Tíminn - 24.01.1951, Side 5

Tíminn - 24.01.1951, Side 5
19. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 24. janúar 1951. 5 Nliðvikud. 24. jtm. ERLENT YFIRLIT: Deilur frægra systra . Eva Cnrlc átti drýgst«m þátt í því, að Irene \ eröhækkanir hér systir hennar var vikið ár frönska og í Noregi í blöðum Alþýðuflokksins er nú fylgt því fordæmi kommúnista að kenna geng- islækkuninni um allar verð- hækkanir, sem hér hafa orð- ið. í tilefni af því er ekki ó- fróðlegt að kynna sér efni forustugreinar, sem birtist í „Arbeiderbladet“, aðalmál- gagni norska Alþýðuflokksins, 28. desember síðastliðinn, þar sem raktar eru orsakir verð hækkana, er orðið hafa í Nor egi. í þeirri gréin segir svo: — Það hefir verið dýrt að halda jólin að þessu sinni Af þeirri ástæðu er ekki úr vegi að kynna sér orsakir verðhækkananna. Sumir segja, að þær séu stjórnar- stefnunni að kenna. Vegna stjórnarstefnunnar hafi trúin á verðgildi peninganna þorr-, ið, menn kaupi því meira en ella og af því leiði vöruþurrð og verðhækkanir. Þetta gæti verið rétt ef Nor egur væri alveg óháður öllum I innflutningi og allar nauð-1 synjar þjóðarinnar væru1 framleiddar í landinu sjálfu. | En slíku er ekki að fagna.! Við lærum það strax í barna’ skólanum, að Noregur hefir, tiltölulega meiri utanríkis- [ verzlun en flest önnur lönd' og af því leiðir að fjárhags- j mál okkar — og þar á meðal verðlagið — eru mjög háð þeim sveiflum, sem verða á heimsmarkaðinum. Það væri eins rangt að láta sér sjást yfir þetta og halda því fram, að Kóreustyrjöldin og átökin milli austurs og vesturs væru! afleiðing af utanríkisstefnu! Noregs. Við þekkjum ekki neitt land þar sem ekki hafa orðið stór felldar verðhækkanir síðan haustið 1949. Vísitala Moodys yfir hrávörur, sem sýnir verð breytingar helztu hrávara í Bandaríkjunum, var í kring- urn 340 haustið 1949. Frá því í ársbyrjun 1950 og þangað tilj í maílok átti hægfara hækk- un sér stað. Síðan hefir hver verðhækkunin annari meiri átt sér stað og nú er umrædd vísitala Moodys um 500. Þetta sama gildir líka um hrávörur, sem Norðmenn þurfa að flytja inn, og það hefir svo vitanlega sín áhrif á heimamarkaðinum. Vísitalan fyrir verðlag inn flutningsvaranna sýnir þetta einnig. Hún var sumarið 1949 um 280 stig. Hún hækkaði nokkuð í fyrrahaust og fyrra vetur af völdum gengislækk unarinnar. Mestar hafa þó hækkanirnar orðið síðan í ágústmánuði í sumar. í októ bermánuði var vísitalan kom- in upp í 344 eða hafði hækk að um 20% á einu ári. Ýmsir vöruflokkar, eins og t. d. ný lehduvörui;, höfðu hækkað um 50%. Við getum auðveldlega gert okkur grein fyrir þeim afleiðingum, sem þetta hefir fyrir okkur. Árið 199 fluttum við alls inn vörur fyrir 4.2 miljarða króna. Sama vöru- magn myndi með núgildandi verðlagi kosta 800 millj. krón um meira. Það er enginn smá skildingur fyrir litla þjóð eins og Norðmenn. kjarnorkiuiefiidinni Curie hjónin, Marie og Pierre, voru á sínúm tima heimsfrægir vísindamenn, einkum fyrir það, að þau fundu fyrst undraefnið radium, og var þó frægð frúar- innar emx, meiri. Um Marie Curie var grein í almanaki Þjóð vinafélagsins 1915 en síðar kom út á ísleiizku hin mikla bók Evu dóttur he'nnar um hana og er hún því mörgum íslendingum kunn. Dætur hennar báðar hafa hlotið heimsfrægð. Nú hefir Irene verið vikið úr kjarnorku- nefndinnU frönsku en um það og fleira ræðir Jörgen