Tíminn - 23.01.1951, Page 6

Tíminn - 23.01.1951, Page 6
TÍMINN, þriðjudaginn 23. janúar 1951. 18. blað. Bastions-fólklð Stórfengleg amerísk mynd, Sýnd kl. 7 og 9. Oiaplin sorían Sýnd kl. 5 TRiPGU-KÍÓ ALISRA Spennandi og viðburðarrík mynd byggð á samnefndri skáldsögu eftir Jack London. Aðalhlutverk: Kent Taylor, Margaret Lindsay. Bönnuð börnum. í rænins'jahwndum Sýnd kl. 5 NÝJA BIO Maskcradc Ein af hinum þýzku afburða myndum, gerð af snillingn- um Willy Forst. Aðalhlutverk: Paula Wesseley Adolf Wohlbruck Sýnd kl. 5, 7 og 9. Amhátt Araha- höfðinjíjans Hin skemmtilega æfintýra- mynd með: Yvonne De Carlo Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f.h. BÆJARBIO HAFNARFIRDI Sími 1182. Engin sýning í kvöld 0uu/eUí$ic?% Bergur Jónsson Máiaflutningsskrifstofs Laugaveg 65. Siml 5833. Heima: Vltastlg 14. I Austurbæjarbíó Sægammnrinn | Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9 TJARNARBIO Eva Áhrifamikil ný sænsk mynd Aðalhhitverk: Birger Malmsten og Eva Stiberg Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 16 ára. GAMLA BlÓ Dagdranmar Waltors Mittz Með Danny Kaye. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Rcítlát hcfnd (Den heliga lögnen) Spennandi og efnisrík sænsk kvikmynd. Aðalhlutverk: Arnold Sjöstrand Elsa Burnett Gunnar Sjöberg Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9. Suahhi Hin sprenghlægilega franska grínmynd. Sýnd kl. 5. s M MUAI®: Anglýsingasími TlMAAS er 81300 i ítaflagnir — Viðgerðlr Baftækjaverzlunln LJÓ5.& HITI h. f. Laugaveg 79, — Síml 5184 I Erlcnt yíirlit (Framhald a) 5. slðu.) er skipulag, sem er of þungt í vöfum og seint í svifum ef skjótt þarf til að taka. Eru ýms dæmi nefnd um óeðlilega greiningu herstjórnarinnar, ó- samræmi og veilur og lagt til að leggja herstjórnina i hend ur miklu færri manna. Rússar óttast árás. Þá er fróðlegt, að lesa það sem sagt er um orsakir til fjandskapar Rússa. Þarna er því haldið fram, að það sé ekki áhugi fyrir öreigabyltingu um allan heim, sem knýi Rússa áfram, heldur hræðsla við árás Vesturveldanna. Það virðist ef til vill öfugmæli, að ósk einnar þjóðar um að lifa í friði, auki stríðshættu, en Rússár muna ‘ vel innrás Hitlers og íhlutun Vesturveldanna fyrstu árin eft- ir byltinguna. Hræðslan er til- | efnislaus, — en hún er það, ekki frá sjónarmiði Rússa. Stal- 1 ín langar til að vernda ævi- starf sitt og gefa stefnu sinni skilyrði til að þróast. Við meg- um búast við byltingatilraunum til að styrkja Ráðstjórnarríkin og í þeirri viðleitni verða öll ráð notuð, nema heimsstyrj-1 öld. Það er ekki sennilegt að Stalín hefji innrás í vestur- átt á næstu árum, líkt og þegar Hitler lét ráðast inn í Pólland, og allra sízt þegar þess er gæft, að Rússar eru lamaðir eítir styrjöldina. Það er líka ógæti- legt spor að bera ábyrgð á upp- hafi styrjaldar, sem enginn ósk- ar eftir. 1 pólitískum átökum milli austurs og vesturs vinnum við ekki sigur án þess að hafa vald bak við orðin. Ráðstjórnarríkin olnboga sig áfram og bæta að- stöðu sína stig af stigi, nema þau viti af valdi, hervaldi, bak við orð Vesturveldanna. Finni Rússar hins vegar að þeir kom- ast, ekkert, áleíðis með þessu móti, kynn'i að' véra að þeir skiptu um vinnúbrögð og færu að óska samkomulags við Vest- urveldin. Cjina J(c auá: Askriftarsíihft TIMINIV 2323 Gerizt áskrifendor. | ELDURINN | | ccrir ekkl boð á undan sér. f I Þeir, sem eru hysgnir, i tryggja strax hjá I Samvinnutrygrgingum i j iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinifiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiitiiiiiiiiiin Kennsla í ensku, þýzku, frönsku, sænsku, bókfærslu og reikn- ingi. — Nokkrir tímar lausir. II«rri/ Villemsen Skólavörðustíg 38. Sími 3824. Viðtalstími er aðeins frá kl. 6—7 á kvöldin. tengíllTf! Qeiði við Kleppsveg Sfmi 80 694 annast hverskonar raflagn • lr og viðgerðir svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnlr, skipalagnir ásamt viðgerðum og uppsetnlngu á mótorum, röntgentækjum og heimllls- vAiurn Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Sími 7752 eignaum- Lögfræðistörf og sýsla. í )J w ÞJÓDLEIKHÚSID Þriðjud. ENGIN SÝNING Ilúsið leigt Sinfóníuhijómsveitinni ★ Miðvikudag ENGIN SÝNING SKIPS- LÆKNIRINN 