sem ráðið hefir fyrri, ' það, sem þykir barni bezt, barnið stundum skaðar mest. Mér finnst, að bæjarpóstinum færi vel dáiítið meiri hófsemi og að gera ráð fyrir fleiri hugs- anlegum skýringum. Hann ætti að lesa sögu mannsandans. Ég ætla mér ekki að boða honum eða neinum öðrum neina trú, en virðist það staðreynd, að líf okkar sé háð vissum lögmálum og það hefni sín að brjóta viss atriði þeirra lögmála. Nýlega hafa læknar fundið það lögmái að sykur og fínmalað korn veld- ur tannskemmdum ef mikils er neytt og tennur illa hirtar. Ég veit ekki hvort bæjarpósturinn kallar það, að guð mylji tennur úr mönnum og hafi þar illt í frammi. Ég get hugsað mér að eitthvað hliðstætt lögmál hafi ; valdið því, að Geysir strandaði, en það hafi ekki verið duttl- j ungum neinna máttarvalda um að kenna. Sumir telja það staðreynd, að stundum sé gripið inh í líf manna. Öfl, sem standa utan við þetta sýnilega jarðlíf geti látið til sín taka. Á því byggist trúin á guð og engla. Fáir munu ! halda því fram, að þeir viti j hvemig guð sé. Hér er um tvo , meginhópa að ræða. Annar ! hyggur að spilaborg mannlífs- ins hafi myndazt af gufum og | reyk fyrir tilviljun við hreyf- ingu vitundarlausra efna. Aðrir I trúa því, að mannlífið lúti stjórn j og hafi tilgang, en þeir viður- kenna yfirleitt, að þeir skynji ekki nema lítið af tilverunni. Þeir vita, að lífið er undursam- legt ævintýri, — og svo tekur trúin við. Ég trúi því, að lífið haldi á- fram í einhverri mynd, jafnvel þó að jörðin farist í eldi og frum efnin leysist í sundur eins og Völuspá og Opinberunarbók Jó- hannesar boða. Ég trúi því, að við búum öll yfir eilífum verð- mætum, lífsneista, sem ekki glat ast. Ég trúi því, að við getum gert anda okkar móttækilegan fyrir utanaðkomandi hjálp, svo að við lifum í samræmi við lög- mál lífsins og vöxum að þroska ef við temjum okkur að vilja vel. En ég trúi því líka, að erfið leikar og áföll stæli kraftana. Það er ekki aðeins, að bæjar- póstur sjái sóma flugþernunn- ar betur vegna mannraunanna á jöklinum, — sómi hennar er meiri vegna þeirra. En hvort var þá betra, minni mannraunir eða minni sómi? Starkaður gamli. VtXtVttXlXÍiVMÍliÍÍKlt Jörðin HAMRAR í Hraunhreppi, Mýrum, fæst til kaups og ábúðar í næst- komandi fardögum. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarmnar Þórð Eiríksson. II (Framhald á 6. síðu.) i tttítltiitttiitittittttiiiiiittiilittttiii

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.