Bast í grein þeirri, sem hér birtist á eftir í lauslegri þýðingu úr Berlingske Aftenavis: Fréttír frá París herma að Irene Jolibt Curie, sem einu sinni hlöut Nobelsverðlaunin, hafi verið látin fara úr kjarn- orkunefndinni frönsku. Manni hennar, Frederic Joliot Curie var nokkrum mánuðum áður vik ið frá formennsku í kjarnorku- rannsóknanefndinni með þeim forsendum, að hann hefði látið í ljós mikla samúð með Rúss- um. Þessar- "fréttir sýna njósna- hræðslunæ í Frakklandi, en þær varpa jafnframt ljósi á heimilis ófrið innan einhverrar gáfuð- ustu fjölskyldu Frakklands. Það blað, sem fastast hefir gengið eftir því’ að þessum hjónum væri ekkr sýndur trúnaður í sambandf' við kjarnorkumálin er Paris-Presse, en það er fyrst og fremst'málgagn yngri systur frúarinnarr Evu Curie. Ólíkur -er ferill systranna tveggja, dætra þeirra Marie og Pierre Cueié. Irene Cflrie. Irene éí nú 53 ára. Hún tók að erfðum' frábærar vísindagáf ur foreldra sinna. Aðeins 21 árs tók hún með miklum glæsi- leik magisterspróf í stærðfræði og eðlisfræði við háskólann í París og siðan vann hún með móður sinni við Curie-stofn- unina í'París og hún býr enn í húsinu, sem kennt er við föð- ur hennáf. Hún Héflr af eigin verðlelk- um og vinnu unnið sér frægð við rannsóknastörf, fyrst við radíum og síðan kjarnorku. En auk þess lék jafnan um hana ljómi af...frægð foreldranna og rómantískur bjarmi sveipaði þessa ungu vísindakonu. Frederic Joliot var þremur ár um yngrl. Hann varð hrifinn af Irene strax á barnsaldri. Hann sá mynd af henni með foreldrum sínum í blaði, og þá ' mynd klippti hann úr blaðinu. Heima í foreldrahúsum hafði hann litla efnafræðilega til- raunastofu og þar hengdi dreng urinn þessa mynd yfir vinnu- borðið sitt. Myndin fylgdi hon- um svo á stúdentsárunum í París og milli allra tilrauna- stöðva, sem hann vann við á námsferli sínum. Ef til vill hafa það verið áhrif frá þessari hrifningu, að hann valdi sér nákvæmlega sama námsefni og stúlkan, sem hann dáðist svo að. Þegar hann hitti Irene sjálfa varð hann engan veginn von- svikinn. Einhverntíma sagði hann, að með Irene hefði hann séð fullkomna sameiningu feg urðar og anda. Hjónin Joliot- Curie. Hann fékk ást sína endur- goldna og árið 1926 giftust þau, og var það brúðkaup, sem vís- indamenn um allan heim veittu óvenjulega athygli. Þau urðu hamingjusöm hjón, en jafn- framt nánir samstarfsmenn og ástarsagan í efnarannsóknastof unni komst svo langt, að árið 1935 hlutu þau hjónin efna- fræðiverðlaun Nóbels. Þá voru þau mörgum ímynd hinnar vís indalegu aldar, sem færa skyldi mannkyninu fullkomna ham- ingju. Áður en heimsstyrjöldin síð- ari hófst höfðu þau hjónin hneigzt til kommúnisma, en það leiddi ekki til neinnar einangr- unar í þá daga. Það var á þeim hamingjusömu dögum, þegar allar skoðanir rúmuðust á Vest urlöndum, án þess að hræðslan við svik gengi sem vofa um allar vísindastofnanir. Ekki varð þetta verra, eftir að Rússar urðu styrjaldaraðilar 1941 og franskir kommúnistar hófu mikla þátttöku í frelsis- hreyfingunni frönsku. En það horfði allt öðru vísi við eftir stríðið, þegar kommúnistar heimtuðu skilyrðislausa auð- sveipni við Moskvu, sem alltaf fjarlægðist vestrið meira og meira og þar með Frakkland. Hjónin Joliot — Curie tóku réttlínuafstöðu til Moskvu, hvort sem madaman hefir gert það af eigin sannfæringu eða vegna áhrifa bónda