Tíminn - 23.01.1951, Page 2

Tíminn - 23.01.1951, Page 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 23. janúar 1351. 18. blað, 'Jtá hafi til ÚtvarpLð Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Sinfóníutónleikar frá Þjóðleikhúsinu. — Sinfóníu- hljómsveitin leikur; dr. Victor Urbancic stjórnar: a) Danse macabre op. 40 eftir Saint-Sa- ens. b) Fiðlukonsert ’nr. 1 í g-moll eftir Max Bruch (ein- leeikari: Ruth Hermanns). Um kl. 21,05 hlé á tónleikunum. — Upplestur: Steingerður Guð- mundsdóttir leikkona les kvæði. c) Sinfónía nr. 5 í e-moll op. 95 (Frá nýja heiminum) eftir Dvorak. 22,00 Fréttir og veður- fregnir. — 22,10 Passíusálmur nr. 2. 22,20 Vinsæl lög (plötur). 22,45 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: tals í Dómkirkjunni fimmtudag kl. 5. Fermingarbörn séra Bjarna Jónssonar eru beðin að koma til viðtals í Dómkirkjunni föstudag kl. 5. Fermingarbörn í Nessókn, sem fermast eiga í vor og í haust, komi til viðtals í Melaskóla fimmtudaginn 25. janúar klukkan fimm síðdegis. — Sóknarpresturinn. Fermingarbörn í Laugarnessókn eru beðin að koma til viðtals í Laugarnes- kirkju, austurdyr, fimmtudag- inn næstkomandi klukkan 5. Einnig börn þau, sem fermast eiga í haust. — Séra Garðar Svavarsson. Keflavíkurvöllur. Á árinu 1950 lentu 3357 flug- vélar á Keflavíkurflugvelli. Milli landaflugvélar voru 2338. Aðrar lendingar voru íslenzkar flug- vélar svo og björgunarflugvélar vallarins. Borgfirðingafélagið. Aðalfundur Borgfirðingafé- lagsins verður í Listamannaskál anum í kvöld, og hefst hann kl. 8,30. Aðalfundur Félags íslenzkra myndlistarmanna var haldinn í Baðstofu iðnað- armanna þ. 15. janúar s. 1. í stjórn voru kjörnir Jóhannes Jóhannesson, formaður, Kjart- an Guðjónsson, ritari og Valtýr Pétursson, gjaldkeri. í sýningarnefnd málara voru kosin, þau Nína Tryggvadóttir, Jóhannes Jóhannesson, Valtýr Pétursson, Kjartan Guðjónsson og Kristján Davíðsson, en í sýn ingarnefnd myndhöggvara: Tove Ólafsson, Ásmundur Sveinsson og Gestur Þorgríms- son. Aðalfundur Bolvíkingafélagsins, sem auglýstur hefir verið í Iðnó í kvöld verður ekki þar, heldur i Alþýðuhúsinu. Ms. Arnarfell fór frá Rvík 18. þ. m. áleiðis til Italíu. Ms. Hvassafell lestar saltfisk á Akranesi. Ríkisskip: Hekla fór frá Akureyri í gær vestur um land til Reykjavík- ur. Esja var á Norðfirði síðdegis í gær á norðurleið. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til Ak- ureyrar. Skjaldbreið er væntan- leg til Reykjavíkur í dag að vest án og norðan. Þyrill er í Faxa- ílóa. Ármann var í Vestmanna- eyjum í gær. Eimskip: Brúarfoss er í Keflavík, lestar frosinn fisk. Dettifoss fór frá Stettin 20. 1. til Gdynia og Kaup mannahafnar. Fjallfoss kom til Reykjavíkur 20. 1. frá Leith. Goðafoss fór frá Reykjavík 17. 1. til New York. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss fór frá Rvík 15. 1. vestur og norður og til Amsterdam og Hamborgar. Tröllafoss fór frá Reykjavík 15. 1. til St. Johns og New York. Auðumla fer væntanlega frá Immingham 22. 1. til Reykjavík- ur. A fithum tieqii Landið og matborðið Það er nokkurt undrunarefni, hve við íslendingar leggjum lítið kapp á það að auka fjölbreytni þeirra fæðutegunda, sem við höfum á borðum okkar, með ýmsu því, er hægt er að rækta eða fá af landinu sjálfu. Ég hygg til dæmis, a<5 meginþorri fólks, er garðlönd hefir og aðstöðu til allfjölbreyttrar ræktunar, láti sér til dæmis nægja kartöflur og gulrófur. Sumir hafa að vísu nokkra kálrækt, en ekki nema sumir. Og þar við situr. — ★ ★ ★ Það er þó engum vafa undirorpið, að víðast á land- inu má stunda með góðum árangri fjölbreytta ræktun garðjurta, er skapaði verulega tilbreytni í daglegt fæði heimilisfólksins talsverðan hluta af árinu. Hihir reynd- ustu trjáræktarmenn, sem mesta þekkingu hafa i því efni, segja mér líka, að hægt myndi að útvega plómu- tré og jafnvel eplatré, sem bæru sæmilegustu ávexti í öllum hinum hlýrri byggðarlögum landsins, ef þau væru gróðursett á skjólgóða staði. Þannig gætu mörg heimili i sveit og kaupstað fengið ofurlítið af nýjum ávöxtum til matgerðar til bragðbætis og tilbreytingar. ★ ★ ★ Árnað heilla Iljónaband. S. 1. sunnudag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Mál- fríður Jóhannsdótir og Sverrir Örn Valdimarsson, prentari. Séra Jón Thorarensen gaf brúð hjónin saman. Heimili þeirra verður að Hofsvallagötu 61. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Alda Hoffritz á Selfossi og Hilmar Friðriks- son í Miðkoti í Þykkvabæ. Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag gaf séra Sigurður Pálsson í Hraun- gerði saman í hjónaband ung- frú Guðrúnu Brynjólfsdóttur á Selfossi og Árna Sigursteinsson iðnnema. Blöð og tímarit Tízkublaðið nóv. des. 1950 er nýkomið út. Flytur það margar greinar og myndir um kventízkuna og er efni blaðsins þetta hið helzta: Nýjasta um vetrartízkuna, Aug- un, Fegrun og snyrting, Gömlu fötin, smásagan Gifting til fjár, Framhaldssagan, Leyndardóm- ur sumarhússins o. fl. Fjölmarg ar tízkumyndir eru í blaðinu. Útgefandi er Æsa K. Árdal. Úr ýmsum áttum Fermingarbörn í Dómkirkjunni Fermingarbörn séra Jóns Auð uns eru beðin að koma til við- Það má enn svipast um víðar. Það væri víða kostn- aðar- og fyrirhafnarlítið að rækta ribsber og sól- ber til sultugerðar, jafnframt því, sem runnarnir væru skjólbelti til prýðis við hús og bæi. Af ræktuðum jarðarberjum má fá mikla uppskeru. Þeir skyldu tala við M. Simson á ísafirði, er ekki hafa trú á því, ef ein- hverjir eru. Nýting villtra berja eykst, en gæti þó ver- ið mun meiri. Skarfakál gæti vaxið í hvaða garði sem er á íslandi, og salat úr skarfakáli er lostæti. — Fjalla- grösum og sölum gefa menn nauðalítinn gaum .— og flestir alls engan. ★ ★ ★ í fornöld mun hafa verið mikil ostagerð hér á landi. Suður í Sviss eru sumar tegundir hinna dýrustu og eft- irsóttustu osta epn í dag framleiddar 1 seljum og bændabýlum langt uppi til fjalla. Þar, sem mjólkur- sala er ekki hér á landi, eru þó viða fleiri kýr en svo, að alla mjólkina þurfi ekki til daglegrar neyzlu, er mest er af henni. Þá ætti við ostagerð. En hún er að mestu aflögð hérlendis. ★ ★ ★ Enn skal eitt dæmi nefnt. Víða hér á landi eru nær ördauða ár og vötn, er gætu verið matarkistur. Reynsla hefir sýnt, hvað gera má á skömmum tíma með klaki. Laxinn og silungurinn leitar aftur í árnar, þar sem seiðin hafa verið fyrst skeiðið. Fiskurinn stækkar með- an maður sefur. En það skeyta ekki sumir um það að koma upp fiskistofni og njóta góðs af ám sínum og vötnum. ★ ★ ★ Þessa sögu mætti rekja miklu lengra. Þetta er sagan um tómlæti þjóðarinnar og ánauð i vanahlekkjum. Þetta er líka sagan um það, að hvarvetna er gnægð verkefna, sem geta skapað betra líf og veitt rikulegri uppfyllingu lífsþarfanna. Hér þurfa margir að leggjast á eitt. Mér dettur í hug, að hér gætu húsmæðraskól- arnir miklu áorkað, eins og raunar allir skólar okkar. Við þurfum þá vakningu og þann skilning, að starfið sé lífið og skyldan sé að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir með andlegri og verklegri menningu og vinnu, sem gerir landið betra og byggilegra. J. H. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦ StúcíentGféBsg Reykjavíkur Umræöufundur um friðarmálin verður haldinn í Tjarnarbíó í kvöld og hefst kl. 9 stundvíslega. Framsögumenn : Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor. Jóhannes úr Kötlum, skáld. Félagsskírteini verða seld í dag í Tjarnarcafé kl. 5—7 og Tjarnarbíó kl. 7—9. Stjórnin. „Elsku Rut” Leikstjóri: Gunnar Hansen Sýning í Iðnó i kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 2 í dag. MarmarS” llldi l eftir Guðmund Kamban. Leikstjóri: Gunnar Hansen Sýning í Iðnó annað kvöld, miðvikudag, kl. 8. Aðgöngu- miðar seldir kl. 4—7 í dag. — Sími 3191. SKIÞAUTCeKO! RÍKISINS „Skjaldbreiö" til Snæfellsneshafna og Flat- eyjar hinn 26. þ. m. Tekið á móti flutningi á morgun og fimmtudag. Farseðlar seldir á fimmtudag. „Heröubreiö" til Vestfjarða hinn 27. þ- m. Tekið á móti flutningi til hafna milli Patreksfjarðar og ísafjarðar á morgun og fimmtudag. Farseðlar seldir á föstudag. „HEKLA" austur um land til Siglufjarð- ar hinn 27. þ. m. Tekið á móti flutningi t;l áætlunarhafna milli Djúpavogs og Húsavíkur á morgun og fimmtudag. Ármann Tekið á móti flutningi til Vest mannaeyja daglega. Anglýsingasíml Tímans er 81300 Vöru- happ- drætti S I B S Sala og endurnýjun t l 1. fl. 1951 er hafin ★ Kaupverð miðans er 10 kr. Endurnýjun 10 kr. Ársmiði 60 kr. Aðeins heilmiðar ★ Öllum hagnaði er varið til nýbygginga að Reykjalundi, en Reykjalundur er bjart- asta leiðarljós í félagsmálum íslendinga, langdrægur viti, sem aðrar þjóðir munu marka stefnu sína eftir. íslendingar! berið þessum vita ijósmeti. Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslenzk fri- rnerki. Ég sendi yður um hæl Í00 erlend frímerki. JON AGNARS, Frímerkjaverzlun, P. O. Bcx 356, Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.