13 Þeir voru komnir niður á F-þiljurnar, þar sem fólk flýtti sér nú út. í bátinn, er senn átti aö leggja frá skipshliðinni. — Tómas, sagði Hermann lágt. Ég veit ekki, hvers vegna þú vildir endilega fara þessa ferð fyrir mig. Ég veit ekki, að hverju þú ert að leita, þegar þú skimar í sífellu í kring- um þig, eða hvað þú ert að hugsa um. En ég vona.... Hann ræskti sig og þagnaði snögglega. — Að ég geri skyldu mína, sagði Tómas, sem vissi, hvað hann vildi segja. — Ég veit það, sagði Hermann og þrýsti hönd vinar síns. Og svo hraðaði hann sér út í bátinn. Tómas stóð einn eftir. Eftir fáa klukkutíma — kannske aðeins fáar mínútur — hlaut hann að sjá Sybil. Kannske í göngunum, matsaln- um éða reyksölunum — hann vissi það ekki. Skyldi hún verða hrædd? Hlaupa burt? Og skyldi hann hitta hana eina — það var mikilvægast. Tómas reikaði fram og aftur um ganga og stiga. Sama hugsunin margómaði í sál hans: Ég verð að hitta hána eina, ég verð að hitta hana eina. ‘ , — Að hverju leitar herrann? var allt í einu spurt. Þjónn í lifrauðum búningi stóð fyrir framan hann. Tómas starði agndofa á hann, en nefndi þó lækninga- stofuna. — Gerið svo vel, þessa leið, sagði maðurinn og hljóp á .upd- an honum. .... Tómas kjagaði á eftir honum. Hún getur ekki skotiö sér- undan því að tala við mig, hugsaði hann. Hún verður að leyfa mér að segja þaö, sem mér býr í brjósti, og leiða'henni fyrir sjónir, hvað hún er að steypa sér út í. Og sé nokkur vottur af mannlund til í Shortwell, hlýtur hánh áÓ Játa það afskiptalaust. Ég krefst ekki annars en mega tala viö hana í einrúmi stutta stund. En vilji hún ekki sjá sig um hönd, heldur fylgja þessum Bandaríkjamanni, þá..'.. — Gerið svo vel — hér, sagði maðurinn um leíð og hann opnaði dyrnar að vistarverum skipslæknisins. Tómas snaraði sér inn fyrir. Systir Marta hafði opnað lyfjaklefann. Hún leit við og starði stórum augum á lækn- inn, sem óneitanlega var nokkuð ankannalegur á svipinn. — Þér viljið kannske hvíla yður, áður en setzt er að snæð- ingi, sagði hún. Ég get tekið til í lyfjaklefanum seinna. En Tómas vildi það ekki. Hann vildi fara eftirlitsferð sína um skipið hið bráðasta. Það hafði Hermann ráðlagt honum. Hann bað Mörtu að leiðbeina sér. — Fúslega, læknir, sagöi hjúkrunarkonan. En væri samt ekki betra að gera þetta að lokinni máltíð? Nú eru allir að hagræða farangri sínum, svo að við gerum fólkinu ónæði. Og þér þyrftuð áreiðanlega að hvíla yður. Hún virti hann fyrir sér. — Jæja þá, sagði hann til þess að losna við þetta rann- sakandi augnaráð. Hún gekk að bekknum, sem eiginlega var ætlaður sjúkl- ingum, er kæmu til skoðunar til læknisins, og hagræddi hæg- indunum æfðum höndum hjúkrunarkonunnar. Sérhver stell- ing hennar minnti á helgimynd eftir meistarana fprnu. Ó- sjálfrátt datt honum í hug saga Hermanns af siglingunni um Rauðahafið. Jafnvel töfrar hinna austurlenzku nátta höfðu ekki komið henni úr jafnvægi. Sennilega var hún gersneydd allri hneigð til karlmanns, hugsaði hánn. Þess vegna brá hún aldrei skapi, þekkti hvorki ást né afbryði né öfund og kærði sig hvorki um börn né heimili. Það var ráön- ingin á leyndardóminum. Og sennilega var hún hamingju- samari en flestir aðrir. Hann þó hendur sínar, er hún var farin. Hugun hans beindist aftur að samtalinu við Sybil, er nú hlaut að standa fyrir dyrum, Hann varð sannfærðari og sannfærðari um það, að Sybil væri ekki gædd neinum sjálfstæðum vilja. Shortwell hafði náð tökum á henni, og hún lét stjórnast af honum, viljalaust, hugsunarlaust. Shortwell var frekur og ruddalegur náungi. Kannske villti hann henni lika sýn með fégjöfum, tældi hana með loforðum og fyrirheitúm og ógn- aði henni, ef það hreif ekki. Kannske hafði hann dáleitt hana. Tómas varð að horfast í augu við slíkt, og mátti hvergi hvika. En einhvers staðar hlaut þó að leynast í sál hennar neisti sjálfstæðs vilja. Hann varð að vekja iðrunina í huga hennar og knýja hana til uppreisnar gegn Shortwell — manninum, sem hafði dregið hana á tálar. — Það er hlutverkið, sem ég verð að inna af höndum, sagði hann við sjálfan sig, um leið og hann neri sápu á hendur sér í fjórða skiptið, án þess að veita því athygli.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.