síns. En strax á árinu 1946 var farið að tortryggja þau. Irene fór til Bandaríkjanna 1948. Þá var hún fyrst kyrrsett í hálfan mánuð og fékk síðan ekki landvist nema mjög tak- markaðan tíma. Eftir heimkomuna úr þeirri Hinar. stórfelldu verðhækk ■ anir, sem- enn sést ekki fyrir endann., á., standa í beinu sam hengi við Kóreustyrjöldina og hina- auknu stríðshættu. Nær hvarvetna í veröldinni fer fram stórfelldur vígbúnað ur, sem sogar til sín vörur og vinnuafl í stórum stíl. Á sama tíma fer fram mikil birgðasöfnun. Þetta hækkar verðlagið og það má búast við því, að þessar verðhækkanir haldi áfram, unz horfurnar í heimsmálunum verða frið- vænlegri. Við skrifum þetta til að sýna, að verðhækkanirnar | rekja ekki rætur sínar til i vantrausts á norsku krónuna eða til fjármálastefnu stjórn arinnar. Það eru önnur vold ugri öfl, sem knýja verðlagið upp víðsvegar i heiminum. — Þetta segir aðalmálgagn norska Alþýðuflokksins um verðhækkanirnar í Noregi. Þetta getur þó ennþá frekar átt við verðhækkanirnar hér, því að þótt innflutningur Norðmanna sé mikill, er inn- flutningur íslendinga þó til- tölulega mun meiri og hefir því enn meiri áhrif á heild- arverðlagið hér en í Noregi. Þessum staðreyndum neitar hinsvegar íslenzka Alþýðublað ið, heldur skrifar allar verð- hækkanirnar á reikning gengislækkunarinr.ar og stjórnarstefnunnar. Það eru svipuð rök og ihaldsmenn hampa í Noregi og eru svo glögglega hrakin í framan greindri grein norska AlÞýðu- blaðsins. Væri það ekki vænlegra fyr ir Alþýðublaðið hér til að vinna flokki þess fylgi ábyrgs og hugsandi verkafólks að taka hinar rökstuddu greinar Arbeiderbladets meira til fyr irmyndar en æsingaskrif Þjóðviljans? EVA CURIE ferð voru þau hjón jafnan ein- angruð meira og meira, og kjarnorkunjósnir í Englandi og Ameríku bættu ekki um fyrir þeim. í lok apríl var svo eigin- manninum vísað á dyr en þá var enn hikað við að reka dótt- ir Marie Curie, sem alltaf hlýt- ur að skipa eitthvert veglegasta sætið í vísindasögu Frakklands. En nú hefir verið látið undan ákæruöldunum, og meðal þeirra (Framhald á 6. síðu.) Raddir nábáarma Alþýðublaðið ræðir í for- ustugrein i gær um væntan- lega komu Eisenhowers í til- efni af níðskrifum Þjóðvilj- ans um hann. Það segir m. a.: „En íslenzka þjóðin og full- trúar hennar munu taka Eis- enhower sem þeim aufúsu- gesti sem hann er henni og öllum lýðræðisþjóðum í Ev- rópu; því að þær vita, að mark mið hans er ekki stríð, heldur að varðveita friðinn. En að vísu veit hann, að það verður ekki gert með því að láta Vest ur-Erópu varnarlausa gegn yf irvofandi árás, eins og hún er nú. Það hefir stríðið austur í Kóreu sannað honum eins og mörgum öðrum. Að koma fyrst og fremst í veg fyrir það, að Vestur-Evrópa verði ný Suð- ur-Kórea, er einmitt það hlut- verk, sem Eisenhower hefir ver ið falið af Atlanzhafsbanda- laginu... Það mun yfirleitt leitun á sigursælum og frægum hers- höfðingja í allri veraldarsög- unni, sem er eins frábitinn handverki hermannsins og Eisenhower hefir sýnt og sann að. Hann er ekki fyrr búinn að leggja sitt þunga lóð í vog- arskál annarrar heimstyrjald arinnar og sigra þýzka nazism ann, en hann lét af her- mennsku og gerðist mikils- virtur rektor við einn þekkt- asta háskóla heimalands síns. Þetta lýsir manninum. Hann skorast ekki undan þeirii skyldu, að verja vestræna menningu með vopn í hönd, ef nauðsyn krefur. En hann kýs miklu heldur friðinn og hlut- deild í því, að efla og auðga þá menningu með friðsam- legu starfi.“ Að Wjóðviljanum virðist helzt mega ráða, að kommún- istar hér ætli að efna til upp- þota í tilefni af komu Eisen- howers. Slikt mun aðeins auka fyrirlitningu á þeim, því að sérhver fjandskapur þeirra við varnir Vestur-Evrópu aug lýsir þjónustu þeirra við Moskvuvaldið og sýnir bezt. að þeir meta landvinninga- stefnu þess meira en hags- muni þjóðar sinnar. Nýir markaðir og Þjóðviljinn Lengi hafa verið þjóðfræg- ar að endemum fautalegar og fólskulegar níðgreinar komm únista um íslenzkt kinda- kjöt. Hafa sumir æðstuprest- ar íslenzkra kommúnista með hinn virðulega föður að Gljúfrasteini í fararbroddi sungið þá messu, svo sem kunnugt er. Þar hafa menn verið fræddir á því, að ís- lenzkt lambakjöt væri hrak- leg vara. Nú bregður svo við, að þeg ar markaður opnast fyrir ís lenzkt d Ikakjöt í Ameríku og þangað á að selja 450 smá- lest’’r af íslenzku dilkakjöti fyrlr hálfa fimmtu milljón króna í dollurum, umhverfist Þjóðviljinn og segir meðal annars í æðinu að „hross hor falli nú í stórum stíl í Skaga- firði“ og horketinu þurfi að koma í verð. „Horket af hross um og pestarket af rollum“ sé talinn hæf'legur matur handa Islendingum, en dilka kjötið skuli vera „forréttindi herraþjóðarinnar“ að éta. Þeir voru ekki lengi að kyngja öllum fyrri óþverra- rógi um íslenzka dilkakjötið, Þjóðviljamennirnir, þegar markaðurinn opnaðist vestra. En fóturinn fyrir fellissögun- um úr Skagafirði er sá, að þegar vetur gekk þar í garð með frostum og jarðbönnum vegna áfreða, var slátrað nokkrum hundruð tryppa, þar sem hross almennt voru tek- in á gjöf. Hefir það aldrei þótt minnknn eða óráð að fækka bústofni í byrjun gjafa tímans, meðan skepnur eru enn í haustholdum og ekki hefir þurft að eyða í þær vetrarfóðri. Slíkt hafa bænd- ur jafnan gert til að komast hjá fóðurskorti og eru þess engin dæmi, að það væri kall að að fella úr hor og er vand- séð, hvort þar er ríkari heimskan eða skítmennskan hjá Magnúsi Kjartanssyni. En vandlifað er þá við búskap, ef menn eiga þess von að vera bornir verstu sökum um níð- ingsskap og skussahátt fyrir það eitt að setja gætilega á. . .Þaö er stefna Þjóðviljans í manneldismálum að forsmá og níða allt, sem íslenzkt er, þó að nú sé undantekning gjörð með dilkakjötið. ís- lenzkar gulrófur eru kalláðar kúafóður, ærkjöt og nauta- kjöt óætt, og hrossakjöt þykir heldur ekki boðlegt mönnum. . .Aðrar þjóðir gera sér jafn- an far um það, að selja sem mest af góðum gjaldeyrisvör- um. Danir skammta smjör og flytja út mikið af svínakjöti, svo að stundum fæst það ekki þar í landi. Og svo að farið sé til landa, sem Þjóðviljan- um líkar við, má nefna það, að Ungverjar hafa nú marg- háttaða skömmtun heima fyrir hjá sér, svo að þeir geti flutt út til framandi „herra- þjóða“, sem mest af sinni girnilegustu framleiðslu. En hérna við Þjóðviljann eru menn gikkslegir og vilja ekki leggja sér til munns ann að en hið mesta lostæti bæði íslenzkt og erlent. Þeir heimta dýra ávexti frá fjar- lægum löndum og banna að flytja út það, sem þykir gott að borða erlendis og er því eftirsótt vara. Það mun ekki þurfa að skorta hollan og góðan mat hér á landi, þó að tveggja mánaffa forði af dilkakjöti (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.